Morgunblaðið - 03.11.1991, Síða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1991
VIKINGURI
eftir Björn G. Björnsson
ÞAÐ HEFUR verið
hljótt um Hrafn Gunn-
laugsson í íslenskum
fjölmiðlum síðustu
misserin, en því
meira hefur borið á
honum í erlendum
blöðum. Hann hefur
dvalið í París, á
Filippseyjum og nú
síðast í Ósló við gerð
nýrrarstórmyndar,
„Hvíta víkingsins",
sem öll Norðurlöndin
hafa sameinast um
framleiðslu á og teflt
fram sínu besta fólki.
etta er þriðja myndin sem
Hrafn gerir sem sækir yrk-
isefni til víkingatímans á
Norðurlöndum. Fyrri
myndir eru „Hrafninn flýg-
ur” og „í skugga hrafns-
ins” sem hafa flogið víðar um heims-
byggðina en flestar aðrar íslenskar
myndir og hlotið fjölda verðlauna
og viðurkenninga.
Það er áberandi þegar skyggnst
er í skrif í erlendum blöðum og tíma-
ritum, að Hrafn Gunnlaugsson er
iðulega titlaður sem sænskur leik-
stjóri þótt hann sé að sjálfsögðu
íslendingur. Ég spurði hann því
hvort hann vissi hveiju þetta sætti
og hvort „Hvíti víkingurinn” væri
ekki örugglega íslensk mynd.
„Ég býst við að þessi ruglingur
með þjóðerni liggi í því að Svíar
hafa verið duglegastir við að fjár-
magna mínar myndir og velgengni
mín er þeim öðrum fremur að þakka.
Ég reyni hins vegar alltaf að leið-
rétta þennan misskilining ef nokkur
kostur er. Þegar kom að því að
gera „Hvíta víkinginn” setti ég það
sem skilyrði að myndin yrði leikin
á íslensku'. Um þetta stóð dálítið
þjark því þeir sem stóðu að lang-
myndinni vildu helst að leikið yrði
á ensku, en ég sagðist ekki hafa
áhuga á að segja alíslenska sögu á
ensku. „Hvíti víkingurinn” er samin
fyrir augu og eyru sem hafa áhuga
á íslenskri og samnorrænni sagna-
hefð. Veki myndin áhuga fleiri
þjóða, þá er það vel, þótt frásögnin
taki ekki mið af því. Sérhvert verk-
efni verður að búa yfir sýn og frá-
sögn sem knýr sögumanninn áfram,
sýn þessarar myndar er alíslensk.”
— Um hvað fjallar „Hvíti víking-
urinn”?
„Látum myndina segja_ þá sögu,
en yrkisefnið er kristnun íslands og
Noregs. Ég vildi búa til og sýna
heim ásatrúarinnar, heim sem var
brenndur og brotinn í spón þegar
hinn nýi siður varð allsráðandi. Það
er því lítið er vitað um ásatrúna.