Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 11

Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 11 Leikarar og aðstandendur leikritsins. HAU STDRAUGAR Myndlist Bragi Ásgeirsson Undanfarið hefur verið furðu- mikið um rask á listdómum mín- um, svo að tveir þeir síðustu koma mjög undarlega út á síðum blaðs- ins, að ekki sé mun sterkara að orði komist. Þykir mér þetta ekki einleikið því að hingað til hef ég álitið það hlutverk pi'ófarkalesara og ann- arra sem meðhöndla listrýni á leið hennar á síður blaðsins, sé að uppgötva hnökra á máli og jafn- vel einfalda mál, en ekki bæta við slíkum og gera setningar illskilj- anlegar, jafnvel fáránlegar. Þó er sjaldgæfara að myndir víxlist jafn gróflega og átti sér stað í pistli mínum „Arkitektar New York-borgar“ sl. miðviku- dag, en með honum birtist inni- mynd úr nýmóðins klúbbi í Kawa- saki í Japan eftir George Kunhiro í stað tveggja skýjakljúfa í New York eftir Richard Meier{\), sem ég tók einmitt sérstaklega fyrir, en minntist hins vegar hvergi á hinn ágæta japanska arkitekt George Kunhiro. Þetta gerði það að verkum að margur mun hafa átt erfitt með að átta sig á samhengi texta og myndar og skerti þetta pistil minn stórlega. Var textinn þó þannig að hvert mannsbarn hefði getað séð að hann gat ekki staðist und- ir myndinni, en rétta myndin var einmitt hinum megin á síðunni sem ég reif úr út sýningarskrá og kyrfilega merkt með þrem krossum. Leyfi ég mér því að birta hér réttu myndina svo engum geti blandast hugur um við hvað ég átti í skrifum mínum. Þá gerðist það í blaðinu í gær að í listrýni minni um þá félaga Guðjón Ketilsson og Grétar Reyn- isson vantaði upphafið, en það er svona: „I Austursai Kjarvaisstaða svo og gangi hafi féiagarnir Guðjón Ketilsson og Grétar Reynisson Háhýsi Richards Meier við Ma- dison Square Garden. hreiðrað um sig með tvær sjálf- stæðar sýningar. Báðir eru þeir vel kunnir fyrir athafnasemi sína á myndlistarsviði Og eru sýningar frá þeirra hendi nær árviss við- burður og þá oftar en ekki í sölum Nýlistasafnsins.“ Þá var ég ekki að ræða um neitt þjóðarbú í iýni minni frekar en fyrri daginn og mega aðrir sinna þeim málaflokki. Vil raunar efns og málum er háttað fyrir enga muni láta bendla nafn mitt við þann vettvang. Ég lauk hins vegar við þarnæstu málsgrein með því að vísa til þjóðardjúps, sem er ann- að hugtak og all langt frá þjóðar- búi! Þykir mér rétt að endurtaka alla málsgreinina vegna þess að síðasta orðið er lykilorð. Það er alheimurinn og dulvit- undin, sem ræður ríkjum í mynd- máli þeirra og er það í samræmi við ákveðna núlistahefð, sem á um margt uppruna sinn í Þýska- landi, en styðst þó ekki í sama mæli við sögulegar forsendur né sértæka og skilvirka uppsprettu þjóðardjúpsins. Rússneskt leikrit fnim- sýnt á Litla sviðinu FRUMSÝNT verður nýlegt rússneskt leikrit á Litla sviði Þjóðleik- hússins laugardaginn 12. október. Leikritið nefnist Kæra Jelena og er eftir Ljúdmílu Razumovskaju. Þegar leikritið var fyrst sýnt í heimalandi höfundar árið 1980 vakti það mikið umtal og var bann- að allt til ársins 1986. Iæikurinn gerist á afmælisdegi Jelenu sem er kennari í framhaldsskóla. Nokkrir nemendur hennar koma óvænt í heimsókn til að óska henni til ham- ingju og færa henni gjafir, en fljót- lega kemur í ljos að erindi þeirra er í raun allt annað og óhugnanlegra. Leikarar eru fimm talsins; Anna Kristín Arngrímsdóttir ásamt Hall- dóru Björnsdóttur, Baltasar Korm- áki, Ingvari Sigurðssyni og Hilmari Jónssyni, en þau fjögur síðasttöldu eru meðal yngstu leikara Þjóðleik- hússins. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson en leikmynd og búninga gerði Messíana Tómasdóttir. (Fréttatilkynning) Komdu til okkar á DAGANA UM HELGINA Ljúfmeti af léttara taginu úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar veröur á boöstólum, þar á meðal nokkrar nýjungar. Kynntu þér íslenska gæðamatið Nú hefur þú tækifæri til aö kynna þér niðurstöður íslenska gæöamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. Ostameistaramir verða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur aö ostum og ostagerð og bjóða þér aö bragöa á ostunum sínum. Kynningarverð á ýmsum ostategundum* Nýir uppskriftabæklingar. Verið velkomin kl. 1-6 laugardag og suimudag að Bitruhálsi 2 * OSTA- OG SMJÖRSALAN SF. OPIÐ HÚS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.