Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.1991, Blaðsíða 8
-8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 L r SÁLARFRÆDI/ Er sálarlíf mannsins einskonar orkukerfi? Yarnarhættir NOKKURRA áratuga gamalt nýyrði í orðasafni sálfræðinga er hugtakið varnarhættir. Það er þýðing á þýska orðinu Abewe- hremchanismen sem Freud notaði um tiltekin fyrirbæri í starf- semi sálarlífsins. Freud gerði ráð fyrir því að sálarlíf mannsins væri eins konar orkukerfi. Og orkan birtist sem tilfmningar af ýmsu tagi. Margt af þessum tilfinningum er mönnum meðvitað og háð misgóðri stjórn skynsemi og sið- gæðisvitundar. En tilfinningalíf mannsins er fjölbreytilegt. Sumar tilfinn- ingar eru næsta frumstæðar, aðrar vel þroskaðar. Sumum fylgir sársauki og þján- ing, kvíði og sektarkennd. Yfir- leitt er það svo að menn reyna að bægja frá sér óþægilegum tilfínningum og halda þeim burtu frá meðvitund sinni. Til þess höfum við ýmis úrræði og eru þau einu nafni nefnd varnar- hættir. í kjölfar kenninga Freuds hafa fræðimenn talið sig geta gremt sundur eina 10-12 mis- munandi varnarhætti og hefur hver þeirra sitt sérstaka nafn. Öllum varnarháttum er sameig- inlegt að þeir eru ómeðvitaðir, þó að meðvitaðar hliðstæður þeirra finnist einnig. Einn þekkt- asti og mest umtalaði varnar- háttur er svonefnd bæling, sem felst í því, eins og nafnið bendir til, að. óæskilegum tilfinningum og kenndum er beinlínis ýtt djúpt niður í myrkur sálarlífsins. En þetta er aðeins ein aðferð af mörgum og ekki sú algengasta, þó að hér verði ekki farið út í nánari útlistun. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að starfsemi varnar-' hátta er eðlilegur og heilbrigður hluti sálrænnar starfsemi. Án þeirra væri maðurinn illa settur og svo sannarlega langt frá því að vera heilbrigður. Það kemur stundum fyrir að varnarkerfið bilar eða hluti þess og er það merki mikils sjúkleika. En einnig getur það gerst að eins konar ofvöxtur hlaupi i varnarhættina, venjulega sem afleiðing mikils kvíða, og er það einnig vottur sálrænna vanheilinda. Eins og ég nefndi áðan hefur verið greint á milli allmargra mismunandi varnarhátta. Starf- semi þeirra lýsir sér á ýmsa vegu í skapferli og hegðun og setur svipmót sitt á persónuleika fólks. Menn hafa jafnvei talið sig geta eftir Sígurjón Björnsson greint sundur tilteknar gerðir persónuleika með hliðsjón af notkun varnarhátta. Ég býst nú raunar varla við því að þetta geti talist sérlega nákvæm vís- indi enda er hér ekki verið að fjalla um áþreifanlega hluti held- ur tilgátur sem að vísu eru studd- ar-sterkum rökum og athugun- um. En hvað sem þessu líður er skilningur Freuds á varnarkerfi sálarlífsins eitt af því sem býsna vel hefur staðist tímans tönn og menn hafa talið gagnlegt að styðjast við allt til þessa dags. <? vVORÆrr/ HÁs'f-° Síðasti söludagur í D-flokki á morgun. -T-fr • M f >. Milljónir dregnar út þriðjudagskvöld. SPENrampi i - efþú átt miða! LÆKNISFRÆÐI.t ^ k oma í hreibur oghrogn koma í tjöm Sitthvað um fijósemi ÞEGAR stúlka verður kynþroska eru samtals um 400 þúsund egg- móðurfrumur í báðum eggja- stokkum hennar. Þær voru fimm sinnum fleiri þegar hún fæddist; sumar hafa visnað og horfið en aðrar þroskast og búið sig undir lífið og starfið. Tblf eða þrettán sinnum á ári allt frá kynþroskaskeiði og fram undir fimmtugt gera nokkur hundruð egg, kannski eitt þúsund, sig líkleg til að fara að heiman og freista gæfunnar. Eitt þeirra, fremst meðal jafningja, sprengir sér leið út í kviðarholið og þá draga eftir Þórarin Guðnason öll hin sig í hlé og eru úr leik fyrir fullt og allt, hrörna og verða að engu. í næsta mán- uði fer allt á sömu lund og gengur því heldur en ekki á birgðirnar þegar árin líða. Vafalaust er þetta ein af ástæðunum fyrir því hve mjög dregur úr fijósemi kvenna þegar tíðahvörf nálg- ast. Önnur er sú að eggin í stokkunum eldast eins og konan og það er aldur þeirra en ekki hennar sem hér skiptir máli; sé egg úr ungri konu fijóvgað og gefið annarri á fímmtugs- eða jafnvel sex- tugsaldri eru allmiklar líkur til þess að úr verði barn. Eggjastokkar standa á göml- um merg og búa að sínu en eru ekki verk- smiðja í stöð- ugum gangi eins og kyn- kirtlarnir í hin- um helmingi mannkynsins. Algengast er að hraustur karlmaður á besta aldri framleiði um eitt þúsund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.