Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 9
og breyti eins og hann hugsi, þ.e. þori að vera hann sjálfur, eða hvort hann er andstæðan, sem byggir fyrst og fremst á áliti annarra.” Kristján hefur víða aflað sér heim- ilda. Hann hefur kynnt sér draumr- áðningar ýmissa þjóða fyrr og nú, ekki síst Egypta, sem fyrstir skrifuðu draumráðningabók. Hann hefur leit- að í smiðju sálfræðingsins Carls Jungs, sem hann segir eina af sínum bestu heimildum. „Þegar Jung fór að velta draumum fyrir sér, komst hann að þeirri niðurstöðu að við ættum okkur innri mann, einhvers konar skuggaveru. Hjá körlum er hann kvenkyns, Jung nefndi hann Animu, og hjá konum er hann karl- kyns, Animus. Á íslandi voru þessar skuggaverur betur þekktar sem draummaður og draumkona, oft álitnar framliðið fólk. Eg held að Jung hafi rétt fyrir sér. Þegar ég er t.d. á ferðalagi fylg- ir mér oft kona, sem birtist i ýmsum myndum. Það sama á við um draum- inn. Animus og Anima birtast í mis- munandi myndum. Sjálf getum við kallað fram mismunandi hliðar á okkur, samanber söguna af dr. Je- kyll og mr. Hyde. Mín Anima birtist m.a. sem Marilyn Monroe, hún er ein af mínum draumadísum,” segir Kristján, eins og dálítið undirfurðu- legur. „Marilyn Monroe var tilbún- ingur draumaverksmiðjunnar í Holly- wood, mýtan um hina kynþokkafullu blondínu en í draumum mínum er hún fyrir ágóða.” Jung skrifaði einnig mikið um svo- kallaða yfirvitund, sem er okkar meðvitund, og dulvitundina, þar sem m.a. draumarnir búa. Eitt sterkasta tákn dulvitundarinnar og tengill milli draums og dulvitundar er slangan. Hún er tákn visku, ótta og græðandi krafta, hún sést m.a. í merki lækna. Slangan er slægviturt tákn og marg- ir óttast hana þess vegna. Óttinn við hana getur endurspeglað t.d. ótta við kynlíf og hefur í augum okkar Vesturlandabúa fengið ranga með- ferð, við álítum hana illa og hættu- lega. - Hvað með önnur dýr? „Við förum í dýraham, þegar við gerum það sem okkur langar til að gera en þorum ekki. Þannig losum við okkur við hvatir sem við viljum vinna okkur frá, oft dýrslegar hvat- ir. Ulfurinn er vinsæll bæði í vöku og draumi, Rauðhetta og úlfurinn er t.d. vinsæl barnasaga sem er tján- ing á duldum hvötum.” Kristján hefur lítið stuðst við draumaráðningabækur ýmiss kon- ar.„Það eru upphaflega þýddar bæk- ur, sem hver og einn þýðandi hefur lagað að íslenskum veruleika. Sá sem næstur gefur út bók, tekur mið af þeirri sem fyrir er og bætir svo við eftir eigin hyggjuviti. Þetta eru ein- hvers konar satt og logið-bækur og þeim, sem ekki kunna til við draum- aráðningar, getur reynst erfitt að vinsa úr það rétta. Dæmi um íslensk- an veruleika í draumaráðningum er þegar konu dreymir að hún eignist barn, þá segja bækumar það skipta höfuðmáli hvort konan sé gift eður ei. Sé hún gift sé það fyrir mikilli hamingju, ógiftum konum fyrir erfíð- leikum. Þarna er greinilega tekið mið af hvernig þessar aðstæður væru í raunveruleikanum fyrir konuna en ekkert tillit tekið til táknanna, innri aðstæðnanna eða tilfinninga- ástands.” I fyrravetur var Kristján með draumaráðningaþátt á Aðalstöðinni og höfðu margir hlustenda samband við hann. Eftir að sá þáttur rann sitt skeið á enda, hefur Kristján þó ekki hætt að ráða í drauma, enda verða menn seint fullnuma í þessari grein. Nú, nokkrum mánuðum síðar, eru draumaráðningar Kristjáns úr útvarpinu að koma fram. „Maður einn hringdi í þáttinn og sagði frá draum þar sem hann var í bíl ásamt öðrum manni á leið austur á land. Á hendinni hafði hann hring með rauð- um steini. Ég túlkaði drauminn svo, að maðurinn myndi bráðlega fara í utanlandsferð austur á bóginn og ljúka óleystu verkefni úr fyrra lífí. Manninum fannst þessi ráðning furð- uleg, sagðist ekki vera á leið til út- landa og ekkert vita um sín fyrri líf. Fyrir stuttu hafði maðurinn hins vegar samband við mig og sagði að þremur mánuðum eftir að við rædd- um saman, hefði hann verið beðinn að fara til þróunarlandanna á vegum teei HasMHvðvi .8 huðaciuwiu8 ©ðAjawÚDHOM 3 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NOVEMBER 1991__________________ C 9 ■ Draumahúsið. „Hús í draumum okkar tóknar okkur sjálf.” í fjölda samsýninga. Myndefnið seg- ist hann sækja til síns innra manns. „Ég mála ekki eftirmyndir, heldur túlka tilfinningar, mínar og annarra. Ég sæki myndefnið m.a. í drauma, enda eru draumar mjög myndrænir, í þeim myndgerum við tilfinningar okkar.” - En hvers vegna aðgreinir þú skáldið frá myndlistarmanninum? „Þegar ég hóf að mála myndir, merkti ég Jiær mér; Kristjáni Krist- jánssyni. Ástæða þess að ég notaði ekki Frímannsnafnið var sú að mér ■ Ferð í draumi. Úr nútíð til framtíðar og fortíðar. Rauða krossins og flytja fólk á milli staða. Þar var kominn utanlandsferð- in og verkefni hans bendir sannar- lega í áttina að óleysta verkefninu. Rauði krossinn var svo steinninn í hringnum.” - Hvernig datt þér í hug skuld úr fyrra lífi? „Innsæið sagði til um það, ég get ekki útskýrt þetta öðru vísi. Ferðin austur á bóginn fannst mér að hlyti að tákna einhvers konar afturhvarf til upprunans.” Kristján segist ekki efast um að mikill áhugi sé á draumum og draum- aráðningum Allir hafi áhuga á draumum, alla vega sínum eigin. „Það er misjafnt hvort fólk þorir að bera drauma sína og áhuga á borð, enda er draumar oft mjög ruglings- legir, jafnvel firrtir að manni fínnst. En kannski eru þeir ekkert rugl þeg- ar farið er að ráða í þá. Við getum gert svo margt í draumi, sem er okkur ómögulegt í vöku. Leikur draumsins er að púsla saman mynd. Draumar eru fyrst og fremst myndrænir og tengdir tilfinn- ingum, orð og rökréttar hugsanir skipta oft engu máli. í mörgum draumum er ekki sagt orð, þó þeir geti verið ákaflega skýrir.” - En hvað þá með martraðir? „Það eru til margar skýringar á martröðum. Maran svokallaða er sögð vera, sem sækir á okkur í svefni og hérlendis er hún talin á vegum andskotans. Bretar trúa því að hún sæki í að hafa samfarir við fólk í svefni en Færeyingar segja hana vilja ná valdi á fólki með því að taka úr því tennumar. Svo eru náttúrulega til nærtækari skýringar, svo sem' að okkur líði hreinlega illa og reynum því að losa okkur við, eða létta á, óþægilegum tilfmningum með þessu móti. Eða þá að við höfum borðað þungmeltan mat rétt fyrir svefninn, neytt víns eða annarrar ólyfjan. Sjálfur hef ég alla trú á því að mar- an sé ein af orsökum martraða. Draumar eru til þess að „tappa af,” við getum ekki losnað við það sem hvílir á okkur án þess að takast á við það, í vöku eða draumi. í draumi vinnum við úr öllu því sem gerist, gleði og sorg. Draumamir eru okkar aðstoð, þeir leiðbeina okkur og hjálpa við að rata rétta leið.” - Eigum við þá að taka mark á draumum? „Alltaf, og ef við vitum ekki hvern- ig á að ráða úr þeim, eigum við að leita aðstoðar. Smám saman öðlumst við skilning á draumum okkar og táknmáli og getum skilið þá betur sjálf. Við erum alltof gjöm á að hundsa drauma. Hér áður var lítill tími til að velta sér upp úr draumum og það fylgir okkur enn þann dag í dag, við þurfum að hafa svo mikið fyrir hlutunum. Þegar maður fer að hafa meiri tíma fyrir sjálfan sig, sækir maður í eigin smiðju. Það er svo ótalmargt sem rekur uppruna sinn til drauma. Vættirnar fjórar í íslenska skjaldarmerkinu koma t.d. fyrir í draumi Esekíels í biblíunni. Hann dreymdi fjórar verur með fjögur andlit; ásjónu nauts, dreka, manns og amar. Nýleg dæmi um merka drauma er t.d. draumur Guðmundar Axelssonar í Klaustur- hólum um hvar eina styttu Einars Jónssonar væri að finna og draumur ungs uppfinningamanns, sem fékk hugmyndina að uppfmningu sinni í draumi. Mig dreymdi um daginn vatnsyfirfærsluvél og ég er sann- færður um að slík vél verður ein- hvern tíma gerð.” - Eru draumaráðningar hluti af nýöldinni? „Nei, þeir eru fyrst og fremst hluti af sjálfum okkur. Reyndar stefnir heimurinn í átt til nýrrar aldar, hann . er nú á breytingaskeiði. Við höfum tapað sjálfum okkur við það að elta hluti í kringum okkur. Þess vegna er svo mikið að gera hjá sálfræðing- um og geðlæknum. Auðvitað getur reynst ómögulegt að ráða í svokall- aða „rugldrauma”, flókna, súrre- alíska og illskiljanlega drauma. Ég líki þeim oft við ónýtar tölvuskrár, sem við eyðum.” - Marga dreymir að látið fólk komi til þeirra, og oft gerir dreym- andinn sér grein fyrir því að sá látni- „eigi” að vera dáinn? „Það sem býr að baki því er sú vitneskja okkar að það sé líf eftir dauðann, við höfum verið hér frá upphafi lífs.” - Hvað með nöfn? „Þegar við viljum ráða í þýðingu drauma lítum við annað hvort á fólk- ið sem ber nöfnin eða sjálf nöfnin, sem fá fólk að láni í draumnum; þá skiptir nafnið höfuðmáli. Það getur oft reynst torvelt að greina þarna á milli og einnig liggur ráðning nafna alls ekki alltaf í augum uppi. Mig dreymdi t.d. um daginn mann sem heitir Níels. Ég skildi hvorki upp né niður í draumnum fyrr en ég fór að lesa mér til og komst að því að upp- runaleg merking orðsins er eitthvað gott og gleðilegt, tengist m.a. nafni jólasveinsins. Það er þetta sem gerir draumaráðningar svo spennandi, það að við getum ekki ráðið nákvæmlega í draumana. Þó við séum sköpuð í guðs mynd, erum við samt ekki guð. Það er skáldið sem hefur talað, Kristján Frímann. Kristján á að baki nám við Myndlista- og handíðaskól- ann og síðar Konsthögskolan í Stokk- hólmi. Hann hefur starfað sem myndlistarmaður - frá árinu 1977, haldið 9 einkasýningar og tekið þátt var strítt á því. Þegar ég fór að skrifa, hóf ég að-nota Frímannsnafn- ið, enda tengist það í mínum huga skriftum, fósturafí minn, Kristján Frímann, var skáldmæltur. Svo er þetta gott nafn, merkir hinn frjálsi maður.” Hann hefur komið víða við. Þau eru óneitanlega dularfull og seiðandi hljóðin og orðin sem Björgvin Gísla- son og Kristján hafa sett saman undir heitinu „Við”. Þeir hafa flutt þá dagskrá víða á síðasta vetri, við ágætar móttökur, þó að efnið líkist sjálfsagt fáu sem menn hafa heyrt hingáð til. Þeir hafa ‘ annars lagið fengið fleiri í lið með sér og koma þá fram undir heitinu „Kabarett 2007”. Til að gefa hugmynd um ljóð Kristjáns, sótt í draumalandið, er hér ljóð um tímann: Ég stend við, legg við hlustir sest við, leggst við hugarsvið. Myndgustir þjóta við og við umhverfis svefnálmur, álfur, kalla asa þeysa keisa kom, ösa þösa kraftur dimta domma dimma domm, snúið er ei aftur. Taktu um tímann að finna þann þunga er vitið tekur og-þenur þitt líf yfir og undir, upp út og austur, norður og niður niður niður yfir strenginn, gegnum þilið, hann dynur þessi niður. Kristján segist ekki hafa haft við- urværi sitt af myndlistinni. Þeir séu fáir sem meti verk sín og hann geti því ekki lifað af listinni. Það er ekki að greina nokkra gremju misskilins listamanns í rómnum. „Ég hef því aflað peninga fyrir nauðsynjun- um . . . og vitleysunni við hin ýmsu störf, nú síðast á sambýli fyrir geð- fatlaða. Ég hef ekki unnið við neitt þvílíkt áður. Mér hefur helst dottið það í hug að mér hafi verið beint inn á þessa braut, að aðstoða geðfatlaða við að komast út úr sínum heimi í gegnum drauma. Ég tel mig vera kominn á það stig að ég geti hjálpað fólki,” segir hann og bætir svo við, „ég held að við viljum öll hjálpa öðr- um, þó að við gerum það ekki alltaf. Ég hef fengið ótal sannanir fyrir því að eitthvað sé að rriarka draumráðn- ingar mínar og það er á þann hátt sem ég vil veita aðstoð mína.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.