Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 Ráðskast með bam gegn vilja móður eftir Einar Bjarnason Fyrir rúmum fimm árum lenti það blessaða barn, sem ég ætla að skrifa um, af slysni í höndum Félagsmála- og barnaverndarnefndar Hafnar- fjarðar. Við hjónin kenndum okkur að nokkru leyti um að svona illa tókst til og mun ég skýra það nánar seinna, ef með þarf. Barnavemdar- nefnd fór nú strax að ráðskast með barnið í óþökk allra. Eitt af því fyrsta, sem gert var, var að kalla móðurina, sem var 16 ára reglusöm og prúð stúlka, fyrir nefndina og var henni sýnt skrifað plagg, sem átti að þröngva henni til að skrifa undir og afsala sér móðurréttinum. Sem betur fór tókst þessi leikur ekki. Eftir þetta kom nefndin baminu í fóstur en skilyrðin voru þau, að mig minnir, að móðirin mátti fá barnið í heimsókn alls ekki oftar en einu sinni í mánuði og þá mjög stuttan tíma. Við hjónin vorum búin að ákveða að ná barninu með einhveij- um ráðum, hvað sem það kostaði. Nú leið og beið og loksins kom að því að barnið átti að koma í heim- sókn en sú heimsókn var allsöguleg. Við töluðum við móður barnsins og báðum hana að koma með það til okkar, og það gerði hún. Um leið og barnið var komið tók ég símann og hringdi í barnaverndarnefnd og tilkynnti þeim að barnið væri komið til okkar og þau skildu sækja það ef þau þyrðu. Allsnörp orðaskipti urðu á milli okkar en eftir að þeim linnti hef ég ekkert heyrt frá þessum blessuðum nefndum. Hvorki hósti né stuna Nú eru liðin mörg ár og aldrei heyrst hósti né stuna frá nefndunum. Barnið hefur oft verið hjá okkur og dafnað vel. Aldrei orðið veikt. Sól bregður sumri og senn líður að haustdögum og skólar byija. Barnið átti að ganga Oldutúnsskóla og byij- aði þar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Einn eftirmiðdaginn var dyrabjöllunni hringt hjá okkur og fór ég til dyra. Við dymar stóðu tvær konur og sögðust vera frá Félags- málastofnun, hvort þær mættu koma inn og ræða við okkur um barnið. Ég bauð þeim inn. Mér varð nú á að byija samtalið og spurði þær hvað þær ætluðu að ræða um bam- ið, þeim komi þetta barn ekkert við. Jú, þeim kom barnið víst við, því Félagsmálastofnun hafði borist til- kynning um misfellur á uppeldi og aðbúnaði telpunnar. Þessi mistök áttu að vera hjá ömmu hennar og hennar sambýlismanni og einnig okkur. Þann tíma sem hún hefur verið þar fullyrði ég að hún hefur ekki getað'haft það betra. Ég krafð- ist að fá að vita hver hefði kært. Jú, þær upplýstu það að kæran væri frá bróður móður barnsins og hans fylgikonu. Einhverra hluta vegna er hatrið í algleymingi út í fjölskylduna. Einnig kom kvörtun frá manneskju, sem óskaði nafn- leyndar að ástæðulausu. Ég hef sterkan grun um að þessi kvörtun hafi komið eftir pöntunum frá fyrr- nefndum persónum. Það verður upp- lýst síðar. Við hjónin höfum ekki farið varhluta af ofstæki þessa fólks. Bamið á að vera stórskemmt af því að vera hjá þessum geðbiluðu gamal- mennum eins og þau orða það. Af hverju láta þau svona við okkur. Þeirra vegna læt ég bíða að upplýsa það. Konurnar stoppuðu alllangan tíma og ræddu vítt og breitt um barnið og önnur þeirra vildi fá það og fara með það í annað herbergi og tala við það, ég neitaði því nú fyrst en þar sem konan mín taldi kannski rétt að leyfa það, lét ég undan. Tekið fyrir sálfræðing Eftir því sem telpan sagði mér var samtalið að mínu mati vart sæm- andi konu í þeirri stöðu sem hún er í. Með því síðasta sem þær upplýstu okkur um var að barnið yrði látið fara til sálfræðings. Móðir barnsins, amma og hennar sambýlismaður vora kölluð fyrir nefndina og þeim tilkynnt þetta ásamt ýmsu öðru. Barnið fór 4 eða 5 sinnum í yfir- heyrslu til sálfræðings, en þá neitaði hún að fara oftar. Spurningarnar vora víst margar spaugilegar og sumt sem hann sagði við hana var beinlínis til skammar fyrir hann. Ég ætla aðeins að nefna tvö atriði. Það fyrra er að hann sendi hana með blöð heim og hún átti að teikna á þau, jú, jú hún gerði það og fór með þau í næstu yfirheyrslu, en hvað haldið þið að hann hafi sagt. Þetta hefur amma þín gert fyrir þig. Barn- ið neitaði því og sagðist hafa gert þetta sjálf. Hún er mjög listræn. Hefði nú ekki verið eðlilegra að hann hefði spurt hana hvort hún hefði gert þetta sjálf en ekkki bera á hana að annar hefði gert þetta fyrir hana. Börn skrökva ekki svoleiðis. Annað „Fyrir utan stóðu karl- maður og kona. Konan kvaðst vera frá Félags- málastofnun og vera hingað komin til að sækja barnið. Félags- málastofnun var búin að gefa út úrskurð um það og honum yrði að framfylgja.” sem hún gat ekki gleymt var það að hann spurði hana hvað hún hefði mörg eyra. Sálfræðingurinn sagði ömmu barnsins að hann væri búinn að tala við skólann en ekki fékkst uppgefið hvað hann hefði talað um. Kvöldið, sein hún var tekin, sagði hún ömmu sinni að henni hefði fund- ist skrítið að kennarinn talaði mikið við hinar stelpurnar í bekknum en eiginlega ekkert við sig. Gat þetta verið nokkuð í sambandi við sál- fræðinginn? Bragð er að þá barnið finnur. Mér þótti verst að hún skyldi ekki vera búin að segja okkur þetta fyrr svo ég hefði fengið tækifæri til að tala við Hauk Helgason skóla- stjóra, þann öndvegismann. Ég veit að hann hefði fengið réttar upplýs- ingar um málið. Félagsmálastofnun fór eftir upplognum sökum frá óheið- arlegu fólki en reyndi ekki að kynna sér málið. Ekki var talað við okkur. Seinnipartinn þriðjudaginn 17. sept- í iMtááur r a | Í5\\WÍÉ::.*Íi tnorgun ! síii Reykjavikurprófastsdæmi vestra ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 með þátt- töku Arnfirðingafélagsins í Reykja- vík, sem hefur kirkjukaffi í safnaðar- heimili Áskirkju eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fimmtu- dag: Biblíulestur í safnaðarheimil- inu kl. 20.30 og kvöldbænir í kirkj- unni að honum loknum. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna og Gunnar. Guðsþjón- usta kl. 14. Einsöngur: Stefanía Valgeirsdóttir. Organisti: Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ingólfur Guðmundsson messar. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti: Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Barnastarf á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Báru Elíasdóttur. Bænaguðsþjón- usta kl. 17. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jakoþ Á. Hjálmars- son. Miðvikudag: Hádegisbænir í kirkjunni kl. 12.05. Léttur máls- verður á kirkjuloftinu á eftir. Sam- vera aldraðra í safnaðarheimilinu kl. 13.30-16.30. Tekið í spil. Kaffi- borð, söngur, spjall og helgistund. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. 6 ára börn og eldri og foreldrar þeirra uppi. Yngri börn- in niðri. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór Gröndal. Organisti: Árni Arinbjarnarson. Fyrirbænir eftir messu og molasopi. Þriðjudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altaris- ganga og léttur hádegisverður. Kl. 14 biblíulestur og kirkjukaffi. Allir velkomnir. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- samvera kl. 10 um trú og trúarlíf. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Helgistund kl. 17. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Bar- naguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíðarnar fyrir barnaguðsþjónustuna. Há- messa kl. 14. Sr. Tómas Sveins- son. Mánudag: Biblíulestur kl. 21. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barna kl. 11. Söngur, sögur, fræðsla. Sr. Flóki Kristinsson og Jón Stefáns- son organisti sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholts- kirkju syngur stólvers. Organisti: Jón Stefánsson. Molasopi að guðs- þjónustu lokinni. Aftansöngur alla virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristinssoriar. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Fermingarbörn aðstoða. Foreldrar fermingarbarna eru sérstaklega hvattir til að koma. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn: Reynir Jónasson. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Munið kirkjubílinn. Miðvikudag: Bæna- messa kl. 18.20. GuðmundurÓskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- starf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Organisti: Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. Mið- vikudag: Kyrrðarstund kl. 12. Söng- ur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Kirkjubíllinn fer um Árbæinn fyrir og eftir barnaguðsþjónustuna. Miðvikudagur: Fyrirbænaguðs- (Róm. 13, 8—9.) Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið. þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 16.30. Prestar Árbæjarkirkju taka á móti fyrirbænaefnum. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti: Jakob Hallgrímsson. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffisala kirkjukórsins. Bænaguðs- þjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. FELLA- og Hólakirkja: Vináttu- messa kl. 11. 12 ára börn sýna samtalsþátt. Sunnudagaskólabörn syngja og einnig kór aldraðra úr Gerðubergi. Eftir messu býður æskulýðsfélagið uppá vöfflur og rjóma. Guðsþjónusta miðvikudag kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Sönghópurinn „Án skilyrða” sér um tónlist. Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju mánudag kl. 18. Prestarnir. GRAFARVOGSSÓKN: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11Í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Umsjón: Valgerður, Katrín og Hans Þormar. Skólabíllinn leggur af stað frá Hamrahverfi kl. 10.30 og fer venju- lega skólaleið. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti: Sigurbjörg Helgadóttir. Aðalsafnaðarfundur eftir guðsþjón- ustuna. Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarkaffi. Vigfús Þór Árnason. HJALLASÓKN: Messusalur Hjalla- sóknar Digranesskóla. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Sr. Einar Eyjólfsson safnaðar- prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði messar. Organisti: Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Krakkar úr 12 ára bekkjum Seljaskóla og Ölduselsskóla flytja dagskrár um vináttuna. Krakkar úr 10 ára bekkj- um beggja skólanna og KFUK sýna myndir og fjalla um vináttuna. Org- anisti: Kjartan Sigurjónsson. Mola- sopi eftir guðsþjónustuna. Kirkjan opin og nýbyggingarnar verða til sýnis til kl 17. Heitt á könnunni. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Flautu- skólinn laugardag kl. 11. Violeta Smid. Guðsþjónusta kl. 14. Mið- vikudaginn 27. nóv. morgunandakt kl. 7.30. Orgelleikari: Pavel Smid. Cecil Haraldsson. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma á morgun sunnudag kl. 17. Þorvaldur Halldórsson talar og syngur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldu- samkoma á morgun kl. 16.30. Síð- asta samkoma Venke og Ben Nygaard. KFUM og K: Almenn samkoma kl. 20.30 í kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58. Ræða: Arnmundur Kr. Jónasson. Upphafsorð: Jón Ágúst Reynisson. Sunnudagaskóli kl. 11. Bænastund á Holtavegi nk. mánu- dag kl. 17.30. KRISTSKIRKJA Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardaga messa kl. 14. Fimmtudaga messa kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18.30. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa á sunnu- dögum kl. 10. KAPELLA ST. Jósefsspftala Hafn- arfirði: Messa á sunnudögum kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa á sunnudögum kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. KAÞÓLSKA Kapellan, Keflavik: Messa kl. 16 á sunnudögum. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjón- usta kl. 14. Gídeonfélagar koma í heimsókn og segja frá starfinu. Sig- urbjörn Þorkelsson forseti Gídeon- félagsins prédikar. Safnaðarprest- ur. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Organisti: Guðmundur Ómar Óskarsson. Ein- söngur: Dúfa Einarsdóttir. Ath. breyttan messutíma v/útvarps- sendingar. Barnastarfið í safnaðar- heimilinu kl. 11. Jón Þorstejpsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: í dag laugardag, fræðslufundur með sr. Erni Bárði Jónssyni verkefnastjóra Þjóðkirkjunnar um safnaðarupp- byggingu kl. 11 í Dvergi (gengið inn frá Brekkugötu). Boöið upp á léttan hádegisverð. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti: Helgi Braga- son. Sóknarprestur. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason mess- ar. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti: Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Einar Eyjólfsson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14.00. Séra Halldór Reynis- son í Hruna messar. Kirkjukórar Hruna- og Hrepphólakirkna og Álftaneskórinn syngja. Stjórnendur John Speight og Heiðmar Jónsson. Organisti Þorvaldur Björnsson. Sóknarnefndin. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudag- askóli kl. 11. Messa kl. 14. Kven- félagskonur lesa úr ritningunni og kynna bænaefni. Einsöngur: Margrét Sighvatsdóttir. Organisti: Siguróli Geirsson. Kór kirkjunnar syngur. Sóknarnefnd. YTRI-Njarðvíkurkirkja: Messa kl. 11. Prestur: Jóna Kristín Þorvalds- dóttir. Organisti: Gróa Hreinsdótt- ir. Kór kirkjunnar syngur. Barna- starf á sama tíma í umsjón Gróu og Sigfríðar. INNRI-Njarðvíkurkirkja: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu í umsjón Helgu og Láru. HVALSNESKIRKJA: Sunnudaga- skólinn verður í grunnskólanum í Sandgerði kl. 11 í umsjón Jóhönnu Norðfjörð. Hjörtur Magni Jóhanns- son. ÚTSKÁLAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 14 í umsjón Málfríðar Jó- hannsdóttur. Hjörtur Magni Jó- hannsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11. Kirkjutónleikar kl. 16.30. Kórar Menntaskólans við Hamrahlíð syngja. Helgistund í kirkjunni nk. þriðjudag kl. 18.30. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. AKRANESKIRKJA. Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag, laugardag, í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13.00. Barnaguðsþjónusta í kirkj- unni sunnudag kl. 11.00. Sönghóp- ur æfir kl. 10.30. Messa kl. 14.00. Ragnar Gunnarsson kristniboði prédikar. Messa í Dvalarheimilinu Höfða kl. 15.30. Fyrirbænaguðs- þjónusta fimmtudag kl. 18.30. Beð- ið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Séra Björn Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA, Saurbæ: Kirkjutónleikar kl. 14. Flytjendur: Hamrahlíðarkórinn og kór Mennta- skólans við Hamrahlíð. Stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdóttir. Sóknar- prestur. SELFOSSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Æsku- lýðsfundur kl. 20. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 14. Sr. Tómas Guðmunds- son prédikar og kveður söfnuðinn. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari. Organisti: Hákon Björnsson. Eftir messu býður sóknarnefnd til kaffisamsætis í félagsheimilinu. Sóknarnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.