Morgunblaðið - 03.11.1991, Síða 22

Morgunblaðið - 03.11.1991, Síða 22
22 C morgunblaðið MENNINGARSTRAUMAR DÁGÚR 3. NÓVEIVIBER 1991 WkNýjasta mynd Ungveij- ans Istvans Szabos er gerð hjá Warner Bros. í Holly- wood og heitir „Meeting Venus”. Með aðalhlutverk- ið fer Glenn Close - hún leikur óperusöngkonu - en myndin segir frá hópi tón- listarfólks sem hittist við uppsetningu á Tannhauser eftir Wagner og tekur þeg- ar að rífast og kvarta. Close hefur reyndar ekki rödd ópersusöngkonu svo Kiri Te Kanawa var fengin til að syngja. UNýjasta mynd grínarans Leslie Nielsens, sem glatt hefur ófáa í Beint á ská- myndunum, heitir „All I Want for Christmas”. Þetta er gamanmynd á al- varlegum nótum en leik- stjóri er Robert Lieber- man. Segir hún frá stúlku sem kemur til jólasveins (Nielsens) í verslunarmið- stöð og biður um það eitt í jólagjöf að foreldrar hennar taki saman á ný. UNýjasta gamanmynd Steve Martins heitir „Ho- usesitter” og er leikstýrt af Frank Oz, þeim sama og gerir ágætismyndina Hvað með Bob? í Bíóborg- inni. Með aðalkvenhlutverk myndarinnar fer Goldie Hawn. ULeikstjórínn Roger Don- aldson („No Way Out”) er byijaður á nýrri mynd hjá Morgan Creek. Hún heitir „White Sands” og er með Willem Dafoe, Mickey Rourke, Mary Elizabeth Mastrantonio, Mimi Rog- ers og M. Emmet Walsh í aðalhlutyerkum. ff SÓDÓMA” í KLIPPINGU Sódóma, Reykjavík, fyrsta mynd Óskars Jónassonar í fullri lengd, er nú komin á klippiborðið en Óskar áætlar að myndin verði frumsýnd í ágúst á næsta ári. Klipp- ari er Valdís Óskarsdóttir. Tökum á myndinni lauk í byijun sept- ember og sagði Óskar að þær hefðu geng- ið mjög vel og samkvæmt áætlun. „Eg er mjög ánægður með það sem ég hef séð,” sagði hann. „Það er'gaman að sjá hvað leikararnir standa sig vel, sérstaklega þeir ungu. Það eru fjórir eða fimm ungir leikarar í helstu hlutverkunum en annars eru 30 til 40 leikarar sem koma fram í myndinni, flestallir menntaðir.” Má þar nefna Þóru Friðriksdóttur, Eg- gert Þorleifsson og Helga Björnsson en með aðaihlutverkin tvö fara Björn Jörund- ur Friðbjörnsson og Sóley Elíasdóttir. Ósk- ar hefur lýst „Sódómu” sem grín- og glens- mynd og n.k. úttekt á næturlífinu í Reykja- vík á vorum dögum. Hún gerist öll á tæp- um sólarhring. Inniatriði myndarinnar voru tekin í TVOFALT LÍF VERÓNIKU Frá upptökum á Sódóma, Reykjavík; frumsýnd í ágúst. SS-húsinu á Laugamesinu. Gert var upp- tökuver í kjallara hússins og sagði Óskar þar vera kjöma aðstöðu til kvikmynda- gerðar: „Veggimir eru þykkir, þetta er niðurgrafið og hljóðeinangrað, þama er algert myrkur og það er hægt að keyra þangað inn. Ég held það sé mikill áhugi á því á meðal kvikmyndagerðarfólks að fá að hafa þama aðstöðu til að taka upp myndir,” sagði Óskar. Hljómplata með lögum úr myndinni mun væntanleg í vor en Björk Guðmundsdóttir hefur yfirumsjón með tónlistinni. TÆPLEGA 3.000 A HENRY Alls hafa tæplega 3.000 manns séð bandar- ísku myndina Henry: Nær- mynd af fjöldamorðingja, sem sýnd var á kvikmynda- hátíð Listahátíðar en hefur verið á almennum sýning- um í Regnboganum síðan. Samkvæmt upplýsingum frá Andra Þór Guðmunds- syni rekstrarstjóra bíósins hafa alls um 3.000 manns séð hrollvekjuna Nætur- vaktina, sem gerð er eftir sögu Stephens Kings, og um 3.500 manns hafa séð draugagamanmyndina Draugagang, en nýjasta gamanmynd bíósins, Niður með páfann, dró fáa að fyrstu sýningarhelgina. Fjörkálfar; jólamynd? Aðsókn á eldri myndir hefur lítið breyst enda kvik- myndahátíð nýlega yfir- staðin. Dansar við úlfa er í 52.000 að sögn Andra Þórs og Hrói höttur í 38.000. Cyrano De Ber- gerac hafa 9.000 manns séð. Þessa helgi hefjast í bíó- inu sýningar á dönsku teiknimyndinni Fuglastríð- ið í Lumbruskógi en hún er með íslensku tali. Næstu myndir eru „Kickerboxer 2” og „Toy Soldiers” um drengi á heimavistarskóla sem snúast gegn hryðju- verkamönnum er hertaka stofnunina. Jólamynd Regnbogans verður að lík- indum gamanmyndin Fjör- kálfar eða „City Slickers” með Billy Crystal, en í jan- úar verður líklega „Fre- ejack” frumsýnd. Það er vísindaskáldskapur með Mick Jagger, Anthony Hopkins og Emilio Esteves í aðalhlutverkum. KVIKMY N DI /Hverjir leika? ÆVISAGA JONSLEIFS Sigurður Sigurjónsson leikari mun fara með hlutverk tónskáldsins Jóns Leifs í 100 minútna Iangri, leikinni mynd um tónskáldið sem Hilmar Oddson hyggst kvik- mynda á Islandi, í Þýska- landi og í Svíþjóð á næsta ári, Hilmar hefur unnið að því undanfarin tvö ár ásamt öðru að sníða ævi- sögu Jóns Leifs kvik- myndabúning en líklega mmam—mm—m hefjast tökur á myndinni í mars eða apríl nk. Önnur að- alkarlpe- eftir Arnald rsóna Indriðason myndar- innar er Páll ísólfsson og mun Jóhann Sigurðarsson fara með hlutve’rk hans. „Báðir þessir leikarar eru á réttum aldri fyrir mynd- ina því hún spannar mjög langt skeið. Þeir þurfa að leika sig bæði yngri og eldri en þeir eru,” sagði Hiimar í stuttu spjalli. Með aðal- kvenhlutverkið fer Rut Ól- Sigurður Sigurjónsson; Jón Leifs afsdóttir sem ólst upp í Austurríki og }ék m.a. und- ir stjóm Ingmars Berg- mans í Residenze-leikhús- inu í Múnchen. Hún fer með hlutverk fyrri konu Jons Leifs, Annie Riethof. „Það þekkir enginn Rut á Islandi,” sagði Hilmar. „Okkur vantaði leikkonu er hafði þýsku sem móður- mál, var tónlistarmenntuð og gyðingur. Rut er allt þetta.” Handritið að myndinni er eftir Hilmar og Hjálmar H. Ragnarsson. Það spann- ar ævi Jóns Leifs frá því hann fór til Þyskalands í Jóhann Sigurðarson; Páll Isólfsson. Jón Leifs; viðburðarík ævi. nám árið 1916 í miðri fyrri heimsstyijöldinni og þar til hann lést árið 1968. Það hét upphaflega Hughreyst- ing en nafninu hefur verið breytt í „Vita et mors” eða Líf og dauði. „Það hefur tvöfalda merkingu í mynd- inni. Líf og dauði er eitt allra fallegasta verkið sem hann gerði en það er samið til minningar um látna dóttur hans, sem hét Líf, og svo fjallar myndin um líf og dauða Jóns Leifs,” sagði Hilmar. Hann sagði að mesta vinnan hingað til hefði far- ið í heimildasöfnun og rannsóknir á ævi og starfi tónskáldsins. Hann sagði að þeir Hjálmar hefðu fengið aðgang að skjölum sem enginn hefði farið í áður og það væri vanda- samt og við- kvæmt mál að vinna úr efninu. „í myndinni er fjallað um fólk sem var til og sumt er nýlátið og einhveijir eru álífi,” sagði Hilmar. „Þegar ég talaði upphaf- lega við Hjálm- ar um að gera mynd byggða á ævi tónskálds- ins var hugmyndin að gera sjónvarpþátt. Þegar við fór- um að kynna okkur málið betur tók efnið raunveru- lega völdin. Þetta er svo stórkostleg ævi, viðburða- rík og dramatísk.” Aðspurður um leikarav- alið í myndinni sagðist Hilmar hafa tröllatrú á Sig- urði í aðalhlutverkinu og Jóhanni í hlutverk Páls. „Það má vera að það komi einhveijum á óvart en ég veit að Sigurður getur leik- ið miklu meira en kalla eins og Kristján Ólafsson.” Pólski leikstjórinn Krzys- ztof Kieslowski er orð- inn a.m.k. hálfguð í augum margra sem sáu Boðorða- myndir hans í ríkissjónvarp- inu sl. vetur. Ein af fræg- ustu myndum hans, Stutt mynd um dráp, var á kvik- myndahátíð 1989 og vakti mikla athygli. Nýjasta mynd Kieslow- skis heitir Hið tvöfalda líf Veroniku og er með Irene Jacob í tveimur aðalhlut- verkunum en hún hreppti leikkonuverðlaunin á síð- ustu Cannes-hátíð fyrir leik sinn í myndinni, Hun leikur tvær aðalpersónur myndar- innar, Veronique og Weron- ika, tvær konur sem búa í sitt hvoru landinu (Frakkl- andi og Póllandi) en tilfinn- ingin fyrir tilvist hvorrar annarrar sækir sterkt á þær. Þær eiga ekkert sam- eiginlegt nema útlitið og einstaka atriði eins og hvemig þær ganga báðar berfættar, núa augnlokin með hringunum sínum og eru báðar örvhentar. Leikstjórinn Kieslowski sá frönsku leikkonuna Jacobs í litlu hlutverki í mynd Louis Malle, Bless, krakkar, en þar lék hún píanókennara. „Hún hafði lítið hlutverk og það var nokkuð um liðið síðan ég sá myndina en ég mundi eftir Jacob því hún hafði svo sterkan persónuleika. Það var nokkuð sem mig vantaði í myndina vegna þess að hún er um tvær persónur sem eru svo líkar hvor annarri en samt svo ólíkar.” IBIO Islenskar stuttmyndir eru að sækja í sig veðrið. Sá sem vakið hef- ur hvað mesta athygli á stuttmyndinni undanfar- ið er Sigurbjöm Aðal- steinsson og var ný mynd eftir hann frumsýnd í Háskólabíói um síðustu helgi. Þetta er kímin 27 mín- útna löng mynd um árekstur listamanns og lögspekings á jörð hins fyrmefnda og fara valin- kunnir sæmdarleikarar með aðalhlutverkin, Þröstur Leó Gunnarsson og Valdimar Örn Flygenring. Stuttmynd Sigurbjöms er í dýrari kantinum, kostar um sjö milljónir króna, en stuttmyndir ættu einmitt að vera góð- ur vettvangur kvik- myndagerðarmanna sem vilja þreifa sig áfram í greininni án þess að stökkva út í 60 eða 100 milljóna króna verkefni. Stuttmyndir eru víða í hávegum þótt þær rati ekki allar í bió en ef hægt er að fjármagna þær með bíósýningum eins og Sigurbjörn vill reyna og t.d. Óskar Jón- asson reyndi með Sér- sveitinni gætu þær orðið grundvöllur undir mun fjölbreytilegra bíólíf á ís- landi en verið hefur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.