Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 Magnús Ingi Hall- dórsson - Minning Fæddur 16. apríl 1955 Dáinn 14. nóvember 1991 Það getur ekki verið satt, var okkar fyrsta hugsun, þegar við heyrðum fyrst um þetta hræðilega slys á Breiðdaisheiðinni 14. nóv- ember síðast liðinn. En það reyndist rétt, hann Maggi vinur okkar var látinn. Það er stutt stórra högga á milli í þessari fjöl- skyldu. 2. nóvember lést ungur systursonur Guðbjargar, konu Magga, af slysförum á Óshlíð. Við erum öll harmi slegin yfir að maður- inn með ljáinn komi tvisvar við hjá sömu fjölskyldunni með svo stuttu millibili. Það var orðinn fastur punktur í tilverunni hjá okkur að fylgjast með Magga á morgnana ganga til vinnu sinnar úr Holtahverfmu út í Kofra- braggann. Oft var mikið unnið og stundum kímdum við í glugganum ef hann gekk álútur með hendur í vösum og sögðum að eitthvað væri hann nú syfjaður blessaður dreng- urinn. En það brást aldrei, að þegar «^.hann keyrði upp hjá Fagrahvammi skömmu síðar ýmist á jeppa eða stórvirkri vinnuvél, sáum við hendi veifað og fengum sent glaðlegt bros. Nú er hann horfinn og sporin út í Kofrabraggann verða ekki fleiri. Við kveðjum hér góðan vin sem í minningunni verður alltaf brosmild- ur og góður. Elsku Gugga, Halldór, Hjörtur og Helga Guðrún, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa í þessari miklu sorg. Við viljum einnig votta fjölskyld- um drengjanna sem fórust í Óshlíð- inni 2. nóvember innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau og hjálpa. Minningin um góða vini lifir. Fjölskyldan, Fagrahvammi. Skörpust skil á milli allra landa- mæra eru skilin á milli lífsins og dauðans, þar skilur á milli hyldjúp gjá en samt er svo stutt yfír. Fregnin um að Magnús Halldórs- son, góður félagi og mannkosta- maður, hafí farist af slysförum olli miklum sársauka. Fyrstu viðbrögð eru að vilja ekki trúa því að þetta hafí gerst, en þegar veruleikinn vinnur á og honum verður ekki haggað, koma góðar minningar í hugann um mann sem gott var að hafa kynnst. Það var vorið 1974 sem ég kynnt- ist Magnúsi fyrst, þá báðir að byrja að vinna á vinnuvélum. Upp frá því lágu leiðir oft saman, mest í vega- framkvæmdum í nágrenni ísafjarð- ar, Óshlíð, Súðavíkurhlíð og víðar. Stundum var um að ræða erfíð verkefni, sérstaklega í byrjun hinna miklu endurbóta vegarins um Óshlíð árin 1982 og 1983. Þar þurftu menn að taka á öllu því sem þeir áttu við vinnu í erfiðum aðstæð- um og þar naut Magnús sín vel. Þetta var á þeim tímum sem Vegagerðin vann sín verk með leiguvélum og yfírbragð þessarar vinnu var á einhvern hátt annað þá en nú á tímum verktaka og út- boða. Magnús var einn af þessum mönnum sem náði strax tökum á því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var fagmaður í starfinu. Slík- ir menn eru ekki á hveiju strái og kannski hafa þeir oft ekki fengið þá viðurkenningu sem þeim ber. Enda er menntun og prófgráða ekki forsenda fyrir góðum árangri í þessari grein, heldur hugvitssemi, verksvit, handlagni og umfram allt áhugi. Þessa kosti alla hafði Magn- ús svo af bar. Betri samstarfsmann var ekki hægt að hugsa sér. Sl. 5-6 ár hafði Magnús, í sam- starfi við Jón Veturliðason félaga sinn, byggt upp þróttmikið og myndarlegt verktakafyrirtæki. Vegna atvinnu minnar síðustu ár höfðu samskipti okkar verið mikil, þau voru sem fyrr ánægjuleg og uppbyggjandi. Stórt skarð er höggvið og það vandfyllt. Eftir lifír minningin um góðan dreng sem mikill fengur er að hafa kynnst og unnið með. Hjálp- semi hans og hans hlýja viðmóti verður ekki gleymt. Guggu, börnunum og öðrum vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Megi góður Guð veita þeim styrk. Geir Sigurðsson Mig langar í örfáum orðum að kveðja og minnast góðs vinar og samstarfsmanns. Hvað geta orð manns orðið annað en fátækleg, þegar maður stendur svo vesæll og vanmáttugur gagn- vart aimættinu. Hvað getur maður annað en gripið til minninganna og reynt að ylja sér við þær. Og marg- ar eru minningarnar sem renna gegnum hugann. Maggi var traustur og kær vinur og einlægur vinur vina sinna, sem sjaldan skipti skapi. Enda geislaði af honum lífsgleðin, þó engum dyld- ist ef honum mislíkaði. Samstarf okkar Magnúsar hófst fyrir rúmum 17 árum, en við unnum þá á jarðýtum og öðrum vinnuvélum hjá fyrirtækinu Kofra hf. á ísafirði. Arið 1986 stofnuðum við okkareig- in fyrirtæki, Jón og Magnús sf. sem er með starfsemi vinnuvéla. Á okk- ar samstarf hefur aldrei fallið skuggi, Iýsir það best hversu góður drengur er genginn. Því oft hefur verið erfítt við snjómokstur og vegagerð í misjöfnum veðrum á fjallvegum Vestfjarða. Ekki átti ég frekar en aðrir von á því að morgni fimmtudagsins 14. nóvember sl. að þetta væri í síðasta skipti sem við ræddumst við í þessum heimi, en hann var þá á leið í snjómokstur á Breiðadalsheiði, veður eru válind og móðir náttúra of grimm og átti hann ekki afturkvæmt þaðan í lif- enda tölu. Lífíð verður aldrei eins og þegar vinur manns er genginn og ein- hvern veginn fær söknuðurinn nýjar víddir, þegar maður upplifír hann og þarf að sjá á eftir kærum vini. Samt heldur lífið áfram með nýjar væntingar og ný viðfangsefni, það bíður ekki. Þannig held ég að Maggi hafi litið á lífíð og tilveruna og vilj- að að við gerðum öll. Eiginkonu hans, börnum, foreldr- um og öðrum aðstandendurn sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið góðan Guð að blessa þau öll. Þig kveðja bömin, byggðin, vinir allir, hin bjarta minning þeim í huga skín. Við anda þínum brosa himna hallir, þar heilög ljóma kærleiksverkin þín. (F.J. Arndal.) Jón Veturliðason í dag verður jarðsunginn frá ísa- fjarðarkapellu vinur minn Magnús Ingi Halldórsson sem lést af slysför- um á Breiðadalsheiði þann 14. nóv- ember sl. Þegar mér bárust þau hörmulegu tíðindi að Magnús vinur minn væri látinn, flugu í gegnum hugann minn- ingabrot frá liðnum tíma en Magnús hef ég þekkt í tæp tuttugu ár og hefur hann verið mér og fjölskyldu minni mjög kær. Það mun hafa verið sumarið 1972 sem við kynntumst er við unnum saman í Mjólkárvirkjun. Hann var þá nýkominn með bílpróf og búinn að kaupa sér bíl, hvítan amerískan fólksbíl. Okkar fyrstu kynni urðu þegar hann bauð mér og Helgu konu minni sem þá var í heimsókn í Mjólká, í bíltúr að Núpi í Dýrafirði. Magnús fæddist í Reykjavík þann 16. apríl 1955 og var því aðeins 36 ára er hann lést. Hann var sonur hjónanna Halldórs Magnússonar og Ingu Magnúsdóttur, næstelstur fimm systkina og einkasonur. Sex ára gamall flytur Magnús til Hnífsdals ásamt foreldrum sínum og bjó þar til fullorðinsára. Skyldunámi lauk hann frá unglingaskóianum þar á staðnum en hugurinn stefndi þá ekki á frekara nám og réð hann sig á Hofsjökul sem var í siglingum milli landa. Magnús vann sem ungl- ingur á sumrin í Hraðfrystihúsinu í fynífsdal. Eftir að sjómennsku lauk vann hann hjá Vesturverki sf. við gerð Langavatnsmiðlunar í Mjólká og síð- an vann hann eitt ár sem afgreiðslu- maður á ísafjarðarflugvelli. Árið 1974 ræður hann sigtil Kofra hf. sem var fyrirtæki föður míns og bræðra og gerðist hann fljótt meðeig- Marinó Péturs- son - Minning Fæddur 21. febrúar 1908 Dáinn 12. nóvember 1991 Marinó frændi er dáinn. Fjöl- skylda og vinir sem tengjast Álftröð 3 hafa misst tryggan og góðan vin sem gaf allt af sjálfum sér en ætlað- ist ekki til neins í staðinn. Það seg- ir meira en mörg orð að aldrei bar - -skugga á okkar samband við Mar- inó frænda í þau 25 ár sem hann bjó í sama húsi og við. Við minnumst þeirra daga þegar við heimsóttum frænda á Bakka- fjörð. Það voru hamingjustundir í lífi okkar að fá að vera í návist hans, sum okkar dvöldu sumarlangt því gestrisni frænda var þvílík að hún var rómuð. Þær eru ógleyman- legar bátsferðirnar um Bakkafjörð sem frændi fór á báti sínum með vinum og ættingjum. Frændi elsk- aði böm og hafði unun af návist þeirra, enda sóttust börnin eftir félagsskap hans. Við krakkamir kölluðum hann alltaf frænda eða afa, vegna elsku okkar á honum. Marinó giftist aldrei en bjó með móður sinni, Sigríði Friðriksdóttur, meðan hennar krafta naut við. Hann var hæglátur og ljúfur en átti fáa vini en góða. Frændi rak - heildverslun Marinós Péturssonar í 20 ár og komu margir úr fjölskyld- unui með gott veganesti út t lífið eftir störf sín hjá frænda en hugur- inn leitaði til æskustöðvanna og þar bjó hann síðustu ár ævi sinnar. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Hann gefur og hann tekur. Við vorum þeirrar hamingju aðnjótandi að fá að vera samferðafólk hans í lífínu og njóta ástúðar og trausts góðs manns. Ástkær frændi er farinn yfír móðuna miklu og við vitum að al- góður guð leyfír okkur að samein- ast aftur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Frændfólk og vinir, Álftröð 3, Kópavogi. Pétur Marinó hét hann fullu nafni en flestir þekktu hann eingöngu undir nafninu Marinó. Hann var fæddur 21. febrúar 1908 á Hallgils- stöðum í Þistilfírði, elstur 7 barna hjónanna Sigríðar Friðriksdóttur, frá Efri-Grund í Holtshreppi undir Eyjafjöllum, ogPéturs Metúsalems- sonar bónda þar, ættuðum frá Mið- fjarðarnesi á Langanesströnd. Barnsskónum sleit Marinó á Hall- gilsstöðum, þar sem fjölskyldan bjó í 15 ár uns þau tóku sig upp 1922 og fluttu til Vestmannaeyja. Dvaldi fjölskyldan í Eyjum í 1 ár en flutti þá aftur norður og hóf fljótlega eftir norðurkomuna að reisa nýbýlið Hafnir á landspildu úr landi Saur- bæjar á Langanesströnd. Bjó fjöl- skyldan á Höfnum til ársins 1939 og stóð Sigríður fyrir búinu ásamt börnum sínum síðustu 3 árin eftir að bóndi hennar, Pétur, lést. Lífsbaráttan var víðast hörð á þeim árum, ekki síður hjá þeim Sig- ríði og Pétri en öðrum, og fóru börnin að vinna strax og þau gátu vettlingi valdið. Marinó var farinn að stunda sjósókn og önnur störf utan heimilis um það leyti sem þau fluttu að Höfnum. Réri hann fyrst bæði á Bakkafirði og Þórshöfn en fór að fara suður á vertíð um 1930. Náði hann þar að festa kaup á báti sem hann flutti norður og hóf róðra frá Höfnum með bræðrum sínum. Var oft ágætur fiskur skammt undan, en lending var erfið á bænum. Allur fiskur var verkaður heima og þurfti þá oft að hafa mik- ið fyrir flutningum á salti og full- unnum fiski á vegleysunum eins og þær voru í þá daga. Eftir að Sigríður og böm hennar brugðu búi á Höfnum fluttu þau til Þórshafnar. Starfaði Marinó þar um tíma hjá kaupfélaginu við skrifstof- ustörf. Árið 1944 flutti Marinó til Reykiavíkur og starfaði þar meðal annars lengi hjá Stefáni Thorarens- en. Hóf hann smám saman eigin rekstur með innflutning, aðallega á byggingar- og útgerðarvörum, og rak þá starfsemi í um 30 ár undir eigin nafni uns hann seldi fyrirtæk- ið, keypti sér trillu, flutti til Bakka- fjarðar og fór að róa til fiskjar á nýjan leik. Þannig má segja að hann hafi verið kominn hringinn, kominn aftur í heimahagana og farinn að stunda þau störf sem hann hóf starfsferil sinn á. Þegar ég man fyrst eftir Marinó bjó hann með ömmu Sigríði á Reynimel. Þar var ákaflega gott að koma. Dvaldi ég þar stundum um tíma en þótt Marinó væri vinnusamur með af- brigðum hafði hann alltaf tíma til að ræða við ungan mann, sem þurfti margs að spyija. Ekki var Marinó margmáll að eðlisfari en rækti vel frændsemi við skyldfólk sitt. Hélt hann heimili með móður sinni, Sig- ríði, á meðan kraftar hennar entust og einnig byggði hann á Álftröð í Kópavogi hús á móti bróður sínum Ágústi og fjölskyldu hans og bjó hann þar þangað til hann flutti til Bakkafjarðar 1978. Systkinabörn sín fóstraði hann mtirg tíma og andi þeirra í fyrirtækinu. Magnús var sérlega góður verk- maður, duglegur og ósérhlífínn og var hann fljótur að ná mikilli leikni á þau tæki sem hann vann með. Einnig var hann laginn við viðgerðir á vélum og járnsmíði hverskonar þó svo að hann hefði ekki lært til þess sérstaklega. En það sem mest er um vert, hann var góður félagi. Á þess- um árum unnum við mikið saman og hittumst oft þar fyrir utan. Áhugamál Magnúsar snerust mikið um vélar og verklegar framkvæmdir og var oft aðalumræðuefnið þegar við hittumst, einnig ræddi hann oft um þann tíma sem hann var í sigling- um. Magnús stofnaði sitt eigið verk- takafyrirtæki ásamt Jóni bróður mín- um árið 1983 og hafa þeir rekið það síðan með miklum myndarbrag. Tóku þeir að sér fjölda verkefna við hafn- argerð og vegagerð víða um Vest- firði, má nefna m.a. vegagerð um Oshlíð sem var þeirra fyrsta stór- verkefni og kom sér þar vel leikni Magnúsar á jarðýtunni við að skera niður snarbratta fjallshlíðina. Öllum verkum skiluðu þeir af sér með mikl- um sóma. Snjómokstur var stór þátt- ur í starfi þeirra á vetrum, hættulegt starf við erfiðar aðstæður undir snarbröttum fjallshlíðum vestfirskra fjalla. Það var einmitt við slíkar að- stæður sem Magnús fórst er snjó- skriða féll á tæki hans. Samstarf þeirra félaga var mjög gott og sér Jón nú á eftir góðum félaga og vini. Eiginkona Magnúsar var Guðbjörg Hjartardóttir, æskuvinur minn og nágranni. Samband þeirra varð til þess að efla enn vináttuna við Magga því á milli fjölskyldna okkar Guggu hefur ætíð verið sérlega gott sam- band sem bundið er mörgum hnútum. Þau giftu sig 3. desember 1977 og man ég vel eftir brúðkaupsveisl- unni sem haldin var á heimili brúð- arinnar í Fagrahvammi af sama myndarbrag og allt annað á því heim- ili. Fyrstu árin bjuggu þau á Grund- argötu 2 en síðan byggðu þau einbýl- ishús við Brautarholt 12. Þar höfðu þau gert sér notalegt heimili fyrir börnin sín þijú en þau eru Halldór Ingi, fæddur 22. júní 1977, Hjörtur Rúnar, fæddur 2. september 1981, og Helga Guðrún, fædd 22. maí 1988. Með þessum orðum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka Magn- úsi samfylgdina. Kæra Gugga og börn, foreldrar, systkini og tengdamóðir, missir ykk- ar er mikill. Biðjum við algóðan guð að veita ykkur huggun og styrk. Stefán Veturliðason tíma, meðal annars við vinnu í fyrir- tæki sínu, mig þar á meðal. Miðlaði hann okkur öllum miklu. Vinnusam- ari manni hef ég ekki kynnst um dagana og færni hans í öllu sem hann tók sér fyrir hendur var að- dáunarverð. Þótt ekki nyti hann skólagöngu að nútímahætti, var hann víðlesinn, listaskrifari, fær bókhaldsmaður, ritfær og mæltur á ensku, dönsku og norsku, músík- alskur og spilaði dável á píanó. Já, þessir aldamótamenn létu ekki að sér hæða. Tóku til hendinni, byggðu upp, brutust áfram og leystu hvern vanda af öðrum, án þess að hafa mörg orð um hlutina. Við mættum eiga fleiri slíka til að leysa úr þeim vanda allsnægtanna sem sagður er allt um kring í dag. Sjálfur sagði Marinó að sér hefði aldrei liðið betur en þessi síðustu 12 ár ævi sinnar eftir að hann flutti aftur til Bakkafjarðar. Og ég veit að hann sagði það satt. Hann yngd- ist um fleiri ár við förina þangað og aldrei var hann í rónni ef hann brá sér suður fyrr en hann gat far- ið norður aftur. Hann kom sér ágætlega fyrir, keypti hluta af svo- nefndu kaupfélagshúsi, endurnýjaði það allt og bjó sér ljómandi vistar- veru. Stendur húsið á hamri fast við höfnina, sem er lífæð þessa litla þorps. Á betri stað varð ekki kosið. Við sögðum við hann, þegar við urðum þess vör að verið var að hringja til hans til að spyija hvort þessi eða hinn væri kominn að Iandi, að hann væri einskonar hafn- arstjóri á staðnum. Við urðum þess líka vör að smáfólkið á staðnum dróst að honum. „Bryggjuveiði- menn” áttu við hann margt erindið, vantaði öngla, þurftu að komast á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.