Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 Þýskaland: Nýnasistar varpa skugga á sameiningarafmælið Hamborg. Reuter. ÞJÓÐVERJAR héldu í gær upp á eins árs afmæli sameinaðs Þýska- lands en ái'ásir nýnasista á innflytjendur vörpuðu skugga á hátíðarhöld- in. Skráði lögregla tólf árásir á flóttamannaheimili aðafaranótt fimmtu- dagsins. Um 30 ungir nýnasistar ollu í gær miklum skemmdum á gistiheimili í bænum Luckenwald, í austurhluta Þýskalands, sem hafði hýst 32 Ghana-búa er höfðu sótt um hæli í landinu. Afríkumennirnir höfðu skömmu áður verið fluttir á öruggan stað. Þá fengu tvö líbönsk börn, fimm og níu ára, alvarleg brunasár þegar eldsprengju var kastað inn í athvarf fyrir flóttamenn í Huenxe, norðvest- ur af Dusseldorf. Um fjörutíu hægi’iöfgasinnar kveiktu í húsi þar sem flóttamenn Noregur: Kynskiptingur fær ekki inni í fyrirsætuskóla Ósló. Frá Jaii Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. KVENMAÐUR, sem þar til fyrir ári síðan var karlmaður, setti sig nýlega í samband við verðlags- stofnunina í Bergen og sagði sig hafa verið svívirta og beitta hróp- legu misrétti. Hafði henni verið neitað að taka þátt í fyrirsætu- námskeiði hjá fyrirtæki sem hefur aðsetur í Bergen. Kristij Kruger, stjómandi fyrir- tækisins, staðfesti að hún hefði feng- ið fjölda fyrirspurna frá kynskipt- ingnum. „Fyrsta símtalið kom í vor frá manneskju méð karlmannsrödd, sem kynnti sig með kvenmanns- nafni, og sagðist vera 170 sm á hæð og vega 100 kíló. Sagðist hún vilja taka þátt í fyrirsætunámskeiði okk- ar. Greindi ég henni frá því að það gætu verið vandkvæði á því, fyrir hana sem dömu, að taka þátt í nám- skeiði með ungum táningsstúlkum," sagði Kruger. „Kynskiptingar hafa þurft að komast yfir mjög erfiðan hjalla, jafnt líkamlegan sem sálræn- an, og þurfa oft aukaaðstoð og at- hygli til að geta komist í gegnum skóla á borð við okkar. Konan brást hin versta við og spurði hvort hún væri ekki „nógu góð kona“ fyrir fyrirsætuskólann. Eftir þetta samtal hefur Kruger fengið fjölda upphringinga til viðbót- ar frá konunni reiðu. Ónnur kynskipt kona, vinkona þeirrar fyrri, sett sig í samband við skólann. Eftir það sím- tal bauðst Kruger til að halda sémámskeið fyrir þær tvær en af því hefur enn sem komið er ekki orðið. höfðust við og grýttu lögreglubíla á Eystrasaltseyjunni Rúgen. Særðust tveir flóttamenn í árásinni. í Bremen þurfti að leggja tvo flóttamenn inn á spítala eftir að bensínsprengju hafði verið kastað inn um glugga og í Karlsruhe handtók lögregla fimm ungmenni eftir að þau höfðu reynt að henda bensínsprengjum á flótta- mannahæli. Stjórnmáiamenn, sem tóku þátt í afmælishátíðinni í Hamborg, for- dæmdu árásirnar. „Við verðum að hafa í huga að árásir á flóttamenn og útlendinga í Þýskalandi vekja ótta í öðrum löndum vegna fortíðar okk- ar,“ sagði Rita Sússmuth, forseti þýska Sambandsþingsins. Henning Voscherau, borgarstjóri Hamborgar og forseti Sambandsráðsins, hvatti Þjóðverja til að sýna fimm milljónum útlendinga í Þýskalandi virðingu. „Við getum ekki liðið útlendingahat- ur, kynþáttafordóma eða árásir á fólk frá öðrum löndum, einkum þó hér í Þýskalandi," sagði hann. Nýr forsætisráðherra í Rúmeníu: Efnahagslegar endur- bætur aðalverkefnið Búkarest. Reuter. THEODOR Stolojan, sem tekið hefur við af Petre Roman sem for- sætisráðherra Rúmeníu, sagði á miðvikudag, að efnahagsleg endur- reisn í landinu yrði meginverkefni nýrrar stjórnar. Er búist við, að hann velji sér samstarfsmenn og ráðherra á næstu dögum en hann leggur áherslu á samstarf við fulltrúa allra flokka á þingi. Petre Roman neyddist til að segja af sér embætti eftir að þúsundir námamanna höfðu staðið fyrir mót- mælum og óeirðum í höfuðborginni, Búkarest, í heila viku en hann hélt því fram, að uppþotin hefðu verið liður í valdaránstilraun kommúnista. Ion Iliescu, forseti Rúmeníu, til- kynnti fyrir viku, að Roman hefði sagt af sér en hann neitaði því í fyrstu en bað síðan forsetann að skipa Stolojan í sinn stað. Stolojan, sem er 47 ára að aldri, er ekki félagi í Endurreisnarráðinu, stjórnarflokknum, sem hefur 65% sæta á þingi, en gegndi þó fjármála- ráðherraembætti í stjórn Romans þar til í mars í vor, að hann sagði af sér. Þótti honum illa ganga að koma á umbótum í efnahagslífinu, sérstak- lega verðlagsmálum. í sumar kom hann svo aftur til liðs við Roman og sá um framkvæmd einkavæðingar- áætlunar stjórnarinnar. Heita má, að verðlag sé nú alveg fijálst í Rúmeníu og niðurgreiðslur hafa verið afnumdar að mestu. Fyrstu áhrifin eru líka þau, að vöru- verð hefur hækkað um 200% á 10 mánuðum og hefur það valdið mikl- um þrengingum meðal almennings. Reuter Nadine Gordimer. Bókmenntir: Gordimer hlýtur Nóbelsverðlaunin Stokkhólmi. Reuter. TILKYNNT var í gær að suður-afríski rithöfundurinn Nadine Gordi- mer hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár fyrir skáldsögur, sem lýsa af sálfræðilegu innsæi áhrifum kynþáttaaðskilnaðarins á suður- afrískt samfélag. Gordimer er fyrsta konan sem hefur hlotið verðlaunin frá því þýsk-sænski rithöfundurinn Nelly Sachs fékk þau árið 1966. Aðeins einn rithöfundur frá Afríku sunnan Sahara, Nígeríumaðurinn Wole Soyinka, hefur orðið þessa heiðurs aðnjótandi áður. Gordimer hefur vakið athygli á kynþáttaaðskilnaðinum í Suður- Afríkp í þrjátíu ár með beinskeytt- um skáldsögum og smásögum. Nokkrar af bókum hennar voru bannaðar þar um tíma. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu hissa ég varð þegar ég heyrði tíðihdin," sagði rithöfundurinn, sem er í fyrir- lestraferð um Bandaríkin. „Ég hef verið í hópi líklegra verðlaunahafa svo lengi að ég hafði gefið upp vonina,“ bætti hún við. í greinargerð sænsku bók- menntaakademíunnar segir að Gordimer hafi hlotið verðlaunin „fyrir mikilfengleg sagnaskrif sem hafa orðið mannkyninu að miklu gagni - eins og Alfred Nobel orð- aði það“. Þar er ennfremur sagt að skáldsagan „A Guest of Hono- ur“ (Heiðursgestur, 1970) hafi markað tímamót á fyrri hluta rit- höfundarferils Gordimer. Einnig er farið lofsamlegum orðum um þijár af síðari skáldsögum hennar; „The Conservationist“ (Náttúruvemdar- sinninn, 1974), „Burger’s Daug- hter“ (Dóttir borgara, 1979) og „July’s People" (Júlífólkið, 1981). Mál og_ menning gaf í fyrra út þýðingu Ólafar Eldjárn á „Heimi feigrar sléttu“ eftir Gordimer. Bók- aforlagið hyggst gefa út nýjustu skáldsögu rithöfundarins, Saga sonar míns („My Son’s Story", 1990), í þýðingu Ólafar í næsta mánuði. Nadine Gordimer er 67 ára að aldri og fæddist í Springs, litlum námubæ í grennd við Jóhannesar- borg. Faðir hennar, sem starfaði við skartgripasmíðar, var gyðingur og innflytjandi frá Litháen. Móðir hennar var ensk. Hún er félagi í Afríska þjóðarráðinu, helstu sam- tökum suður-afrískra blökku- manna, og býr í Jóhannesarborg með kaupsýslumanninum Reinhold Cassirer, sem hún giftist árið 1954. T Nýr forsætisráðherra Svíþjóðar: Engir sæludagar bíða bókaormsins Carls Bildts FYRSTI hægrimaðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra í Sví- þjóð í sex áratugi, Carl Bildt, er einungis 42 ára gamall. Hann er fæddur og uppalinn í héraðinu Halland eins og errin í talanda hans bera ótvírætt merki. Menn bera Bildt misjafnlega söguna. Hann er almennt ekki talinn vera mjög „spennandi" eða „karísmatískur" stjórn- málamaður en hins vegar afburðagreindur, víðlesinn og með djúpan söguskilning. Er hann jafnvel stundum gagnrýndur fyrir að bera meiri ást til bóka en mannfólks. Carl Bildt er ekki fyrsti forsætis- ráðherrann í ættinni. Langalangafi hans, Gillis, var það einnig en einung- is í eitt ár - 1888-1889. Hafa niðjar hans í beinan karllegg þaðan í frá ekki tengst stjómmálum heldur sænska hernum. Langafi hans var æðsti maður sænska hersins í kring- um aldamót, afi hans var ofursti og faðir hans majór. Bildt, sem talinn er vera sá sænski stjórnmálamaður sem hvað víðtækasta þekkingu hefur á utanríkis-, varnar- og öryggismál- um á því ekki langt að sækja þá þekkingu. Þegar sem barn sýndi hann varn- armálum mikinn áhuga. Tindátar hans, sem ávallt börðust undir merkj- um Bandaríkjamanna, háðu mikil- fenglegar orrustur við tindáta félag- anna, sem urðu að láta sér nægja hið vonlausa hlutskipti öxulveldanna. Er líka'sagt að hann hafi getað þekkt flest allar tegundir herflugvéla á vélarhljóðinu einu saman. Pólitískur áhugi Bildts virðist hafa vaknað fyrir alvöru í upphafi háskól- aferils hans þegar Víetnam-stríðið stóð sem hæst. Er óhætt að segja að Bildt hafi ákveðið að sigla gegn meginstraumum tíðarandans. Hann tók upp baráttu gegn hinni vinstri- sinnuðu stúdentahreyfingu sem þá tröllreið háskólum Evrópu og leiddi m.a. til þess að stúdentar „hernámu" fjölda sænskra háskóla. Á árunum 1973-1974 var Bildt formaður félags sænskra íhaldssamra stúdenta og var um það leyti einnig ráðinn sem hægri hönd Gösta Bohmans, þáverandi formanns Hægriflokksins. Átti hann mikinn þátt í stefnumótun flokksins þegar á þeim tíma. Síðar giftist Bildt Míu, dóttur Bohmans, og er það annað hjónaband hans. Bildt, sem setið hefur á þingi síðan 1979, komst fyrst í sviðsljósið fyrir alvöru eftir ferð sem hann fór tiL Washington árið 1983 þarsem hann átti fundi með bandarískum stjórn- mála- og embættismönnum. þetta var á þeim tíma er fregnir af sovésk- um kafbátum í sænska skeijagarðin- um voru daglegt brauð og átti Bildt sæti í svokallaðri „kafbátanefnd" þingsins. Réðst Olof Palme, þáver- andi forsætisráðherra Svíþjóðar, mjög harkalega að honum eftir að hann kom heim úr ferðinni og hélt því fram að Bildt hefði látið leyni- þjónustu bandaríska hersins í té leyn- ilegar upplýsingar. Þetta mál vakti mikla athygli í Svíþjóð og varð til þess að Palme hætti að heilsa Bildt og sænskir hægrimenn fóru að velta honum fyrir sér framtíða leiðtoga. Carl Bildt í kosningabaráttunni,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.