Morgunblaðið - 03.11.1991, Page 31
MORGUWBLAÐIÐ' SAMSAFIMföi AmMSAiiA 9 NÓVEMBRR-199L
O 3>F
Ljóðasöng'varinn á sviðinu í Aust-
urbæjarbíói. Lengst til vinstri er
Arni Kristjánsson píanóleikari,
en ekki tókst að bera kennsl á
unga piltinn við hlið hans.
í boði heima hjá Ragnari að lokn-
um tónleikum, frá vinstri Gerald
Moore, Björg Ellingsen, Ragnar
Jónsson, Irmgard Dieskau og
Dietrich Fischer Dieskau.
SÍMTALID...
ER VIÐ ÞORSTEIN HdNNESSON SÖNGVARA
SÓPRANTAKK
693000
Utvarpið.
- Er Þorsteinn Hannesson við?
Augnablik.
- Halló.
- Komdu sæll, þetta er á Morg-
unblaðinu, Kristín Maija.
Og hvað get ég gert fyrir þig?
- Þú stynur bara?
Nei nei, mér þykir voða vænt
um blaðamenn, en ekki endilega
sem blaðamenn.
- Ég veit það. En það var í
sambandi við þáttinn þinn,
„Hljómplöturabbið” síðasta
sunnudag, mér fínnst hann svo
skemmtilegur.
Finnst þér það já, það var gott.
- Aðeins eitt sem ég er ekki
sátt við, alltaf þegar ég hlusta á
þáttinn þá heyri ég aldrei í sópran
eða ait, sem sagt kvenröddum?
Ójú, jú, það kemur nú fyrir.
En ég skal játa að það hefur ver-
ið meira um karlmenn hjá mér.
-Já, mér fínnst gæta þeirrar
tilhneigingar hjá ykkur karlmönn-
um sem hafa verið í söngnum,
þið spilið fleiri lög með körlum.
Ég hef nú verið að taka þessa
söngvara frá gærdeginum eins og
þessa tvo snillinga sem þú heyrð-
ir í síðast og var einmitt að velta
því fyrir mér hvaða söngkonu ég
gæti tekið.
- Ójá, Mariu Callas, takk.
Mariu Callas,
já.
p Og svo hlýt-
urðu að vita um
einhverja aðra
góða.
Já, það er nú
til dæmis hún
Kathleen Ferri-
er, hún var mik-
ill snillingur. Ég
heyrði í henni
mörgum sinnum.
Hún var að
syngja í Orfeus
og Evridis í Co-
vent Garden-
óperunni og á
þriðju sýningu
veiktist hún og
reis aldrei upp eftir það.
- Nei, og hvað var hún gömul
þá?
Rétt liðlega fertug.
- Hvað segirðu!
Þá kom það upp úr kafinu að
hún hafði lengi verið dauðvona
sökum krabbameins en ekki látið
neinn í húsinu vita. Og það var
sagt, ég var nú þarna hjá fyrir-
tækinu og fylgdist vel með þessu,
að það hefði tekið hana tvo til
þijá tíma á hveijum morgni að
komast á fætur svo hún gæti far-
ið á æfíngu. Þetta var mjög trag-
isk sýning, því einnig var það að
konan sem bjó til tjöldin, ákaflega
fín kona og indæl, lítil og ljót og
yndisleg manneskja, fyrirfór sér
hálfum mánuði fyrir frumsýningu.
Þetta var einhver mesta óheilla-
sýning sem um getur.
- Það má nú segja, hvaða ár
var þetta?
Annað hvort ’53 eða ’54.
- Jahá. Hvemig væri nú að fá
að heyra í þessari konu?
Ferrier? Jú, ég væri til með
það, lofa samt engu. Það eru
svona 20 ár síðan ég var með
hana í þætti. Ég er nú aldrei með
neitt skrifað hjá mér, en ég var
að tala um Ferrier og fannst ég
allt í einu vera búinn að tala ansi
lengi. Tæknimaðurinn sagði svo
að ég hefði talað í tíu mínútur!
- Þorsteinn,
hvað ertu búinn
að vera lengi með
þennan þátt?
30 ár. Þetta er
þriðji elsti þátt-
urinn í útvarpinu.
-Ja hérna! Og
alltaf færðu nýja
hlustendur. Jæja,
ég verð nú víst
að þakka þér fyr-
ir rabbið að sinni.
Jú, ég skal
hugsa til ykkar
kvenfólksins.
- Þakka þér
fyrir.
Þorsteinn Hannesson
Mannelskur háhyrningur upp við landsteina
HVAR
ERU ÞAU
WÚ?
SejurSæ-
dýrasajhið
Þymi-
rósarsvefiti
- eða svefninum langa?
Við hvalalaugina í gamla Sædýrasafninu.
Einu sinni var Sædýrasafn í Hafnarfirði. Og kynjadýr úr sjó -
einkum hinir vitru háhyrningar- drógu til sín foreldra með börn
um helgar, sem alltaf skortir afþreyingu, þegar skóladyrnar lok-
ast. Einhver styrr stóð um aðbúnað dýranna og aðsókn reyndist
ekki standa undir rekstri. Og allt í einu lokaðist þetta sjávar-
ríki. Sædýrasafnið varð gjaldþrota ’86. En Hafnfirðingar eiga
sinn draum um að opna safnið aftur - í nýjum og endurbættum
búningi.
Alínunni er Helgi Jónasson,
fræðslustjóri í Reykjanes-
umdæmi og formaður Fauna, sem
er áhugamannafélag um endur-
reisn Sædýrasafnsins. Hvenær
opnar Sædýrasafnið aftur, Helgi?
„Ef við fáum leyfi til að veiða fjóra
háhyrninga á ári, getum við opnað
nýtt og fullkomið Sædýrasafn eft-
ir 2-4 ár.
Island er eina landið í heiminum
sem hefur möguleika og aðstöðu
til að stunda háhyrningaveiðar
eins og er. Fjögur dýr árlega full-
nægja heimsmarkaðinum og gefa
góðar tekjur. En okkur var synjað
um veiðiheimild í ár, sem ég tel
vera vegna þrýstings frá öfgahóp-
um í náttúruvemd. Ef við fáum
synjun næstu 2 árin munu aðrar
þjóðir, til dæmis í Suður-Ameríku
fara að stunda þessar veiðar og
fjármagn verður ekki fyrir hendi
til að opna safnið aftur.
Mikla natni þarf við háhyming-
sveiðar. Hér eru menn með reynslu
sem hvergi finnst annarsstaðar í
heiminum. Og við eigum „hvala-
laugina” sem er viðurkennd mjög
fullkomin geymslulaug fyrir há-
hyrninga.”
-Af hverju eru háhyrningar
svona eftirsóttir í sædýrasöfn?
„Háhyrningar eru mjög greind
dýr, sem minna um margt á hunda
í umgengni og hænast mjög auð-
veldlega að mönnum. Samband
þeirra við þjálfara líkist tryggð
hunds við eiganda sinn. Með góð-
um þjálfara má fá þá til að gera
ótrúlegustu hluti.
í hafríkinu minna háhyrningar
einna helst á úlfahjarðir. Þeir veiða
saman í fjölskylduhjörðum og em
mjög grimmir. Ráðast saman á
stórhveli eins og steypireyði -halda
þeim í kafi og kæfa þá. Og renna
sér á land eftir selum.”
-Hvað var Sædýrasafnið lengi
opið? „Frá ’68 til ’86. Síðustu árin
var það smám saman að fjara út.
Þá var stofnað áhugamannafélag
um að endurvekja safnið. Mark-
mið okkar er: 1) að borga upp
skuldimar 2) endurbæta aðstöð-
una 3) undirbúa opnun á góðu
sædýrasafni.
Safnið stóð á lóð sem sam-
kvæmt fyrra skipulagi átti að vera
útivistarsvæði, en sem nú er búið
að leggja undir golfvöll að miklu
leyti. Hvalalaugin er það eina sem
stendur eftir af Sædýrasafninu.
Við höfum augastað á lóð vestan
við Sundhöll Hafnarfjarðar. Búið
er að ánafna safninu mjög full-
komum innviðum, sem bíða í
Bandaríkjunum. Nú bíðum við
aðeins eftir að fá heimild til há-
hyrningsveiða, til að geta hafist
handa,” segir Helgi.