Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDl SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 C 29 Róbert Jörgensen. Ríkharður Hrafnkelsson. Birgir Jónsson og Guðmundur Lárusson. Morgunblaðið/Árni Helgason stofnuð var árið 1945, hefur rekið hér í Stykkishólmi farsæla starf- semi. Seinustu árin hafa starfs- menn verið um 15-16 og fleiri á sumrin. Alltaf hafa verið næg verk- efni, þar til að nú virðist óvissa framundan með verkefni eigi ekki að leita út fyrir bæjarfélagið. Þessi staða hefir umráðamönnum tré- smiðjunnar verið umhugsunarefni, og með því að hér er önnur tré-' smiðja, Eining hf., í stórum húsa- kynnum og með lík viðhorf til kom- andi framtíðar hefir verið unnið að því hvort ekki séu möguleikar á samruna þessara tveggja fyrirtækja til frekari og betri átaka, hagræð- ingar, möguleikar sem nú sé rétt að nýta. Hafa samræður verið í gangi milli fyrirtækjanna um málið. Trésmiðjan hefir nú selt sínar bækistöðvar Sigurði Ágústssyni hf. Það fyrirtæki er vel upp byggt með bækistöðvar bæði hér og á Rifi. Hér rekur Sig. Ágústsson hf. 4 véibáta og ákveðið að hafa þennan húsakost undir veiðarfæri og veið- arfæraviðgerðir, og munu þessi húsakynni hentug til þess, svo sem Birgir Jónsson tjáði fréttaritara. Hann sagði einnig að þarna væri nóg rými fyrir veiðarfærin sem væru víðsvegar um bæinn. Það er einnig hugað að því að fá yngri menn inn í væntanlega sameinaða trésmiðju því eins og Gunnlaugur Lárusson, einn af aðal- mönnum Trésmiðju Stykkishólms hf. orðaði það: „Við erum orðnir gamlir og það þarf að huga að fram- tíðinni, og ekki er ráð nema í tíma sé tekið.” Árni Ríkis- sjónvarp - Utvarp Hr. menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson. Það er vegna ríkissjónvarpsins er ég skrifa. Þarf ekki að athuga bréf- sendingar sem fólk fær frá lögfræð- ingum þess? Þar er saklausu fólki hótað því að ef afnotagjöld af RÚV séu ekki greidd verði það dregið fyrir dómstóla. Eru þetta eðlileg vinnubrögð? Ég er notandi að Stöð 2 og það nægir mér. Afhveiju er þessum nauðungarsköttum ekki breytt? Ef fólk borgar til dæmis ekki símann er lokað fyrir hann og sama á við um Rafmagnsveituna, þeir loka ef þú borgar ekki. Það koma ekki þreytandi lögfræðingar til þín með dónaskap. Hvað greiðir ríkissjóður niður með ríkissjón- vaipi/útvarpi á ári? í raun er þetta tvöfaldur skattur sem fólk er að borga og er það með öllu óréttlátt. Veit ég, hr. menntamálaráðherra, að það er ekki í stefnu Sjálfstæðis- flokksins að kúga og hóta saklausu fólki, eins og nú er gert af lögfræð- ingum ríkissjónvarpsins og taka þeir góða upphæð fyrir sín verk. Veit ég, hr. menntamálaráðherra, að þú tek- ur þetta mál til athugunar. Helgi ------------ Meðferð snillinga * IMorgunblaðinu 30. október sl. birtist grein um bókmenntir eftir Bjöm Bjarnason vegna bókar dr. Benjamíns H.J. Eiríkssonar sem heit- ir „Hér og nú”. Öldum saman hafa komið fram margir velmenntaðir ís- lenzkir fræðimenn. Stundum hefur það tíðkast að íslenska þjóðin hefur gert grín af ýmsum fræðimönnum. Á þessari öld hafa, að mínu mati, komið fram tveir íslenzkir afbragðs- snillingar .serii hafa þurft að þola ofangreinda meðferð. Þeir eru dr. Helgi Péturss og dr. Benjamín H.J. Eiríksson. íslenzka þjóðin hefur ekki efni á því að hafna þessum mönnum. Virðingarfyllst, Vilhjálmur Alfreðsson. A BIÐSTOÐINNI Tileinkað hinum ágætu vagnstjór- um SVR í tilefni 60 ára afmæl- is strætisvagnanna, með þakklæti fyrir góða þjónustu. „Andskotinn sjálfur!” Ég stóð á biðstöðinni, gnístandi tönnum af bræði og horfði á eftir stætisvagninum sem fjarlægðist óð- um upp Hofsvallagötuna. Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinn sem ég missti af vagninum, en í þetta skipti lá mér mikið á og auk þess var veðr- ið kalt og hryssingslegt. „Hafa þeir ekki augu í hausnum, þessir helvítis vagnstjórar?” bætti ég við. Nú bærði minn innri maður á sér eins og fyrri daginn. Hann átti alltaf erfitt með að þegja þegar mér rann í skap. „Þér var nær að koma þér fyrr af stað,” sagði hann. „Þú varst að hangsa eins og þú ert vanur svo þú komst of seint.” „Ég kom nákvæmlega á mínút- unni,” hvæsti ég. „Hann hlýtur að hafa séð mig ef hann er ekki blind- ur. Og blindir menn ættu ekki að aka vögnum.” „Hann sá þig ekki,” sagði innri maðurinn, „því hann varð að horfa fram á götuna þegar hann ók af stað. Þó má auðvitað segja að það sé merkilegt að enginn skyldi taka eftir þér, eins skrítið og hlaupalagið er hjá þér.” „Þeir taka ekki eftir neinu, þessir apar,” sagði ég. „Hefurðu lesið Vel- vakandabréfin frá húsmæðrunum og unglingunum sem hafa annað hvort verið skildir eftir, skammaðir eða reknir út úr vögnunum?” „Þú hefur nú bara heyrt þær sög- ur frá annarri hliðinni,” sagði innri maðurinn. „Sannleikurinn er sá að margt af þessu fólki er óþolandi í vögnunum, uppivöðslusamt, frekt og sumt sínöldrandi út af öllu. Hefurðu ekki séð hvernig sumir vagnarnir eru leiknir eftir farþegana? Hefurðu ekki bæði heyrt og séð þegar æskulýðs- hreyfingarnar eru sem ofsafengnast- ar aftast í vögnunum? Þegar enginn fullorðinn maður hættir á að setjast fyrir aftan miðjan vagn. Hvernig heldurðu að þolinmæðin þín entist, þú sem verður eins og villigöltur ef þú missir af vagni?” „Ég mundi bara ganga með kylfu og beita henni ef þörf krefði,” sagði ég. „En það afsakar ekki að vagn- stjórarnir taki ekki eftir þegar aldrað fólk kemur hlaupandi.” „0, vertu ekki að gera þér upp neina öldrunarstæla,” sagði innri maðurinn. „Þú ert bara silakeppur og hefur alltaf verið það. Það eru margar óléttar konur snarari í snún- ingum en þú. En má ég nú minna þig á nokkur tilvik varðandi þessa leiðinlegu vagnstjóra? Hvað heldurðu að þú hafir oft séð vagnstórana á leið 4 bíða eftir fólki sem var aðeins of seint á biðstöðina? Og hvað held- urðu að þú hafir oft séð þá standa milli biðstöðva til þess að taka fólk sem hafði orðið of seint fvrir, eða til að hleypa öldruðu fólki út þegar það áttaði sig ekki á að gefa mérki í tíma? Manstu þegar vagnstjórinn fór út til þess að hjálpa stúlkunni með barnakerruna upp í vagninn eða þegar annar fór út til þess að hjálpa drukknum manni sem beinlínis valt út úr vagninum? Hann reisti hann upp og studdi hann upp á bekkinn í biðskýlinu þar sem honum var óhætt. Nei, væni minn. Þú skalt bara hætta að skíta vagnstjórana út. Þeir hafa margir aðdáunarverða þolin- mæði og hjálpsemi, miklu meiri en þú átt til, og eiga þakkir skildar fyr- ir að gegna erfiðu og oft vanþakkl- átu starfi eins vel og þeir gera. En það mætti gera athugasemdir við framkomu margs af þessu fólki sem þeir eru að bíða eftir eða taka upp utan biðstöva. Er það ekki undan- tekning ef það þakkar vagnstjóran- um fyrir sig? Ætli það sé ekki eitt- hvað svipað og þegar kurteist fólk heldur dyrunum opnum fyrir öðrum sem koma á eftir því? Það er varla þriðja hver manneskja sem þakkar fyrir slíkt. Það var því maklega sagt hjá ungum manni sem hélt opnum búðardyrunum fyrir kerlingarkerti sem strunsaði inn með nefíð upp í loftið án þess að líta við honum, þegar hann sagði: „Ekkert að þakka!” En nú renndi vagn númer 4 upp að stéttinni og steig inn. Og vagn- stjórinn kinkaði vingjamlega kolli. Torfi Ólafsson Innilegar þakkir til vkkar allra, sem glöddu mig á sextugs afmœlinu 3. nóv. sl. Sérstök alúð og Idýja barna minna og fjölskyldna þeirra glevmist seint. LifiÖ heil. Jón Arnþórsson. Sálfræðistofa Hef opnað sálfræðistofu í Lágmúla 5. Tímapantanir í síma 678214 frá 18-19 virka daga. Einar Hjörleifsson, sálfræðingur. Rúnar Þór og félagar skemmta gestum Rauða ljónsins í kvöld. Snyrtilegur klæðnaður. Upplýsingar og pantanir í síma 98-34700 SPARIDAGAR í MIDRIVIKU Fjölbreytt dagskrá alla daga, langt fram á kvöld Sparidagar í miðri Vtku, kr. 14.300 18.-22. nóv. — uppselt 25.-29. nóv. — 12 herb. /aus 9.-13. mars— laus herb. 16.-20. mars—uppselt 23-27. mars — 3 herb. laus Jólapakkaverð: 10 dagar, 9 nætur, kr. 27.400. 23. des. til l.jan. 1992 24. des. til 2. jan. 1992. 5 dagar, 4 nætur, kr. 14.900. 23.- 27. des. - 24- 28. des. 29. des-2. jan. '92. Verð ti/ e/driborgar, kr. 11.900.- ífimm daga og fjórar nætur. Þessa daga verður gestgjafi hótelsins hinn vinsæli fararstjóri Sigurður fí. Guðmundsson. Innifalið i verði: Gisting Í2ja manna herbergi, hlaðborðsmorgunverðir, kvöldverðir og fjölbreytt dagskrá: Létt morgunleikfimi, félagsvist, bingó, kvöldvökur, söngur, dans og stuttar kynnisferdiro.fi. HÓTEL ÖDK^ Sunnud. 10. nóv. opið kl. 18-01 BLÚSVEISLA ÁRSINS - A UKA TÓNLEIKAR! VEGNA ÓTRÚLEGRAR AÐSÓKNAR Á ÞESSA EIN- STÖKU BLÚSTÓNLEIKA VILJA PLATONIC REC- ORDS & VINIR DÓRA & PÚLSINN BJÓÐA UPP Á EITTTÆKIFÆRI ENN TIL AÐ UPPLIFA TÓNLEIKA PUtfETOP PERKINS CHICAGO BEAU &VINIRDÓRA I ALLRA SIÐASTA SINN! Forsala ístórversl. Skífunnar, Laugavegi 26 frá kl. 12-17 og Púlsinum frá kl. 18.00. Námsmannaafsláttur kr. 500,- TÓNLEIKARNIR VERÐA HLJÓÐRITAÐIR Á VEGUM PLATONIC RECORDS 'ýtyeltciótt ó tnóunltut í drenuntf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.