Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ mannlifsstraumab WNWSAgtfR 3. NÓVEMBER 1991
Athugid verd, úrval og gæói
Minnislisti!
Sniðugt að geyma hann við
saumavélina.
□ Úrval jólaefna ó góðu verði
í föndur, jóladúka o.fl.
□ Einnig amerísk bómullarefni
í kjóla, teppi o.fl.
Einnig margar gerðir af eftirfarandi
□ Barnamyndaefni í föt og gardínur.
□ Ungbarnaefni vatteruð, einföld og í vöggusett.
□ Ungbarnateppi ófölduð. Frotteefni.
□ Sportefni vindblússu- og kópuefni, barna og full-
orðins.
□ Joggingefni, einlit, munstruð og stroff.
□ Bómullarjersey einlit og munstruð.
□ Hjólabuxna teygjujersey og gullmunstroð
teygjujersey.
□ Stretsefni og reiðbuxnaefni.
□ Teygjuefni í leikfimi- og sundföt.
□ Nóttkjólaefni, nóttsloppaefni.
□ Sloppavelúrefni einlit.
□ Kjólavelúrefni einlit, munstruð, skýjuð og vatteruð.
□ Flauel gróft, milligróft, fínt bornaflauel,
slétt bómullarflauel, fínflauel, slétt, munstruð og
krumpuóferð.
□ Kúpuefni einlit ullar, skotamunstur,
loðefni og loðfóðurefni.
□ Silki, nóttúrusilki, burstað og slétt, microsilki (poly).
□ Samkvæmisefni.
□ Dansbúningaefni, pallíettuefni, polyester, taft,
teygjuefni, tjull o.fl., o.fl.
□ Vestisefni.
□ Blazerjakkaefni.
□ Draktaefni.
□ Poly/ullarefni.
□ Fínfóður og venjulegt.
□ Gallaefni einlit, rósótt og röndótt.
□ Vattúlpuefni.
□ Vattbarnagallaefni.
□ Vatt í metravís.
□ Vatt í rúmteppi.
□ Púöafylling, troð.
□ Klippiefni púðaborð, dúkkur o.fl.
□ Burdasnið sníðablöð og föndurblöð
VIRKA
FAXAFENI 12, SÍMI 687477.
KLAPPARSTÍG 25, SÍMI 24747.
í Faxafeni eingöngu:
□ Diskamottuefni.
□ Áklæði
□ Bútasaumsefni 1500 gerðir.
□ Gardínuefni, munstruð og
□ Vattefni í rúmteppi eins.
□ Brúðarkjólaefni.
0pió9-18, laugard. 10-13.
Sendum í póstkröfu.
LÆKNISFRÆDI/...að rœktagaröinn sinn
Húðræktun og
skinnbætur
EF MAÐUR brennir sig og
hörundið roðnar kallast það
fyrsta stigs bruni en ef vessa-
blöðrur þjóta upp skömmu eftir
slysið er talað um annars stigs
bruna. Nái brunaskemmdir alla
leið gegnum húðina og jafnvel
niður í vefinn undir henni er
bruninn þriðja stigs.
Mikil brunasár gróa seint og illa
nema því aðeins að skinn,
og gjarnan efsta lag þess ein-
göngu, sé flysjað af heilbrigðum
líkamshluta og grætt á þann
brennda. En þegar brunasárin ná
yfir stór svæði
kann svo að fara
við endurtekna
húðflutninga að
heila húðin gangi
til þurrðar. Þá er
illt í efni því að
eftir Þórarin ekki tjóar að bjóða
Guðnason upp á annarra
manna skinn; líkami sjúklingsins
hafnar öllu slíku og vermirinn reyn-
ist skammgóður.
Vestur í Boston hafa visinda-
menn við Harvard-læknaskólann
ræktað húð í glösum á undanföm-
um árum. Snipsi er tekið af óskadd-
aðri húð brunasjúklings, tætt niður
í örsmáa bita og lagt í vökva-
blöndu, samsetta eftir fenginni
reynslu í margvíslegum tilraunum.
Líkt og bakteríur aukast og marg-
faidast ef þeim er sáð út á sýkla-
æti, fjölgar húðfrumunum óðfluga
í ræktunarglasinu (efri mynd) og
þar kemur að þær mynda samfellda
breiðu sem nota má til ágræðslu
eins og hveija aðra skinnbót.
Húð fulltíða manns er 3-4 milli-
metrar á þykkt. Húðþekjan sem
er efsta lagið er örþunn, ekki nema
fimmti eða sjötti partur úr milli-
metra. Hún er gerð úr flötum, horn-
kenndum og dauðum frumum og
er brynja til varnar hvers kyns
aðsteðjandi háska: bakteríum,
eiturefnum og hnjaski, höggum og
Húðræktun 7, 9,11 og 14 dögum eftir sáningu.
Lagskipting húðarinnar.
SIÐFRÆÐI/ Hvað ersorg, oghvað er
huggun?
Sorgoghuggun
ÞESSI pistill verður helgaður sorg og huggun. Sorgin er iðulega
ófyrirséð, hún kemur snöggt og lamar jafnt sterka sem veikbyggða.
Margir eiga, og margir munu eiga, sárt um að binda, og enginn
getur reiknað út hvernig hann myndi bregðast við sorginni. Hún
kemur að óvörum, og það gerir huggunin líka. Huggunin kemur
eins og sátt, sem kvíslast blíðlega um sálina. Fáeinir reyna að bola
henni burtu, en henni ber að fagna innilega.
Hún slær fólk harmi og tekur
sér bólfestu í hjartanu, sál-
inni, huganum, og kraftinum. Hún
beygir líkamann og tárin streyma,
ef til vill í boðaföllum, og ef til vill
ekki. Hún snýr líf-
inu við.
Hún nemur
gleðina á brott, og
gerir daginn þung-
búinn. Hún breytir
öllum hljóðum
heimsins í angur-
Ijóð, og lætur okk-
ur líða, en enginn
veit hver sendi hana.
Hún fellur svo þungt, og gerir
okkur gneyp, og raunir hugans
ganga nærri hjartanu. Hún á ekk-
ert til að gefa, nema fagnaðarlausa
daga, og lætur okkur ganga um
eirðarlaust, og öskra veikum rómi.
Stundum fer hún burt í andartaks
hvíld, en svo kemur hún aftur, al-
varlegi en áður.
Bikar hennar er barmafullur af
tregablöndnu víni, og við erum
dæmd til að drekka. Og kalt vínið
nístir í gegnum merg og bein, og
sekkur eins og blý í djúp sálarinnar.
Hún kemur á geislum tunglsins
og stingur okkur sofandi. Ljósið
slokknar og nóttin verður dimmari.
Hjartað er slitið úr okkur og veröld-
in hrynur, og við kiprumst saman
í skúmaskotum myrkursins í lát-
lausum ekka, uns allt hverfur nema
angistin, og högg kvalarinnar, sem
dynja í tóminu.
Hún gefur minningum harmræn-
an tón, og vekur eftirsjá. Hún
smýgur inn í öll orð og setningar,
og rænir merkingunni. Hún ætlar
aldrei að fara, og virðist ósigrandi
og óbijótandi, eins og þungir
hlekkkir, og við erum að sligast
undan henni, svo þung og andlitið
svo dapurt ...
Huggun
... en þá kemur hún. Ekki með
látum, lúðrablæstri eða stríði, held-
ur eins og hvítvoðungur sem fæðist
alskapaður mitt á meðal okkar, og
sleppur úr greipum dauðans. Hún
er hughreystandi eins og dagsbirtan
þegar sólin kemur upp. Hún sefjar
allar tilfinningar, og heilsar sorg-
inni blíðlega með morgunroða í
augum, og segir að nú eigi dægra-
skiptin að fara fram. Hún er endur-
lífgandi kraftur, sem í einu leiftri
snýr nótt í dag, og vetri í vor, og
grasið sprettur á ný, eftir regnið,
í glaðasólskini. En hvað var það,
og hvernig var hún getin, þegar
sorgin hafði sveipað okkur svörtu
myrkri og byrgt okkur inni í holi
eftir Gunnar
Hersvein