Morgunblaðið - 01.11.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 01.11.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991 19 Minning’: Per Olof Forsell sendiherra Per Olof Forshell er látinn, langt um aldur fram. Hans er sárt sakn- að í fjölmennum vinahópi hér á landi. Síðastliðin fjögur ár var hann sendiherra Svíþjóðar á íslandi og á þeim árum vann hann ötullega að því að styrkja tengslin milli íslands og Svíþjóðar. Samskiptin milli þjóð- anna hafa aldrei verið öflugri; fleiri Islendingar eru nú búsettir í Sví- þjóð en nokkru sinni fyrr og straumur ferðamanna frá Svíþjóð fer ört vaxandi. Við slíkar aðstæð- ur er starf sendiherra mjög mikil- vægt. Per Olof (Pelle) Forshell var réttur maður á réttum stað. Hann lagði sig allan fram, langt umfram það sem skyldan bauð, og gladdist yfir því að sjá samskipti þjóðanna fara svo ört vaxandi. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, kemst svo að orði í formála að einni af mörgum bókum um ísland, sem út hafa komið í Svíþjóð á undanförnum árum: „Ég hugsa alltaf með mér, þegar ég tek á móti erlendum sendiherrum, hve spennandi það hljóti að vera fyrir þá að fá að búa hér í nokkur ár!” Per Olof Forshell kunni vel að meta það tækifæri og til að endur- gjalda það gerði hann sér far um að vekja áhuga Svía á íslandi. Áhugi hans sjálfs á íslandi vaknaði snemma, er faðir hans átti þátt í byggingu Sænska frystihússins í Reykjavík, og hann mat það mikils að fá að ljúka ferli sínum í sænsku utanríkisþjónustunni sem sendi- herra á Islandi. Per Olof Forshell átti frumkvæði að gerð nýrrar íslensk-sænskrar orðabókar, en þörfm fyrir slíka orðabók var orðin brýn, m.a. vegna síaukinna samskipta þjóðanna. Hann náði einnig að safna umtals- verðum fjárframlögum til þess að af útgáfunni mætti verða. Þetta verkefni var honum einkar hugleik- ið og því verður vonandi haldið áfram í anda Pelle. Pelle og kona hans Lena styrktu tengslin milli íslands og Svíþjóðar á mörgum sviðum. Þau höfðu bæði lifandi áhuga á íslenskri menningu, sögu, náttúru og lífskjörum og voru óþreytandi að miðla af þekkingu sinni, sænskum gestum sínum til ánægju og fróðleiks. En vettvangur þeirra og vina- hópur náð langt út fyrir samskiptin milli íslands og Svíþjóðar. Þau komu oft í Norræna húsið, jafnt á virkum degi og við hátíðleg tæki- færi og ávallt voru þau aufúsugest- ir. Þau tóku þátt í starfsemi húss- ins af lífí og sál, ekki aðeins því sem laut að Svíþjóð. Pelle og Lena eignuðust marga vini, sanna vini, meðal starfsfólks Norræna hússins. Pelle hafði yndi af svo mörgu; að leika sér með tölur, orð og orða- leiki, tungumál — og hann elskaði að syngja. Það var varla til það lag eða sá texti sem Pelle kunni ekki — Bellman, Taube ... Ef vísna- söngvari missti þráðinn var oftast nær hjálpar að vænta hjá sendi- herranum á fremsta bekk. Það er sárt til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að sitja öll saman í Norr- æna húsinu og syngja Taube á ís- lensku og njóta þess að horfa á geisla kvöldsólarinnar leika um snævi þakta Esju ... Pelle Forshell var einlægur, glaður, örlátur og gestrisinn - og við fjölskyldan eigum honum marg- ar ánægjustundir að þakka þau ár sem við nutum samvista við hann í Reykjavík. Vinir sendiherrans í Norræna húsinu þakka honum samfylgdina. Það gera einnig samlandar í Reykjavík, sænska kólonían; Pelle Forshell var sendiherra sem við erum stolt af. Christina og Lars-Áke Engblom. Sendiherra Svía á íslandi, Per Olof Forshell, er allur, langt um aldur fram. Hann varð sendiherra hér árið 1987 og kynni hans við Islendinga urðu því stutt en engu að síður náin. Fundum okkar bar fyrst saman á útmánuðum árið 1988, er hann kom í kurteisisheim- sókn á Hagstofuna eins og sumra erlendra sendimanna er siður. Við slík tækifæri er mest rætt um upp- lýsingar, sem koma megi sendi- mönnum að gagni. Þegar sænski sendiherrann kom í heimsókn var lítið talað um þetta, því hann hafði þegar flest á reiðum höndum í þess- um efnum. Þess í stað töluðum við um Sænska frystihúsið, upphaf þess og sögyi, sem hann hafði mikinn áhuga á vegna tengsla afa síns og föður við fyrirtækið. Ennfremur spjölluðum vi_ð um íslendinga í Sví- þjóðj Svía á íslandi en þó mest um þá Islendinga, sem verið höfðu í Svíaríki, snúið heim á nú og höfðu áhuga á að halda við tengslum sín- um við Svía og ýmislegt það sem sænskt var. Ekki svo að skilja að slíkt samband við Svía sé svo sér- stakt né merkilegra en það sem myndast við aðrar þjóðir og aðra þjóðsiði; hér er einfaldlega um það að ræða að þeir sem búa um skeið með annarri þjóð en sinni eigin og líður skikkanlega, komast ekki hjá því að tileinka sér ýmislegt í fari gestgjafanna. Þeir læra að meta siði og venjur, læra tungumálið, kynnast bókmenntum, listum, fræð- imennsku, stjórnmálum, daglegu amstri, afþreyingu og svo mætti lengi telja. Þessi kynni eru mikils- verð og skemmtileg, þeim vilja menn halda og gildir þá oftast einu hvaða þjóð á í hlut. Við Per Olof eða Pelle, eins og hann vildi láta kalla sig og var jafn- an nefndur af kunningjum, ræddum um þetta og tengsl Svía og íslend- inga. Ég hafði stundað nám í heima- landi hans og hafði að auki nýlega tekið við formennsku í Islensk- sænska félaginu. Hann hafði þá þegar kynnst félaginu nokkuð, en vildi vita meira og sérstaklega vildi hann tala um starfsemi þess og samband við sendiráðið. Ekki var þetta afskiptasemi, heldur einlægur áhugi, velvilji og hvatning. Hann kvaðst álíta það hluta af skyldum sínum sem sendiherra að standa vörð um þessi tengsl þjóðanna og styðja eftir mætti starfsemi áhuga- mannafélaga á borð við íslnesk- sænska félagið. Og þessi skylda væri ekki léttvægust né leiðinleg- ust. Þvert á móti teldi hann að fátt stuðlaði betur að góðu sambandi þjóðanna en að þau tengsl héldust, sem mynduðust við dvöl með frænd- þjóðinni, og að þeim væri hlúð af þess háttar félögum. Og hann hafði einfaldan boðskap að flytja félag- inu, að hann sem sendiherra væri reiðubúinn til þess að veita því það lið sem í hans valdi stæði, hvort sem væri í stóru eða smáu. Auk þess bað um að verða tekinn á félaga- skrá og rukkaður um félagsgjald. Allt gekk þetta eftir. Pelle var jafnan boðinn og búinn til að ljá félaginu lið, hann virtist alltaf hafa tíma til þess að ræða hvaðeina, sem upp kom og leysa þurfti, og studdi félagið í einu og öllu. Hann og Helena kona hans komu ævinlega á samkomur félagsins og tóku þátt í þeim af lífi og sál. Þau féllu vel inn í hópinn og raunar í íslenskt þjóðfélag, bæði voru þau alþýðleg, alúðleg, glaðleg og áttu auðvelt með að kynnast fólki. Bæði voru vel gefin og vel gerð, einlæg og laus við alla uppgerð. Þau voru fá- gætir fulltrúar þjóðar sinnar sem best kom fram í því að naumast varð greint á milli skyldna þeirra og frístunda, milli hinna opinberu sendifulltrúa og þeirra sjálfra. Vin- afjöldi þeirra hjóna hér á landi eft- ir aðeins skamma dvöl, ber og mannkostum þeirra fagurt vitni. Við Pelle áttum sameiginlegt áhugamál - jafnvel ástríðu þegar verst lét - sænskar vísur. Svíar eiga afar sérstæða og langvinna vísnahefð. Af einhverjum dularfull- um ástæðum hefur það reynst al- gengt að Islendingar, sem dveljast meðal Svía, verði gagnteknir af sænskum vísum, læri þær utan að í löngum bunum og rauli við hin ólíklegustu tækifæri, rétt eins og Svíar og stundum raunar gott bet- ur. Þetta er og sú skemmtan sem algengust er á samkomum íslensk- sænska félagsins, en þar kyija menn löngum stundum Bellman, Sjöberg, Taube o.fl. Þegar Pelle fór að sækja þær samkomur bættist okkur sannarlega liðsmaður. Hann var ekki einasta söngvinn heldur kunni hann urmul laga og ljóða og söng af innlifun. Fátt er betur til þess fallið að vekja samkennd með- al manna en söngur og samhljóm- ur. Því var það engin furða þótt Pelje nyti sín í hópi Svíþjóðarvina á íslandi og okkur fyndist hann eiga heima meðal okkar. Og víst er það að söngur okkar í Islensk- sænska félaginu er allur þróttminni og þynnri þegar Pelle nýtur ekki lengur við. Per Olof Forshell var sendiherra Svía á íslandi þann tíma sem ég gegndi formennsku í Islensk- sænska félaginu. Fyrir hönd félags- ins vil ég þakka honum liðsinni hans, veru hans í hópi okkar og vináttu alla. Sjálfur hef ég misst vin og söngfélaga sem ég minnist með söknuði. Helenu konu hans og Ijölskyldu þeirra Pelle sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. Hallgrímur Snorrason Það er með sorg og söknuði sem við sænskukennarar kveðjum sænska sendiherrann Per Olof Forshell sem nú er látinn langt fýr- ir aldur fram. Frá því að Per Olof tók við störf- um sem sendiherra hefur hann sýnt mikinn áhuga á þeirrri sænsku- kennslu sem stendur íslenskum nemendum til boða í grunn- og framhaldsskólum landsins. Hann skildi hversu mikilvæg þau menn- ingartengsl eru, sem hafa skapast í hugum þeirra mörg þúsund íslend- inga, er hafa dvalist í Svíþjóð í námi eða starfi á síðustu áratugum. Hjá mörgum sænskunemum hefur jafnvel sænsk tunga verið fyrsta málið í æsku. Per Olof Forshell stóð ekki við orðin tóm; hann lét verkin tala. Ófá eru þau skiptin sem hann kallaði saman sænskukennara í Reykjavík til að fá ráðleggingar um á hvern hátt sendiráðið gæti sem best stutt við bakið á íslenskum sænskunem- um og kennurum hvað snerti náms- gögn, kynningu á sænskri tungu og menningu eða annað er viðkom kennslu. Það er honum að þakka að bóka- kostur sem heyrir undir sænsku- kennsluna hefur stórlega aukist, að kennarar hafa fengið ferðastyrki til námskeiða. Og það var fyrir til- stuðlan hans sem sendiráðið lagði fram fjármagn til kaupa á sænskum bíómyndum og fræðslumyndum af ýmsu tagi, en þær verða verulegur hluti af því myndbandasafni sem verið er að koma á fót í Norræna húsinu og eiga eftir að gagnast í skólum hér á landi. í vor þegar Per Olof kom heim úr næstsíðustu för sinni til Svíþjóð- ar kom hann færandi hendi. Hafði hann sjálfur komið við í bókaverslun og keypt með sér orðabækur ásamt ýmsu öðru til afnota fyrir sænsku- nema. Hér hefur aðeins verið minnst á eina hlið á fjögurra ára starfi hans hér á landi, en hún sýnir vel atorku hans og næman skilning á þeim sterku tengslum sem fjölmargir Ís- lendingar eru bundnir Svíþjóð. Það er mikill missir að Per Olof Forshell fyrir okkur íslendinga. Og mikill og sár er missirinn fyrir eigin- konu hans, Helenu, sem ávallt stóð við hlið hans. Það var leit að sam- hentari hjónum. Við vottum Helenu og börnum þeirra hjóna innilega samúð. Fyrir hönd sænskukennara. Sigrún Helgadótttir Hallbeck og Ingegerd Narby Stjórnarerindrekar í þjónustu ut- anríkissamskipta eiga oft einkenni- lega ævi. Þeir vinna sína vinnu fjarri sinni ættjörð og þó alltaf með hana í huga. Jafnframt eignast þeir mörg fósturbörn; það fer varla hjá því það móti andlega vakandi fólk að búa langtímum með erlendum þjóð- um. Og þá er sú kvöð, að ekki má maður sem starfsmaður síns utan- ríkisráðuneytis gerast of handgeng- inn gistiþjóðinni; þess vegna m.a. eru settar þær reglur, að skipt sé með reglulegu bili um lönd og störf. Þetta getur haft í för með sér ákveðið rótleysi. Kannski missa menn tengsl við þá sem þeir hafa bundist vináttuböndum ungir eða í skóla, en sú vinátta stendur oft annars hvað sterkustum fótum; stundum kostar það að börnin verða landlaus og týnast í þjóðahafinu. Og úr nýjum vináttuböndum, sem stofnað er til þann tíma sem þessi stjórnarerindrekar gegna sínu starfi í hinu eða þessu landinu, vill oft rakna von bráðar. Þau hjón Helena og Per-Olof Forshell voru þó ekki alveg rótlaus á íslandi. Þó að Lena, sem er forn- leifafræðingur, gæti ekki sinnt sín- um málum sem skyldi vegna starfs þeirra hér, hygg ég þau hafí unað sér vel á íslandi. í hans tilviki lágu og persónulegar forsendur, sem gerðu það að verkum, að honum fannst hann eiga rætur hér. Þannig var, að faðir hans og ég hygg afi voru í hópi þeirra, sem stóðu fyrir því að koma upp og reka Sænska frystihúsið og komu því oft hingað til lands. Fjölskyldan hafði því taug- ar til íslands og íslendinga frá fornu fari. Atvik höguðu því þannig, að und- irritaður gegndi formennsku í Is- lensk-sænska félaginu, þegar Forshell-hjónin komu hingað til starfa. Það lá því í hlutarins eðli að við kynntumst fljótt og ég man að þessi tengsl við Sænska frysti- húsið var eitt hið fyrsta, sem hann sagði mér frá og þótti til um. Þetta var á frásagnakvöldi í félaginu, þar sem einir 15 íslendingar fluttu stuttar (og skemmtilegar) frásagnir af veru sinni í Svíþjóð. Síðan var borðuð baunasúpa og drukkið púns og sungið. Auðvitað skildu þau hjón ekki mikið í þessum frásögnum en ljóst var, að þau myndu ekki láta slíkt hindra sig lengi í því að taka fullan þátt í góðum samskiptum Svía og íslendinga. Enda fór svo, að brátt náðu þau bæði góðu valdi á íslensku, ekki síst Lena sem talar orðið reiprennandi. Allir vita, hve miklu slíkt skiptir í sendiherra- starfi. Jafnframt þóttist ég skynja þegar þetta fyrsta kvöld, að Pelle, eins og hann var nefndur í kunn- ingjahópi, hafði ekki alveg lagt á hilluna glaðværð og sönghneigð stúdentsáranna. Það kom og síðar í ljós. Það var sérlega gaman að vera gestur þeirra hjóna, á heimili þeirra ríkti í senn menningarlegt yfirbragð og óþvinguð glaðværð - og oft tekið lagið. Aðrir menn, sem betur þekkja til, segja mér, að Per-Olof Forshell hafi verið nákvæmur og vandaður embættismaður í sínum daglegu störfum. Ég þekki einkum þá hlið- ina er snýr að menningarskiptum landanna, en þar lögðu þau hjón bæði mikið af mörkum og voru ævinlega boðin og búin að veita góðum málum stuðning. Per-Olof Forshell fæddist í Gjiutaborg 1928. Hann lauk lög- fræðiprófi frá Stokkhólmsháskóla 1954. Nokkru áður eða 1951 hafði hann gengið að eiga konu sína Helenu Lundin, sem er MA og hef- ur fast starf við Livrustkammaten í Stokkhólmi. Þeim varð 6 barna auðið. Sama ár og hann lauk prófi gekk hann í utanríkisþjónustuna. Á ferli sínum þar kom hann víða við, auk starfa í utanríkisráðuneytinu í Stokkhólmi, starfaði hann í Róm, Genf, Minneapolis, fyrir fastanefnd hjá Sameinuðu þjóðunum og í OECD-sendinefndinni í París. Reykjavík varð hans endastöð á þessum starfsferli og þó að Per- Olof hafi kennt sér meina undan- farna mánuði, mun fáa hafa grunað að dauða hans bæri svo brátt að í miðjum verkum. Eftir lifir orðstírinn. Það munu víst flestir mæla, að Per-Olof Forsh- ell hafi verið góður og verðugur fulltrúi lands síns og aflaði sér virð- ingar og vinsælda. Á þeim árum, sem þau Lena hafa dvalist hér hafa þau því eignast álitlegan hóp kunn- ingja, ég vil segja vini. Per-Olofs Forshells er því sárt saknað á ís- landi eigi síður en í Svíþjóð. Sveinn Einarsson MODEL >1Y\D Tísku- og módelskóli Nýtt námskeið að hefjast. Innritun hafin í alla hópa í síma 677799. Afhending skírteina laugardaginn 2. nóv. kl. 14-16. Kennarar: Kolla og Snúlla 7-9 ára 10-12 ára 13-14 ára 15-20 ára eldri Ath.: Munið Barnabæ á daginn í Kringlunni. Allt fýrir barnið í dansi, leiklist, söng o.fl. o.fl. Frá 5 ára aldri. Kringlunni, 3. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.