Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 19 Standa ber við samninga eftir Ara Bergmann Einarsson Það var ánægður hópur íþrótta- manna, fréttamanna og leiðtoga sem kom heim frá Olympíuleikun- um í Seoul ’88. íslendingar höfðu að vísu ekki unnið til verðláuna á leikunum en eigi að síður voru ólympíufararnir sigurglaðir eftir. stórsigur á þingi Alþjóða hand- knattleikssambandsins, IHF, í Seoul, þar sem samþykkt var að heimsmeistarakeppnin í handknatt- leik færi fram á Islandi 1995. Því fer fjarri að þessi sigur hafi unnist baráttulaust því auk tveggja ára undirbúningsvinnu HSÍ voru áhrifa- menn fengnir til þess að afla um- sókn íslands fylgis á alþjóðavett- vangi. Fámenn þjóð hefur metnað í sam- skiptum sínum við aðrar þjóðir og vakti það athygli hve samstaðan var mikil meðal íslendinga enda iögðust allir á eitt, jafnt íþróttaleið- togar sem sendiherrar og ráðherr- ar. Allir notuðu persónuleg sam- bönd sín til þess að fá stuðningsyfir- lýsingu við umsókn íslands. Öllum er kunnug niðurstaða þessarar þrot- lausu sjálfboðavinnu þar sem sigur vannst. Með þessari ákvörðun var íslandi sýndur mikill heiður enda gleðiefni öllum þeim, sem trúa á gildi íþrótt- anna og hollustu þeirra fyrir æsku landsins. Því kemur það sem þruma úr heiðskiru lofti, að nú skuli „prútt- að” með það hvernig skila eigi sigr- inum frá Seoul ’88. En þessi sigur verður ekki frá okkur tekinn. Til þess hafa of margir sagt of mikið, Kveikti í síga- rettu og keyrði á ljósastaur leiðtogar hafa lagt heiður sinn að veði og skrifleg loforð liggja fyrir frá fyrirmönnum þjóðarinnar. Menn mega ekki láta meðalmennskuna ná undirtökunum eða hvað er orðið af kjarki og stolti okkar ágætu þjóð- ar. Víst skal viðurkennt, að vegna efnahagsástandsins verða stjóm- málamennirnir að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna aðhalds- semi í hvívetna, en halda ber gerða samninga. Því skal nú þegar snúa vörn í sókn og stefna að settu marki með HM ’95 en gæta um leið fyllsta aðhalds í fjármálum. Til þess að svo megi verða skal hætta að blanda saman fjárhagsstöðu HSÍ og byggingu íþróttahúss. Setja þarf á stofn sérstaka framkvæmdanefnd HM ’95, sem verði félag með sjálf- stæðan fjárhag. Nefndin afli sjálf fjár, til dæmis með fjáröflun meðal almennings í beinni útsendingu út- varps og sjónvarps. Þar sem Kópavogsbær hefur nú óskað eftir riftun samninga er nær- tækast að hefja viðræður við Reykjavíkurborg að nýju. Þó mikil þörf sé á nýrri íþrótta- og sýningar- höll þar, eru einnig mestu líkurnar á að unnt verði að byggja ódýrast Ári Bergmann Einarsson í Reykjavík. Bílastæði og vegakerfi er til staðar í Laugardalnum og álitlegur kostur er að prjóna við og endurbyggja Laugardalshöllina. Það er reyndar skoðun mín að þessi kostur hafi ekki verið kannaður til hlítar. íþróttahreyfingin er fullfær um að sjá um framkvæmd heimsmeist- aramótsins enda ekki ætlast til þess að ríkisvaldið sjái um slíkt. Þess er að skapa aðstöðuna og aðstoða eft- ir föngum svo hið mikla sjálfboðal- ið, íþróttahreyfingin, geti unnið markvisst og fumlaust að settu marki. Höfundur er formadur Siglingasambands íslands ogá m.a. sæti í framkvæmdanefnd Ólympíunefndar íslands. MAÐUR slapp ómeiddur að kalla á miðvikudagskvöld er hann ók bíl sínum á ljósastaur á Vestur- landsvegi, skammt frá Höfða- bakka. Bíllinn varð óökufær óg staurinn stórskemmdist. Maðurinn gaf lögreglu þá skýr- ingu á árekstrinum að hann hefði sem snöggvast þurft að beina allri athygli sinni að því að kveikja sér í sígarettu og því hefði hann einsk- is orðið var þegar hann ók út fyrir veg og á staurinn. TZutasicv Heílsuvörur nútímafólks NISSAN SUNNY WAGON 4WD n. ÓtW/l£§Q' góðu Vgf'Js • 1.1 35.000* - stgr* * verð án ryðvarnar og skráningar 16 ventla vél, aflmikil 1600cc vél hiti í sætum vökva- og veltistýri M BIAGK& DECKER ÖFLUG OG ENDINGARGÓÐ STRAUJÁRN BUGKSDECKER straujárn. Fást í öllum helstu raftækja- verslunum og stórmörkuðum. stillanleg öryggisbelti rafstillanlegir og upphitaðir speglar samlæsing hurða hæðastilling framljósa IMI55AIM stillanlegur halli á aftursætisbökum rafdrifnar rúður sítengt aldrif • sparneytinn • 14" felgur Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14 til 17. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.