Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 41

Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 41
MORGtJNBLAÐIÐ 'FÖSTliDAGtJR 4. OKfl'ÓBER 1991 041" VELVAKAMDI SVARAR í SÍMA B91282KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Tillitslausir sundlaugargestir Ég hef nú í eitt ár stundað sund nánast daglega í Laugardalslaug- inni. Sundiðkun er án efa einhver besta og heppilegasta íþrótt sem almenningur á kost á. Sundstaðir eru margir í borginni og opnir fram á kvöld. Sundið geta ungir sem aldn- ir stundað. Ménn ráða tíma sínum alveg sjálfír. Sumir fara og synda sinn sundsprett, en margir fara vegna félagsskaparins og þá sérs- taklega eldra fólk. Eftir góðan sund- sprett og afslöppun í nuddpotti er maður fullfær að takast á við verk- efni dagsins. Þá er það kostur að þessi íþrótt tekur ekki langan tíma. Ég myndi því ráðleggja öllum þessa íþrótt. Það er þó tvennt sem fer ákaflega í taugarnar á mér, en það er hve tillitslausir sumir sundlaugagestir eru. Eins og gefur að skilja er oft þröngt á þingi í sundlauginni og þurfa menn þá að skáskjóta sér til að lenda ekki í árekstri. Hins vegar virðast skriðsundsmenn oft synda beirít af augum, oft með miklum buslugangi, og svo baksundsmenn sem náttúrulega sjá ekkert hvert þeir stefna. Þetta fólk ætlast til að sá sem á móti kemur víki fyrir því. Þetta finnst mér hins vegar ótrúlegt tillitsleysi. Það yrði væntanlega held- ur betur öngþveiti ef allir syntu bak- sund. Þá er það einnig pirrandi hve erfitt er oft að komast að sápuskál- um í sturtuklefum þar sem menn fara úr sturtunni að sápuskál og standa þar og dæla sápu og þvo lík- amann svo ekki komast aðrir að, í stað þess að fá sér sápu í lófann og fara aftur í sturtuna. Ég vona að sundlaugagestir íhugi þetta, ekki bara þarna heldur alls staðar í hinu daglega lífi. Við verðum jú að taka tillit til annarra, því við Mánudaginn 30.september var haldinn fundur í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði með Sighvati Björg- vinssyni heilbrigðismálaráðherra. Eins og flestir landsmenn vita hef- ur staðið til að gera Sankti Jós- efsspítala að hjúkrunarheimili fyrir aldraða, nú segi ég og skrifa ugla sat á kvisti átti börn og missti. Það er algjört þekkingarleysi af hálfu heilbrigðismálaráðherra að láta sér detta þvílíkt og annað eins í hug, þar sem við bæjarbúar og nágrann- ar okkar höfum bestu aðstöðu á öllu landinu fyrir aldraða: Númer 1. Öldrunarheimilið Sólvangur. Númer 2. Heimilishjálpin. Númer 3. Heimahjúkrunin. Númer 4. Hrafnista. Nú spyr ég: Hvar á land- inu er meira rými fyrir aldraða? Sighvatur heilbrigðismálaráð- herra hefur háa og hvella rödd og brýnir vel raddbönd sín þegar hann talar, það vantar ekki. Og ekki vantaði heldur allar þær skuldir landsmanna sem hann sýndi okkur á vegg. Sighvatur þandi nasavæng- ina, dró fram einhverja loftnetstöng af bíl, að mér sýndist, sem hann viljum að aðrir geri það gagnvart okkur. Sundlaugargestur notaði sem áhersluprik við glærur sínar (kannski að ráðherrarnir séu allt í einu orðnir svo skuldugir að þeir séu farnir að bijóta af bílum sínum). Allar þessar skuldir okkar voru sýndar í hólum, hæðum og fjöllum. Auðvitað viðurkenni ég að það er sorglegt að horfa á skuldir landsmanna en nú spyr ég Sighvat Björgvinsson ráðherra: Hvar virð- ast alltaf vera til peningar? Ef minnst er á eyðslu ráðherra og hvað þeim er hampað í þjóðfélaginu þá er alltaf farið undan í flæmingi og málinu eytt. Af hveiju? Ég er kannski svona barnaleg en ég held endilega að innst inni þá skammist þeir sín svolítið. Það sem ég á við með þvi að skrifa ugla sat á kvisti o.s.frv. er að Jósefsspítali í Hafnarfirði stend- ur með reisn og hefur alla tíð gert og hann á að fá að halda reisn sinni, ekki lúta því að verða ýtt til hliðar eins og gerist í leikjum gáskafullra barna. Virðingarfyllst, Elsa Thorlacius sjúkraliði. Lokun Sankti Jósefs- spítala í Hafnarfirði ýáéovi e*utOi á ýódcc í Hallargarðurinn er rómantískur staður þar sem matsalur, bar og koníaksstofa mynda eina heild á ánœgjulegu kvöldi. Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, símar 678555 og 30400, fax 678571. Skatturmn fer illa með útlendinga Mig langar til þess að mótmæla „Islenskum sjómanni“ sem skrifar í Velvakanda fyrir skömmu og telur þar að útlendingar komi hingað og vinni í stuttan tíma en borgi ekkert í skatt þar sem þeir fái allir heilsárs- skatt. Ég var með útlending hjá mér í fyrra sem fékk atvinnuleyfi í tvo mánuði en hann vann aðeins í sex vikur og fékk samtals 95.868 kr. í laun og af því þurfti hann að borga 7.291 kr. í skatt. Ég hugg- aði hann með' því að hann myndi fá þetta endurgreitt í sumar eins og við Islendingar myndum fá ef við ynnum einungis fyrir þessari upphæð á ári. Svo kom endur- greiðslan og hún hljóðaði upp á 870 krónur. Þannig var farið með þenn- an útlending. Ég held að það sé eitthvað grugg- ugt við þetta og mér þætti fróðlegt að fá svar frá ríkisskattstjóra um það hvort önnur skattalög gildi um útlendinga. Ég hef slæma reynslu af skattinum fyrir hönd þessa út- lendings og mér fannst farið virki- lega illa með hann. Húsmóðir í Vestmannaeyjum. flnrgimnMfjfoíifo Blaðiö sem þú vaknar við! BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur I SlMI: 62 84 50 _______________ Hinn eini og sanni Stópútsölumarkaður Bíldshöfða 10 NÚ ER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR SÍÐUSTUDAGAR ÍDAGOG Á MORGUN! Nú lækkar verð enn meira Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval - ÓTRÚLEGT VERÐ Steinar, Karnabær, Sonja, Vinnufatabúðin, Partý, Bombey, Strikið, Kókó/Kjallar- inn, Stúdíó, Saumalist, Theodóra, Árblik, Blómalist, Karen og Madam Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtækja hefur Stórút- sölumarkaðurinn svo sannarlega sleg- ið í gegn og stendur undir nafni. FRÍTT KAFFI - VÍDEÓHORN FYRIR BÖRNIN Opnunartimi: Föstudaga kl. 13-13. Laugardaga kl. 10-16. Aöra daga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.