Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1991 Sérg Örn Báróur Jónsson um safnaóaruppbyggingu: KIRKJAN MARKAÐSSETT Safnaðaruppbygging er heiti á sérstöku verkefni sem nú er unnið að innan Þjóðkirkjunnar og snýst eins og feist í nafninu um uppbyggingu safnaða. Maður hefði kannski haldið að kirkjunni hefði tekist að byggja upp söfnuði eða safnaðarstarf á nokkurra alda starfstíma sínum en kirkj- unnar menn segja að sífelldar þjóðlífsbreytingar kalli á sífellda endurskoðun starfshátta kirkjunn- ar. Og þótt safnaðaruppbygging sem slík sé ekki ný af nálinni er það nýtt í því átaki sem hófst í fyrra og standa á til aldamóta að nú eru ýmsar aðferðir félagsfræði, lýðfræði, tölfræði og nútíma markaðssetningar teknar í notkun til að gera átakið markvissara. Séra Orn Bárður Jónsson er verkefnisstjóri, eins konar markaðsstjóri átaksins enda lýsir hann því gjarnan sem svo að hér sé unnið að markaðssetningu. Undir stjórn hans eru nú að fara af stað fyrstu vinnuhóparnir sem eiga að ^kast á við safnaðaruppbyggingu. eftir Jóhannes Tómasson Kirkjuþingi 1987 var flutt tillaga um safnaðaruppbyggingu og á prestastefnu tveimur árum síðar var samþykkt ályktun þar sem því er beint til kirkjuráðs og biskups að safnaðaruppbygging verði meg- inverkefni íslensku þjóðkirkjunnar til aldamóta og yfirskrift alls starfs hennar. -Með þessu er m.a. verið að minnast þúsund ára afmælis kristnitökunnar og það má kannski segja að hér komi starf í stað stein- steypu, segir Örn Báður Jónsson. I ályktun prestastefnunnar segir meðal annars:„Prestastefnan legg- ur til að sem flestir þættir kirkju- legs starfs verði endurskoðaðir í ljósi safnaðaruppbyggingar. Bendir hún á helgihald safnaðarins, líknar- þjónustu, fræðslumál, samstarf við aðrar kirkjudeildir, byggingu nýrra kirkna og safnaðarheimila og nýt- ingu þeirra. Prestastefnan telur brýnt að efla menntun og þjálfun starfsfólks safnaðanna og komið verði á ráðgjöf í safnaðaruppbygg- ingu.” Eilífðarverkefni Safnaðaruppbygging. Nú er sem sagt kominn tími til að hefja upp- byggingu safnaðanna. Er verið að fínna upp hjólið aftur? -Nei, safnaðaruppbygging er ekki ný af nálinni. Sumir hafa amast við þessu orði, safnaðarupp- bygging, og fremur viljað kalla þetta safnaðareflingu því annars líti svo út sem safnaðaruppbygging hafi hvergi farið fram fyrr en nú. Það er hins vegar misskilningur. Söfnuður er alltaf að uppbyggjast, trúarlífíð þarf alltaf að uppbyggjast og að þessu hafa prestar og söfnuð- ir unnið í áraraðir. Þetta er í raun Kirkjan notar aðrar fræðigreinar til að skipu- leggja starf sitt betur eilífðarverkefni. Þessu átaki er hins vegar hrint af stað til að auðvelda söfnuðum að setja fram heildará- ætlun varðandi starf sitt og vinna að markvissri uppbyggingu. Við getum skoðað þetta svolítið nánar. Kirkjunni er ætlað að bera ávöxt í starfi sínu, hún er kölluð til að bfeiða út Guðsríki og ná til æ fleiri með fagnaðarerindið. En hvernig tekst það? Hvað kemur í ljós ef við berum saman þau fyrirhe- iti sem við eigum í orði Guðs og árangur starfs okkar? Hvert er sam- band vonar og veruleika? Er það eitthvað í líkingu við teikninguna hér? Samanburðurinn á teikningunni minnir óneitanlega á aðstæður hér á landi eins og ítrekað hefur verið staðfest í skoðanakönnunum. Is- lendingar eru kristnir en vita marg- ir harla lítið um grundvöll trúarinn- ar. Trú Islendinga er í allt of mörg- um tilfellum óþroskuð barnatrú. Barnatrú er góð sem slík en henni er ætlað að þroskast með okkur eins og annað í lífinu. Fóik sem byggir á barnatrúnni einni saman á margt erfitt með að taka afstöðu til trúarlegra strauma eins og glögglega sést í samtímanum. Orð í vetur mun verkefnissijóri safnaðaruppbyggingar vinna að til- raun í Hallgrímskirkju með sóknarprestum og starfliði kirkjunn- ar. Tilraunin felst I þvl að bjóða upp á sérstaka fraeðslu á sunnu- dagsmorgnum áður en guðsþjónusta hefst. Fólki gefst kostur á að koma í kirkju klukkan 10 á sunnudögum og hefst þá fræðslustarf í hópum. Stefnt er að því að bjóða upp á eftirfarandi- hópa: Hópur I: Samvera fyrir ferm- ingarbörn og e.t.v. sérstök sam- vera fyrir foreldra þeirra. Hópur II: Kverið handa full- orðnum. Fræðsla í grundvallaratr- iðum kristinnar trúar. Hópur III: Ýmis efni tekin fyrir nokkra sunnudaga í röð, til dæm- is um Biblíuna, bænina, daglegt líf í ljósi kristinnar siðfræði, trúar- uppeldi barna og fleira. Hópur IV: Opinn samfélags- hópur um bæn og uppbyggingu. . Fræðslunni á að ljúka klukkan 10.45 en þá verður þátttakendum boðin hressing á „kirkjutorginu” áður en gengið verður til messu sem sameinar alla aldurshópa í tilbeiðslu. Börnum verður boðin sérstök fræðsla meðan á prédikun stendur. Kannaður var áhugi meðal kirkjugesta 8. september sl. á fræðsluefni og verður stuðst við niðurstöður hennar í vali kennslu- greina. Leitað verður til fræðara innan og utan safnaðar. Vonast er til að fræðslan og guðsþjón- ustusamfélagið styðji hvort annað I með þessu móti og verði til þess að sunnudagurinn skipi veglegan sess í lífí fólks, að hann verði dagur markvissrar uppbyggingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.