Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 12
12
MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991
Borgarfjörður:
fyrri lauskjarna rúllubindivélum.
Breytingin fælist fyrst og fremst í
þeim 14 hnífum sem væru látnir
skera heyið um leið og það færi inn
í vélina. Einnig væri hægt að binda
rúllurnar mismunandi þéttar og því
væri stjórnað úr dráttarvélinni sem
og hvort að hnífarnir væru notaðir
eða ekki. Sagði Grétar að þarna
væri um dýrt tæki að ræða sem
væri jafnframt afkastamikið á velli
og hentaði því kannski vel til félags-
eignar bænda eða búnaðarfélaga.
Að sögn sölumanns hjá umboðs
og söluaðila Deutz-Fahr rúllubindi-
vélanna, Þórs hf. Ármúla 11
Reykjavík, er þessi nýja vél um 20%
dýrari en samskonar vél án söxun-
arbúnaðarins. Þó svo að vélin væri
fyrst að koma til íslands í sumar
þá hefði hún verið smíðuð fyrst
1988 og síðan eftir prófanir og
endurbætur sett á markað erlendis
1990. Ákveðið hefði verið að bíða
þar til nú í sumar með að flytja inn
fyrstu vélarnar til íslands til að láta
fyrst koma í ljós hvernig vélarnar
reyndust erlendis. Helstu kostir
þessarar vélar væru að þeirra mati
meiri þjöppun við bindingu og
minna loft í böggunum, færri rúllur
á hvern bundinn hektara, minni
plastnotkun og auk þess væri betra
að gefa heyið.
TKÞ.
Morgunblaðið/Theodór
Jómundur bendir á hnifana 14 sem skera heyið í vélinni.
Ný rúllubindivél sker heyið í smátt
Borgarnesi.
SIÐÁSTLIÐIÐ sumar kom á markaðinn hérlendis ný rúllubindivél
sem sker heyið um leið og hún tekur það inn í sig. Rúllurnar verða
því þéttari og þar með færri og sparast því kostnaður við plast og
vélavinnu með notkun á þessari vél.
Bóndinn á bænum Skarðshömr-
um í Norðurárdal í Borgarfirði, Jó-
mundur Ólason, var sá fyrsti sem
að keypti sér rúllubindivél í Norður-
árdalnum árið 1985. í sumar reið
hann aftur á vaðið og keypti sér
nýja Deutz-Fahr bindivél með
skurðarbúnaði. Vélin er önnur
tveggja þess konar véla sem til eru
hérlendis. Jómundur sagði að hann
væri búinn að binda yfir 2.000 rúll-
ur með vélinni síðan hann keypti
hana. Aðspurður um kosti vélarinn-
ar sagði Jómundur að kostirnir
væru margir ef miðað væri við eldri
gerðir af bindivélum. Vélin væri
afkastameiri en eldri gerðir, með
þessari hefði hann bundið einn dag-
inn að jafnaði um 30 rúllur á
klukkustund. Vegna hnífanna sem
saxa heyið um leið og hún tekur
það inn í sig, væri hægt að hafa
rúlluna mun þéttari en áður var
hægt. Þó svo að heyið væri þéttara
í rúllunni þá ætti að vera betra að
gefa það því það væri smágerðara
eftir skurðinn og losni því örugg-
lega betur í sundur.
Fyrmefnd bindivél var í sumar
til skoðunar hjá Bútæknideild rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins á
Hvanneyri. Að sögn Grétars Einars-
sonar deildarstjóra voru bundnir 5
til 600 hundruð rúllubaggar með
vélinni þar í sumar. Bundið var
mismunandi verkað hey og mis-
munandi grastegundir. Þá voru rúll-
urnar hafðar mismunandi þéttar og
þær síðan vigtaðar. Sagði Grétar
að ekki yrði að fullu lokið að vinna
úr þessum rannsóknum fyrr en í
vetur. Hins vegar væri ljóst að með
notkun þessarar vélar gæti meira
hey verið í sömu stærð af rúllum
en áður, vegna þess að heyið yrði
smágerðara við skurðinn og hægt
væri að stilla þjöppunina. Einnig
ætti að vera betra að ná heyinu í
sundur við gjöf vegna söxunarinn-'
ar. Sagði Grétar að vélin sem þeir
hafi prófað hafi verið með minni
gerðina af baggahólfi, þ.e.
1,20x1,20 m en stærri vélin væri
1,20x1,50 m en að öðru leyti eins
uppbyggð. Þarna væri um sömu
grunnuppbyggingu að ræða og á
Bóndinn á Skarðs-
hömrum, Jómund-
ur Ólason, losar
rúllubagga úr nýju
Deutz-Fahr rúllu-
bindivélinni sinni.
Séð inn í bindivélina, Jómundur styður hendinni á einn af hnifunum
sem skera heyið.
en tónlist. Páll er þó liðtækur selló-
leikari og hefur síðustu árin varið
æ meiri tíma í tónlistariðkun.
Hann er formaður hljómsveit-
arinnar og með honum í stjórn þau
Hulda Birna Guðmundsdóttir tón-
listarkennari og Guðmundur Vig-
gósson augnlæknir sem bæði eru
fiðluleikarar. Hljómsveitarstjóri er
Ingvar Jónasson víóluleikari.
Nokkrar stöðurlausar
-Hér eru menn auðvitað á nokk-
uð misjöfnu stigi og sumir þurfa
kannski að leggja meira að sér
en aðrir en allir eru reiðubúnir til
að gera sitt besta og kannski svo-
lítið betur, segja þau. -Aðalatriðið
er þó að vera með, bæta þau við
og segja að stefnt sé að því að
ná allt að 30 manna hljómsveit
eins og í fyrra:
-Það væri æskilegt að ná þeirri
stærð og það mörgum hljóðfæra-
leikurum í hveija rödd að ekki sé
til vandræða þótt einn og einn
vanti á eina æfíngu. Við getum
bætt við í strengina og nokkrar
stöður eru einnig lausar í aðrar
raddir, segir-Páll og bætir því við
að hljómsveitin megi samt ekki
verða svo stór að hún skyggi á
Sinfóníuhljómsveitina!
Teljið þið að til sé fólk sem býr
yfir kunnáttu á hljóðfæri og væri
liðtækt í hljómsveitina?
-Það er áreiðanlega margt fólk
sem hefur lært á hljóðfæri allt upp
að 5. eða 6. stigi en hefur kannski
ekki spilað í mörg ár. Við viljum
hvetja það fólk til að setja sig í
samband við okkur og slást í hóp-
inn og rifja upp þessa kunnáttu
sína. Við erum öll jafningjar í
þessari hljómsveit og við þurfum
öll að æfa okkur heima. Æfin-
garnar fara fram á þriðjudags-
kvöldum og fengum við lánað
húsnæði Háskólans við Hellusund,
hér í gamla húsnæði Verslunar-
skólans.
Þetta getur líka verið gott fyrir
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
komin af stað á ný:
Spilum fyrir vini
og vandamenn
Iljarnar gengu upp og niður eins og takturinn bauð, andlitin voru
meitluð af einbeitingu og stunduin spratt fram gretta - kannski
af því að tónninn var ekki nógu hreinn. Stjórnandinn sveiflaði
sprotanum og kallaði öðru hverju einhverjar brýningar til hljóm-
sveitarmanna sem seigluðusl gegnum sinfóníu Schuberts. Þetta
er Sinfóníuhljómsveit áhugamanna en nafnið er þó ekki lögfest -
hún gæti allt eins heitið ófullgerða sinfónían! Þessi hljómsveit hóf
göngu sína á síðasta vetri og er nú að koina saman aftur til reglu-
legra æfinga. En hverjir skipa þessa hljómsveit áhugamanna?
-Það má eiginlega skipta með-
limum í þijá hópa: Einn hópurinn
eru þeir sem hafa lært talsvert
mikið á hljóðfæri en ekki spilað
neitt að ráði; annar hópurinn eru
tónlistarkennarar og sá þriðji
námsmenn í tónlistarnámi eða
öðru námi sem vilja afla sér
reynslu í svona starfi, segir Páll
Einarsson sem er jarðeðlisfræð-
ingur og vanari því að tjá sig við
fjöimiðla um jarðskjálfta fremur
Morgunblaðio/Bjarni
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna á æfingu. Páll formaður Einars-
son er lengst til hægri.
Ingvar Jonasson sveiflar sprotanum eins og Schubert mælir fyrir
um.
tónlistarnemendur því með þátt-
töku í svona hljómsveit fá þeir
annars konar reynslu og kynnast
kannski svolítið annarri tónlist en
í námi sínu.
Tökum ekkert frá
atvinnumönnum
Sem fyrr segir er sinfónía Schu- -
berts á efnisskránni og í vetur á
einnig að æfa fiðlukonseit eftir
Mozart og verður þá Bryndís Páls-
dóttir fengin til liðs við hljómsveit-
ina. -Við ætlum ekki að komast
inn á tónleikadagskrá vetrarins á
höfuðborgarsvæðinu og tökum
engin verkefni frá atvinnumönn-
um en við spilum kannski fyrir
sjúkrahús eða elliheimili. í fyrra
enduðum við starfið á því að halda
tónleika í húsnæði aldraðra við
Grandayeg. Við munum því stefna
að tónleikum fyrir vini og vanda-
menn því það er mikilvægt í svona
hópi að stefna að ákveðnu marki.
jt