Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 25

Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 25 * Sendiherra Eistlands á Islandi: Af Eystrasaltsþjóðum eig- um við hvað mesta samleið með Norðurlandabúum SENDIHERRA Eistlands a Islandi, Arvo Alas, aflienti forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur, trúnaðarbréf á fimmtudag. Er Alas þriðji sendiherra Eistlands erlendis síðan landið öðlaðist sjálf- stæði nú í haust. Alas talar íslensku og spjallaði hann við Morgun- blaðið í gær um samskipti þjóðanna. Arvo Alas lagði stund á norræn tungumál við háskólann í Len- íngrad sem nú heitir Pétursborg. Megináherslu lagði hann á norsku. Einnig nam hann fornís- lensku hjá prófessor Steplín Kam- enskíj þar í borg. Að námi loknu var Alas um skeið ritstjóri bók- menntatímarits í Eistlandi og fékkst einnig við þýðingar. Hefur hann meðal annars þýtt Grettis- sögu og verk eftir Svövu Jakobs- dóttur, Véstein Lúðvíksson, Jón Óskar og Njörð P. Njarðvík. Áður hefur Henrik Sepamaa, sem nú er látinn, þýtt verk eftir Halldór Laxness, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Halldór Stefánsson. Ennfrem- ur hefur Rein Sepp þýtt Snorra- Eddu yfir á eistnesku. Síðastliðinn vetur, þegar sjáif- stæðisbarátta Eystrasaltsþjóð- anna stóð sem hæst, ákváðu stjórnvöld þar að koma á fót skrif- stofu sendifulitrúa í Kaupmanna- höfn. Réðst Alas til starfa þar. Þar eru nú þrír sendimenn, einn frá hveiju Eystrasaltslandanna, auk eins ritara. Alas verður send- herra á Islandi, í Danmörku og Noregi en ísland er fyrsta landið þar sem hann afhendir trúnaðar- bréf. Áður hafa Eistlendingar út- nefnt sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum og í Svíþjóð. Alas hefur átt viðræður við ís- lenska ráðamenn hérlendis að þessu sinni og hitt fulltrúa Út- flutningsráðs. Aðspurður um hugsanleg viðskipti landanna nefndi Alas sérstaklega þann möguleika að Eistlendingar gerðu við íslensk skip á ódýran hátt. Sendinefnd Útflutningsráðs kæmi til Eistlands í janúar næstkom- andi til að kanna möguleika á viðskiptum. Á mennta- og menn- ingarsviðinu væru einnig miklir möguleikar á samskiptum. Gat Alas þess að til stæði að kvik- mynda leikritið Lúkas eftir Guð- mund Steinsson sem hann hefði þýtt og á sama tíma yrði leikritið fært upp í Tallinn. Guðmundur væri nú staddur í Eistlandi til að veita ráðgjöf við gerð kvikmynd- arinnar. I Eistlandi væru einnig margir frambærilegir listamenn. Það hlyti t.d. að vera áhugavert fyrir íslendinga að þýddar yrðu bækur eistneska utanríkisráðher- rans Lennarts Meris. Hann hefur skrifað bók þar sem hann reynir að sýna fram á að Grikkinn Pýþe- as hafi ekki átt við ísland þegar hann skrifaði um Ultima Thule heldur Eistland. Önnur söguleg skáldsaga Meris fjallar um það að loftsteinn hafi fallið á Eistland og hafi það haft áhrif á mótun norrænnar goðatrúar. Annars hefur ráðherrann mest skrifað um rætur finnsk-úgrískrar menning- ar í Síberíu. Alas segir að Eistlendingar séu sú baltneska þjóð sem eigi hvað mest sameiginlegt með Norður- Arvo Alas Morgunblaðið/Þorkell landabúum. Þeir eru lúterstrúar og skyldir Finnum — tala náskylt tungumál. Fyrr á öldum heyrði Eistland undir Svíþjóð og var á árunum 1559-1645 hluti af danska konungsríkinu — eins og ísland! Sendiherrann vill þó ekki gera lítið úr samstarfinu við Letta og Litháa, það verði áfram mikil- vægt, t.d. á vettvangi Eystrasalts- ráðsins sem verið er að koma á fót og verður hliðstætt Norður- landaráði. Einnig verði Rússland áfram mikilvægur markaður. Alas segir Eistlendinga hafa mikinn áhuga á aðild að Evrópubandalag- inu en enn sem komið er sé of snemmt að tala um aðild að Atl- antshafsbandalaginu. Bandaríkin: KGB hélt að Oswald væri CIA-njósnari New York. Reuter. BANDARÍSKA sjónvarpið ABC skýrði frá því á fimmtudag að sovéska öryggislögreglan KGB hefði grunað Lee Harvey Oswald, meintan morðingja Johns F. Kennedys Bandaríkjaforscta, um að hafa njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA er hann flúði til Sovétríkjanna árið 1959. Fréttamaður ABC fékk að tesa gögn um Oswald á skjalasafni KGB og þar kom fram að öryggislögregl- an hefði fylgst grannt með honum í þau rúmu tvö ár sem hann bjó í Sovétríkjunum. Hlerunartækjum var komið fyrir á heimili hans og uppljóstrar KGB fylgdust með hon- um er hann starfaði í verksmiðju í Mínsk. Rannsókn fréttamannsins leiddi ennfremur í ljós að embættismenn KGB drógu þá ályktun af þessum gögnum að Oswald hefði ekki verið fær um að myrða Kennedy Banda- ríkjaforseta upp á eigin spýtur. Bandarísk yfirvöld komust hins veg- ar að þeirri niðurstöðu eftir morðið, sem var framið 22. nóvember 1963, að Oswald hefði verið einn að verki. Margir sérfræðingar hafa efast um þá niðurstöðu þau 28 ár sem liðin eru frá morðinu. Lockerbie-tilræðið: Breska stjórnin var- ar Líbýumenn við London. Reuter. BRESK stjórnvÖld vöruðu í gær Libýumenn við afleiðingum þess að stjórn Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga hefur enn hafnað því að framselja tvo menn sem grunaðir eru um aðild að Lockerbie-til- ræðinu 1988. Þá fórust 270 manns er farþegaþota var sprengd í loft upp yfir Skotlanjli. „Við munum áfram íhuga til hvaða ráðstafana geti orðið nauð- synlegt að grípa og ráðgast við bandamenn okkar,” sagði talsmað- ur breska utanríkisráðuneytisins. Erlendir stjórnarerindrekar í Túnis segja að Líbýumenn reyni nú að fá Arababandalagið til að taka málið upp á fundi aðildarríkja þess þar sem arabar neiti í sameiningu kröfum Breta og Bandaríkjamanna um framsal. Líbýumenn segja mennina tvo saklausa. Vesturveldin útiloka ekki að til hernaðaraðgerða Moammar Gaddafi. gegn Líbýu geti komið þrjóskist Gaddafi enn við. ■ BRUSSEL- Staðfesta átti í gær, föstudag, samning um auka- aðild Póllands, Tékkóslóvakíu og Ungveijalands að Evrópubanda- ERLENT , laginu. Var að vísu nokkur andstaða við það innan bandalagsins og einna helst talið, að Spánverjar kynnu að þráast við. Voru það landbúnaðar- málin, sem stóðu í mönnum, en bændum í EB-ríkjunum óar sam- keppnin við ódýrar afurðir frá Aust- ur-Evrópu. Á útflutning landbúnað- arvöru munu þó Pólveijar og Tékk- ar leggja alla áherslu enda er þar um að ræða fljótvirkustu leiðina fyrir þá til að afla gjaldeyris. ■ PEKING- Formaður _ fyrstu opinberu viðskiptanefndar ísraela sem sækir Kínverja heim sagðist í gær hafa á tilfinningunni að ríkin myndu taka upp stjórnmálasam- band innan nokkurra mánaða. Hann sagðist vænta þess að innan skamms yrði komið á beinum við- skiptum og satngöngutengslum. Heimildarmenn í ísrael skýrðu frá því að Moshe Arens, varnarmálaráð- herra ísraels, hefði farið í leynilega heimsókn til Peking í byijun nóv- ember, skömmu fyrir ráðstefnu Ísraela og araba í Madrid. ísraelsk- ur ráðherra hefur ekki fyrr heim- sótt Kína. N-Kórea samþykkir kjarnorkueftirlit Seoul. Reuter. NORÐUR-Korea hefur ákveðið að skrifa undir skuldbindingu um að leyfa alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkuáætlunum landsins, að því er fram kemur í dagblaðinu Dong-A Þessar upplýsingar hefur blaðið eftir háttsettum suður-kóreskum embættismanni sem segist hafa vitn- eskjuna frá bandarískum og kín- verskum aðilum. Samkvæmt frétt blaðsins er búist við að Norður- Kórea skrifí undir samkomulag við Alþjóða kjarnorkumálastofnunina (IAEA) í Genf í febrúarmánuði næst- Ilbo í Seoul í dag. komandi. Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fímmtudag, að ákveðið hefði verið að fresta áformuðum brottflutningi banda- rískra hermanna frá Suður-Kóreu þar sem grunur léki á að Norður- Kóreumenn ynnu að gerð kjarnorku- vopna. Spádómarnir rætast 1 1 Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni SMJÖRLÍKISGERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.