Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra um bræðslur Alusuisse: ISAL með lægsta framleiðslukostnað VERKSMIÐJA ÍSAL í Straumsvík er með lægsta framleiðslukostnað í álbræðslum í eigu Alusuisse, þegar á heildina er litið, samkvæmt upplýsingum Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. Hann sagði í sam- tali við Morgjinblaðið í g;er, að af þeim sökum teldi hann að Alusu- isse, eigandi ISAL tæki ekki ákvörðun um að draga verulega úr fram- leiðslu eða loka verksmiðjunni nema við mjög óvenjulegar og alvarleg- ar aðstæður. * „Ég bendi á það sem fram kemur hjá forstjóra ISAL, að á þessari stundu séu engin áform uppi um að loka eða draga úr framleiðslu hjá ÍSAL í Straumsvík, sem máli skipta. Ég tel ástæðu til þess að benda á að ÍSAL verksmiðjan mun vera sú verksmiðja í eigu Ausuisse, sem hefur lægstan kostnað við fram- leiðsluna, þegar á heildina er litið,” Starfsfólk stórmark- aða forgangshópur - segir Magnús L. Sveinsson formað- ur VR um kjaraviðræður við VSI SAMNINGANEFND verslunar- manna lagði fram sérkröfur í fimm liðum fyrir starfsfólk í stór- mörkuðum og matvöruverslunum á fundi með samninganefnd vinnu- veitenda í húsi VSÍ við Garða-- stræti í gær. Nýr samningafundur hefur verið boðaður í næstu viku til að ræða um samning fyrir þennan hóp verslunarmanna, sem Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að sé eins konar for- gangshópur samtaka verslunar- manna í komandi kjarasamning- metin verði til launa eftir 6 mánaða starfsaldur og launahækkunar fyrir þá sem vinna að staðaldri í kæliklef- sagði iðnaðarráðherra, „þannig að ákvörðun hjá þeim um að draga þar verulega úr framleiðslu, eða hætta rekstri verður nú várla tekin, nema við mjög óvenjulegar og alvarlegar aðstæður.” Iðnaðarráðherra benti auk þess á að ÍSAL hefði kaupskyldu á raforku, samkvæmt samningum' ÍSAL og Landsvirkjunar. Að öllu athuguðu kvaðst iðnaðarráðherra telja mjög ólíklegt að til lokunar verksmiðjunn- ar í Straumsvík kæmi. Iðnaðarráðherra var spurður álits á orðum Edwards A. Nötter, yfir- manns hráálsframleiðslusviðs Alu- suisse í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann sagði að hann útilokaði ekki ákvarðanir um breyttan rekstur ÍSAL, haldist óbreytt markaðs- ástand- í áliðnaðinum fram á mitt næsta ár: „Ég ætla ekki að draga neinar ályktanir af því. Það er degin- um ljósara að ef þetta ástand verður viðvarandi með hið lága verð þá mun harðna enn í ári hjá áliðnaðinum. Því spái ég ekki,” sagði Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra. Morgunblaðið/Björn Blöndal Bíll þremenninganna var dreginn -af slysstaðnum með kranabíl. Þrír slösuðust er ekið var aftan á vörubíl ÞRIR menn voru fluttir á sjúrahús í Reykjavík eftir að bíl sem þeir voru í var ekið aftan á vörubifreið á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg á fjórða tímanum síðdegis í gær. Að sögn lög- reglu voru þeir með meðvitund og ekki taldir í bráðri lífshættu. Mennirnir voru á leið suðureftir tekið vinstri beygju inn á Grinda- og óku aftan á vörubifreið sem víkurveginn vegna umferðar á var' kyrrstæð á brautinni en öku- móti. maður hennar beið þess að geta Kröfumar sem lagðar vom fram í gær era í fimm liðum, að sögn Magnúsar. í fyrsta lagi er þess kraf- ist að störf afgreiðslufólksins verði endurmetin samhliða breytingum á launatöxtum sem sé óhjákvæmileg og taka þurfi mið af því að af- greiðslufólk hafi setið eftir miðað við aðra launþega í landinu með þjóðar- sáttarsamningunum. Magnús L. Sveinssonar sagði verslunarmenn rökstyðja þessa kröfu með því að það að kaupmenn sækist eftir lengri af- greiðslutíma með auknum auka- vinnugreiðslum bendi til að afkoma þeirra þoli leiðréttingu á dagvinnu- laununum. Þá er gerð krafa um 4 daga vetrar- orlof vegna lengri afgreiðslutíma í desember, krafist er 10 mínútna hvíldar á klukkustund fyrir af- greiðslufólk á kössum í matvöra- verslunum, krafist er námskeiða sem Yfirdráttur ríkissjóðs hjá Seðlabanka 11 milljarðar: Ríkissjóður greiðir rúman milljarð í vexti af skuldinni Seðlabankinn reiknar með að erlent lán greiði yfirdráttinn um áramót YFIRDRÁTTUR ríkissjóðs hjá Seðlabankanum var rúmlega 11 millj- arðar króna um síðustu mánaðamót. Það sem af er þéssum mánuði hefur upphæðin sveiflast nokkuð upp og niður en til jafnaðar ekki farið neðar en nemur þessum 11 milljörðum króna. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs vegna þessa yfirdráttar nema nú rúmlega milljarði króna á árinu. Forráðamenn Seðlabankans hafa áhyggjur af þessum mikla yfirdrætti en reikna með að hann verði gerður upp með erlendu láni um áramót. Yfirbygg- ingu skauta- svellsins verði flýtt CURLING-nefnd íþrótta- sambands Islands samþykkti ályktun á síðasta fundi sínum þar sem lagt er til við fram- kvæmdastjórn ISI að hún beiti sér fyrir því að fram- kvæmdum vegna yfirbygg- ingar skautasvellsins í Laug- ardal verði flýtt. Jón Ásgeirsson, formaður nefndarinnar, sagði að þekkt fyrirtæki í Kanada væru tilbúin í verkið og byðust til að fjár- magna allt að 85% fram- kvæmdanna í formi langtíma- láns. „Það komu 16.000 manns á skautasvellið í síðasta mánuði og gera má ráð fyrir enn meiri aðsókn, þegar byggt hefur ver- ið yfír svellið. Þessar fram- kvæmdir era mun ódýrari en talað hefur verið um í sam- bandi við íþróttahöil, sem gæti hýst úrslitaleikinn í HM,” sagði Jón. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir að um síðustu áramót hafí staðan á aðalreikingi ríkissjóðs hjá Seðlabanka verið færð niður í núllið með erlendu láni. Hins- vegar hafí yfírdrátturinn mjög fljót- lega orðið mikill og var hann þann- ig orðinn 5,3 milljarðar króna strax 31. janúar s.l. „Kannski var þar um að ræða vanda frá því fyrir áramót- in sem safnað hafði verið,” segir Birgir ísleifur Gunnarsson. í máli hans kemur einnig fram að stjórn bankans hafí töluverðar áhyggjur af- þessari stöðu á reikningnum og hafi margoft látið þær áhyggjur í ljós, einkum í tengslum við vax- taumræðuna að undanförnu. „En þessi staða endurspeglar hallann á ríkissjóði,” segir hann. Staða ríkissjóðs á aðalreikningi Seðlabankans um síðustu áramót er um 8 milljörðum króna verri en hún var á sama tíma í fyrra. Um mánaðamótin október/nóvember á síðasta ári nam yfirdrátturinn rúm- lega 3 milljörðum króna en fór svo í 6,5 milljarða í lok nóvember. Sem fyrr segir var yfirdrátturinn færður niður á núllið með erlendu láni um síðustu áramót og segir Birgir ísleifur að bankinn geri þá kröfu að slíkt verði einnig gert um næstu áramót. Raunar hafí ríkissjóður heimild til þess í aukafjárlögum. Vaxtakostnaður ríkissjóðs sökum yfírdráttarins nemur rúmlega millj- arði króna það sem af er árinu en samkvæmt upplýsingum Ríkisend- urskoðunar í úttekt hennar á fram- kvæmd fjárlaga var vaxtagreiðsla þessi á árinu 1990 hinsvegar 555 milljónir króna. Meginskýringin á þessari aukningu vaxtakostnaðar hjá bankanum frá árinu 1990 segir Ríkisendurskoðun stafa af minni sölu ríkisvíxla og spariskírteina í ár en í fyrra. í máli Birgis ísleifs Gunnarsson- ar kemur fram að töluvert aðrar reglur gilda um útreikning vaxta á yfirdrætti ríkissjóðs en gilda um lausafjárstöðu innlánsstofnana. „Vextir á yfirdrætti á aðalviðskipta- reikingi ríkissjóðs eru nú þannig að í upphafi árs er gerð lánsfjáráætlun og ef hún stenst eru vextirnir venju- legir yfírdráttarvextir að frádregnu 1%. Fari þessi áætlun úr böndunum verða þetta yfirdráttarvextir að við- bættu 1%,” segir Birgir. Yfirdrátt- arvextir þann 21. nóvember sl. voru 20,2%. Takmarka verður aðgang rík- issjóðs að lánsfé í Seðlabanka - segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir mikil- vægt að aðgangur ríkissjóðs að lánsfé í Seðlabankanum verði tak- markaður, þar sem yfirdráttur ríkissjóðs sé upphafið að erlendri lántöku. Þórður segir að þetta beri að gera með því að afnema í áföngum aðgang ríkissjóðs að sjálfvirkri lántöku eða yfirdrætti hans hjá bankanum. lántöku eða yfirdrætti,” Þórður Friðjónsson. sagði „Ein af mikilvægustu forsend- um stöðugleika í verðlags- og gengismálum er aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum og hófsemi varðandi erlendar lántökur sem Með kíló af hassi innanklæða TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli handtók í fyrradag rúmlega fertugan mann sem falið hafði 970 grömm af hassi innanklæða. Maðurinn var að koma frá Lúx- emborg en í yfírheyrslum hjá fíkni- efnalögregiunni játaði hann að hafa keypt efnið í Amsterdam. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hefði þetta magn af hassi verið allt að 1,5 milljóna króna virði á svörtum markaði hér á landi. Málið er talið upplýst og maðurinn er laus úr haldi. í fyrrinótt gerði fíkniefnalögregl- an einnig leit í tveimur húsum í Hafnarfírði, handtók þrjá menn og lagði hald á um 26 grömm af hassi og eitt gramm af amfetamíni. Þá fann fíkniefnalögreglan 8 grömm af amfetamíni í fóram manns sem húsleit var gerð hjá í Reykjavík á miðvikudag. ríkissjóður stendur á bak við. Það er afar mikilvægt að verulega verði dregið úr halla ríkissjóðs á næstunni til þess að verja þau markmið sem menn vilja stefna að,” sagði Þórður Friðjónsson í samtali við Morgunblaðið. •Þórður sagði rétt að benda á í tengslum við þetta að yfirdráttur ríkissjóðs hjá Seðlabanka hefði verið mjög mikill allt þetta ár og yfirdráttur hjá ríkissjóði væri í raun ígildi eriendrar lántöku. „Þess vegna er afar mikilvægt að það verði gengið í það verk, til þess að treysta stjórn ríkisfjármál- anna, að hefja undirbúning að því að takmarka aðgang ríkissjóðs að lánsfé í Seðlabankanum og gera það með því að afnema í áföngum aðgang ríkissjóðs að sjálfvirkri Hannaði letur fyrir TheTunes GUNNLAUGUR Briem hefur hannað nýja leturgerð fyrir elsta dagblað Bretlands, The Times, og hún verður tekin í notkun á mánudag. Eldri let- urgerð blaðsins var hönnuð fyrir sextíu árum og fiest dag- blöð Vesturlanda hafa tekið hana upp. Gunnlaugur er búsettur í Bandaríkjunum og hannaði einn- ig leturgerð breska vikuritsins The Economist í samvinnu við Indveija. Leturgerðin nefnist „Times Millennium” og hönnun hennar tók tæpt ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.