Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 í Lífróöri segir Árni frá fjöida leikara sem hann hefur leik- ið með á lífsleiðinni: Einn þeirra sem hafði hve mest áhrif á Árna, var gamanleikarinn Alfreð Andrésson. Á myndinni sjást þeir félagar í atriði úr Skóli fyrir skattgreiðendur í Iðnó 1953. Frá vinstri: Elin Ingvarsdóttir, Alfreð og Árni. Árni og eiginkonan: Kristín Nikulásdóttir í garðinum í Hrísey í sumar. Árni Tryggvason og Ingólfur Margeirsson í höfninni í Hrís- ey: En þeir dvöldu saman í fimm mánuði á eyjunni í sumar meðan skrásetning bókarinnar fór fram. w ■ l ævisögu sinni, Lífróðri, rýfur Árni Tryggvason leikari þagnarmúrinn kringum þung- lyndiðy hinn leynda en almenna sjúkdóm, sem hann þjáöist af í tvo áratugi egur Árna til frægðarinn- ar hefur ekki alltaf verið dans á rós- um. Það hef- ur útheimt mikla vinnu og þjáningar að vera elskaður gamanleikari og halda sér á toppnum áratugum sam- an. Sú barátta kostaði miklar fórnir, ekki síst fyrir fjölskylduna. Það mun eflaust koma mörgum á óvart að hinn þekkti gamanleikari og grín- isti, Árni Tryggvason, þjáðist af þunglyndi í tvo áratugi, einmitt þeg- ar hann stóð á hápunkti ferilsins. Sjúkdómnum hélt Árni leyndum fyr- ir almenningi og fjölskyldan og vin- irnir stóðu vörð um leyndarmálið. Árni rýfur þagnarmúrinn í kringum sálarhremmingar sínar í Lífróðri og talar í fyrsta sinn opinskátt um áhrif þunglyndisins á sig, umhverfið, frama sinn á sviðinu, og samskipti sín við geðlækna. Morgunblaðið birtir brot úr tveimur köflum bókarinnar. Sá fyrri fjallar um ástarlíf æskuáranna í Hrísey en sá síðari um leyndarmál leikarans: Baráttuna við þunglynd- ið. I. Eg upplifi ástina: Fyrstu kven- mannsaugun, fyrsta kossinn, fyrstu snertinguna framyfir kossa og fyrsta sáðlátið, sem er upphafið að kvölum kynhvatar- innar. Ástin; þetta undarlega afl sem gerir menn að hetjum og fíflum. Ég var aðeins fjögurra ára, þegar ástin hróflaði við mér fyrst. Móðir mín var eitt sinn að klæða mig í kotið; hólkinn með ásaumuðum sokkaböndum sem fest voru með tölum á móti. Það hljóp í mig galsi, ég stökk úr fanginu á mömmu og flaug brókarlaus út á jgötuna að Árnahúsi, en það átti Arni föður- bróðir, sem ég er skírður í höfuðið á. Ung stúlka var stödd hjá móður minni. Þessa stúlku sendi mamma á eftir mér og hún náði í mig og tók mig í fangið. Það voru fyrstu kven- augun sem ég horfði í fyrir utan augu móður minnar. Eg skal ekki segja, að ég hafí horft af girnd, en mér þótti þessi augu falleg. Það var eitthvað sér- kennilegt að horfa í þau sem ég kann ekki skýringu á. Þau voru seiðandi og óræð. En það var ekki vaknað neitt karlmannseðli í mér þá. Það segir sig sjálft. Það kom frekar seint í mig að vera karlmaður og hafa löngun til kvenna. Ég vil þó segja frá fyrstu ástinni og fyrsta kossinum. Ég var fimmtán ára þegar ég kyssti stúlku fyrst. Hún var afskap- iega faileg, nett stúlka frá Akureyri og ef hún er enn á lífi, þá veit ég ekki, hvort hún man eftir fyrsta kossinum okkar. Þetta var dálítið kómískur koss. Stúlkan var hér snemma vors, því ég man að það var ennþá snjór í eyjunni. Túnin voru afmörkuð fyrir hvert hús; sumir höfðu nytjar af tún- um; eina, tvær kýr og nokkrar kind- ur tii heimaslátrunar. Þessi stúlka var fimmtán ára gömul og bjó í næsta húsi við mig og við áttum stundum samleið; gengum sömu götuna. Það rann eitthvað skemmtilega saman með okkur eitt kvöldið. Hún vildi ekki að ég færi lengra en að staurnum við hliðið á húsinu henn- ar. Girðingin var af, svo staurinn stóð einn. Ég vildi fá að kyssa hana en hún vildi ekki kyssa mig. Ur þessu varð svolítið skemmtilegur hringdans kringum staurinn og hann endaði með því að við rötuðum hvort á ann- að og ég gat skellt kossi hér um bil á munninn á henni. Mér fannst það gott. Upp úr þessu varð vangadans hjá okkur á einu ballinu sem ekki var mikil meining í; ég fann ekki mikla hreyfíngu hjá mér nema að vanginn hitnaði og roðnaði, en hennar þó enn meir. En stúlkað varð mér dálítið hjartfólgin. Ég var línustrákur, eða réttara sagt línustelpa, eins og sagt var, þegar þessi ást kom upp. Aðskilnað- ur okkar var jafn óvæntur og til- dragelsið með kossinn: Ég var uppi á lofti í bragganum að raða skreið og sortéra eftir tilsögn þegar hún gekk burtu fram planið og það var í síðasta skiptið sem ég sá hana þangað tii hún var orðin fullorðin. Þá var hún vel gift og hjarta mitt sló ekki hraðar við endurfundina. Mér fannst hún ekkert lengur fal- leg. Fyrstu snertinguna við kven- mann, framyfir kossa, fékk ég hjá reykvískri stúlku sem var hér sum- arstund. Það var dálítið gaman að því. Hún kom mér á bragðið. En þetta var eitthvað ekki nógu gott, ég var hálfhrædur við þetta; við vorum svo ung en sarnt nógu gömui. Blossinn stóð aðeins þetta eina sumar. Mér hafði þó áður orðið sáðlát. í fyrsta skipti sem ég varð fyrir þeirri reynslu hélt ég að ég væri orðinn veikur. Það hafði enginn sagt mér stakt orð um þessa hluti. Þetta var fyrir daga kynfræðslunnar; það var ekki til siðs að tala um kynlíf. Við urðum að finna út úr þessu sjálf. Ég fékk sáðlát í svefni að nætur- lagi og þegar ég vaknaði hélt ég að sæðið væri gröftur og ég væri orðinn fárveikur. Eg laumaðist upp á loft og mældi mig; skildi ekkert í því að é'g var hitalaus. Kynhvötin varð mér ekki til kval- ar fyrr en ég var orðinn fjórtán, fímmtán ára. Það var ekki sársaukalaust þegar í mér kviknaði líf til að skaffa annað líf. Mér leið illa að losna ekki við það sem Guð almáttugur hafði sett inn í mig. Og með þessum líka spenn- ingi og stífleika. Það bjó ung stúlka við hliðina á okkur og ég fékk slíka girnd til hennar, í hvert skipti sem hún gekk framhjá eldhúsglugganum, að það var hreinasti hryllingur. Ég varð gripinn ofsahræðslu í hvert skipti sem þetta gerðist: Skyldu allir sjá hina líkamlegu um- breytingu á mér, þegar hugrenning- ar holdsins gripu mig heljartökum? En þessi hræðsla blandaðist einn- ig miklum losta; ég vildi elta stúlk- una, fá hana með mér inn í kjallara og koma henni til. Stundum fannst mér ég geta lesið úr augnaráði henn- ar að hún væri tilkippileg. Ég var þó ekki viss um, hvort þessar hugsanir mínar væru ieyfi- legar. Að lokum herti ég mig upp og spurði móður mína, hvort það væri ljótt ef ég færi með kvenmanni heim og gerði eitthvað sem fullorðn- ir menn gera. Mamma fór hjá sér við þessa spurningu. En hún komst ekki hjá því að svara, og gerði það með tölu- verðri hörku: — Heyrðu, drengur minn, svona gerir maður ekki nema maður meini eitthvað með því! Sem þýddi náttúrlega trúlofun. Það gat ég ekki hugsað mér. Að trú- lofast bara fyrir það eitt að vera smástund með stúlku: Þvílík fórn fyrir lítið tilvik sem áreiðanlega mundi taka skamma stund! Þetta voru einu samræðurnar sem ég átti við foreldra mína um kynlíf. Ástalíf fólks hér í eyjunni var af- skaplega þröngt. Harðgift hjón nutu flest friðhelgi svefnherbergisins. En ólofað fólk eða pör áttu hvergi neinn stað til að veita ástinni útrás nema uppi í Beinalág; þar sá enginn til fólks að öllujöfnu. En jafnvel Beina- lág gat verið tvíeggjaðui' staður til unaðsstunda. Ástin var að sjálfsögðu ekki minni í Hrísey en á öðrum stöðum þar sem mannlíf er; í gróandanum, fuglaiíf- inu og öllu því lífi sem tilheyrði vor- inu og sumrinu. Ástarþörfm, þráin og söknuðurinn voru engu minni hér en annars staðar. Þvert á móti; stundum finnst mér að ástin í Hrísey hafi brunnið heitar en á öðrum stöð- um þar sem ég hef komið. II. Ég fæ bjartsýniskast en sveifl- ast aftur niður og verð að hætta æfingum á leikritinu „Á rúmsjó”, en staðgengill minn slær í gegn. Leikárinu lýkur, sumarið kemur og ég kemst til Hríseyjar og á sjóinn og til blessaðs þorsksins. En sumarið tekur enda og haustið hellist yfir mig og ég harka af mér og fer í gegnum barnaleikritið „Ferðin til Limbó” nokkuð slysa- laust. Það _er kominn í mig nýr hljóm- botn. Ég verð að þrauka gegnum sýningar sem áður Voru mér leikur. Og þótt ég finni til vinsælda og hlýju frá áhorfendum, eru sárindi í bijósti mér. Það er orðin mér raun að leika. En skemmtunin verður að hafa sinn gang. Hvað sem syngur og raular. Hvað sem það kostar. Og ég verð að skila mínu með bros á vör. Á leiðinni á æfingar eða sýningar gerist það æ oftar, að ég kemst ekki inn í Þjóðleikhúsið: Ég kasta upp við húsvegginn. Ég hef á tilfinningunni, að sumir leikararnir séu á móti mér, séu and- stæðingar mínir. Ég læt þá ekki finna fyrir þessum hugsunum mín- um, en í huganum bölva ég sam- starfsfélögum mínum. Þessar hug- renningar eru andstæðar eðli mínu og ég vil ekki að þær brölti um í kollinum á mér. En ég ræð ekki við heilabrot mín. Það gleður mig þó, að ég skuli aldrei hafa þessa þanka um herberg- isfélaga mína; Arnar Jónsson, Ró- bert Arnfínnsson og Þórhall Sig- urðsson. Þessir menn gera sér auð- vitað fulla grein fyrir ástandi mínu en ég hygg, að það sé ekki á vitorði allra leikara, hvernig komið er fyrir mér. Ég harka af mér í vinnunni en get ekki haldið grímunni gagnvart herbergisfélögunum og ég ræði við þá um vanlíðan mína. Sérstaklega við Róbert. Ég hef leitað til nokkurra sál- fræðinga og geðlækna. Þeir eru allir á sama máli: „Þótt þú kastir upp við húsvegginn, máttu ekki gefast upp. Þú mátt ekki yfirgefa fólk, þú verður að harka af þér og halda áfram. Annars endarðu með hönd undir kinn heima hjá þér og hafnar að lok- um á Kleppi.” Það er bara að halda áfram. Ég verð að vinna eins eðlilega og ég get. Stundum linnir sálarkvölunum, ég fæ smáfrið fyrir vanlíðaninni. Ástandið gerist sveiflukenndara. Það líða nokkrir mánuðir í senn, þar sem ég er í þokkalegu jafnvægi, en gleðin er hins vegar yfírspennt; ég er allt of hátt uppi. Mér líður ekki illa í hástemmdu ásigkomulagi en fólk, sem ekki er sama um mig, er aftur á móti kvíðið og uggandi. Árið 1966 leik ég Auðun, bónda og lögréttumann, í leikritinu „Hrólfí” eftir Sigurð Pétursson. Það er stórt hlutverk og mér tekst vel upp; geri heilmikla lukku. Flosi Ólafsson leikstýrir verkinu og það er eitt af fyrstu verkefnum sem tek- in eru í sjónvarpið. Sjónvarpsgerðin heppnast vel að mati fólks og það hefur ánægju af því að horfa á verk- ið, bæði á sviði og í sjónvarpi. Ég lendi í sæluvímu: Nú er ég aftur á uppleið. Sálartetrið sveiflast upp og niður en ég sekk aldrei svo djúpt, að tilver- an verði gjörsamlega óbærileg. Nógu slæmt er það samt. „Næst skal ég syngja fyrir þig” heitir leikrit sem breskur leikstjóri setur upp sama ár. Hann heitir Kevin Palmer, er ungur og þykir góður og á síðar eftir að setja upp „Ó, þetta er indælt stríð!” Mér finnst afleitt að vinna með breskum leikstjóra en kunna ekki ensku: Ég fæ leiðbeiningarnar mat- reiddar gegnum túlk, oft vantar alla nákvæmni í þýðingamar, mér verð- ur stundum á að misskilja einstök orð og leikstjómin verður ekki jafn nákvæm og þegar Palmer talar beint til hinna leikaranna, sem kunna ensku og þurfa ekki að fá tilmælin gegnum þriðja mann. Eitthvað gerist á milli okkar: Mér finnst leikstjórinn ekki vera sam- stiga mér og hef á tilfinningunni, að ég fari í taugarnar á honum. Þeg- ar ég er búinn að æfa í nokkra daga, fell ég saman og verð að hætta æf- ingum. Við þessu hlutverki mínu tekui' Sigurður Skúlason og stendur sig með mikilli prýði. Það er oft sagt að eins dauði sé annars brauð. Það á við í þessu tilviki: Næst skal ég syngja fyrir þig er fyrsta sýningin þar sem verulega er tekið eftir Sig- urði Skúlasyni. Innra með mér gleðst ég, því við Sigurður erum góðir kunningjar og eigum síðar eft- ir að verða góðir vinir. Ég syng hins vegar ekki fyrir neinn. Eg fell ofan í myrkrið. Djúpt myrkrið. Nú veit ég ekki mitt rjúkandi ráð. Með stuttu millibili hefur hvert áfall- ið á fætur öðru dunið yfir. Enginn sem ég leita til kann ráð. Enginn getur leiðbeint manni sem kannski er kominn á barm glötunar. Ég er einn með sjúkdómi mínum. III. Ég leita til sérfræðings á Kleppi, er settur á átta mánaða meðferð en hún endist skemur en til stendur eftir að ég vakna al- elda á sál og líkama vegna mis- taka læknisins. Dag einn er mér bent á lækni sem er nýkominn að utan og tekinn til starfa á Kleppi. Hann er talinn eini sérfræðingurinn sem sé þess virði að hafa samband við varðandi þung- lyndissjúkdóma. Ég segi við konuna mína: — Veistu það Kristín, nú get ég ekki meir. Mér er sagt að þessi geð- læknir sé þvílíkur snillingur að hann geti komið svona fólki upp á jörðina aftur. SJÁ SÍÐU 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.