Morgunblaðið - 04.10.1991, Side 16

Morgunblaðið - 04.10.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 ÞINGBRÉF Áætlunarbúskapur og byggðaþróun Tuttugu ár frá setningu laga um Framkvæmdastofnun ríkisins Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes Landið altt Landsbyggð 255.708 Fjöldi íslendinga 1970 og 1990 Hefur byggðastefnan brugðizt? A 20 ára tímabili, 1970-1990, fjölg- aði íslendingum um liðlega 50 þúsund, þarf af um rúm 41 þúsund á Reykjavíkur-Reykjanes-svæðinu. Þar bjuggu 63% þjóðarinnnar á sl. ári. UM ÞESSAR nnindir eru tutt- ugu ár frá því lögin um Fram- kvæmdastofnun ríkisins vóru samþykkt á Aiþingi. Þau vóru sett að frumkvæði ríkisstjórn- ar Olafs Jóhannessonar, þá formanns Framsóknarflokks- ins, sem mynduð var 14. júli 1971. Reyndar hefur Fram- sóknarflokkurinn setið nær óslitið í ríkisstjórnum allar götur síðan og til skamms tíma, þ.e. 1971-91. Lögin kváðu m.a. á um fjár- framlög úr ríkissjóði er tryggðu að árlegt ráðstöfunarfé Byggða- sjóðs yrði „eigi lægra én sem svaraði 2% af útgjöldum fjár- laga“, það er um 2.000 m.kr. á núvirði, miðað við útgjaldahlið fjárlaga 1991. Hvernig hefur svo til tekizt? Höfum við gengið til góðs fyrir strjálbýlið götu „byggðastefnunnar“ síðustu tvo áratugina? Eða er staða lands- byggðarinnar veikari eftir en áður? I - Tvö þúsund milljónir á ári í lögum um Framvæmdastofn- un frá árinu 1971 er kveðið á um þrenns konar tekjur Byggða- sjóðs. Þyngst vegur ákvæði 27. greinar laganna, 2. tölúliðs, svo- hljóðandi: „Framlög úr ríkissjóði, þannig að árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins verið eigi lægra en sem svarar 2% af útgjöldum ljáiiaga“. Fjárlög líðandi árs gera ráð fyrir 105,7 milljarða króna út- gjöldum. Við þau miðað má telja að árlegt lögákveðið ráðstöfun- arfé Byggðasjóðs hafi verið - eða hefði átt að vera - um tvö þúsund milljónir króna á núvirði. Það þýðir fjörutíu milljarðar króna á tveimur áratugum, ef ákvæðið hefði gilt svo lengi. Það féll hins vegar úr gildi með löggjöf um Byggðastofnun árið 1985 og eitt- hvað mun hafa skort á að við það væri staðið á gildistímanum. Verulegum fjármunum var þó varið um Byggðasjóð - og síðar um fleiri sjóði - á þessu tveimur áratugum, þótt skiptar skoðanir séu um ráðstöfun þeirra og hvaða árangri hún hafi skilað fyrir stijálbýlið. II - Skipulagður áætlunarbúskapur atvinnuveganna Olafur Jóhannesson, þá for- sætisráðherra, talaði fyrir stefnu- yfirlýsingu stjórnar sinnar á Al- þingi 18. október 1971. Hann sagði m.a.: „Með málefnasanmingnum frá 14. júlí er því slegið föstu, að komið skuli á skipulögðum áætl- unarbúskap á íslandi, þannig að undirstöðuatvinnuvegir verði efldir á grundvelli áætlunargerð- ar undir forystu ríkisvaldsins. 1 þessu skyni verði komið á fót Framkvæmdastofnun ríksins, sem hafa skal á hendi heildar- stjórn fjárfestingarmála ogfrum- kvæði í a tvinnumálum, gera áætlanir til langs tíma um þróun þjóðarbúsins og framkvæmdaá- ætlanir til skemmri tíma og raða fjárfestingarframkvæmdum með tilliti til mikilvægis þeirra fyrir þjóðarbúið. í stað handahófsins, sem einkenndi efnaliagsstefnu fyrrí ríkisstjórnar [viðreisnar- stjórnarinnarj koma nú skipulögð vinnubrögð og áætlunarbúskap- ur. “ Þetta er fyrir margra hluta sakir athyglisverð lesning annó 1991 - ekki sízt í ljósi búsetuþró- unar í landinu síðustu tuttugu árin. III - Ekkert lát á fólksflutningum af landsbyggðinni Á meðfylgjandi skýringar- mynd má sjá, hvern veg byggða- þróun í landinu hefur verið síð- ustu tvo áratugina, frá því stjórn- arstefnan um „skipulagðan áætl- unarbúskap“ var kynnt á Alþingi 'og lögin um Framkvæmdastofn- un ríkinsins samþykkt. Á þessu árabili fjölgar íslendingum um liðlega 50 þúsund manns. Þar af um rúmlega 41 þúsund á Reykja- víkur-Reykjanes-svæðinu. Hundraðshluti landsbyggðarinn- ar af íbúatölu landsins lækkar úr 41.4% í 37.0%. Árið 1990 búa 63% þjóðarinnar í Reykjavík og á Reykjanesskaganum. í inngangi að ársskýrslu Byggðastofnunar fyrir árið 1990 segir m.a.: „Ekkert lát var á þeirri búsetu- breytingu innanlands, sem staðið hefur óslitið í meira en áratug og einkennst hefur af verulegum flutningi fólks frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins ... í aII- mörgum þéttbýlisstöðum lands- byggðarinnar búa nú færri en fyrir tíu árum. í sveitum fækkar íbúum jafnt og þétt“. Þar segir og: „Landsmönnum fjölgaði um tæplega 1% á árinu 1990. Það var annað árið í röð sem fleiri fluttu af landinu en til þess ..." Ennfremur: „Á sama tíma er Ijóst að það vandamál, sem stofnuninni er ætlað að leysa, fer vaxandi frem- ur en hitt. Búseturöskunin heldur áfram af fullum þunga...“. Og loks: „Byggðastofnun var á árinu [1990] aðili að fleiri gjaldþrotum fyrirtækja en nokkru sinni fyrr...“. IV - Atvinnan og afkoman Byggðastefnan hefur ekki skil-' að þeim árangri sem væntingar stóðu til, svo hóflega sé að orði kveðið. Meginbreytingin sem orð- ið er í búsetu í landinu síðustu tvo áratugi felst annars vegar í flutningum fólks úr stijálbýli í þéttbýli og hins vegar í flutningi af landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins. Stöku ár, þegar harðnaði á dalnum, fluttu og fleiri utan en út hingað. Ástæða þessarar búsetuþróun- ar er margþætt. Frumframleiðsla vegur mun þyngra í atvinnu- og afkomu landsbyggðar en höfuð- borgarsvæðis. Af þeim sökum bitna nauðsynlegar takmarkanir á sókn í fiskistofna og markaðs- takmarkanir á framleiðslu bú- vöru ver á stijálbýlinu. Tækni- bylting í landbúnaði og sjávarút- vegi veldur því og að unnt er að framleiða meira og meira með færri og færri starfsmönnum. Máske eru gjörbreyttir atvinnu- hættir, sem m.a. fela í sér marg- földun starfa í þjónustugreinum en verulega fækkun starfa í frumframleiðslu, meginorsök bú- setubreytingar af þessu tagi, sem STEFÁN FRIÐBJARNARSON er alls ekki séríslenzkt fyrirbæri. En fleira, kemur til. Trúlega hefur alltof miklum fjármunum verið varið í að halda lífi í fyrir- tækjum, sem ekki höfðu rekstrar- grundvöll. Taprekstur styrkir enga byggð, til framtíðar litið, og bætir ekki lífskjör, heldur iýr- ir þau. Líkur standa til þess að það hefði komið landsbyggðinni betur, ef megináherzla hefði ver- ið lögð á það að búa atvinnu- vegunum í landinu viðunandi rekstrarskilyrði og samkeppnis- stöðu við umheiminn. Sem og að styrkja stöðu stijálbýlis í þjón- ustugreinum. Þær ráða ferð í samfélaginu þennan áratuginn. Mergurinn málsins er traust og fjölþætt atvinnulíf..Það er og kostnaðarleg undirstaða þeirrar aðstöðu, hvers konar, sem gerir einstakar byggðir eða landshluta ákjósanlega til búsetu. Hérlend og erlend reynsla stendur ekki til þess að lykillinn að arðgæfu atvinnulífi og blómlegri byggð felist í „skipulögðum áætlunarbú- skap ... þannig að undirstöðuat- vinnuvegirnir verði efldir á grundvelli áætlunargerðar undir forystu ríkisvaldsins“. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS STATtNS FORSKNINGSRAD THE NATIONAL RESEARCH COUNCIL LAUQAVEQI 13 BREFSIMI 91 29814 101 REYKjAVlK SlMI 91 21320 Styrkir til forverkefna Rannsóknaráð ríkisins hefur ákveðið að veita styrki til forverkefna er miði að því, að kanna forsendur nýrra, áhugaverðra rannsókna- og þróunarverkefna. Um slíka styrki geta sótt fyrir- tæki, stofnanir og einstaklingar. Við mat á um- sóknum verður sérstaklega litið til röksemda- færslu um tæknilegt og hagrænt mikilvægi verk- efnisins og hugmynda um leiðirtil að koma niður- stöðum verkefnisins í framkvæmd, ef það skilar jákvæðum árangri. Markmiðið með stuðningi við forverkefni er að kanna nýjar hugmyndir og skilgreina betur tækni- leg og þróunarleg vandamál og markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs, áður en lagt er í um- fangsmikil r & þ verkefni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rannsóknasjóði. Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við for- verkefni geti numið allt að 500.000 krónum. Umsóknarfrestur er til 20. október nk. Engin sérstök eyðublöð gilda og nægir stutt bréfleg lýsing á hugmyndum ásamt kostnaðaráætlun. Leifur heppm - og hugarfarið eftír Þorstein Guðjónsson Tveir hinir frægustu íslendingar sem uppi hafa verið fyrr og síðar, Snorri Sturluson og Leifur Eiríks- son, hafa öðlast nokkra nafnfrægð hér á landi nú síðustu dagana, og þó mest fyrir „þrýsting að utan“ — enda er það að miklu leyti annarra þjóða verk, að verðleika þeirra hef- ur verið getið. í kvöldfréttum ríkissjónvarps 29. september hafði lektor í norrænum fræðum við Háskóla lslands, að- spurður þau orð um Leif, að hann væri fæddur á íslandi — „hafi hann þá nokkurn tímann verið til“. Lekt- orinn hefði vel getað sparað sér þessa aukasetningu, en hinsvegar hygg ég mér vera betur kunnugt en honum sjálfum, hvaðan þessi glósa er ættuð. Málið horfir þannig við í einföld- ustu dráttum: íslensk sögurit frá 12. og 13. öld voru lengi og eru enn af mörgum taldar merkar sagn- fræðiheimildir. Ýmis samanburður hefur stutt þann skilning, en það sem upphaflega villti fyrir sumum, sem ekki þekktu nógu vel til, var það hve ritunartíminn var löngu eftir tíma atburðanna sem frá er „Þóttist hver mestur, sem flest gat rengt af hinum fornu fræðum, og auðvitað þróaðist þetta smám saman út í meiri og meiri öfgar og firrur.“ sagt í sumum þessum sögum, oft 200-300 ár. Þeir ályktuðu sem svo, að þetta gætu ekki verið sannar sögur úr því að þær væru svona löngu seinna ritaðar. Meðal þessa eru hinir miklu landafundir „nor- rænna manna“ í Vesturheimi um og fyrir árið 1000. Tvær sögur: Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga eru þar einkum til frásagnar. Þeim ber dálítið á milli í einstökum atriðum, en í aðalatriðum er ljóst hvað gerst hefur. Nokkru fyrir miðja þá öld, sem nú er, upphófust þau skrif, einkum hér á landi, sem kennd eru við „rengingafræði", og þóttist hver mestur, sem flest gat rengt af hin- um fornu fræðum, og auðvitað þró- aðist þetta smám saman út í meiri og meiri öfgar og firrur. En þegar Helge Ingstad frann rústirnar við Lanse-aux Meadows á Nýfundna- landi kom babb í bátinn. Það urðu töluverð upphlaup í liðinu hér og þar, þegar þetta kop fram, og til þess að gera ekki íslendingum of rangt til, skal ég geta þess, að aðr- ir háskólar á Norðurlöndum voru allt annað en hrifnir af þessu í fyrstu. En það þýddi ekkert, rúst- irnar voru þarna og tímasetningin óýggjandi. Það hafði sannast að Islendingasögur hafa rétt fyrir sér. En þetta er sá biti, sem Háskóla íslands hefur orðið erfiðast að kyngja, og má jafnvel segja að standi í honum enn. Með líkum svip og glósa lektors- ins var sú athugasemd spyrils sjón- varpsins, að Leifur hafi verið „upp- nefndur" hinn heppni. En sennilega er slíkt orðbragð meir að kenna vankunnáttu spyrilsins en viljandi ásetningi. Hann hefur ekki vitað muninn á viðurnefni og uppnefni. Leifur Eiríksson var íslendingur og hann fann Ameríku. Um hvoi'- ugt þetta er deilt á hinu fræðilega sviði, og að reyna að komast undan því með því að kalla hann Græn- lending er út í bláinn, því að „vor lög“ giltu á Grænlandi á þeim tíma, eins og dr. Jón Dúason benti rétti- lega á. En undanbrögð renginga- sinna munu seint enda taka. Menn ættu bara að taka eftir því hvernig fjölmiðlarnir verða „notaðir" næstu daga — áður en til tíðinda dregur í Washington. Höfundur er ritliöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.