Morgunblaðið - 01.11.1991, Page 28
28
JVJORpUN^LAÐIÐ .FQST.UDAG.IJR. 1. NÓVEMBER 1991
Flugfélag Norðurlands:
Fækkað um ferð á
viku til þriggja staða
FLUGFELAG Norðurlands mun breyta áætlun sinni eftir áramót á
þann veg að ferðum til þriggja staða á Norðausturlandi verður fækk-
að um eina á viku og þá verða ferðir sameinaðar, þannig að flogið
verður á tvo staði i einni ferð í nokkrum tilvikum. Breytingar á áætl-
un koma til af hækkandi rekstrarkostnaði og minnkandi tekjum flugfé-
lagsins á þessum flugleiðum, en það sem einkum varð til þess að áætl-
unin var endurskoðuð er að um áramót tekur gildi ný reglugerð þess
efnis að ávallt skuli tveir flugmenn vera í áhöfn vélar í áætlunarflugi.
Að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar,
framkvæmdastjóra Flugfélags Norð-
urlands verður ferðum fækkað um
eina í viku til Kópaskers, Raufar-
hafnar og Þórshafnar, þannig að
eftir áramót verður fiogið þrisvar í
viku til Kópaskers, fjórum sinnum
til Raufarhafnar og fimm sinnum til
Þórshafnar. Áætlun verður óbreytt
að því er Vopnafjörð varðar og áfram
flogið þangað sex sinnum í viku. Hið
sama gildir um aðra ákvörðunar-
staði.
Sigurður sagði að farþegafjöldi til
viðkomandi staða hefði verið hafður
til hliðsjónar við þessar breytingar.
Langfæstir farþegar eru til Kópa-
skers, eða í kringum 500 á ári, en
aftur á móti eru farþegar um 3.000
á jafnaði á ári til Vopnafjarðar. Um
1.000 farþegar ferðast til og frá
Raufarhöfn á ári og 1.500 um Þórs-
höfn.
Engin ákvörðun hefur verið tekin
um áætlunarflug til Siglufjarðar, en
þangað er nú flogið fjórum sinnum
í viku. Sigurður sagði að tæki reglu-
gerðin gildi um næstu áramót yrði
flugi þangað hætt, en verði gildistöku
hennar frestað myndi félagið halda
uppi flugi þangað, a.m.k. í vetur.
Farþegar með Flugfélagi Norður-
lands til Siglufjarðar eru að jafnaði
um 800 á ári og hefur tap verið á
Siglufjarðarfluginu að jafnaði yfir
árið. Hvað Þórshöfn, Raufarhöfn og
Kópasker varðar er reksturinn í jám-
um.
Morgunblaðið/Benjamín
Helgi Þórsson, Ingólfur Jóhannesson og Hafdís Pétursdóttir „við upp-
gröft” á Granastöðum, en það er eitt þeirra atriða sem tekið verður
fyrir í kabarettsýningu Freyvangsleikhússins í kvöld og annað kvöld.
Freyvang-sleikhúsið:
Skemmtidagskrá um
atburði í sveitinni
Ytn-Tjarnir.
Freyvangsleikhúsið starfar af krafti um þessar mundir og hafa félag-
ar undanfarnar vikur lagt nótt við dag og æft hálfs annars tíma dag-
skrá. Dagskráin verður sýnd tvisvar, fyrst í kvöld, föstudagskvöld, og
síðan annað kvöld.
Félagar úr leikfélaginu hafa samið
handritið og eins og undanfarin ár
er gert góðlátlegt grín að náungan-
um og ýmsar uppákomur settar á
svið sem fróðlegt verður að fylgjast
með.
Stjórnendur sýningarinnar er
Valdimar Gunnarsson og Vilberg
Jónsson, en tónlistarflutning leiða
Reynir Schiöth og Eiríkur Bóasson.
"’Álls taka um tuttugu manns þátt í
sýningunni.
Nú hefur verið ákveðið hvaða verk
verður sett upp í vetur og er það hið
sígilda verk Jesús, Guð, dýrlingur,
eða Jesus Christ Superstar. Hefjast
æfíngar á því eftir áramót. Búið er
að skipa í flest hlutverk, en þó fínnst
ekki, þrátt fyrir mikla leit, einhver
sem fara vill með aðalhlutverkið,
Jesú Krist.
-Benjamín
IHÁSKÓUIMN
A AKUREYRI
Háskólinn á Akureyri
Opinn fyrirlestur
laugardaginn 2. nóv. kl. 14.00 í stofu 24, aðal-
byggingu háskólans v/Þingvallastræti.
Fyrirlesari: Prófessor Baldur Jónsson,
forstöðurmaður íslenskrar málstöðvar.
Efni: Um nýyrðasmíð og þýðingar.
Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyiir.
Frá ársfundi Hafnarsamband sveitarfélaga sem hófst á Akureyri í gær. Morg-unbiaðið/Rúnar Þ6r
Arsfundur Hafnarsambands sveitarfélaga:
Mengnnarvarnir í höfn-
um af skornum skammti
BÚNAÐUR vegna mengunarvarna við hafnir landsins er mjög af
skornum skammti. Islendingar eiga um 1.000 metra af flotgirðing-
um, af fjórum mismunandi gerðum, sem ekki er hægt að tengja
saman. Sumar þeirra eru gamlar og ómeðfærilegar og ólíklegt að
þær verði notaðar nema mikið liggi við. Til samanburðar, þó ólíu
sé saman að jafna, eiga Norðmenn um 110 kílómetra af flotgirðing-
um. Starfshópur sem i eiga sæti fulltrúar frá Hafnarsambandi sveit-
arfélaga, olíufélögunum og Siglingamálastofnun hefur skilað áliti
um viðbúnað vegna mengunaróhappa í höfnum. Davíð Egilsson deild-
arstjóri hjá Siglingamálastofnum kynnti tillögur starfshópsins á árs-
fundi hafnarsambandsins sem hófst á Akureyri í gær.
Flotgirðingar eru til í Reykjavík,
Akranesi, Isafírði og á Akureyri auk
þess sem varnarliðið á mengunar-
vamabúnað við hafnirnar í Hval-
fírði og Helguvík. Hreinsibúnaður
er til í Reykjavík og í Helguvík og
dreifíefni eru til í Reykjavík,
ísafírði, Akureyri, Eskifírði og
Vestmannaeyjum.
Fram kemur í greinargerð frá
starfshópnum að námskeið hafi
verið haldin nokkrum sinnum á
undanförnum árum, en síðan hafi
engar æfingar verið hjá þeim sem
nota ættu búnaðinn að námskeiði
loknu. Úr þessu sé brýnt að bæta.
Lagt er til að sett verði raunhæf
markmið sem unnt verði að standa
við. Haft verði að leiðarljósi að ráð-
ast ekki í of viðamikla uppbyggingu
strax.
Meginhugmynd starfshópsins er
að höfnum landsins verði skipt í
þijá flokka eftir mati á hættu vegna
megnunar, hversu miðlægar þær
eru og umfangi starfs. Viðbúnaður
í höfnunum færi eftir þessari flokk-
un. Þjálfun og æfing mannaafla
skipti höfuðmáli og taka tillögur
mið af því að unnt verið að tryggja
að þekking og reynsla glatist ekki
með tíðum mannaskiptum.
Lagt er til að birgðastöð Sigl-
ingamálastofnunar verði höfuðstöð,
þar sem búnaður til að fást við
óhöpp utan hafnasvæða sé til stað-
ar og einnig yrði meiriháttar óhöpp-
um innan hafnasvæða, sem hafnirn-
ar ráða ekki við sinnt.
Landshlutahafnir yrðu í 1. flokki,
en þar yrði um að ræða Reykja-
vík/Hafnarfjörð, Isafjörð, Akureyri,
Reyðarfjörð og Vestmannaeyjar, en
þetta eru stærstu og fjölsóttustu
hafnir hvers landshluta. Einungis
er um tillögu að ræða, ákvörðun
um val landshlutahafna verður tek-
in síðar. Lagt er til að í landshluta-
höfnum verði til fullkominn búnaður
til að hefta útbreiðslu olíu og ná
henni upp, en auðvelt þarf að vera
að flytja hann.
í 2. flokki yrðu svæðishafnir,
átta að tölu og eru þær valdar vegna
staðsetningar eða staðhátta og í
þeim þarf að vera til lágmarksbún-
aður til að hefta útbreiðslu olíu,
dreifíefni og fleira. í almennum
höfnum, sem yrðu í 3. flokki er
lagt til að beðið verði með að koma
upp viðbúnaði uns reynsla sé komin
á kerfið.
Lagt er til að Hafnarsambandið
óski eftir 28,8 milljóna króna ríkis-
framlagi sem skiptist niður á tvö
ár, en eðlilegt þykir að lágmarks-
búnaður verði kominn í allar hafnir
í flokkum 1. og 2. innan tveggja
ára. Æskilegt sé að framhald verði
á fjárveitingum til að koma upp
búnaði í höfnum í flokki 3. í núver-
andi tillögum til fjárlaga umhverfis-
ráðuneytis er gert ráð fyrir 15 millj-
ón króna framlagi til þessa verkefn-
is.
Alits leitað hjá Lagastofnun
um málsgrein í kjarasamningi
Útgerðarmönnum ber að tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fiskinn
Sjomannafelag Eyjafjarðar:
SJÓMANNAFÉLAG Eyjafjarðar ætlar að leita álits Lagastofnunar
Háskóla Islands á einni grein í kjarasamningi milli Sjómannasam-
bands íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna, en hún
fjallar um skiptaverð og sölu afla. Túlkun félagsins á greininni er
sú að við sölu afla beri að taka mið af meðalverði á fiskmörkuðum,
en fram kemur í greininni að útgerðarmenn verði að tryggja skip-
veijum hæsta gangverð fyrir fiskinn.
Umrædd málsgrein í kjarasamn-
ingnum er í kafla 1.24. um skipta-
verð og sölu aflans hljóðar svo:
„Útgerðarmaður hefur með hönd-
um sölu aflans og skal skipveijum
tryggt hæsta gangverð fyrir físk-
inn, þó aldrei lægra en útgerðar-
maður fær. Sama gildir um hrogn
lifur og bein.”
Konráð Alfreðsson, formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar, sagði
að félagið hefði undir höndum kja-
rasamninga allt frá árinu 1961 og
er umrædd málsgrein inni í þeim
kjarasamningum, en við gerð síð-
ustu kjarasamninga frá nóvember
á síðasta ári hefði orðinu hæsta
verið bætt inn í málsgreinina.
Hann sagði að áður hefði gang-
verð verið miðað við landssam-
bandsverð, en nú væri ekki lengur
við það miðað. Til að mynda hefðu
sjómenn á togurum Útgerðarfélags
Akureyringa og Útgerðarfélags
Dalvíkinga samið um annað verð.
Túlkun Sjómannafélags Eyjafjarðar
á málsgreininni væri á þann veg
að taka beri mið af meðalverði á
fiskmörkuðum á hveijum tíma.
„Við lítum þannig á að hæsta
gangverð þýði það verð sem gengur
í frjálsum viðskiptum manna á milli.
Við teljum langeðlilegast að allur
fískur verði seldur á mörkuðum og
okkar ósk er sú að þannig verði
fyrirkomulagið í framtíðinni. Við
vitum ósköp vel að það magn sem
fer á íslensku fiskmarkaðina gefur
engan veginn rétta mynd af verð-
inu, því magnið er svo lítið og þess
vegna er verðið óeðlilega hátt.
Rætist okkar óskir um að allur fisk-
ur verði seldur á fískmörkuðum
mun verðið leita jafnvægis og þann-
ig yrði verðmyndunin rétt,” sagði
Konráð.
Sjómannafélagið mun á næst-
unni leita álits Lagastofnunar Há-
skóla íslands á umræddri málsgrein
í kjarasamningnum, þar sem félags-
menn vilja vita hvort túlkun stofn-
unarinnar sé hin sama og Sjómann-
afélags Eyjafjarðar. Verið er að
afla gagna þessa dagana áður en
erindið verður sent til stofnunarinn-
ar.