Morgunblaðið - 01.11.1991, Page 20

Morgunblaðið - 01.11.1991, Page 20
■20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991 Gunnar Eggertsson ræðir við George Bush Bandaríkjafor- seta um Gaiu. Á minni mynd- inni er Gunnar að kveðja Bush og barnabörn hans á kajanum. Morgunblaðið/Herdís Gunnarsdóttir Gaia leggur úr höfn að nýju og siglir til Brasilíu: Siglt undir merkjum barna- hjálpar og umhverfisverndar VÍKINGASKIPIÐ Gaia leggur um miðjan nóvember upp í næsta áfanga ferðar sinnar frá Bandaríkjunum suður til Rio de Janero í Brasilíu, þangað sem komið verður 1. júní næstkom- andi. Skipið siglir nú undir merkjum Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna og er för þess sérstaklega ætlað að vekja at- hygli á málefnum barna og umhverfisvernd. Islendingarnir tveir, Rikharður Pétursson og Gunnar Eggertsson, sem fylgt hafa skipinu alla tíð verða áfram með í för en þeir eru sem stend- ur staddir í fríi hér á landi. Að sögn þeirra verður gengist fyrir ritgeraðsamkeppni meðal barna í þeim löndum sem skipið kemur til og hefur ýmsum þekktum rithöfundum verið boðið að sigla með skipinu milli hafna. Banda- ríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut hefur þegar þekkst boðið og mun líklega koma um borð í Havana á Kúbu og sigla með til Kingston á Jamaíku, en þangað verður væntanlega kom- ið skömmu fyrir jól. „Skipið hefur vakið mikla at- hygli en það var talið að eitt af því sem ætlunin var í upphafi hafi ekki komist nægilega vel til skila og það var að minna okkur á hvað Morgunblaðið/RAX Ríkharður Pétursson, til vinstri, og Gunnar Eggertsson ásamt dóttur Gunnars, Aldísi. við værum að gera Móður Jörð. Þess vegna var ákveðið að halda áfram og Knut Kloster gerir skipið nú út í samvinnu við Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna og það er siglt undir þeirra kjörorðum „Keep the promise”, sem er hvatning til stjómmálamanna um að standa við gefin fyrirheit,” sagði Ríkharður. Framkvæmdastjóri ferðarinnar hefur verið ráðinn Odd Gran, fyrr- verandi forstjóri Rauða Krossins í Noregi og skipveijarnir eru nefnd- ir sérlegir sendifulltrúar Samein- uðu þjóðanna. Auk Gunnars og Ríkharðs og leiðangursstjórans Ragnars Thorseth heldur einn Norðmaður úr upphaflegi áhöfn förinni áfram en aðrir í áhöfninni verða Norðmenn sem sigla nú með í fyrsta skipti og koma. Gaia er nú í höfn við Canaveral- höfða á Flórída en heldur þaðan 16. eða 17. nóvember og siglir áleiðis til Kúbu. Þaðan verða þræddar stærstu eyjar Karíbahafs- ins og síðan haldið eftir strönd S-Ameríku til ósa Amazon-fljóts- ins. Þá verður siglt upp eftir fljót- inu til að minna á nauðsyn þess að vernda regnskógana við Amaz- on en ferðinni lýkur í Rio de Jan- ero þann 1. júní. Alls staðar þar sem skipið kemur við verður efnt til ritgerðasamkeppni milli barna um málefni barnahjálpar og meðal annars þess vegna hefur rithöfund- um verið boðin þátttaka. í hverri höfn verður einnig skipt út hluta af ballest Gaiu, sem nú er öll úr norsku gijóti, og í staðinn tekið gijót frá hveijum stað. I Rio er svo fyrirhugað að reisa minnis- varða um ferðina og málefnið úr ballestinni. George Bush kom með barnabörnin að skoða skipið Meðan Gaia var í Washington kom George Bush Bandaríkjafor- seti óvænt með barnabörn sín að skoða skipið. Gunnar og Ríkharður voru þá meðal fárra áhafnarmeð- lima um borð. Forsetinn stóð við í 20 mínútur og að sögn Gunnars, sem var leiðsögumaður Bush, var hann mjög áhugasamur um skipið og ferðine, spurði margs og út- skýrði hlutina fyrir bamabömum sínum. „Hann ræddi meðal annars um að eigið skip, sem er svokölluð sígaretta, 20 metra langt og með nokkur þúsunda hestafla vél, væri ekki talið mjög umvherfisvænt,” sagði Ríkharður. Neytendasamtökin, Félag ferðaskrifstofa og Flugleiðir; Fráleitt að leggja virðisauka- skatt á farseðla í miUilandaflugi FULLTRÚAR Neytendasamtakanna, Félags íslenskra ferðaskrifstofa og Flugleiða, taka fjarri hugmyndum Félags íslenskra stórkaupmanna um að leggja virðisaukskatt á flugfarseðla til að draga úr innkaupaferð- um íslendingum til útlanda. Slíkur skattur sé hvergi lagður á flugfar- seðla í millilandaflugi. Þá séu hugmyndir FÍS um að endurgreiddur virðisaukaskattur verði innheimtur hérlendis út í hött. Glit biður um greiðslu- stöðvun STJÓRN Glits hf. hefur ákveðið að óska eftir greiðslustöðvun til þriggja mánaða, samkvæmt frétt- atilkynningu frá stjórn félagsins, en beiðni þar um hafði ekki borist skiptarétti Reykjavíkur í gær. I fréttinni segir að tap hafi verið á rekstri félagsins og fjárhagsstaða þess sé slæm. Fyrirtækið hefur undanfarin þijú ár verið rekið í sam- vinnu við Reykjavíkurborg sem vinn- ustaður fyrir fólk með skerta starfs- orku. Um síðustu áramót gerðust Ör- yrkjabandalag íslands og Blindrafé- lagið meirihlutaeigendur að fyrir- tækinu ásamt Reykjavíkurborg auk þess sem fyrri eigendur lögðu fram hlutafé. Um 20 fatlaðir einstaklingar hafa starfað á vinnustofu fyrirtækis- ins. -----*-*-*---- Kolaportið stækkað nú um helgina KOLAPORTIÐ verður stækkað um helgina og verða sölubásarnir samtals 300 talsins, eða 150 hvorn dag, laugardag og sunnudag. I Kolaportinu hafa aldrei fyrr verið svona margir básar. Ekki verður húsnæðið stækkað heldur kemur til framkvæmda nýtt skipulag þannig að litlum sölubásum fjölgar um 30 og heildarfjöldi þannig úr 120 í 150 bása. Ástæðan fyrir þessari skipulags- breytingu er tvíþætt, að mæta auk- inni eftirspurn eftir söluplássi og að auka vöruúrvalið og er gert ráð fýr- ir að þetta nýja skipulag verði reynt til jóla. Kolaportið er opið 10-16 á laugar- dögum og kl. 11-17 á sunnudögum. ♦ ♦ ♦---- Verslunin Rangá60ára Tvær verslanir sameinaðar í eina VERSLUNIN Rangá er sextíu ára í dag. Rangá er ein af elstu mat- vöruverslunum Reykjavíkur. Fyr- irtækið hefur undanfarin ár rekið tvær verslanir en á morgun, laug- ardag, eru þær sameinaðar í eina að Skipasundi 56. í tilefni afmælis- ins verður veitt kaffi og kökur í báðum verslununum í dag. Verslunin Rangá var stofnuð af Jóni Jónssyni frá Ekru á Rangárvöll- um 1. nóvember 1931. Ekra er á milli Rangánna og þaðan er nafn verslunarinnar komið. Rangá var fyrst á Hverfísgötu 71 en flutti árið 1948 að Skipasundi 56 og var fyrsta verslunin í Langholtshverfl. Núver- andi eigendur, Agnar Ámason og Sigrún Magnúsdóttir, keyptu versl- unina 1. nóvember 1971. Rangá keypti Kjartansbúð í Efsta- sundi árið 1984 og hefur rekið hana síðan. Á morgun verða búðimar sam- einaðar í Skipasundi. Rangá er hverfisbúð og í fréttatil- kynningu frá eigendum hennar segir að hún hafí reynt að laga sig að þróun og breytingum í verslunarhátt- um í borginni. „Rangá hefur ekki farið varhluta af þeim stormum sem nú geysa á matvörumarkaði borgar- innar, en grunnurinn er traustur og við vonumst til áframhaldandi ánægjulegra samskipta við fbúa Langholtshverfís svo og við aðra borgarbúa,” segir í fréttatilkynning- unni. Núverandi eigendur breyttu Rangá í sjálfsafgreiðslubúð með mjólkursölu árið 1972. í henni er gjafavöruhorn og í tilefni afmælisins verður veittur 10% staðgreiðsluaf- sláttur af gjafavörum og leikföngum í nóvember. Framvegis verður versl- unin opin alla daga frá klukkan 10 til 22. Jóhannes Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Neytendasamtakanna sagði að ef stórkaupmenn ætluðu að láta taka sig alvarlega yrðu þeir að kynna sér mál betur en þeir hefðu gert varðandi virðisaukskattinn, því tvísköttunarsamningur næði einung- is til tekju-, og eignakatts og út- svars, en ekki virðisaukaskatts, auk þess sem samningurinn við Bretland hefði ekki öðlast gildi ennþá. Þá væru tölur FÍS um innflutning að sjálfsögðu ágiskun ein. Þá væri það algjörlega fráleitt að gera tillögu um að hækka fargjöld um 24,5% með því að leggja virðis- aukaskatt á þau þegar fyrir lægi að þau væru þegar alltof há. Hins vegar gætu Neytendasamtökin fallist á það með stórkaupmönnum að jafna ætti starfsskilyrði verslunar hér og er- lendis. Það væri mikilvægt með til- liti til evrópska efnhagssvæðisins, en það væri einnig mikilvægt að stór- kaupmenn litu í eigin barm. Skýring- in á verslunarferðum til útlanda væri mjög einföld. Verðlag hér væri of hátt og seljendur ættu að líta í eigin barm. Helgi Jóhannsson, formaður Fé- lags ferðaskrifstofa, sagði það mjög einkennilegt að ein atvinugrein ætl- aði að leysa eigin vandamál með því að skattleggja aðra atvinnugrein. Þá sagði hann stórkaupmenn stórýkja tölu þeirra sem færu í þessar inn- kaupaferðir, nær væri að tala um 12.500 en 25 þúsund, auk þess sem það væri ekki rétt að fólk færi ein- göngu í því skyni að versla, eða að hjón versli fyrir 200 þúsund krónur í ferðunum. Helgi varpaði fram þeirri spurn- ingu hvort ekki væri eðlilegt í fram- haldi af þessu að kaupmenn úti á landi gerðu kröfurtil þess að sérstak- ur skattur verði lagður á ferðir innan- lands til Reykjavíkur, því vitað væri að fólk utan af landi kæmi til Reykja- víkur til þess að versla. Það hlyti að vera mjög óréttlátt. „Manni finnst þetta koma úr hörðustu átt því kaup- menn hafa verið talsmenn fijálsrar samkeppni. Þeir ætla meira að segja að stofna skipafélag til að fá meiri samkeppni í flutningana. Helgi sagði að ef virðisaukaskatt- ur yrði lagður á farseðla myndi það gilda bæði um útlendinga og íslend- inga. Flugleiðir væru að reyna að selja helgarferðir til Íslands frá hin- um Norðurlöndunum og þar værum við keppa við helgarferðir til stór- borga Evrópu. Ferðamennimir sem hingað kæmu versluðu hér og hann væri hræddur um að kaupmenn yrðu ekki ánægðir með að missa stóran hluta af þessari verslun. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að hugmyndin um virðisaukaskatt á farmiða í milliland- aflugi væri út í hött. „Þetta eru hugmyndir um að loka verslunina inni í landinu á sama tima og hafðar værur uppi kröfur, meðal annars af hálfu stórkaupmanna, um aukið frelsi í viðskiptum. Flugleiðir hafa lýst yfir stuðningi við kröfur um aukið frelsi í flugrekstri sem og þær skyldur sem aðild að EES legg- ur flugfélögum á herðar og miða allar að því að opna landamæri og ryðja hömlum úr vegi. Það væri því út í hött ef ísland eitt landa færi að leggja virðisaukaskatt á flugfarseðla í millilandaflugi,” sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.