Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 Afmæliskveðja: Þorsteinn Einars son — áttræður í dag verður einn svipmesti íþróttamaður og síðar íþróttafröm- uður þessarar aldar áttræður, en það er Þorsteinn Einarsson, fyrr- verandi íþróttafulltrúi ríkisins. Þorsteinn er fæddur 23. nóvem- ber 1911 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Einar Þórðarson, af- v greiðslumaður, og Guðríður Eiríks- dóttir. Snemma hóf hann virkan þátt í íþróttum og gekk í Glímufé- lagið Ármann. Þar lagði hann stund á glímu og fijálsar íþróttir. Hann varð fljótt þar í fararbroddi og bar af öðrum ungum mönnum í íþrótt- um. Einkum lagði hann stund á kúluvarp. Þar margbætti hann ís- landsmet í kúluvarpi og hélt því í áraraðir. Glkíman var hans uppáhalds- íþrótt og var hann um lengri tíma einn af okkar bestu glímusnilling- um. Þóttu glímur hans oft bera af hvað fegurð snerti. Nokkur þáttaskil urðu í lífi Þor- steins, er hann fluttist til Vest- "> mannaeyja árið 1934 og er þar m.a. kennari og prentsmiðjustjóri um 6 ára skeið. Þar gerðist Þor- steinn strax mikill forystumaður í íþróttum Eyjaskeggja og dreif þar upp mikið íþróttalíf, sem Vest- mannaeyingar hafa oft verið þekkt- ir fyrir, allar götur frá því að þeir tóku þátt í fyrsta íslandsmótinu í knattspyrnu árið 1912 og gengu þá frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur. Bílaöldin var þá ekki gengin í garð. Þar gerðist Þorsteinn strax formað- -*r ur Iþróttaráðs Vestmannaeyinga og vann þar mikið uppbyggingar- starf. En honum þótti það ekki nægjanlegt starf, því á þessum árum varð hann einnig féiagsfor- ingi skátafélagsins Faxa og vann markvisst að uppbyggingu skáta- hreyfíngarinnar. Frá þeim tíma er hann ávallt trúr þessari ágætu hreyfingu enda varð hann síðar varaskátahöfðingi. Á þessum árum var Þorsteinn ímynd hins sánna íþróttamanns, beinn í baki og léttur í spori og er það enn. Þess vegna var hann ávallt valinn sem fánaberi fyrir íþrótta- flokka bæði hérlendis og erlendis. Hánn varð fyrstur íþróttamanna ' að bera íslenska fánann á Olympíu- leikum, en það var í Berlín 1936. Þá var hann einnig valinn fánaberi á lýðveldishátíðinni 1944 á Þing- völlum, þegar þingmenn og aðrir fyrirmenn gengu úr Hestgjá, niður Almannagjá og á Lögberg. Þegar Þorsteinn stundaði hvað mest íþróttir var mikil vöntun á allri aðstöðu til íþróttaiðkana. Salir voru litlir og fáir, stærð þeirra aðal- lega 8x16 m. Leikvellir lélegir og illa búnir, enda var það svo, að það opinbera var þá ekki farið að styrkja framgang íþrótta að neinu ráði. Á þessu varð veruleg breyting með íþróttalögunum er samþykkt voru á Alþingj árið 1940. í þeim var gert ráð fyrir verulegum styrk- veitingum til íþróttafélaga í land- inu. Var þar kveðið á um bæði rekstrar- og byggingastyrki. Þá var einnig ákveðið í lögunum að ráðinn yrði íþróttafulltrúi ríkisins. Þegar ráðið var í starfið varð Þorsteinn Einarsson fyrir valinu. Kom það fljótt í ljós, að þar var vel ráðið. Þama var óplægður akur og mikið verk að vinna fyrir hinn nýja íþróttafulltrúa. Þorsteinn gekk að þessu starfí með opnum huga ' og víðsýni, staðráðinn í því að vinna íþróttunum allt það gagn sem hann gat. Hann hafði þá stundað sjáifur íþróttir á annan áratug, ferðast um landið, keppt og sýnt íþróttir víða og vissi því að víða var úrbóta þörf. Þá hafði hann einnig staðið í uppbyggingu íþrótta í Vestmanna- eyjum, sem gat nú komið honum ,að góðu gagni við uppþyggingu á inu nýja fítarfí, sem var að mörgu leiti hið sama, en mun stærra í sniðum, þar sem nú var allt landið sem skyldi skipuleggja. Vinna Þorsteins var þrotlaust starf, hann hóf uppbygginguna með því að kynnast íþróttastarfinu, eins og það var um landið. í því skyni ferðaðist hann mikið, ræddi við heimamenn um staðsetningu nýrra íþróttamannvirkja, og lagði á ráðin hvernig best yrði staðið að málum á hveijum stað. Þorsteinn gaf sér ávallt góðan tíma til að ræða við forystumenn íþrótta, svo og sveitarstjórnamenn á hveijum stað. Hélt hann þá oft erindi, út- skýrði hin nýju íþróttalög og hvern- ig heimamenn gætu staið best að vígi með framkvæmdir. Jafnframt fór hann í gegnum skýrslugerðir, sem senda skyldi skrifstofu hans, svo tryggt væri að þeir fengju þann styrk sem þeim bæri. íþróttalögin eru að nokkru tví- skipt, varðandi hið fijálsa framtak íþrótta í landinu. Annars vegar er fjallað um íþróttir í félögum, en hinsvegar um íþróttamannvirki. Um fyrri þáttinn má segja að Þorsteinn hafí þekkt til hlítar, vegna fyrri starfa að íþróttamálum. Hinn þátturinn, bygging íþrótta- mannvirkja, var nýr fyrir honum, eins og raunar öllum á þeim árum. En Þorsteinn lagði sig í líma við að fræðast um þau mál, bæði með því að lesa sig til og ferðast til útlanda og kynnast hinum stór- brotnu mannvirkjum, sem þar voru í uppbyggingu. Þá ræddi hann öll þessi mál vandlega við tæknimenn hér heima. Til þess að geta miðlað þekkingu sem best um landið stóð hann fyrir því að gefa út tæknirit í samvinnu við sérfræðinga um nokkra þætti framkvæmda, eins og t.d. grasvelli, malarvelli, hlaupa- brautir og fl. Öll slík rit voru vel þegin af framkvæmdamönnum víðsvegar um landið. Þorsteinn var því orðinn vel les- inn í þessum fræðum, sem og öðr- um er snertu hans starf. Á sjöunda áratugnum var hann einn af stofnendum Alþjóðasam- taka um íþrótta- og tómstunda- mannvirki (IAKS) sem stofnuð voru í Basel, af þeim sem fremstir stóðu þá um byggingaframkvæmd- ir á íþróttasviðinu í Vestur-Evrópu. Þessi félagsskapur stendur traustum fótum enn í dag og gengst annað hvert ár fyrir mikilli vörusýningu í Köln, um allt það er varðar byggingu íþróttamann- virkja. Þá hefur Þorsteinn sótt mik- ið af norrænum fundum um íþrótta- mannvirkjagerð og staðið fyrir slík- um hér heima. Þar hefur hann miðlað af þekkingu sinni og skýrt frá þróun mála á landinu. Jafn- framt því að Þorsteinn gegndi hinu þýðingarmikla embætti fyrir ríkis- valdið, sem í raun tók hans tíma allan, hafði hann þó ávallt tíma til að starfa með og fyrir íþróttahreyf- inguna, bæði í ISI og UMFÍ. Segja má að hann hafí verið driffjöður í að halda hin stóru íþróttamót UMFÍ á þriggja ára fresti um áratuga skeið og var þá ávallt mótstjóri þeirra. Þá var hann ávallt reiðubúinn að starfa fyrir ÍSÍ að hvers konar málum sem koma þurfti í framkvæmd. Sat hann þá í mörgum nefndum fyrir samband- ið, eins og t.d. fræðslunefnd, bóka- útgáfunefnd og um 26 ára skeið í blaðstjórn íþróttablaðsins. í öllum þessum nefndum hvíldi mikið starf á Þorsteini, enda ritaði hann þar mikið um íþróttir. Þegar landskeppnir fóru fram á vegum heildarsamtakanna var ávallt leitað til Þorsteins, um að vera yfirleikstjóri, en það var trygging þess að mótið færi fram með reisn. Þá hefur Þorsteinn ávallt unnið með Ólympiupeí'nd íslands að margskonar undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, m.a. haldið erindi um þá og kennt væntanlegum þátt- takendum fallegt göngulag, en slíkt hefur mikið gildi fyrir heildina, þegar augu heimsins einblína á inngang þjóðanna. Þá hefur hann ávallt kennt fánabera okkar með- ferð fánans á leikunum. Fyrir nokkru var skipað Fræðsluráð Ólympíunefndarinnar, en þar á Þorsteinn sæti og vinnur enn ötullega að fræðslu ólympískra mála. Þorsteinn Einarsson er löngu þjóðkunnur fyrir ritstörf sín, flest rit hans hafa verið um íþróttamál. Einkum hefur honum verið hugleik- ið um fornar íþróttir og þá sérstak- lega um glímuna. Þar hefur hann skrifað margar ritgerðir, en þar er mikinn fróðleik að fínna. Hefur hann haldið mörg erindi um glím- una og uppruna hennar. En hann hefur ekki látið þar við sitja, því hann hefur jafnframt kynnt sér gömul fangbrögð um víða veröld. Hann var beðinn um að haida erindi á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 á alþjóðaþingi glímu- manna (FILA). Hann gekk frá ræðu sinni, en því miður varð hann að hætta við ferðina sökum veik- inda, svo erindi hans var flutt af öðrum. En síðar hefur Þorsteinn flutt sína ræðu erlendis við annað tækifæri. Slík boð eru mikill viður- kenningarvottur og sýnir að þekk- ing Þorsteins á þessum fræðum er víða kunn. Fyrir þetta umfangsmikla starf Þorsteins er nú Glímusamband ís- lands viðurkenndur aðili að Alþjóða glímusambandinu (FILA). Þá hefur Þorsteinn ritað margar kennslu- bækur um íþróttir, einn eða í félagi við aðra. Hafa þær allar orðið til þess að útbreiða íþróttir og tryggja að rétt væri staðið að æfíngum, skipulagi og uppbyggingu þeirra. Undirritaður átti því láni að fagna að starfa með Þorsteini í allmörg ár, var það vissulega mik- ill skóli að kynnast hans mikla áhuga fyrir starfi sínu og þeirri alúð er hann lagði í hvert viðfangs- efni. Þá var sérstök ánægja að ferð- ast um landið með honum. Oftast var ekið í hans ágæta jeppa, svo hægt var um vik, að njóta ferðar- innar, skoða fagra staði og njóta útsýnis um sveitir landsins. Þorsteinn gerþekkir landið af ferðum sínum og var fróðlegt að hlusta á sögur hans um land og þjóð, allt frá fornu fari, enda er hann sögumaður góður. Hann gat bent á sögustaðina, þar sem meiri- háttar viðburðir höfðu átt sér stað, eins og fyrri tíma orustur, meiri- háttar bændaglímur, eða þar sem önnur íþróttaafrek höfðu verið unn- in. Þá var ekki úr vegi að staldra við á stöku stað og telja álftir á flugi eða á heiðarvötnum. En Þor- steinn hefur ávallt haft mikinn áhuga á fuglalífí Íslands og hefur farið víða um landið til fuglaskoð- unar og talningar, bæði með inn- lendum og erlendum fuglafræðing- um. Allt þetta varð til þess, að gera hveija ferð að skemmtireisu um landið. En eins og áður er sagt, að þeg- ar komið var á áfangastað gaf Þorsteinn sér ávallt góðan tíma til að leysa vanda heimamanna. Það þurfti að staðsetja félagsheimili, eða íþróttavöll. Heimamenn voru oft ekki sammála, en Þorsteinn ræddi þá lengi og vel við alla, þar til hann gat fengið forystumennina til að fallast á einn og sama stað- inn. Oft tók slíkt langan tíma og man ég eftir einni slíkri ferð í kaup- tún þar sem aksturinn tók 10 tíma fram og til baka, en samningsþófið 14 tíma. Ferðin stóð því í sólahring. Þá var gott að hafa góðan sögu- mann á heimleið fyrir bifreiðar- stjórann. Þegar Þorsteinn lét af störfum sem íþróttafulltrúi fyrir 10 árum gat hann litið stoltur yfír farinn veg og séð að störf hans höfðu borið ríkulegan ávöxt, þótt honum fyndist ávallt, að hægt miðaði að settu marki. Hann var ótrauður að óska meiri aðstoðar ríkisvaldsins, til handa hinu fijálsa íþróttahreyfíngarinnar og benti á íþróttalögin máli sínu til stuðnings. Iþróttafélögin áttu því alltaf hauk í horni, þar sem Þorsteinn var. Þau vissu að hann var ávallt reiðubúinn að styðja við bakið á þeim í erfiðum byggingaframkvæmdum. Starf Þorsteins var því metið að verðleik- um um allt land. Þegar Þorsteinn hóf störf voru fá íþróttamannvirki í landinu, eins og sagt er í upphafí, sem stóðu undir nafni, en í lok starfs hans voru hér hátt í 500 íþróttamann- virki dreifð um allt land, auk þess fjöldi félagsheimila, sem bætt hafa hina félagslegu aðstöðu íþrótta- og ungmannafélaga landsins. Fyrir hin margháttuðu íþrótta- og félagsstörf hefur Þorsteinn hlot- ið margskonar heiðursviðurkenn- ingar frá Iþróttasamtökunum hér heima pg erlendis. Þá hefur forseti Islands sæmt hann riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Þorsteinn er kvæntur Ásdísi Jes- dóttur frá Vestmannaeyjum, hefur hún ávallt staðið traustum fótum með manni sínum og stutt hann dyggilega í hans umfangsmikla starfí og áhugamálum. Hún var sundkennari og komin frá þekktu íþróttaheimili. En bróðir hennar er Friðrik Jesson, frægur íþróttagarp- ur og nú safnvörður í Sædýrasafni Vestmannaeyja. Að lokum færi ég Þorsteini hug- heilar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum, um leið þakka ég langa samvinnu, vináttu og mik- ilvæg störf í þágu æsku landsins. Gísli Halldórsson, formaður Ólympíunefndar íslands. Einn af bestu íslands sonum, Þorsteinn Einarsson, er áttræður í dag, svo ótrúlegt sem það kann að virðast. Hann er einn þessara síungu manna sem halda reisn sinni og glæsileik, þótt árin færist yfir. Eg átti því láni að fagna að eiga náið samstarf við Þorstein um tíu ára skeið í íþróttanefnd ríkisins. Hafði ég því gott tækifæri til þess að fylgjast með störfum hans og undraðist ég jafnan, hversu ótrú- lega miklu hann kom í verk. Hef ég fáum kynnst sem eru gæddir slíkri atorku og starfsþreki sem Þorsteinn. Samstarfið í íþrótta- nefndinni með Þorsteini og þeim ágætu mönnum sem þar voru með okkur var ákaflega ánægjulegt og eftirminnilegt. Þar var ekki slegið slöku við frekar en annars staðar þar sem Þorsteinn átti hlut að máli. Þegar leysa þurfti vandasöm og viðkvæm mál gátu fundir staðið fram á nótt. Kom það sér þá vel, hversu vel og samviskusamlega Þorsteinn hafði undirbúið öll mál. Þarna kynntist ég því, hversu víð- tæka þekkingu Þorsteinn hafði á íþróttamannvirkjagerð enda hafði hann'lagt sig fram um að kynna sér þá hluti allt frá því hann var skipaður íþróttafulltrúi ríkisins 1941. Það kom m.a. í hans hlut sem framkvæmdastjóra íþróttanefndar að fylgjast með undirbúningi og framkvæmd allra íþróttamann- virkja á vegum nefndarinnar í 40 ár eða þar til hann hætti störfum 1981. Sem íþróttafulltrúi hafði frahitaki l hann; einnig höhd í bágga með íþróttahúsabyggingum og sund- laugagerð við skóla um allt land á þessu tímabili. Þorsteinn var einnig framkvæmdastjóri stjórnar Félags- heimilasjóðs frá því hann var stofn- aður 1947 til ’81 og sá um hlut sjóðsins og fylgdist með byggingu þeirra fjölmörgu félagsheimila, sem reist voru á þeim tíma. Skipta þessi mannvirki, þegar á heildina er litið, mörgum hundruðum. Hlutur Þor- steins í þeirri ótrúlegu framþróun sem hefur orðið í þessum málum frá setningu íþróttalaga 1940 er því stærri en margan grunar. Sem dæmi um framfarirnar sem orðið hafa í íþróttamannvirkjagerð á þessum tíma má geta þess, að 1940 voru aðeins 12 íþróttasalir á land- inu, en voru orðnir um 100 talsins í kringum 1980. Svipaða sögu er að segja um sundlaugar, íþrótta- velli, skíðamannvirki, golfvelli og svo framvegis. Hafi menn í huga, að það sem hér hefur verið minnst á var aðeins einn þáttur í umfangsmiklu og vandasömu starfí Þorsteins sem íþróttafulltrúa, hljóta menn að undrast afköstin og vera mér sam- mála um að það hafí verið happ fyrir þjóðina, að Þorsteinn skyldi vera valinn í íþróttafulltrúastarfið á sínum tíma. Þarna var á ferðinni eldhugi sem lagði sig allan fram í þágu íþrótta og uppeldismála þjóðarinnar. Menn gætu ætíað, að eitthvað hafí dregið af Þorsteini eftir að hann lét af störfum. Það er hrein- asti misskilningur. Þá fyrst gat hann snúið sér af fullum krafti að helstu áhugamálum sínum eins og t.d. að gefa út bók um fugla, „Fuglahandbókina”, sem kom út 1987 og þykið hið besta verk og reyndar afreksverk af leikmanni að geta samið. Nú gat hann einnig farið að koma vitneskju sinni um forna leiki á blað og halda um þá fyrirlestra meðal fræðimanna erlendis. Og á ári Ólympíuleikanna í Seoul, 1988, gerði hann sér lítið fyrir og tók þátt í ólympískri samkeppni fræði- manna um íþróttasögulegt efni. Var hann einn þeirra útvöldu sem boðið var að koma til Seoul, sem gestur Alþjóðaólympíunefndarinn- ar til þess að flytja fyrirlestur um „íþróttaiðkanir á íslandi bundnar lögum á 13. öld”. Var þetta mikill heiður og jafngildir því að mínum dómi að komast í úrslit í íþrótta- keppni leikanna. Mega landsmenn gjarnan vita um þetta afrek Þor- steins sem okkur íslendingum er mikill sómi að. Þorsteinn, sem var „Glímusnill- ingur íslands” 1932 og íslands- meistari í kúluvarpi um svipað leyti hefur nú snúið sér að Iéttari íþrótt- um og tekur virkan þátt í störfum Félags áhugafólks um íþróttir aldr- aðra og stundar útivist og göngu- ferðir daglega. Það vildi svo til að leiðir okkar Þorsteins lágu saman aftur eftir að hann hætti störfum í Fræðs- luráði Ólympíunefndar íslands. Er þar sama drifkraftinn og eldlegan áhuga að finna hjá honum sem fyrr og ánægjulegt að starfa með honum að ólympískum málefnum. Það gustar af honum ennþá í ræðu- stól og menn heillast af skörung- skap hans og höfðinglegri fram- komu og það hvarflar ekki að nokkrum manni, að hann sé að nálgast áttræðisaldurinn. Þetta sem ég hef minnst á hér að framan er' aðeins hluti af langri afrekaskrá Þorsteins Einarssonar. Eru óupptalin ómetanleg störf hans í þágu góðra málefna og samtaka eins og t.d. skátahreyfingarinnar, íþróttasambands íslands, Ung- mennafélags íslands og Dýra- verndunarsambands íslands, enn fremur rit hans og greinar um þessi málefni. Er það allt efni í doktors- ritgerð, ef gera ætti því ýtarleg skil. Eitt er víst, að hann hefur skilað glæsilegu lífsstarfi og á sannarlega skilið virðingu og þakk- læti samborgara sinna. Ég óska Þorsteini og hans ágætu eiginkonu, Ásdísi, og allri fjölskyld- unni hjartanlega til hamingju með daginn, Valdimar Örnólfsson iizisiemiiiiaiisi iiaixnsa 1!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.