Morgunblaðið - 04.10.1991, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1991
Perlan og hrófatildrin
eftir Pétur Knútsson
Fyrrverandi hitaveitustjóri vitnar
í Morgunblaðinu 14. september sl.
í orð vinkonu minnar, Vilborgar
Dagbjartsdóttur skálds, þegar hún
segir Perluna vel gerða og að þakka
beri það sem þakkarvert sé. Eg hef
ekki lagt leið mína í Perluna ennþá
og get því ekki dæmt um hana, en
ef Vilborgu finnst hún falleg þá er
líklegt að mér fyndist það sama.
Hitt er annað mál, að þó að hlut-
ir séu vel gerðir er ekki þar með
sagt að rétt hafi verið að gera þá.
Það er margur fallegur hlutur í
heiminum sem mannkynið má vel
skammast sín fyrir. Perlur eru
óneitanlega fallegar, og eins gull
og demantar, en ekki langar mig
til að þiggja eða gefa slíka hluti.
Af mörgum og margvíslegum
ástæðum. Hér skulu nefndar aðeins
tvær.
Demantar og perslur eru dýrar
gjafir, en ekki alltaf gefnar af heil-
um hug. Stundum eru demantar
gefnir svo gleymist um stund það
misrétti sem þiggjandinn er beittur
dags dagiega. Oft er það svo, að
það er þiggjandinn sjálfur sem hef-
ur kostað gjöfina að miklum hluta,
og hefði ef til vill hugsað tvisvar
áður en hann legði sjálfur út í þann
kostnað. Þegar við tökum við dýrum
gjöfum frá ráðamönnum okkar,
Perlunni, ráðhúsinu, Leifsstöð,
glæsilegum • vegaframkvæmdum
víða á höfuðborgarsvæðinu, megum
við ekki gleyma að við höfum borg-
að þær sjálf, og erum skuldbundin
til að borga áfram um ókomin ár.
Og við megum ekki einblína svo á
glæsileika og fegurð þeirra að við
gleymum vonleysinu sem leggst á
heil bæjarfélög á landsbyggðinni
um þessar mundir, eða umkomu-
leysi þeirra sem minna mega sín í
þessu þjóðfélagi, eða þeim ófyrir-
„Perlur eru óneitan-
lega fallegar, og eins
gull og demantar, en
ekki langar mig til að
þiggja eða gefa slíka
hluti.“
gefanlega skorti sem mennta- og
heilbrigðistofnanir okkar búa við.
Þegar dýrar og íburðarmiklar bygg-
ingar rísa er alltaf hætta á að aðr-
ar nauðsynjaframkvæmdir sitji á
hakanum. í litlu þjóðfélagi eins og
okkar er það næstum óhjákvæmi-
legt. Eða er ísland undantekning
frá þeirri meginreglu, að glæstar
hallir rísa oftast í nábýli við örbirgð?
En hagkerfi íslands er ekki lokað
kerfi. Hagsæld okkar er ekki okkar
einkamál. Fiskur okkar fer á al-
heimsmarkað, og nóg er af svöng-
Að gefnu tilefni
eftirHeimiL.
Fjeldsted
íslendingar hafa löngum notið
frumkvæðis einstaklinga og félaga-
samtaka þegar átaks er þörf á hin-
um ýmsu sviðum heilbrigðismála.
Þannig eru 24 ár síðan Rannsóknar-
stöð Hjartaverndar tók til starfa
og hófst þar umfangsmikil hóp-
rannsókn á fullorðnu fólki. Rann-
sóknin beindist fyrst og fremst að
hjarta- og æðasjúkdómum og
áhættuþáttum sem tengjast þeim.
Rannsóknarstöðin hefur haldið
þessum rannsóknum áfram allar
götur síðan en einnig sinnt öllum
þeim einstaklingum sem til stöðvar-
innar leita.
Hjartavernd rekur rannsóknar-
og leitarstöð og er eina félag sinnar
tegundar í heiminum. Árlega koma
3-3.500 manns í rannsóknir og allir
koma tvisvar.
Rekstur slíkrar stöðvar kostar
að sjálfsögðu ógrynni fjár og hefur
Hjartavernd notið velvildar fyrir-
tækja og almennings þegar efnt er
til árlegs happdrættis til að standa
straum af hluta þess kostnaðar.
Nú nýlega efndu Landssamtök
hjartasjúklinga til happdrættis sem
að sögn tókst mjög vel en markmið-
ið var að safna fé til kaupa á óm-
sjá. Því miður virðist sá misskilning-
ur hafa komið upp að þarna hafi
verið á ferðinni hið árlega happ-
drætti Hjartaverndar en svo er
alls ekki.
Hjartavernd hefur sent út happ-
drættismiða sína til kvenna eins og
verið hefur undanfarin ár, en einnig
hefur JC-Vík tekið að sér sölu mið-
anna á höfuðborgarsvæðinu.
Vegna þessa leiða misskilnings
er full ástæða til að óttast að eitt-
hvað dragi úr sölu miða hjá Hjarta-
vernd í ár, þar sem fólk telur sig
þegar hafa styrkt málstaðinn. Vil
ég skora á fólk að taka heimsendum
miðum jafnvel 'og undanfarin ár og
ekki síður sölufólki sem á vegi ykk-
ar verður. Þá vil ég ekki síst hvetja
fyrirtæki til að taka hraustlega á
málum eins og undanfarin ár því
Heimir L. Fjeldsted
síst af öllu má draga úr starfsemi
Rannsóknastöðvar Hjartaverndar.
Höfundur er áhugamaður um
hjartavæn happdrætti.
Pétur Knútsson
um þjóðum sem vilja gjarnan borga
fyrir þann fisk með alls kyns varn-
ingi. Öðruvísi fáum við ekki þær
perlur og demanta sem við teljum
okkur eiga rétt á. En demantar eru
grafnir úr jörðu af fátækum hönd-
um, og leið þeirra til okkar er
lúmskt ferli ójafnaðar og misréttis.
Eins er farið með aðra þætti þeirr-
ar hámenningar sem við teljum
okkur búa við hér í Norður-Evrópu;
lífsgæði okkar grundvallast að ver-
ulegu leyti á erfiðsvinnu þeirra sem
fá aldrei að njóta þeirra sjálfir.
Perlan á-Öskjuhlíðinni og hrófatild-
ur fátækrahverfanna í stórborgum
þriðja heimsins eru því nátengd
hvort öðru. Hvorugt verður til án
hins.
Höfundur er lektor við Háskóla
íslands.
Góðcm dogirn!
Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti
Nýr heimilislæknir
Ólafur Stefánsson, læknir, sérgrein: heimilis-
lækningar, hefur tekið til starfa á Heilsugæslu-
stöðinni Hraunbergi 6, Reykjavík.
Skráning fer fram á stöðinni.
Upplýsingar í síma 670200 kl. 08.00-17.00.
UTSALA
8ófar
8tólar
Boróstofuborö
Boróstofustolar
Rúm
8peglar
8ófaboró
Innslcotsboró
Eldhúsboró
Elshússtólar
Ljós
Gjafavörur
Borgartúni 29,
sfmi 20640 - Opið laugard. kl. 11-14
Einnig
útlilsgallaðar
vörur meó
50% afslætti
ligne roset
Cassina C
FLOS
ALESSI
Artemlde
artek
\