Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 37 SæmundurJón Kríst- jánsson - Minning v Fæddur 5. apríl 1924 Dáinn 13. nóvember 1991 Með þessum fátæklegu orðum langar okkur systkinin að minnast afa okkar Sæmundar Jóns Krist- jánssonar sem lést 13. nóvember síðastliðinn. Afi var sérlega barngóður og átti auðvelt með að vingast við böm, það var alltaf svo stutt í grínið og grallaraganginn í honum. Það var því alltaf mikið tilhlökkunarefni að fá að fara vestur á Patró til ömmu og afa í páskafríum og sumarieyf- um. Þegar afi átti frí lagði hann sig fram um að eyða tímanum með okkur krökkunum. Laugardagarnir liðu oft þannig að fljótlega eftir hádegisblundinn var farið í bíltúr, í fjöruferð eða annað. Ferðin byij- aði með viðkomu í sjoppunni og keypt „nesti” sem við systkinin fengum að velja sjálf. Svo var hald- ið af stað í Toyotunni gömlu, bíl- stjórinn með hattinn sinn að venju og allir undu glaðir við sitt, við með allt gotteríið sem afi hafði keypt og hann smitaðist af barnslegri gleði okkar. Afi hafði mikið gaman af að rækta garðinn sinn og það var gam- an að færa honum plötur. Hann annaðist þær eins og ungbörn og við fengum að fylgjast með hvernig þær döfnuðu. Við fundum öll fyrir því hin síð- ari ár hversu vel hann afi fylgdist með okkur. Hann átti tii að hringja í okkur og spyija hvernig gengi í skólanum, hveijar framtíðaráætl- anir okkar væru og hvernig litli langafadrengurinn hefði það. Það má því segja að afi okkar hafi ver- ið mikið meira en orðið afi segir. Hann var okkur kær vinur sem hægt var að tala við og treysta á. Elsku Aðalheiður amma. Við vilj- um biðja góðan guð að hugga þig og styrkja á þessum erfiðu tímum og vera þér Ijós í myrkrinu. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Aðalheiður, Sæmundur og Atli Helgabörn. Góður vinur og félagi hefur kvatt sitt jarðvistarskeið. Mannverunni er ekki gefið að vita hvenær að endalokum dregur, en eitt er víst að lífsins saga tekur enda fyrr eða síðar. Mann setti hljóðan, þegar það fréttist að Sæmundur hefði látist 13. þ.m. Reyndar vissum við að hann gekk ekki heill til skógar und- angengin ár, og varð að ganga undir erfiða og mikla aðgerð vegna sjúkdóms síns. En þannig er lífið. Allt hefur sín takmörk, einnig lífið og dauðinn. Sæmundur J. Kristjánsson var að mörgu leyti sérstæður og merki- leg mannpersóna, félagsvera sem menn báru virðingu fyrir vegna mannkosta hans og ötulleika. Hann var ráðagóður og heill í samstarfí við .sína meðbræður. I skoðunum var hann framfarasinnaður, og vildi veg síns byggðarlags sem mestan. Þessu kynntist ég vel, þvf við áttum samleið og samstarf í sveitarstjórn Patrekshrepps kjörtímabilið 1958- 1962. Ég minnist hans með virðingu frá þeim árum, sem góðs félaga og atorkusams sveitarstjórnarmanns. Ég minnist. hans einnig úr starfi Lionshreyfingarinnar. Hann gekk'í Lionsklúbb Patreksfjarðar á fyrstu árum klúbbsins, og þar kom einnig fram hans frábæri dugnaður og atorka. í þeim félagsskap starfaði hann vel og lengi, sat þar í nefndum og stjórn, var meðal annars formað- ur klúbbsins eitt kj’örtímabil, og svæðisstjóri Lionssvæðis A á Vest- fjörðum var hann einnig eitt kjör- tímabil. Hann naut virðingar Lionshreyf- ingarinnar, sem og annars staðar í félagsmálastarfi sínu. Sæmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðríður Helgadótt- ir, þau skildu. Börn þeirra eru: Helgi Sæmundsson, ráfvirkjameist- ari, og Ásdís Sæmundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur. Síðari kona Sæ- mundar er Aðalheiður Kolbeins, ljósmóðir. Þau hafa búið hér í far- sælu hjónabandi á Patreksfirði. Þeirra börn eru: Lilja Sæmunds- dóttir, kennari, Barði Sæmundsson, vélsmíðameistari, Halldór Sæ- mundsson og Ólafur Sæmundsson, húsasmiður. Línur þessar eru fátæklegar hug- leiðingar við fráhvarf Sæmundar Kristjánssonar, kveðja okkar hjóna og þakkiæti fyrir liðin ár og vináttu. Við biðjum guð að blessa minn- ingu hans, og veita börnum hans huggun í raun. Aðalheiði, þeirri mætu konu, vottum við samúð okkar og vitum að almættið færir henni styrk á raunastund^ Ágúst H. Pétursson Eðlilegur þáttur lífs er dauðinn. Samt búumst við aldrei við honum, reiknum ekki með honum. Hann kemur á óvart ævinlega. Mágur minn, Sæmundur, hafði fengið sína viðvörun. Fyrir níu árum fékk hann hjartaáfall og gekkst þá undir að- gerð sem gaf honum þá heilsu sem dugði um sinn til þátttöku í lífinu. Ekki gekk hann heill til skógar en bar ekki veikindi sín á torg og duldi sína nánustu sársauka sínum. Fyrir rúmu ári var ljóst að ekki yrði hjá því komist að hann gengi aftur undir aðgerð og eftir biðtíma var að því komið. Víst fylgdi biðinni kvíði en þó miklu fremur bjartsýni og von um bjarta daga sem fram- undan væru til starfa og góðra stunda. Ekki gekk það eftir. Þann 13. nóvember sl. andaðist Sæmund- ur Jón Kristjánsson á gjörgæslu- deild Landspítalans. Leiðir okkar Sæmundar lágu saman fyrir 37 árum þegar elsta systir mín Aðalheiður Kolbeins og Sæmundur gengu í hjónaband þann 14. apríl 1954. Þá varð Aðalheiður stjúpmóðir tveggja barna Sæmund- ar af fyrra hjónabandi, Helga raf- virkjameistara og Ásdísar hjúkr- unarfræðings. Börn Sæmundar og Aðalheiðar eru: Lilja sérkennari, Barði vélvirkjameistari, Halldór og Ólafur húsasmiður. Sjálfur var Sæmundur vélvirkjameistari. Sæmundur Jón Kristjánsson fæddist á Brekkuvöllum á Barða- strönd 5. apríl 1924. Hann var elsti sonur hjónanna Guðrúnar Lilju Kri- stófersdóttur og Kristjáns Ólafs Ólafssonar. Aðeins 14 ára lagði hann einn af stað út í lífíð. Um tveggja ára tímabil dvaldist hann hjá móðurbróður sínum Kristófer Kristóferssyni og konu hans að Hvestu í Arnarfirði. Þessi tími varð honurn ómetanlegt veganesti út í lífið. Á sínum yngri árum vann hann um tíma hjá Jens Árnasyni í Vélsmiðjunni á Spítalastígnum í Reykjavík. Reynsla þess tíma varð honum mikilvæg og vitnaði hann oft til þess, enda nýttist þessi reynsla honum í starfi æ síðan. í mörg ár hélt Sæmundur gangandi vélunum í bátum og bílum þeirra Patreksfírðinga og nú síðari árin hefur Barði staðið við hlið föður síns þar í vélsmiðjunni Loga. Sæ- mundur var einn af stofnendum þess fyrirtækis. Líf hans snerist um starfið í smiðjunni. Alla daga lá leið hans í iJoga. Á Patreksfirði' vann hann sitt ævistarf. Fyrir hon- um var Patreksfjörður nafli al- heimsins. Hahn bar velferð Patreks- fjarðar fyrir brjósti. Sæmundur stóð fast á skoðunum sínum og lá ekki á þeim. Hann hafði sínar ákveðnu stjórnmálaskoðanir og um tímabil tók hann þátt í störfum hreppsfé- lagsins. Nú eru hvörf og ég lít til baka. I Sæmundi átti ég góðan vin. Hann var blíðlyndur og barngóður. Mér er minnisstætt er ég heimsótti þau systur mína gg mág, hversu blíður hann var við Halldór drenginn sinn sumarið 1963. Halldórer nú heimil- ismaður á Skálatúni og hefur verið það síðan hann var fímm ára. Vel fer um Halldór á Skálatúni en víst hefur það verið sársaukafullt að sjá á bak honum að heiman, en um annað var ekki að ræða. Barnabörn- in stóðu nærri hjarta Sæmundar. Á sinn hátt tjáði hann börnunum sín- um ást sína og umhyggju þó ekki væri notuð mörg orð. Honum voru börnin hans, tengdabörnin, barna- börnin og nú síðast litli langafa- drengurinn elsku börnin hans. Sæmundur var gjörhugull og glöggur. Hann var sá maður er best gat frætt mig um furður ýms- ar í náttúrunnar ríki. Oft hringdi ég vestur til þess að fá fréttir af fuglunum þar í Múlanum. Ég kom aldrei að tómum kofanum hjá Sæ- mupdi. Á sumrin komum við skylduliðið stundum vestur til Patreksljarðar til systra minna, þeirrar yngstu og þeirrar elstu. Þá voru mágarnir Sæmundur og Snorri viljugir að keyra um með gestina til þess að sýna okkur þau birkitré sem best vaxa fyrir vestan, huldufólkskletta og önnur undur íslenskrar náttúru. Síðan var stoppað uppi á háheiði, allir út og grillað. Fyrir tveim árum að hausti til áttum við sunnansystur yndislega samveru með þeim Áðal- heiði og Sæmundi í sumarbústað á Barðaströnd. Sæmundur sýndi okk- ur meðal annars hæli Gísla Súreson- ar. Ekki létum við okkur nægja beijatínslu, við tíndum líka sveppi en sveppatínsla var nýlunda fyrir Sæmund og vildi hann iæra þar til verka og nýta sveppi til matar eins og annað þa_ð sem íslenskt land getur gefið. Ógleymanlegt. Sæmundur var glettinn og gam- ansamur. Þó að heilsa hans væri slök yfirgaf kímnigáfan hann aldr- ei. Margt spaugsyrðið var þá látið falla. En við ræddum ekki síður mál sem miklu varða. Aðeins fáir dagar eru síðan við sátum saman í eldhúsi Ernu systur minnar og töluðum saman -um vináttuna. Stundin kemur ekki aftur en minn- ingin lifir og yljar. Stórar stundir gleði og sorgar skei'pa andstæðurnar í lífinu. Nú er réttur mánuður síðan ég var þátttakandi í bjartri gleðistund, er þau Ólafur yngsti sonurinn og Gríma með dótturina Aðalheiði Ýr gerðu brúðkaup sitt. Sú stund er vafin birtu og ljóma. Minningamar eru sú huggun sem við eigum í sorginni. Guð blessi minninguna um Sæmund Kristjáns- son og huggi systur mína og fjöl- skylduna. Þórey Halldórsdóttir Kolbeins Kveðja frá Lionsklúbbi Patreksfjarðar í dag, 23. nóvember, verður Sæmundur Jón Kristjánsson frá Patreksfirði kvaddur hinstu kveðju með útför frá Patreksfj arðarkirkj u. Sæmundur fæddist 5. apríl 1924 og lést 13. nóvember 1991 og var liðlega 67 ára er hann féll frá. Sam- ferðamaður hefur lokið göngu sinni. Sæmundur var af vestfirsku bergi brotinn. Hann fæddist að Brekkuvelli á Barðaströnd en bjó mestan hluta ævi sinnar á Patreks- firði og starfaði þar. Það fór ekki mikið fyrir honum í samskiptum, en hann var fastur fyrir. Allir vissu hver hann var, og hvaða skoðanir hann hafði á málefnum. Sæmundur unni átthögum sínum, heimabyggð og heimafólki. Hann lagði sitt af mörkum til að bæta mannlífíð, græða landið og prýða. Sæmundur var mörg ár félagi í Lionsklúbbi .Patreksfjarðar og mik- ill áhugamaður um málefni og við- fangsefni Lionshreyfingarinnar. Sami dugnaður Sæmundar ein- kenndi félagsstarfið sem og önnur verk hans. Það sem vel er gert gleymist ekki. Það verður samferð- amönnum þeim, sem eftir standa, til umhugsunar og hvatningar um það að halda uppi merkinu. Það var andi Lionsfélagsins, sem nú er kvaddur. Eftir er minningin um góðan og traustan mann. Eftirlifandi eiginkonu Sæmundar heitins, börnum og vandamönnum, vottum við samúð okkar. Hvíli hinn látni í friði Guðs. Úlfar B. Thoroddsen f KRAKKAR! avjníð AÐ BURSTA .tennurnaR eru komin á alla útsölustaði Öll Lionsdagatöl eru merkt. Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.