Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÖKTÓBER 1991 Nokkur skaði varð í fárviðrinu á Húsavík Húsavík. í FÁRVIÐRINU sem gekk yfir Húsavík í sl. nótt varð nokkur skaði. Tilfinnanlegast er það sem ekki verður bætt, skemmdir á trjágróðri en allt að 66 ára gömul tré féllu í verstu stormhviðunum. Vegna veðurblíðunnar í haust hafa tré fellt lauf síðar en oft áður j>> og voru því illa búin í átökin við hinn mikla storm. I mörgum görð- um féllu tré, þau brotnuðu ekki heldur drógust upp rætur og tré féllu. Elstu trén voru í sýslumanns- garðinum gamla, þar sem Júlíus Hafstein bjó einu sinni, og þar féll 66 ára gamalt tré eftir því sem heimildir herma. Þá fauk þak af billjardstofunni, af sambyggingu við Garðarsbraut flettist þakið alveg af og fauk til sjávar og þak á næsta húsi virtist ætla að fjúka en því var haldið niðri með aðstoð stórrar gröfu frá bæn- um. Skúr norðan við gömlu bókabúð- ina lagðist saman en húsið sjálft stendur. Þakplötur losnuðu víða en ekki varð teljandi tjón af því foki. Við höfnina varð ekkert tjón, enda er austanáttin sem hér var ekki svo hættuleg þar. Þó dregið hafi úr veðrinu er hér enn allhvasst og töluverð rigning. - Fréttaritari Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: " Meðalverð neysluvöru hefur lækkað um 13% Á VEGUM neytendafélagsins var verð á algengum neysluvörum kannað í fímm verslunum í desem- ber á síðasta ár og hún síðan endur- tekin í janúar 1991. Þá varð ljóst að mikil verðsamkeppni var í upp- siglinu, segir í fréttatilkynningu frá félaginu, sem lýsti sér í því að ýmsar vörur voru seldar undir heild- söluverði. „Nú, tíu mánuðum seinna, liggur ein af þessum versl- unum í valnum, rekstri hennar hætt þar sem álagningin stóð ekki undir rekstrarkostnaði með þeim veltuhraða sem þar var,“ segir í tilkynningunni. í verðkönnun sem gerð var nú í byijun október kom í ljós að bil milli verslanana er að aukast, en þar munar mest um, að Hagkaup hefur lækkað verð mikið, eða um 13% að raungildi og sé verslunin nú með svipað verð og KEA Nettó, sem til skamms tíma var ódýrasta matvöruverslunin á svæðinu. í tilkynningu frá neytendafélag- inu segir að Akureyringar og nær- sveitamenn njóti nú góðs af verð- stríði sem standi yfir suður í Reykjavík. Ekki sé þó allt sem sýn- ist, því fyrirkomulag sé með þeim hætti í verslun Hagkaups að neyt- andinn sé leiddur inn í innsta horn til að kaupa nauðsynjar, en á leið að afgreiðslukössunum eru t.d. skólavörur og álagningin ekki eins lág. Segir að álagning á þeim vörum hafi hækkað yfir 100% á milli ára og þær séu um 30% dýrari en hjá öllum öðrum skólavörusölum bæjar- ins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Smíða sumarhús fyrirkennara Þeir eru almennilegir smíðanemarnir í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri, en þeir vinna nú að smíði sumarhúss, sem ætlað er til afnota fyrir kennara í skólanum. Þeir ætla að ljúka smíðinni í vetur og huga jafnframt að gróðursæium, góðum stað tíl að koma honum fyrir á, svo kennarar geti hvílt lúin bein eftir amstur vetrarins er líður á vorið og næsta sumar. Á myndinni eru í efri röð frá vinstri: Steinm- ar og Skarphéðinn, en Jón Hólmgeirsson kennari er lengst til vinstri í neðri röðinni við hiið Ólafs og Halldórs. Óvenjumikil rigning Akureyringar fengu að kynnast mun meiri rigningu en þeir eru vanir í gær, en rigningin mældist 34,4 millimetrar frá kl. 18 í fyrradag og til kl. 18 í gær. Mest rigndi í gærmorgun, 10,4 millilítrar miðað við þriggja tíma mælingu, frá kl. 6 til 9. Varðstjóri lögreglunnar á Akureyri sagði að þetta væri mun meiri rigning en vant er hér á þessu svæði. Húsavík: Samið um úti- vistar- og land- græðsluskóga Húsavík. SAMINGUR hefur nýlega verið gerður milli Húsavíkurbæjar og Skógræktarfélags íslands um ræktun Iandgræðsiu- og útivistar- skóga í landi Húsavíkurbæjar. Skógræktarfélagið skuldbindur sig að afhenda nú og síðar eftir því sem fjárhagur leyfír og átak í rækt- un landgræðsluskóga kann að afla, plöntur og annað til gróðursetningar í afgirtu og fjárheldu landi Húsavík- urbæjar. Húsavíkurbær hefur alla umsjón með landi því sem plantað verður og í og hefur jafnframt allar nytjar af skógræktinni, enda sé fylgt fyrirmælum skógræktarlaga um meðferð landsins. Jafnframt skuld- bindur bærinn sig til að halda land- inu girtu á fuilnægjandi hátt þannig að búfé nái ekki að skaða gróður. Ræktun landsins ber að haga að landið nýtist sem best almenningi til útivistar og ber að gæta þess að jafn- an sé gengið snyrtilega um landið. Húsvíkingar gengust fyrir fjöl- mennri landsráðstefnu vorið 1990 og stofnuðu síðan félagsskapinn Húsgull og hafa forsvarsmenn fé- lagsskaparins sýnt mikinn áhuga fyrir verndun og uppgræðslu örfoka lands skammt frá bæjardyrunum. - Fréttaritari. Siglufjörður: Gamla beinaverksmiðjan hrundi o g er gjörónýt Mikið tjón af völdum óveðursins Siglufiröi. GAMLA beinaverksmiðjan á Siglufirði hrundi og gjöreyði- lagðist í ofsaveðri sem gekk yfir í fyrrinótt og gærmorgun. Mikið tjón varð á Siglufirði af völdum veðursins, en lögregla, starfsmenn bæjarins og félagar úr björgunarsveitinni Strákum unnu ötullega að björgunar- störfum frá því um miðja nótt og fram eftir degi í gær. Raf- magnslaust varð í bænum og einnig var símasambandslaust um tíma. Skólahald féll niður og fólk var hvatt til að vera sem minnst á ferli. Engin slys urðu á fólki. Gamla beinaverksmiðjan er þriggja hæða stórt hús við Snorra- braut á Siglufirði. Til stóð að gera húsið upp og varðveita það, en fyrirhugað var að setja þar upp minjasafn. Húsið hrundi undan vindi og er nú gjörónýtt. Guðni Sveinsson lögregluvarð- stjóri sagði að lögreglumenn hefðu verið á ferðinni alla nóttina og kallað út starfsmenn bæjarins, en félagar úr björgunarsveitinni Strákum unnu einnig'ötullega að Stálblóm frumsýnt í kvöld FRUMSÝNT verður hjá Leikfé- lagi Akureyri í kvöld, föstudag- inn 4. október, nýtt bandarískt leikrit, Stálblóm (“Steel Magn- olias“) eftir Robert Harling i þýðingu Signýjar Pálsdóttur. Þórunn Magnea Magnúsdóttir, sem er fastráðinn leikari við Þjóð- leikhúsið, leikstýrir verkinu, Karl Aspelund hannar leikmynd og búninga og Ingvar Björnsson lýs- inguna. Sex leikkonur fara allar með stór hlutverk, þær Bryndís Pétursdóttir, gestaleikari frá Þjóð- leikhúsinu, Hanna María Karls- dóttir, gestaleikari frá Borgarleik- húsinu, Vilborg Halldórsdóttir, og þijár fastráðnar hjá Leikfélagi Akureyrar, Þórdís Arnljótsdóttir, Þórey Aðalsteinsdóttir og Sunna Borg. (FréttHtilkyiniing) Vilborg Halldórsdóttir og Hanna María Karlsdóttir i einu atriða Stálblómsins. björgunarstörfum óveðursnóttina og fram eftir degi í gær. Þakplötur losnuðu af húsum um allan bæ. Þakið fór af húsi einu við Aðalgötu og öðru við Hvan- neyrarbraut. Eigendur báta í höfn- inni voru vel á verði að sögn Guðna, en þeir fluttu báta sína í var. Nokkur skip komu til hafnar á Siglufirði og voru þar í vari á meðan veðrið gekk yfir. Rafmagnslaust varð í bænum í gærmorgun, en á miðbæjarsvæð- inu var rafmagn skammtað eftir hádegið. Þá varð einnig símasam- bandslaust við bæinn um tíma. Siglufjarðarskarð var ófært í gær vegna óveðursins. Skólahald féll niður, nema kennt var í gagn- fræðaskólanum fyrir hádegi. Mjög hvasst var í fyrrinótt, um 10-12 vindstig alla nóttina, og drundi í fjöllum i mestu hviðunum. Hjá lögreglu á Ólafsfirði feng- ust þær upplýsingar að allhvasst hefði verið í bænum, en ekkert tjón orðið af þeim sökum, utan hvað ein trilla sem var uppi á landi hefði fokið á hliðina. Sömu sögu var að segja frá Dalvík, þar var mjög hvasst og dökkt yfir og virt- ist vindur held'ir vera að aukast síðdegis. — Matthías INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.