Morgunblaðið - 01.11.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.11.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991 21 Forræði tveggja íslenskra telpna í Tyrklandi: Afgreiða verður málið fyrir tyrkneskum dómi 190% tilvika fær móðir forræði barna í skilnaðarmálum í Tyrklandi Forræðismál tveggja íslenskra telpna, sem haldið er af tyrkneskum föður sínum í Tyrklandi, verður að afgreiða fyrir tyrkneskum dómstól- um en samkvæmt íslenskum lögum samkvæmt því sem Guðmundur B. Helgason, sendiráðsritari hjá utanrikisráðuneytinu, segjr í samtali við Morgunblaði. Ka/.in Munir Ilamamcioglu, ræðismaður Islendinga í Istanbúl, segir að í 90% tilvika fái móðirin forræði barna sinna í skiln- aðarmálum þar í landi. Viðtal við móður telpnanna sem eru níu og tíu ára birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag. „Málið kom fyrst til okkar 15. an. I þeim tilgangi höfum við verið ágúst í fyrrasumar þegar Isak Halim AI, faðir telpnanna, tilkynnt að hann myndi ekki snúa til baka með börn- in,” sagði Guðmundur er hann var spurður um afgreiðslu málsins hjá utanríkisráðuneytinu. „í janúar var veittur skilnaður á borði og sæng en þá fékk móðirin einnig bráða- birgðaforræði yfir börnunum sam- kvæmt úrskurði dómsmálaráðuneyt- isins. Allt frá þeim tíma höfum við reynt að fá þennan úrskurð staðfest- í sambandi við tyrknesk dómsmálayf- irvöld, bæði í gegnum sendiráð Tyrkja í Osló og ræðismann okkar í Istanbúl sem hefur verið að vinna í málinu, en allar tilraunir hafa farið á einn veg sem er sá að Tyrkir telji málið einkamál sem reka beri fyrir tyrkneskum dómsstólum. Þegar þessi niðurstaða lá ljós fyrir höfðum við samband við tyrkneskan lögfræðing sem útvegaði okkur greinargerð um framhald málsins þar sem meðal Hús Sambandsins til sölu: Bninabótamat húss- ins er 1033 milljónir HÚSEIGN Sambandsins að Kirkjusandi er til sölu. Til greina kem- ur að húseignin öll verði seld, eða hluti hennar. Brunabótamat hússins er 1033 milljónir króna og er fyrsta, önnur og fimmta hæð hússins í eigu Sambandsins, en Lífeyrissjóður samvinnu- manna á þriðju hæðina og Islenskar sjávarafurðir eiga þá fjórðu. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Markússonar, sljórnarformanns Sambandsins hafa ákveðnir aðilar Iýst áhuga á eigninni, en ekk- ert Iiggi þó fyrir enn hvort samningar takist. Auk ofangreindrar húseignar á Sambandið byggingarrétt að Kirkjusandi og frystigeymslu sunnan hússins og tvær skemmur á lóð Sambandsins eru í eigu ís- lenskra sjávarafurða. Þær eignir eru ekki inni í því brunabótamati sem frá er greint hér að ofan. Sigurður Markússon sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Sambandið gæti hugsanlega selt sínar hæðir hússins og þá hæð sem er í eigu lífeyrissjóðsins. Heimildir Morgunblaðsins innan Sambandsins herma að íslenskar sjávarafurðir vilji gjarnan hafa höfuðstöðvar sínar áfram í húsa- kynnum sínum að Kirkjusandi, en þó myndi stjórn fyrirtækisins ekki standa í vegi fyrir því að öll eign- in væri seld, ef góður kaupandi fengist að henni allri. Sigurður sagði að ekki lægi fyrir hvert starfsemi Sambandsins yrði flutt, ef húseignin verður seld, en til greina kæmi að flytja starfsemina í Holtagarða, því sú starfsemi sem enn færi fram á vegum Sambandsins þyrfti ekki mikið skrifstofuhúsnæði. „Ugg- laust myndum við hafa einhvern aðfarartíma að því, jafnvel þótt húsið seldist allt saman. Það er líka til í dæminu, ef húsið selst ekki allt saman að við yrðum hér áfram,” sagði Sigurður. •1 . t \ " ' '. i . p «w>i -BHf aisr l ’■ ***#• ***** "»*JI iiskt 'km ISiíg *S8| 1" iSSÍB iíSOÍ iBlx ÍSEí SB.j IBSi HSIÍ'IIH'lItriaiI'IIfi IHHUTO'rfW*1 m sssiai 11111111 i«íi mm wmwi Sambandshúsið á Kirkjusandi. Málþingið á sérstakt erindi til foreldra og allra sem áhuga hafa á uppeldi barna. Fjallað verður um börn og barnauppeldi frá ýmsum sjónarhornum. Fyrirlesarar eru Valborg Sigurð- ardóttir, fyrrverandi skólastjóri Fósturskóla íslands, dr. Þuríður J. Kristjánsdóttir prófessor, Halldór Hansen barnalæknir, dr. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðing- ur og prófessor Páll Skúlason heim- spekingur. Heldur hann síðan fyrir- lestur sem hann kallar: Siðgæði og uppeldi. Er uppeldi vonlaus við- leitni? Leikskólabörn syngja og leika annars kemur fram að reka þurfi málið fyrir tyrkneskum dómstólum en samkvæmt íslenskum lögum þar sem þau séu sameiginleg lög hjón- anna.” Guðmundur sagði að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort þessi leið yrði farin enda væri ákvörð- unin undir móðurinni komin. Hann sagði ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu málsins hjá tyrkneskum dómstólum en benti á að óneitanlega væri jákvætt að málið yrði tekið fyr- ir samkvæmt íslenskum lögum. Morgunblaðið hafði samband við Kazin Munir Hamamcioglu, ræðis- mann íslendinga í Istanbúl, og spurð- ist fyrir um líklega niðurstöðu þar- lendra dómara. Kazin sagði að ómögulegt væri að segja til um nið- urstöðuna að svo komnu máli. Hún færi eftir vitnisburði foreldra og að- standenda. Aftur á móti kom fram í máli hans að almenna reglan væri sú að móðirin fengi bömin í skilnað- armálum. „I 90% tilvika fær hún börnin. Það er ekki nema sannað þyki að hún geti ekki séð um barnið, sé til dæmis alkóhólisti, að faðirinn fær forræðið,” sagði Kazin í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að faðir stúlknanna hefði nokkrum sinnum hringt í sig en hann vildi hvorki gefa upp veru- stað sinn né systranna. Þá sagði Kazin að íslensk kona hefði verið hjá föðurnum þegar hann heimsótti hann fyrir um það bil 6 mánuðum í fata- verslun sem ísak ræki í Istanbúl. Kazin sagðist hafa tilkynnt þetta til íslenska utanríkisráðuneytisins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Orn Kærnested, hjá Álftárósi, afhendir Pétri Sigurðssyni, formanni sjómannadagsráðs, lykla að þjónustuíbúðum aldraðra við Jökulgrunn. Sj ómannadagsráð: Raðhús fyrir aldraða reist við Jökulgrunn Sjómannadagsráð í Reykjavík og Hafnarfirði hafa reist 26 rað- hús við Jökulgrunn í Laugarás. I húsunum eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og verður séð fyrir þjónustu við íbúana í tengslum við Hrafnistu. Raðhúsin eru ýmist 85 fermetr- ar, án bílskúrs, en önnur eru með bílskúr og ýmist 85 eða 92 fer- metrar að stærð. Sem dæmi um verð þeirra má nefna, að 85 fer- metra hús með 26 fermetra bíl- skúr kostar rúmar 13 milljónir króna. Ýmiss konar þjónusta stendur íbúum húsanna til boða. Viðbrögð við neyðarhnappi eru frá heilsugæslu allan sólarhringinn. Þá geta íbúar tekið þátt í félags- starfi með vistmönnum á Hrafn- istu. Að auki geta þeir fengið ýmsa þjónustu þar, sem þeir greiða sérstaklega fyrir, s.s. hárgreiðslu, fótsnyrtingu, keyptan mat, þveg- inn þvott, saumaskap og neyðar- þjónustu frá iðnaðarmönnum. Framkvæmdir við Jökulgrunn hófust fyrir fjórtán mánuðum. Teikningar húsanna vann Teikni- stofan hf. Ármúla 6, Halldór Guð- mundsson, arkitekt. Verkfræðing- ar voru Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar, Stýritækni sf. sá um rafhönnun, aðalverktaki var Álftá- rós hf., umsjón með verkinu hafði Gunnlaugur Kristjánssopn og Oddur H. Oddsson var byggingar- stjóri. Málþing um börn BERNSKAN - íslandsdeild OMEP, alþjóðasamtaka um uppeldi barna, gengst fyrir málþingi í Háskólabíói, sal 4, laugardaginn 2. nóvember kl. 13.00. Heiti málþingsins er: Foreldarar og börn í önn dagsins. Fundarstjóri verður Helga Hannesdóttir Iæknir. ýmsa hreyflleiki eftir tónlist undir stjórn Ólínu Geirsdóttur leikskóla- stjóra. Loks mun Pétur Jónasson gítarleikari leika klassíska gítar- tónlist. Málþingið er öllum opið. Þátttök- ugjald er kr. 600. Félagið hefur gefið út í bókar- formi fyrirlestra frá síðasta mál- þingi: Rödd barnsins - Réttur barns- ins. Útgáfuna styrktu með myndar- legu fjárframlagi barnaverndar- sjóður Knuds Knudsen og barnavin- afélagið Sumargjöf. Bókin verður til sölu á málþinginu á laugardaginn 2. nóvember. (Fréttatilkynning) Öll leikrit Shake- speares á íslensku MÁL og menning hefur sent frá sér síðustu þijú bindin af Shakespe- ares-þýðingum Helga Hálfdanarsonar, þ.e. sjötta, sjöunda og áttunda bindi þýðinganna. Þá eru fáanleg öll leikrit Shakespeares á íslensku. í fréttatilkynningu frá Máli og menningu segir: „Útgáfusaga þess- ara þýðinga er orðin nokkuð löng. Hún hófst hjá Máli og menningu árið 1956 og næstu tvo áratugi komu út alls sex bindi, þar af sum oftar en einu sinni. Þegar sjötta bindið kom út árið 1975, en þá höfðu alls birst 18 leikrit, þraut forlagið erindið, og það varð að samkomulagi að Almenna bókafé- lagið tæki við útgáfunni. Helgi end- urskoðaði þýðingar sínar og þær byijuðu að koma út að nýju á árun- um 1982 til 1987, alls fimm bindi. Þau geymdu 22 leikrit. Enn brást útgáfuna úthald, og síðastliðið sum- ar varð að samkomulagi milli for- lagánna að Mál og menning tæki við útgáfunni að nýju. Sá kostur var valinn að gefa þijú síðustu bindin út samtímis núna og gefa um leið áhugafólki kost á að kaupa allt safnið í öskju sem Jón Reykdal hefur myndskreytt. I síðustu bindunum eru alls 15 leikrit, þar á meðal verk eins og Kaupmaðurinn í Feneyjum, Ys og þys útaf engu, Þrettándakvöld, Vetrarævintýri og Ofviðrið. Eru þá öll leikrit Shakepeares, 37 að tölu, út komin. Síðustu þrjú bindin eru um 500 blaðsíður hvert, og lætur nærri að allt safnið sé 4.000 blaðsíð- ur að stærð. Mun það líklega telj- ast stærsta ritsafn erlends höfundar sem birst hefur á íslensku. Bækurn- ar eru framleiddar í Prentsmiðjunni Odda hf. Skinandi LIÐSMAÐUR Mr. Sheen hreinsar, fægir og ilmar. Hann bregður skínandi áferð út í hvert horn heimilisins með undraverðum hætti. Jafnvígur á alla harða fleti innanhúss og í bílnum —tréverk, g'er, spegla, veggi — hvað sem er! Þú svalar lestrarþörf dagsins á.síöum Moggans! Borgartúni 26. SKAGFJORÐ jjl .jl 't !/ ú á U ií J .i i ii Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík, sími 24120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.