Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 11
lífjfræðilega hliðstæðu við lendingu Appollo-geimfarsins á tunglinu”, eins og Watson kemst að orði. Pjár- framlög Evrópuþjóða til rannsókna á genasafni frumunnar á þessu ári nema samtals um 50 milljónum bandaríkjadala, þar af nemur fram- lag Þýskalands umreiknað 18 millj- ónum bandaríkjadala. í samanburði við þá himnaríkis- sælu og blessun öllu mannkyninu til handa sem vísindamenn þeir boða, er núna vinna hvað ákafast að rannsóknum á genamenginu, hljóma mótbárur þeirra sem gagn- rýna þessa líffræðilegu framtíðar- sýn eins og hvert annað hjáróma nöldur. Það eru ekki einungis guð- fræðingar, lögfræðingar og sið- ferðiheimspekingar sem óttast nú mjög, að fyrir tilstuðlan þessara nýju genamengja-tækni, kunni mannkyninu jafnvel að verða stefnt inn á braut siðgæðislegrar niður- lægingar og maðurinn lítillækkaður þannig, að í stað þess að vera ein- stök persóna, sér meðvituð um sitt eigið sjálf, verði hann einungs hvert annað viðfangsefni utanaðkomandi afla; þ.e.a.s. að menn verði fram- leiddir eftir pöntun til að gegna ákveðnum hlutverkum. Undir þessa gagnrýni taka líka ýmsir hinna varkárari meðal líffræðinga. För mannkyns inn í það marglof- aða sæluríki, sem brautryðjendur á tæknisviði genamengja gefa ákveð- in fyrirheit um, kynni því alveg eins að enda með harmleik, þar sem kynþáttamisrétti skyti aftur upp kollinum fyrir alvöru, erfðafræðileg martröð yrði alls ráðandi, enda væru rannsóknir á sviði erfðatækni þá komnar fram með vísindalega færni sem leitt gæti þróunina skyndilega inn á slíkar varhuga- verðar brautir. Ekki aftur snúið En þrátt fyrir allar efasemdir og aðvaranir, gera gagnrýnendur þessarar þróunar á líffærasviðinu sér þó fullljóst, að með öllu er óger- legt að hefta þá afar öru framrás í erfðavísa-tækni sem þegar er komin á fullan skrið. Jafn ómögu- legt er líka að hafa nokkra verulega stjórn á beitingu slíkrar líffræði- legrar tæknikunnáttu síðar meir. Aldrei áður hefur nokkur vísinda- grein náð að þróast jafnhratt og sameindaerfðafræðin gerir um þessar mundir. Hún hefur ekki þurft nema örfá ár til að komast úr rásholunum og snara sér umsvif- alítið yfir á svið hagnýtrar notkun- ar. Það eru vart liðnir fjórir áratug- ir frá því að breski lífefnafræðing- * urinn Francis Crick og bandaríski starfsbróðir hans, James Watson, tilkynntu árið 1953, að þeim hefði tekist að btjótast inn í sjálfa stjórn- stöð erfðanna og hefðu þar uppgöt- vað sameindalíkanið að DNA-tvö- falda snúðnum í frumukjarnanum sem felur í sér erfðatáknmál alls hins. Upp frá því gátu líffræðingar gert athuganir sínar á sameinda- hreyfli lífsins, tekið hann í sundur og sett saman á nýjan leik eftir þörfum. Aðeins tólf árum eftir þetta snilldarafrek þeirra Cricks og Wats- ons, eða árið 1965, reyndist mönn- um í fyrsta sinn unnt að ráð í merk- ingu heils erfðavísis úr veiru einni, en erfðavísir hennar reyndist sam- anstanda af 20 DNA-rimum. Skömmu síðar tókst sameindalíf- fræðingnum Stanley Cohen við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum að einangra DNA-agnir í mismun- andi veirutegundum með því að beita svonefndum skerðiensímum, og gat Cohen einnig tengt slíka DNA-búta aftur saman í nýjar DNA-kejusameindir. Skerðiensím þessi, sem skera erfðaefnið í sundur á vissum stöðum, urðu brátt eitt þýðingarmesta hjálpar„tækið” sem rannsakendur erfðaefnisins, hafa fengið í hendur. Þegar fyrst var farið að beita þessari ensím-skæra aðferð, kom alveg óvænt fram mik- il fjölbreytni í DNA-tengingum, en brátt var þó búið að gera nauðsyn- legar endurbætur á klippiaðferðinni og núna jafnvel farið að nota hana í lyfjaiðnaðinum. Þegar þessi ensím-skurðtækni var að fullu komin fram á sjónar- sviðið, tóku vísindamenn þeir sem MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 C 11 vinna að rannsóknum á genamengi þessa nýju skurðtækni fegins hendi í sína þjónustu. í byrjun níunda áratugarins leiddi ensím-skurð- tæknin til uppgötvunar, sem auð- veldar leitarmönnum erfðaefnis mjög allt þeirra erfiðið við að átta sig á allt að því endalausum DNA- textanum, sem birtist þeim án nokkurra punkta eða kommusetn- ingar. Þegar ensím-skærunum var beitt, kom í ljós, að DNA-strengir sem að öllu leyti eru eins, klippast hverjir um sig í sundur í ákveðna búta sem eru misjafnir að lengd. Auk þess kemur fram sérkennandi skurðmynstur fyrir hveija gerð DNA-strengjahópa sem auðveldar greiningu þeirra. Þessi bútamynst- ur, sem oftast eru nefnd með enskri skammstöfun RFLP, geta vísinda- mennirnir hagnýtt sér sem leitar- tæki við að hafa uppi á erfðavísum Barn með óvirkt ónæmiskerfi: Ný erfðavísa-tækni er eina vonin. líffærakerfinu. Alzheimer-sjúklingur: Gallaður erfðavísir í litningi 21. með óþekktri efnafræðilegri sam- setningu. Gegn arfgengum sjúkdómum RFLP-mynstrin, einnig kölluð erfðamörk, eru dreifð um allt gena- mengið. Ef þess konar skurðmynst- ur birtist í erfðaefni manna kynsióð eftir kynslóð, er um leið fengin vís- bending um að þar sé fyrir hendi erfðavísir sem flyst heill og óskert- ur til afkomendanna. Örlítil frávik eru til merkis um, að hugsanlega sé um gallaðan erfðavísi að ræða sem geti leitt til arfgengs sjúk- dóms. Nú er svo komið, að vísinda- mönnum hefur tekist að staðsetja nokkra af þeim erfðavísum sem valda arfgengum sjúkdómum og DNA-uppbygging þeirra liggur orð- ið ljós fyrir. Það er því hægt að heijast handa við að þróa lækninga- aðferð fyrir þessa arfgengu sjúk- dóma. í því sambandi skiptir höfuð- máli að láta krók koma á móti bragði við erfðafyrirmæli ranglega forritaðra erfðavísa: DNA-forrit sérhvers erfðavísis hefur að geyma fyrirmæli um uppbyggingu og sam- komið af stað krabbameini, hjarta- áfalli og hepatitis eða lifrarbólgu, en þær geta líka valdið vöðvarýrnun og lungnaþembu. Ætlunin er, að lækningameðferðin við arfgengum sjúkdómum byggist á lyfjum sem verka á hin trufluðu efnaskipti lík- amans eða þá að hinn gallaði erfða- vísir verður tekinn beint til viðgerð- ar — slík viðgerð er þó ekki gerleg, enn sem komið er. Víða er um þessar mundir unnið af miklu kappi og þrautseigju að margvíslegum genrannsóknum, í því augnamiði að þróa lækningaað- ferðir við illvígum arfgengum sjúk- dómum — sérstaklega umfangs- mikið er þetta rannsóknastarf í Bandaríkjunum og Bretlandi. Lækning með erfðafræðilegum að- ferðum er þó enn ekki iangt komin á þróunarbrautinni og erfiðleikarnir í rannsóknarstarfinu geysimiklir. Almenn genaprófun framundan Nú er svo, að tiltækar eru í síauknum mæli niðurstöður marg- víslegra erfðavísaprófana sem veita skamms gífurlegt flóð erfðavísa- prófana. Líffræðingurinn Robert A., Weinberg álítur, að þegar árið 2000 eigi erfðavísa-prófanir eftir að verða jafn sjálfsagðar við mót- töku sjúklinga til Iæknismeðferðar á sjúkrahúsum og læknastofum „eins óg það er algengt og þykir sjálfsagt nú á dögum að taka blóð- þrýsting og láta gera greiningu á þvagprufu”. Þessi framtíðarsýn hefur m.a. kallað fram hörð við- brögð af hálfu „Mannlega líffræði- félagsins” í Bandaríkjunum: Hvers virði verða niðurstöður slíkra erfða- vísa-prófana, ef engin læknismeð- ferð fæst?” Og gagnrýnisraddirnar benda enn fremur á, að sjálf vitn- eskjan um galla í erfðavísi manns, sem ef til vill kynni að leiða til sjúk- dóms eftir mörg ár eða ef til vill alls ekki, geti eitrað líf þess sem gengist undir slíka erfðavísa-próf- un. Bandaríska vísindatímaritið New Scientist hefur bent á, að yfír slíkum „heilbrigðum sjúklingum” kunni að vofa einangrunarvist í „erfðafræði-gettói” — þ.e. að við- komandi verði látinn sæta því að vera stimplaður utangarðsmaður félagslega og kynni að eiga erfitt með að verða sér úti um starf við 'sitt hæfi svo og maka. Óheillaspár af þessu tagi eru því miður ekki úr lausu lofti gripnar. Áriði 1982 hafði skoðanakönnun í Bandaríkj- unum þegar leitt í ljós, að í 17 af 399 stærstu fyrirtækjum landsins væru erfðavísa-prófanir orðin föst venja í sambandi við ráðningu nýrra starfsmanna; 59 önnur bandarísk fyrirtæki voru þá í þann veginn að taka upp þessa aðferð við flokkun umsækjenda um störf. Hingað til hefur samt sem áður engu banda- rísku fyrirtæki leyfst að hafna umsækjanda um starf, aðeins fyrir þær sakir, að erfðavísar hans báru þess merki, að hann kynni að fá einhvern sjúkdóm síðar meir á lífs- leiðinni. Hvað telst lögmætt? Þá er lagalega hliðin á þessum erfðafræðilegu nýmælum þegar farin að valda mönnum heilabrot- um. Hvernig ætti t.d. að koma í veg fyrir misnotkun á skráðum erfðafræðilegum upplýsingum? Mætti lögreglan ef til vilí krefjast ákveðinna erfðavísa-prófana á manni, sem hún hefur sterklega grunaðan um einhvern alvarlegan setningu sérstakrar eggjahvítusam- eindar, sem gegnir nákvæmlega skiigreindu hlutverki í efnaskiptum líkamans. Gallaðir erfðavísar fram- leiða þess í stað lífefnafræðilega friðarspilli sem flækjast síðan stefnulaust um í líffærakerfinu; þessar ranglega uppbyggðu eggja- hvítusameindir geta meðal annars Líffræðingur- inn Robert A. Weinberg gagnrýnir ýmis atriði varðandi hugsanleg áhrif hinnar nýju erfða- fræðitækni: Hömlulaus framvinda erfðafræðinn- ar? upplýsingar um galla í erfðavísi og þann arfgenga sjúkdóm sem af slík- um galla kynni að hljótast. Þar sem . kunnugt er um rúmlega 400 arf- genga sjúkdóma, og framfarir á sviði erfðavísagreiningar eru orðnar jafn örar ög raun ber vitni, þá er greinilegt, að yfir læknum og heil- brigðisstéttinni allri vofír innan glæp? Og ef það yrði leyft, við hvaða glæpi ætti þá að miða slíka laga- lega heimild? Á það að teljast brot á hjúskaparlögum, ef makar hafa haldið einhveijum miður æskilegum göllum á erfðavísum sínum leynd- um fyrir hvoru öðru? Hvaða frávik frá eðlilegum erfðavísum geta t.d. réttlætt fósturdeyðingu? Eiga erfðavísa-prófanir að verða viss þáttur við ákvörðun manna um starfsval eða aðgang að mennta- stofnunum? Um ekkert af þessum álitamálum hefur, enn sem komið er, verið fjallað á opinberum vett- vangi hjá okkur, þannig að allur almenningur fái nauðsynlegar upp- lýsingar um það, hvað raunverulega sé á seyði og geti myndað sér ein- hveijar raunhæfar skoðanir um sið- gæðislegar hliðar þessara mála. Þær öru framfarir sem um þessar mundir eiga sér stað á sviði erfða- vísagreininga, endurspeglast á eng- an hátt 1 almennum umræðum um siðgæðisleg og félagsleg vandamál sem greinilega fylgja í kjölfar þess- arar þróunar. Þar er ennþá viðtekið gildismat meðal Vesturlandabúa, að „þegar allt kemur til alls sé hver og einn einstaklingur ábyrgur fyrir eigin gerðum og afstöðu”. Þegar áhrifamáttar hömlulausra erfðavísa-rannsókna fer hins vegar að gæta fyrir alvöru í mannlífinu, er líklegt, að trúin á fijálsan vilja fari ört dvínandi. Þess í stað gæti kviknað sú hjátrú, að það séu erfða- vísarnir einir sem ráði örlögum manna, á svipaðan hátt og menn trúðu því hér áður fyrr, að stjörn- urnar væru okkar helstu örlaga- valdar. Ofurmenni í aðsigi Enda þótt vísindamenn innan líf- fræðigeirans gæti þess vandlega að impra ekki einu sinni á gömlum, illræmdum hugtökum eins og „óþurftar lífi”, „lélegum og lítilfjör- legum erfðaeiginleikum” eða á „kynbótum”, má samt sem áður greina vissa hugmnd um „ofur- menni” í framtíðarsýn þeirra. Þessi hugmynd er þá reifuð með ummæl- um eins og hin ákjósanlega mann- vera og manngerð með vandlega yfirförnum DNA-þúnaði, þar sem allt liggi ljóst fyrir og sé greini- legt, allt niður í minnsta sameindar- þráð. Erfðafræði-spámennirnir boða ákveðna framtíðarsýn, þar sem raunverulega verður unnt að betrumbæta mannleg örlög. Þegar búið verður að ráða í merkingu genamengis mannsins að fullu, þurfi enginn lengur að sætta sig við óæskilega erfðaþætti í litning- um sínum. Þróun heilla kynþátta sem og hvers einstaklings upp á hin æðru tilverustig liggur þá orðið algjörlega í höndum erfðavísa- skurðlækna. Nefnd sú á vegum Evrópubanda- lagsins, sem yfírumsjón hefur með framvindu genrannsókna í álfunni, lætur svo ummælt í drögum að stefnuyfirlýsingu varðandi markm- ið þessara rannsókna, að þær séu fyrst og fremst gerðar til þess að þróa „læknisfræðilega framsýni”, þ.e. hæfni til að gera erfðafræðileg- ar spár í því skyni, að unnt sé að koma í veg fyrir sjúkdóma sem gerðu síðar vart við sig. Lyfjafyrirtæki um allan heim eru þegar komin í kapphlaup um fram- leiðsluréttinn á þeim fáu erfðavísa- lyfjum sem þylíja orðið nægilega örugg eftir víðtækar prófanir á áhrifamætti þeirra. Nú þegar er augljóst að gífurlegir viðskipta- hagsmunir eiga brátt eftir að tengj- ast þeirri erfðavísatækni sem nú er verið að þróa. Álitið er, að heild- arveltan í heiminum verði kringum 200 milljarða bandaríkjdala á ári í erfðavísa-lyfjum. Þúsundir gena-til- raunastofa og framleiðslufyrir- tækja eru að taka til starfa víðs vegar í Evrópu um þessar mundir; í Þýskalandi einu er um 1300 slík fyrirtæki að ræða. Evrópsk og bandarísk gen-fyrirtæki eru bæði í einkaeign og líka á vegum ríkis- stofnana eins og t.d. allra helstu háskóla. Og enginn þarf lengur að velkj- ast í vafa um það, að nú fer senn að renna upp í mannheimum nýöld í merki erfðafræðinnar. Þýtt og endursagt úr Der Spiegel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.