Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1991 Skáldsaga eftir Astu Ólafsdóttur VATNSDROPASAFNIÐ heitið nýjasta saga Ástu Ólafsdóttur sem komin er út hjá Bókaútgáf- unni Bjarti. í kynningu útgáfunnar segir- m.a. um söguefnið: „Við eru leidd inn í veröld elskenda sem lýtur dularfullum og flóknum lögmál- um. í sögunni er blandað saman óbeisluðu ímyndunarafli, sérkenni- legri kímni og einlægri frásögn af fólki í ölduróti ástarinnar.” Bókin er 96 blaðsíður. Spádómarnir rætast I \ s gps ,fTKt m %( t Ásta Ólafsdóttir STEIKARTILBOD til áramóta GRILLSTEIKUR (naut, lamb, svín) m/bakaóri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri Hráefni: Ungnautakjöt, lambafillet, svínahnakki BESTU KAUPIN í STEIKUM ▼ BARNABOXIIÍ vinsælu meÖ fallegu jóladagatali og ofurjarlablöðrum KR. 480,- Auk þess: Hamborgarar, kjúklinga- bitar, pítur, klúbbsamlokur, djúpsteiktur fiskur, salatbar o.fl. w Jaríinn ^ Giaður í bragði SPRENGISANDI - KRINGLUNNI SINFÓNÍUTÓNLEIKAR _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands sl. fímmtudag eru með bestu tónleikum sveitarinnar það sem af er og er það að þakka frábærum einleikara, Truls Mörk, og ekki síður hljómsveitar- stjórum, Michel Tabachnik, sem mótaði leik sveitarinnar á mjög persónuiegan máta. Fyrsta viðfangsefni tónleik- anna var Coriolan-forleikurinn eftir Beethoven. í þessu verki fjallar Beethoven um hetjuna og hatrið, sem erjylginautur hetjud- áðanna, sviksemina og dauðann, sem eru endalok svikarans. Þessa myrku þætti náði Tabachnik að túlka á eftirminnilegan máta með því að stemma af hraðann og skerpa alla drætti verksins. Sinfónía Concertante op. 125 eftir Prokofíev er sérkennilegt verk, þar sem höfundurinn ýmist leitar fanga í verkstæðum klassi- kera og bregður svo upp sínum skilningi á nútímanum. Þetta veldur ósætti í verkinu, þar sem í hægu köflunum er „sungið” með trega en í þeim hröðu með reiði og jafnvel út úr. Miðþáttur- inn er stórbrotin tónsmíð og besti hluti verksins en í lokakaflanum, sem er skemmtilegur tilbrigða- leikur með tvö stef, er alvörunni eins og slegið upp í gamansemi. Norski sellósnillingurinn Truls Mörk lék þetta viðamikla verk með þeim hætti, að fáu má þar við bæta og síst að nokkuð verði skýrt í orðum, nema til lofs, t.d. Truls Mörk að leikur hans var ótrúlegur í hinum stórbrotna miðþætti þessa sinfóníska verks. Tvö síðustu viðfangsefnin voru Síðdegi skógarpúkans eftir Deb- ussy og Bolero eftir Ravel. Mjög hefur þessum verkum verið slitið út og líklegt að mörgum hljóm- leikagestum hafi verið það til lí- tillar tilhlökkunar að eiga von á að heyra þessi vinsælu og marg- oft leiknu verk. Það er ekki nokkrum vafa undirorpið, að Tabachnik er frábær hljómsveit- arstjóri, því hann endurskóp þessi verk og hljómsveitin lék frábær- lega vel. Galdur Tabachniks er fólginn í því að leika verkin hægt Jón H. Sigurbjörnsson og gefa sér tíma til að móta blæ- brigði og tónhendingar, svo að tónverkið bókstaflega opnast. Flautueinleikur Jóns H. Sigur- björnssonar í Síðdegi skógarpúk- ans var fallega útfærður og sama má segja um leik félaga hans í blásarasveitinni, þó „túttileikur” þeirra í Bolero væri ekki nógu hreinn á köflum. Það var blátt áfram stórkostlegt að heyra hversu Tabachnik tókst að magna upp mikla stemmningu í báðum þessum verkum, draga þau skýrum dráttum og laða fram það besta hjá hljómsveit- inni. Óðruvísi bCómabúð WH blómaverkstæði Skólavöröustíg 12 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.