Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 36

Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 Meðal innfæddra ■ HRAÐSKÁKMÓT Taflfélags Kópavogs verður haldið sunnu- daginn 6. október kl. 14.00 í sal TK í Hamraborg 5, 3. hæð. ■ MÁLFUNDAFÉLAG al- þjóðasinna mun gangast fyrir opinberum fundi.um ástand mála á Kúbu laugardaginn 5. október nk. Þar verður reynt að skýra breytta stöðu hinnar sósíalísku byltingar í heimi sem hefur tekið verulegum breytingum á síðustu árum. Frummælandi á fundinum verður Mary-Alice Waters rit- stjóri tímaritisins New Internati- onal. Túlkað verður á íslensku fyrir þá sem þess óska, og kaffi- veitingar á boðstólum. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloft- inu (bak við Lækjarbrekku) kl. 15.00. Allir velkomnir. (Fréttatilkynning) ■ ODDAFÉLAGIÐ heldur kynningarfund laugardaginn 5. október kl. 4 e.h. Fundurinn verður haldinn í kórkjallara Hallgríms- kirkju og er gengið inn'að austan- verðu um hið gamla anddyri kirkj- unnar. Allir eru velkomnir. Oddafé- lagið er nýtt félag áhugamanna víðs vegar á landinu, sem vinnur að endurreisn Odda á Rangárvöll- um. Hugmyndin er að þar rísi er tímar líða menntasetur eða miðstöð á sviði náttúruvísinda og sögu. Haft yrði einkum í huga samspil manns og höfuðskepna í aldanna rás á íslandi ogjörðinni allri. Einn- ig er ætiunin að efna um sumarsól- stöður til árlegrar Oddatíðar til skemmtunar og fróðleiks almenn- ingi á öllum aldri. Fundurinn nk. laugardag er fyrsta kyning Odda- félagsins í höfuðborginni. Að lokn- um örstuttum erindum forsvars- manna og upplestri verður orðið laust og er vænst frjálslegra um- ræðna um málið. Fundi lýkur-um kl. 6. e.h. ■ MEÐ nýrri reglugerð um gerð og búnað ökutækja hefur aukin þörf skapast fyrir þá sem smíða tengibúnað á bifreiðar á löglegan hátt. Iðntæknistofnun íslands mun halda námskeið í smíði tengi- búnaðar dagana 15. og 16. októ- ber. Kynnt verður m.a.: Reglugerð um dráttarbeisli, hönnunarkröfur, burðarþolsreikningar, skriflegar æfingar, suðuaðferðir, suðugallar, suðuspennur, suðukröfur, staðlar og æfð verður suða. Þátttakendum gefst kostur á að þreyta verklegt suðupróf í lok námskeiðsins. Nám- skeiðið mun nýtast bæði framleið- endum og innflytjendum á dráttar- beislum. (Fréttatilkynning) ■ UM HELGINA verða haldnir ostadagar í Osta- og smjörsöl- unni á Bitruhálsi 2. Þeir hefjast föstudaginn 4. október kl. 16.30 þar sem kynnt verða úrslit dóma í ostakeppni og ljúffengustu ost- arnir verðlaunaðir. Þá verður út- nefndur Ostameistari íslands og ýmsar nýjungar í ostagerð verða á boðstólum. Ostadagar verða opn- ir almenningi á laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 18 báða dagana. Þar gefst fólki kostur á að bragða á ýmsum nýjungum. Auk þess verða ostameistarar á staðnum og svara spurningum um osta og ostagerð og bjóða gestum og gangandi að bragða á hinum ýmsu ostakræsingum. Síðast en ekki síst verða ýmsar ostategundir og uppskriftabæklingar á kynning- arverði. Osta- og smjörsalan hefur á undanförnum árum gengist fyrir ostadögum annað hvert ár en þess á milli tekið þátt í alþjóðlegum ostasýningum. I fyrra voru íslensk- ir ostar á ostasýningu í Danmörku og hlutu alls 12 gullverðlaun og 11 silfurverðlaun. Með þessum hætti er stuðlað að því að auka enn frekar fjölbreytni og gæði ís- lensku ostaframleiðslunnar. Fyrir ostadagana hafa mjólkurbúin skip- að tólf manna dómnefnd og veitt eru gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir þá osta sem fá flest stig. Sá ostameistari sem stendur efst að stigum hlýtur síðan titilinn Osta- meistari Islands. ■ 5. LANDSÞING Landssam- bands framsóknarkvenna verður haldið í Borgartúni 6, í Reykja- vík dagana 5. og 6. október 1991. Á þinginu verða auk hefðbundinna þingsstarfa tvö meginmál tekin til umfjöllunar en þau eru „Konur í stjórnmálum“ og „Lífsstíll fjöl- skyldunnar". Laugardaginn 5. október verður haldið sérstakt kvöldverðarhóf þar sem þess verð- ur minnst að 10 ár eru liðin frá stofnun Landssambandsins. í til- efni 10 ára afmælisins verður einn- ig gefið út sérstakt afmælisrit, „Gróska“. Allar nánari upplýsingar um þingið eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Þar til þú komst („Till There Was You“). Sýnd í Háskóla- bíói. Leiksljóri: John Seale. Aðalhlutverk: Mark Harmon, Deborah Unger, Jeroen Krabbe. í þessari svokölluðu „mögn- uðu spennumynd" leikur hinn einhæfi leikari Mark Harmon barþjón sem heldur til afskekkt- rar eyjar i S-Kyrrahafi til að finna bróður sinn. Honum er sagt að hann hafi verið drepinn af innfæddum en barþjónninn kemst með tímanum að því að sú skýring geti reynst vafasöm. Um það leyti ætti áhorfandinn að vera farinn að sjá eftir miða- verðinu. Þar til þú komst er ekki spenn- andi á neinn hátt og það eina sem er magnað við hana er hvað hún er léleg. Þetta er vita metn- aðarlaus B-myndaframleiðsla sem maður hélt sannast sagna að menn væru búnir að gefast upp á fyrir löngu. Handritið er sundurlaust og ruglingslegt, per- sónurnar klisjur einar og leik- stjórnin hræðileg. Leikararnir koma héðan og þaðan og fara afleitlega með það litla sem þeir þurfa að gera. Deborah Unger, sem fellir hug til Harmons, virðist vera með þýskan hreim. Hún er blondínan í myndinni. Jeroen Krabbe, sem leikur fúlmenni myndarinnar, talar með sínum hollenska hreim, Harmon talar sína amerísku og einn eða tveir til viðbótar tala með hreim sem verður ekki auð- veldlega rakinn. Hvernig allir þessir útlendingar, sem tala amerísku, á eyju í S-Kyrrahafí tengjast aðalmálinu í myndinni, gullfarmi á hafsbotni, en þó að- eins lauslega því sá merki þáttur smækkar á undarlegan hátt oní dulitla neðanmálsgrein í handrit- inu. Um hvað er myndin þá? Jú, Harmon og Unger, nú ástfangin uppfyrir haus, vingast og kynn- ast náið lifnaðarháttum inn- fæddra. Þar til þú komst er ein af þessum myndum sem sýna hina frumstæðu og bláfátæku íbúa fjarlægrar eyjar í eilífu partýi. Hjá þeim er stanslaus fagnaður, skrautlegir búningar, dansar, söngur og átveislur hvert sem litið er. Á tímabili er mynd- in eins og skrautlegur ferðabæklingur. Það segir nokkuð um myndina að þessi langi millikafli er besti hluti hennar. Athugasemd við frétt í Morgunblaðinu í gær á bls. 20 þar sem fjallað er um tilboð Granda í Hrað- frystihús Stokkseyrar (H.S.) er eftirfarandi setn- ing: „Byggðastofnun hafn- aði sem kunnugt er tilboði Granda í Hraðfrystihús Stokkseyrar, sem talið er gjaldþrota." Ég undirritað- ur vil hér með benda á að söluandvirði verðmæta í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar er 550-600 milljónir ef fyr- irtækið yrði lagt niður og eignir þess seldar, en nettó- skuldir 350 milljónir. Sem Leiðrétting í frásögn af skipun Ólafs H. Kjartanssonar í embætti bæjarfógeta á ísafirði mis- ritaðist nafn föður hans en hann heitir Kjartan T. Ól- afsson, ekki Kjartan P. eins og sagt var. Er beðist vel- virðingar á þessu. dæmi um verðmætin má nefna að kvóti fyrirtækisins einn og sér er tæplega 400 milljóna virði. Sigfús Jónsson, stjórnarformaður H.S. Ttie Rockwille Trolls leika Country Rock til kl. 03.00. „Nothing but Country" dansa i kvöld. GARÐA- KRÁIIM Tökum að okkur allor tegundir af einkasamkvæmum. Garðatorgi 1 - Garðabæ. Sími 657676. 20 ára 500 kr. Föstudagskvöld: B.B. bandið og Anna Vilhjálms Opiðtilkl. 3. Laugardagskvöld: Hljómsveitin Tvennir tímar Opið til kl. 3. Sunnudags- og mánudagskvöld: Ingvar trúbador. Opið til kl. 1 Munið okkar vinsæla matseðil. ÖLKJALLARINN Pósthússtræti 17, sími 13344. TUNGLIÐ Finnskur vökvi kynntur • Ýmir og Grétar uppi • Þossi í kjallara 20ára Opið til kl. 03 RAGNAR SIGURJONSSON, Ijósmyndari DV. „HAPPY DRAFT HOUR“ KL. 22-23 (LUKKU-DÆLU TÍMI) STEMNINGIN VAR MEIRIHÁTTAR UM SÍÐUSTU HELGI - VIÐ BYRJUM ÞVj SNEMMA í KVÖLD - NJÓTTU ÞESS AÐ VERA MEÐ PULSINN PS. MUNIÐ IRSKA KVOLDIÐ A SUNNUD. 6. OKT. KVEÐJUTÓNLEIKAR DIARMUID O’LEARY & THE BARDS Kynning á írskum guðaveigum! ABMlllA 7 SIMI G8 16 61 HLJOMSVEITIN Laugavegi 45 - s. 21255 í kvöld: 0.0.0 BUBBI OG RÚNAR Laugardagskvöld: LOÐIN Rom Ath. kl. 22 skemmta TRÚBADORINN LE0 0ILLESPIE OG LÁTBRAGÐLEIKARINN OG GALDRAMAÐURINN MICKM. RED HOOSE SKEMMTIR „Draft happy hour“ daglega milli kl. 18-21 Þeir skemmta einnig næstu kvölú Hinir landsfrægu harmónikuleikarar, Grettir Björnsson, Örvar Kristjónsson, ósamt Jónmundi Hilmarssyni, skemmta gestum Rauóa Ijónsins í kvöld. Snyrtilegur klæðnaður. )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.