Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMDS SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 C 31 Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson og séra Bjarni Jónsson vígslubiskup gengu í fararbroddi í þinghúsið. Fyrir aftan þá má sjá Stefán Jóhann Stefánsson forsætis- ráðherra og Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Herra Sveinn Björnsson, forseti íslands, setur þingið. Nýir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins árið 1949, frá vinstri: Sigurð- ur Agústsson, Jónas G. Rafn- ar, Kristín L. Sigurðardóttir og Sigurður Óli Ólafsson. SÍMTALIÐ... ER VIÐ ÓLAF GÍSLASON MYNDLISTARMANN NÝLIST 10061 Ólafur. - Góðan daginn, þetta er á Morgunblaðinu, Kristín Matja. Já, já. - Ég er hérna með blað í höndunum þar sem leitað er að þátttakendum í myndpöntunar- kerfi í sambandi við listaverk. Ert það þú sem leitar að þeim? Já, það er ég. - Ert þú listamaðurinn? Já, já. - Nú. Hér er um að ræða tvö listaverk, annað fær kaupandinn og hinu heldur þú? Já, þátttakandinn pantar lista- verk fyrir ákveðinn stað í stærð að eigin vali. Ég útfæri þá stærð í tveimur eintökum, annað hefur kaupandinn í sínu umhverfi og hitt eintakið tilheyrir mér og verð- ur sýnt opinberlega með öðrum pöntunum þessa myndkerfís. - Bíddu nú við, ég kaupi sem sagt listaverk sem ég hef á veggn- um heima hjá mér og svo er ein- hver annar með samskonar verk hjá sér? Já, annað eintakið mun tilheyra mér og það verk gæti ég selt, þannig að þín pöntun gæti lent inni á safni eða hjá einhveijum safnara. - Þannig að listaverkið er á tveimur stöðum? Einmitt. - Er þetta ekki dálítið óvenjuleg aðferð við að selja lista- verk? Jú, ætli það ekki, sjálfsagt. Ég lít á þetta sem eitt verk. Ég hef unnið þannig og sýnt verk, hef áhuga á upp- skriftinni, hvem- ig maður gerir eitthvað. Ég sýndi meðal ann- ars í Amsterdam fyrir stuttu þar sem ég tók listaverk eftir Malevich og notaði stærðir sem hann hafði notað. Notaði ytra mál hans mynda og það sem ég er að bjóða upp á núna er framhald af þessari hugsun, nema af fólki sem lifír núna í samtímanum. Og að fólkið komi með stærðirnar af verkunum en ekki Malevich eins og í hinu tilfellinu. - Þú verður nú að fyrirgefa en*’ ég botna hvorki upp né niður í þessu. Nú af hveiju? - Bíddu nú við. Ha? - Þetta er listaverk, ef ég panta það þarf ég þá ekki að sjá mynd af því? Skipta stærðirnar ein- göngu máli? Er þetta ekki mál- verk? Sjáðu til, listaverkið hangir á vegg, 4 sm á þykkt, smíðað úr spónaplötum og er hvítlakkað. Formið í listaverkinu eru þessir þátttakendur, hvar þeir eru stadd- ir í bænum, hvernig þetta er sýnt, ferli verksins er listaverkið. Ég tek síðan ljósmynd af verkinu sem v- er heima hjá fólkinu því það á að endurspegla það umhverfí sem það er í. - Þetta er merkilegt. Og svo verður þetta sýnt í Shedhalle í Zúrich nk. janúar? Já, það er nú- tímalistasafn, einskonar Kjarv- alsstaðir í Zúrich og ég mun sýna þar tíu verk ásamt tveimur öðrum, þar á meðal nokkur úr þessu myndp- öntunarkerfí. - Þetta er nýstárlegt, það verður að segja það. En égþakka þér fyrir upplýs- ingarnar. Þakka þér sömuleiðis. Ólafur Gislason FRÉTTALfÓS ÚR FORTÍD Nú vantar flug- menn og vélamenn Úr þijátíu ára umfjöllun Morgunblaðsins um Loftleiðir og framtíðaráform félagsins „ENN EYKST flugfloti Loftleiða. Cloudmaster-vélarnar eru orðnar fjórar og áhöfnum er að sama skapi fjölgað. I vor verða áhafnarmeð- limir félagsins orðnir 142, þar af 52 flugmenn. Væntanlega fara Loftleiðavélar 10-11 ferðir fram og til baka yfir hafið í sumar, hver vél er á lofti að meðaltali hálfan sólarhringinn og það þarf því töluverðan mannafla til enda þótt félagið sé ekki stórt á mæli- kvarða milljónaþjóða.” Ofangreindur inngangur er úr umfjöllun Morgunblaðsins um Loftleiðir sem birtist í blaðinu fyrir réttum þijátíu árum. Á haust- dögum var mikil umræða um menntun flugmannsefna hér á landi og fyrir þrjátíu árum var þessi sama menntun gerð að um- talsefni. Þórarinn Jónsson, sem var yfírmaður flugdeildar félagsins á þessum tíma, segir blaðamanni undan og ofan af menntun flug- mannanna: „Flugmenn verða að fá 10-20 einkatíma í flugi á Cloud- master og það kostar um 17 þús. krónur á ídukkustund að fljúga flugvélinni tómri. Þetta er fyrir nýja menn, sem ráðast til félags- ins, en síðan verða þeir þriðju flug- menn á vélunum. Vor og haust verður síðan að prófa alla flugmenn svo að tryggt sé að þeir hafi engu gleymt, séu jafn viðbragðsfljótir og áður og kunni ráð við öllum óvæntum erfíðleikum. Þar að auki fá flugmennirnir árlega 12 klst. þjálfun í flugstjórnarklefa á jörðu niðri (Link eða öðru slíku).” Þórarinn segir í viðtalinu að erf- itt sé orðið að fá íslenska flug- menn, sem hafi nægilega mikla reynslu að baki til þess að teljast gjaldgengir byijendur á Cloud- master. „Það er allmikið af ungum mönnum, sem hafa lokið námi, en hafa litla reynslu að baki. Við erum ekki lengur með Norðmenn í áhöfn- um okkar, en ef Loftleiðir halda áfram að vaxa jafnört og undanfar- in ár sem við vonum þá er viðbúið að við verðum að leita út fyrir land- steinana eftir reyndari flugmönn- um, segir Þórarinn.” Þess má geta að Loftleiðir sameinuðust Flug- félagi íslands árið 1973 og nýja félagið var nefnt Flugleiðir. I frétt- inni er einnig greint frá því að skortur sé á reyndum vélamönnum og einnig er talað um nauðsyn þess að félagið geti sjálft séð um stærri skoðanir en það geti reynst erfitt þar sem flugskýlið á Reykja- Flugvél af gerðinni Cloudmaster Alpine N. Hance ásamt nokkurum nemenda sinna. og var þaulkunnugur hverri skrúfu í farþegavélunum. Var hann feng- inn hingað til lands vegna þess að hann hafði þjálfað fyrstu íslensku áhöfnina sem tók við Cloudmastér- vélunum í Miami í Flórída. Hance þessi var á vegum Pam American flugfélagsins og þar á bæ voru menn famir að nota þotur í sínu flugi á þessum tíma en að hans mati er Cloudmaster vélin ein besta farþegaflugvél sem smíðuð hefur verið. Hance fær lokaorðið: „Ég held, að íslensku flugmennimir séu eng- ir eftirbátar annarra flugmanna og ættu þeir með tímanum að geta tekið við þessum stóm skipum, al- veg eins og starfsbræður þeirra erlendis. Þeir, sem eru á skólabekk hér hjá mér, hafa jafngóða ef ekki betri undirstöðu en hliðstæðir hóp- ar, sem ég kenni, bæði í Miami og í ýmsum borgum S-Ameríku, sagði Alphie N. Hance að lokum.” víkurflugvelli sé of lítið fyrir Clo- udmaster-vélarnar. Eins þyrfti að fjölga verulega starfsfólki og það gæti reynst erfitt að fínna hæfan hóp hér á landi til þeirra verka. Alphie N. Hance var kennari flugmannsefnanna á þessum tíma. Hann var bandarískur og hafði, að því er segir í fréttinni, fylgst með farþegafluginu nánast frá upphafí •A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.