Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 33
MÖkGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 Minning: Einar Jónsson Fæddur 25. mars 1935 Dáinn 17. september 1991 Einar frændi minn og uppeldisfé- lagi er horfinn sjónum okkar sem hér búum. Hann var að mínu mati ungur að árum eða aðeins 59 ára. Hann var búinn að ganga í gegnum mik- il veikindi og mikla sorg og_ bar lík- ami hans þess menjar. Ég ætla ekki að dæma um hvort sé betra að fara ungur eða heyja baráttu við sjúkdóma sem lama og særa, en við sem eftir erum söknum hans mikið. Hann var sonur Jóns Stein- grímssonar frá Sölvhóli í Reykjavík. Seinni ár sín var hann kenndur við fyrirtækið Völund en þar vann hann sem verkstjóri lengstan tíma starf- sævi sinnar.’Jón fæddist 12. nóvem- ber 1889. Hann varð bráðkvaddur í ferðalagi með samstarfsfélögum sínum 14. júlí 1962. Eiginkona Jóns var Þuríður Kristín Guðjónsdóttir frá Bakkagerði á Stokkseyri, fædd 26. október 1906 og dó aðeins mánuði eftir andlát eiginmanns síns eða 13. ágúst 1962. Systir Einars er Steinunn Sigríð- ur sem er gift Knud Salling. Jon og Dúa eins og móðir Einars var alltaf nefnd, misstu dóttur sína Svövu aðeins eins árs gamla úr bráðaberklum. Það var fyrir fæð- ingu Einars. Einar fékk snemma að kynnast harðri lífsbaráttu, því aðeins sex vikna gamall fékk hann kíghósta sem gekk mjög nærri honum. Einar ólst upp í miklu ástríki á heimili foreldra sinna á Hverfisgötu 100, þar sem foreldrar hans, systir og gömul kona sem var kölluð Abba umvöfðu hann öll uppvaxtarár hans. Mér finnst mikill ævintýraljómi yfir veru Öbbu á heimilinu. Hún hafði verið vinnukona í Sölvhóli á uppvaxtarárum Jóns og voru gæði Dúu og Jóns svo mikil að þau veittu henni skjól á heimili sínu. Hún hét Helga og margir eiga vatnslita- og ljósmyndir upp á vegg þar sem hún er að störfum fyrir utan Sölvhól. Við krakkarnir hlógum oft mikið þegar hún talaði um Einar, því að í hennar augum var hann mesta gersemi sem fæðst hafði á þessari jörðu. Einar bjó að atlæti foreldra- heimilis síns allt sitt líf. Hann var ljúfur og bóngóður alla tíð. 31. október 1953 kvæntist hann Valdísi Hildi Valdimars, fædd 17. desember 1930. Þegar é'g lít til baka finnst mér það hafi verið hans skemmtílegustu fullorðinsár sá tími sem hann fékk að njóta samvist- anna við Dísu. Hún gat verið hrók- ur alls fagnaðar og sóttist ég eftir að vera nálægt henni í mannfögn- uðum fjölskyldunnar. Hun var afar músíkölsk og kunni skil á flestum hljómplötum sem út voru gefnar hverju sinni með léttri tónlist. Hún var svo orðheppin að enn sæki ég fram í hugann orðaleiki sem hún viðhafði og ylja mér við þá. Þau áttu glæsijegt heimili sem þau fengu aðstoð við að setja upp, bæði frá Dúu og Joni og systrunum Steinunni og Margréti Valdimarsd- ætrum frá Eskifirði, sem ólu Dísu upp. Dísa og Einar eignuðust þrjú börn. Jon Þór, f. 7. febrúar 1954. Sambýliskona hans er Sjöfn Krist- jánsdóttir, barn þeirra er Tómas Þór, f. 28. nóvember 1989. Jón Þór á einnig dótturina Steinunni Dúu, f. 2. apríl 1982. Barnsmóðir Kristín Magnúsdóttir. Hilmar fæddur 4. júní 1957. Kvæntur Moniku S. Baldursdóttur. Börn þeirra eru Margrét Steinunn, f. 2. maí 1982, og Hildur María, f. 24. júlí 1990. Sigríður Helga, fædd 14. júlí 1958. Gift Hjálmari Björgvinssyni. Börn þeirra eru Eydís Hildur, f. 28. apríl 1984, og Guðný Björg, f. 28. júlí 1986. Árið 1962 kom fyrsta reiðarslag- ið, þegar Jón og Dúa dóu með mánaða millibili. Það var þungt högg fyrir Einar. Foreldraheimilið sem alltaf hafði verið hans öryggis- staður var ekki lengur til staðar. Eiginkona hans hafði þá veikst af illkynja sjúkdómi sem lék hana afar illa. Systurnar Steinunn og Margrét hjálpuðu eftir fremsta megni en þær höfðu einnig ættleitt barn Dísu, Steinunni Margréti, sem hún átti fyrir hjónaband. Veikindastríð Dísu var afar örð- ugt og 31. mars 1964 kvaddi hún þetta jarðlíf. Systurnar tóku þá að sér uppeldi allra barnanna þriggja. Ég dáðist að þessum konum. Þær eignuðust aldrei sjálfar börn og giftust aldrei en í sameiningu ólu þær upp fimm einstaklinga. Einar átti mikið erfítt þessi ár en alltaf var hann jafn ljúfur heim að sækja. Hann vann mörg störf á lífsleið- inni. Mér er minnisstætt hve dug- legur hann var að selja blöð þegar hann var stráklingur. Hann vann lengi við bifreiðaakstur og um tíma hjá Strætisvögnum Reykjavfkur. 17. júlí 1965 kvæntist hann Finnu Ellý Þorsteinsdóttur Bottelet. Þau bjuggu á Hverfísgötu 100 á æsku- heimili Einars. Þau eignuðust tvo drengi, Kjartan Halldór, fæddur 21. október 1964. Sambýliskona hans er Guðrún Erla Brynjólfsdóttir. Barn þeirra er Þóra, f. 5. júlí 1988. Guðjón Páll, fæddur 16. janúar 1967. Þau Einar og Finna slitu samvistir 23. maí 1969. Einar hóf þá sjómennsku á bátum og millilandaskipum. Hann var lert'gst af hjá Eimskip. Það var mjög gaman að fylgjast með hversu Einari tókst að gera vinum og ættingjum úrlausn með að versla fyrir þá og hló ég oft að „bókhaldi" hans sem var oft ótrú- lega viðamikið vegna kaupa fyrir þennan og hinn. Honum tókst að finna það besta hvort sem það var lítið eða stórt. Mér fannst hann njóta sín vel í mörg ár og fannst mér yndislegt að hitta börn hans og barnabörn í litlu íbúðinni á Hrefnugötu 7, þar sem hann bjó síðustu árin í félagsbúskap með Guðbjörgu Ásgeirsdóttur. Ég dáðist að börnum hans öllum fyrir ljúf- mennsku þeirra við föður sinn. Það var mikil guðsgjöf að þrátt fyrir aðskilnað og oft erfiðar aðstæður tókst þeim að sýna föður sínum kærleika sem ég hef oft þakkað fyrir í bænum mínum. Einar var ekki auðugur hvað varðar ytri auð en auðævi hans eru afar mikil þeg- ar við lítum yfir þá niðja sem munu bera uppi nafn hans um ókomin ár. Einar fór ekki varhluta af veik- indum sjálfur. Tvisvar sprakk í hon- um maginn og 1988 fór hann í hjartaaðgerð til London. Dóttir hans Sigríður Helga fór með honum og vakti yfír honum og aðstoðaði. Hann náði aldrei fullri heilsu eftir það. Hann veiktist mjög mikið fyrir um það bil mánuði og þrátt fyrir að starfsfólk Landspítalans gerði allt sem var í þeirra valdi að gera, náðist ekki að koma í veg fyrir að hann kveddi þetta jarðlíf. Börnin hans öll og tengdabörn vöktu yfir honum allt til enda. Þau sýndu hugrekki og æðruleysi sem er þeim öllum til sóma. Éinar var vinmargur og margir þeirra voru honum afar tryggir. Að síðustu langar mig til að riíja upp æskuár okkar frændsystkin- anna. Hjá Dúu og Jóni bjuggu afi okkar, Guðjón Pálsson, og amma, Vilborg Margrét Magnúsdóttir, síð- ustu sambýlisár sín. Þar hittist fjöl- skylda þeirra. Það var gaman að sjá Einar, Svavar bróður minn og Hilmar Bergsteinsson, en þeir voru systkinasynir, leika sér saman, en þeir voru allir jafnaldrar. Þeir hafa alltaf haldið góðu sambandi. Börn ömmu og afa voru mjög kærleiks- rík og héldu vel saman. Það eru góðar minningar frá þessum tímum og við systkinabörnin fengum gott veganesti út í lífið frá Hverfisgötu 100 hjá ömmu, afa, Dúu og Nonna Nú eru margir af þeim horfnii yfir móðuna miklu. Það er áreiðan- lega tekið á móti Einari með kær- leika og umhyggju. Við sem eftir erum þökkum Einari fyrir sam- fylgdina með miklum trega en gleðjumst yfir að nú eru þjáningar hans á enda. Ég bið Guð um að blessa hann og styrkja. Ég bið Guð um að blessa alía niðja hans og umvefja þá um ókomin ár þeirra. Ég þakka Einari samfylgdina í jarð- lífinu og get sagt með gleði að aldr- ei bar skugga á þá samfylgd í garð okkar Sólheimatungufjölskyldunn- ar. Selma Júlíusdóttir t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS HJÖRLEIFSSON, Rauðafelli, Austur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 5. október kl. 14.00. Ragnhildur Guðjónsdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Hiimar Árnason, Guðný Jónasdóttir, Sigurður Benjamínsson, Þórhildur Jónasdóttir, Ólafur Már Sigmundsson, Þorsteinn Jónasson, Árný Guðlaugsdóttir, Guðni R. Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÖLVIR KARLSSON, Þjórsártúni, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 5. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Kálfholtskirkjugarði. Kristbjörg Hrólfsdóttir, Valgerður Ölvisdóttir, Gunnar Hafsteinn Snorrason, Lilja Ölvisdóttir, Emil Rafn Kristófersson, Ingibjörg Ölvisdóttir, Jón Ármann Sigurðsson, Karl Ölvisson, Jóhanna B. Hilmarsdóttir, Gyða Ölvisdóttir, Unnar Agnarsson, Hrólfur Ölvisson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, EINAR JÓNSSON sjómaður, Hrefnugötu 7, sem andaðist 17. september verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, föstudaginn 4. október, kl. 13.30. Jón Þór Einarsson, Hilmar Einarsson, Sigriður H. Einarsdóttir, Kjartan Einarsson, Guðjón Einarsson, Steinunn S. Jónsdóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir, Monika S. Baldursdóttir, Hjálmar Björgvinsson, Guðrún Erla Brynjólfsdóttir, Knud Salling og barnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, t KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, áður Hafnarstræti 4, ísafirði, verður jarðsungin frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 5. október kl. 14.00. Högni Þórðarson, Hjördis Þórðardóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Anna Þ. Bachmann, Helga Þórðardóttir, Bjarni Bachmann, Ragnhíldur Guðmundsdóttir, Magnús Þórðarson, Maria Jóhannsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓNAS B. MAGNÚSSON, Hvanneyrarbraut 44, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. október kl. 16.00. ... .. . Johanna Magnusdottir, Magnús B. Jónasson, Ómar B. Jónasson, Ævar B. Jónasson, Sigrún J. Jónasdóttir. t Ástkær móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓHANNESDÓTTIR frá Mosfelli, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, Lágafellskirkju laugardaginn 5. október verður jarðsungin frá kl. 13.30. Sverrir Kristinsson, Helga Þórðardóttir, Magnús Benediktsson, Guðrún Jósafatsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sigríður Blöndal, t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, MAGNÚS RUNÓLFSSON bóndi, Haukadal, verður jarðsunginn frá Skarði laugardaginn 5. október kl. 14.00. Jónina Hafliðadóttir, Hafsteinn Magnússon, Jóhanna Stefánsdóttir, Heiða Magnúsdóttir, HaraldurTeitsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÍSLEIFSDÓTTIR, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 5. október kl. 14.00. Kristján Guðmundsson, Ragnheiður Hjálmtýsdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Halldór Nikulásson, Marta Magnúsdóttir, Benedikt Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR GUÐNASONAR, Sunnutúni, Stokkseyri. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Sigurðardóttir, Elfar Þórðarson, Helga Jónasdóttir, Gerður Þórðardóttir, Bjarni Hallfreðsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.