Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 C 15 KNUD ZIMSEN borgarstjóri í Reykjavík við fyrstu vélknúnu vatnsdæluna sem slökkviliðið eignaðist. Þetta mun vera sama dæla og notuð var í fyrsta sinn í Reykjavíkurbrunanum mikla 1915 en þá stjórnaði borgar- stjóri henni sjálfur ásamt Jessen skólastjóra Vélskólans. Myndin er tekin við Reykjavíkurtjörn. Mynd frá REYKJAVÍKURBRUNANUM mikla í apríl 1915. Hér er unnið við slökkvistarfið í Hafnarstræti. STEINOLÍUBRUNI á Batteríinu í Reykjavík 1901. Þetta mun vera fyrsta ljósmynd sem tekin var af stórbruna á íslandi. Þessi mynd, eins og aðrar hér, eru fengnar að láni úr safni Slökkviliðs Reykjavíkur. Ct * f> 2£eifíoíux5rum a JvaUsnia a að alveg í Viborg. Við þetta sat langa hríð. 400 manns í fyrsta brunaliðinu Dælurnar sem notaðar voru á síð- ustu öld í Reykjavík voru bornar á eldstað og vatn borið að þeim frá Tjörninni, sjó eða vatnsbólum, þegar hún var notuð. 1880 var keypt dæla með hjólurn undir og eftir það var hægt að draga dælur á eldstað. Það var oftast gert á þann hátt, að bönd- um var komið fyrir á dælunni og röðuðu menn sér síðan á böndin og drógu dæluna á eftir sér. Þetta var erfitt og seinlegt verk, einkanlega er nota þurfti þær fyrir utan sjálfan miðbæinn og draga upp brekkur eftir lélegum götum og troðningum. Þann 15. október 1875 tóku fyrstu lögin um brunamál í Reykjavík í gildi og í samræmi við þau var fyrsta slökkvilið bæjarins skipulagt. Geir Zoéga kaupmaður var fyrsti slökkviliðsstjórinn í Reykjavík. Slökkviliðsmönnum var skipað niður í tvo flokka og voru 40 menn í hús- rifsliði og 40 í bjargliði. 50 manna lögreglulið átti að halda uppi reglu við bruna og 250 manna lið annast vatnsburð og aðra aðstoð. Samtals var 400 manns ætlað að vera í slökkviliðinu en þá voru um 1000 karlar í bænum að meðtöldum strák- um og gamlingjum. Þá sem nú var kvenfólk ekki talið gjaldgengt í brunalið. Útgjöld slökkviliðins voru áætluð 200 krónur á ári. Tækin sem slökkviliðið hafði yfir að ráða voru 3 handbornar dælur, fáeinar slöngur, 40 vatnsskjólur og var þetta allt geymt í skrúðhúsi Dómkirkjunnar, sem notuð hafði verið í þessu skyni frá því 1827. Slökkvitækin áttu þó ekki varan- legan samastað í Dómkirkjunni held- ur voru þau fyrst færð í skúr á bak við gömlu lögreglustöðina og síðan í timburskúr, sem byggður var um 1880 í Templarasundi við Góðtempl- arasundið. Fjölmennt en vanmátta lið Upp úr aldamótunum síðustu var svo komið að fyrirkomulag liðsins og geymsla tækjanna var orðin úr- elt og óviðunandi í ört stækkandi bæ. Þrátt fyrir hinn gífurlega mann- íjölda, er vera átti í slökkviliðinu var það mjög vanmátta. Þetta sýndu meðal annars tveir stórbrunar á fyrstu árum aldarinnar. Eitt elsta og mesta stórhýsið í Reykjavík, Glasgow, brann aðfaranótt 18. apríl 1904 ásamt bænum Vigfúsarkoti fyrir ofan það. Tíunda nóvember 1905 kviknaði eldur í einu stærsta brauðgerðarhúsi Reykjavíkur, svo- 'nefndu „Félagsbakaríi” við Amt- mannsstíg. Mikil hætta vofði yfir Latínuskólanumjjg fleiri húsum var hætt. í blöðum frá þessum tíma má lesa: „Slökkvidælur voru í mesta ólagi og urðu helzt not að dælu Ólafs Hjaltesteds. í slökkviliðinu bar ekki á neinni stjórn, og vissu menn ekki, hvað gera átti, eða fyrirskipanir voru þá svo óljósar og hver annarri gagnstæðar, að allt lenti í eintómu fáti og fumi. Hefði ekki verið blæja- logn í þetta sinn, er ekki annað fyrir- sjáanlegt en að stórtjón hefði af hlot- ist.” Eftir þessi áföll var mikið rætt í bænum um þörfina á endurskipu- lagningu slökkviliðsins en lítið varð úr framkvæmdum. Við tilkomu Gvendarbrunnaveitunnar álitu margir, að nú væri brunamálefnum komið í gott horf, því brunahanar voru settir niður víðsvegar um bæ- inn. En brátt ráku menn sig á,_ að þetta voru gyllivonir eínar. Arið 1910 kom upp eldur í Þingholts- stræti 23 og brann húsið til kaldra kola. Knud Zimsen borgarstjóri segir: „Við þennan bruna kom áþreifanlega í ljós, að mikið ólag var á slökkvilið- inu.” Og ennfremur kemur fram hjá honum eftirfarandi: „Ákaflegur urg- ur var í bæjarbúum eftir brunann, enda ekki að ástæðulausu.” Tillögur Thisteds samþykktar Umræðut' í bænum, í brunamála- nefnd og bæjarstjórn urðu til þess, að ákveðið var að fá hingað danskan sérfræðing til að gera tillögur um skipan slökkvimála í bænum. Rúm- um þremur mánuðum eftir Þing- holtsstrætisbrunann kom hingað danskur vara-slökkviliðsstjóri, Thisted að nafni. Eftir að Thisted hafði kynnt sér aðstæður og aflað sér nauðsynlegra upplýsinga, lagði hann tillögur sínar fyrir bæjarstjórn, sem á þær félst. í þeim fólst m.a. að byggð yrði aðalslökkvistöð við Tjarnargötu og siökkvitólahús á þremur stöðum í bænum. Þá yrði lagður brunasími um bæinn og átti verkefni hans að vera tvíþætt, að koma boðum um eldsvoða á slökkvi- stöðina — og kaila slökkviliðsmenn til starfa. Stjórn slökkviliðsins var sam- kvæmt tillögunum falin slökkviliðs- stjóra og varaslökkviliðsstjóra, og höfðu þeir yfir að ráða 36 manna liði, þrískiptu eftir bæjarhlutum. Slökkviliðsstjórarnir voru í auka- starfi fram til 1919, en liðsmenn þeirra fengu í upphafi greidda 1 krónu fyrir hveija klukkustund við slökkvistarf og 50 aura við æfingu og varðstöðu. Eftirtalin tæki áttu að vera til slökkvistarfa: 4 handdælur á vögn- um, 8 slönguvagnar, 3 stigar, 1 sjálf- heldustigi, slöngur o.fl. Það er eftir- tektarvert, að ekki var talin ástæða til þess að kaupa vélknúna dælu, þrýstingur vatnsvéitu og mannaflið átti að duga. Aftur sofnað á brunavaktinni Tillögum Thisteds hins danska var komið í kring á árunum 1911 og 1912 og í janúar 1913 tók hið endur- skipulagða slökkvilið til starfa. Fyrsta innfærsla í dagbók var um æfingu Austurbæjarliðsins 16. jan- úar og fyrsti eldsvoðinn er bókaður 17. janúar. Þá slökkti slökkvilið Austurbæjar elda á Laugavegi 12 með tveimur slöngum. 5 dögum síð- ar var eldur slökktur í ísafoldar- prentsmiðju og var slökkviliðið kom- ið 8 mínútum eftir kvaðningu á eld- stað. Má segja að vel hafi til tekist með fyrstu slökkvistörfin frá hinni nýju slökkvistöð. Enn sofnuðu menn á brunavakt- inni. Álitið var að slökkviliðið væri nú það vel bútð tækjum og svo ágæt- lega skipulagt að ekki yrði á betra kosið. Úm 1913 var bæjarstjórn boðin véldæla til kaups sem dæla átti 480 lítrum á mínútu, en bæjar- stjórn hafnaði kaupum á henni, „vegna þess að hún væri of stórvirk fyrir Reykjavík” og alltof dýr, átti að kosta 4.255 krónur. Dæla þessi hafði orðið innlyksa hér á landi. Ágúst Flygenring frá Hafnarfirði hafði flutt hana hingað í félagi við kaptein Trolle (Trolle & Rothe) en eftir að hún hafði verið afþökkuð var hún víst geymd á slökkvistöðinni þegar hér er komið sögu. Hinn 25. apríl 1915 varð mesti eldsvoði í sögu Reykjavíkur. Þa brann stór hluti miðbæjarins, sam- tals 9 hús, til kaldra kola og nokkur stórskemmdust. Það kom fljótt í ljós að vatn var ónógt í brunahönunum, þegar taka átti þá marga í notkun samtímis og handdælur ófullnægj- andi til þess að slökkva það feikna bál sem þarna geisaði. Knud Zimsen sem þá var nýorðinn borgarstjóri tók nú véldæluna traustataki og þótti hún gefast vel við slökkvistarfið: „Ég fór sjálfur og sótti véldælu þá, sem var í vörzlu slökkviliðsins, og lét án leyfis flytja hana á pallinn fyrir ofan Steinbiyggjuna. Fékk ég Jessen skólastjóra Vélskólans til að setja hana í gang og stjórna henni. Hún dældi úr keri, en í það var dælt með handdælum, því of mikið þrýstingstap hefði orðið að láta vél- dæluna flytja sjó alla leið. Ég tel engan vafa á því, að dæla þessi, sem tekin var ófrómri hendi, átti mestan þátt í því, að Ingólfshvoil brann ekki alveg og jafnframt tókst að stöðva útbreiðslu eldsins fyrr en ella.” Eftir stórbnmann var ekkert leng- ur til fyrirstöðu að bæjarsjóður keypti dæluna, enda gaf seljandinn eftir helming umboðslauna sinna, auk þess sem fest voru kaup á enn stórvirkari dælu. í byijun árs.1918 voru keyptir hestar til þess að draga dælurnar. Óslitin framfarasaga Upp frá þessu er framfarasaga slökkvitækni og brunavarna óslitin í Reykjavík enda þótt aldrei sé of vel gert á þessu sviði og auðvelt sé að sofna á verðinum. 1920 var stærri dælunni komið fyrir á nýrri bifreið og hina minni gat bifreiðin dregið á eftir sér. Þarfasta þjóninum var þar með gefin hvíld frá aðeins 2ja ára þjónustu í þágu reykvískra bruna- varna. Slökkvibifreið var fyrst notuð 26. júlí 1920 er Laugavegur 31 brann. 10. mars 1923 er merkisdagur í sögu Slökkviliðsins, en þá fengu slökkviliðsmenn einkennisbúning í viðbót við einkennishúfuna sem þeir höfðu haft áður. Þetta skipti ef til vill ekki höfuðmáli fyrir öryggi borg- arbúa, en það varð til að efla liðsand- ann hjá brunavörðum og þótti við hæfi í vaxandi borg. í maí 1924 kemur svo fyrsti slökkvibíllinn, sem keyptur var full- gerður frá útlöndum, stór og þungur með „massívum” dekkjum á hjólum. Þá var mikið um dýrðir eins og sjá má í dagbók slökkviliðsins 31. maí: „Kl. 4 e.h. var hin nýja dæla reynd fyrir fjölda áhorfenda, er var sér- staklega boðið. Má þar sérstaklega nefna ritstjóra blaðanna, forstöðu- menn vátryggingafélaga og bæjar- stjórn Reykjavíkur. Og stóð dælan sig ágætlega í augsýn allra þessara stórmenna. Enda er dælan gersemi mikil og bæjarbúum öiýggi mikið að vita slíkan grip í eigu bæjarins, ef eldsvoða ber að höndum.” Meðal þeirra gersema sem slökkviliðið hefur eignast síðan þetta var er stigabifreiðin frá 1931 með 20 metra stiga, en hún er enn til staðar. Árið 1946 verður stórbreyt- . ing á slökkvitækninni í borginni þeg- ar fyrsta háþrýstibifreiðin var tekin í notkun. Eftir fimm ára stríð við gjaldeyrisyfirvöldin fékk leyfi fyrir talstöðvum árið 1955 sem léttu mjög störf slökkviliðsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.