Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Reynsla fyrir landsliðsmenn framtíðarinnar - sagðiTorfi Magnússon, landsliðs- þjálfari, um Bandaríkjaferðina ISLENSKA landsliðið í körfu- knattleik kom heim í vikunni eftir hálfs mánaðar æfinga- og keppnisferð í Bandaríkjunum. Hópurinn fór á milli háskóla, ók um 4.000 km, lék við sjö háskólalið og tapaði fyrir öll- um. „Við höfum sjaldan leikið gegn svona sterkum háskóla- liðum síðan árið 1973,” sagði Torfi Magnússon, landsliðs- þjálfari, við Morgunblaðið. „Fimm þessara liða eru í 1. deild og þarfyrir utan mættum við menntaskólaliði, sem er talið vera það besta í Banda- ríkjunum. Því áttum við aldrei möguleika gegn þesum liðum.” Ferðin var skipulögð af fyrirtæki ytra og greiddi það kostnað- inn. Þegar á reyndi gat Torfi ekki farið með sterkasta liðið og vantaði marga af máttarstólpunum, en þjálfarinn sagði að ferðin hefði samt skilað miklu. ' Mikilvæg verkefni í vor Landsliðið æfði vikulega fyrir Bandaríkjaferðina, en vegna þess hve þétt verður leikið í íslandsmót- inu verður undirbúningur í iág- marki fram að verkefnunum í vor — Norðurlandamótinu í Osló í maí, Evrópukeppni smáþjóða á Kýpur í júní og forkeppni Olympíuleikanna í Barcelona skömmu síðar. Torfí sagði að því yrði að treysta á féfög- in og leikmennina sjálfa, en vegna mikils álags væri ekki hætta á að menn yrðu æfingalausir. „Það er helst að menn gera aldrei nógu mikið af því að styrkja sig, lyfta ekki nóg, en þolið hefur hingað til verið í lagi.” íslandsmótið hefst á ný á morg- un, en landsliðið kemur næst saman milli jóla og nýárs. Þá verða þrír landsleikir við Pólveija hér á landi. Magnús Matthíason var jafnbestur í ferðinni og jafnframt stigahæstur. HANDKNATTLEIKUR Dómaranámskeið Kjartans á Kýpur heppnaðist vel Að námskeiðinu loknu. Lengst til vinstri er fulltrúi ólympíunefndar Kýp- ur, þá Uirich Weilar, Kjartan Steinbach og til hægri er S. G. Sofronoles, formað- ur Handknattleikssambands Kýpur. Magnús bestur „Ég fór með unga og efnilega leikmenn, sem eru allir landsliðs- menn framtíðarinnar. Því var þetta stórkostleg reynsla fyrir þá, sem á eftir að skila sér. Við hefðum kannski getað staðið betur í mót- herjunum með sterkasta liðið, en þetta var gott fyrir strák'ana, sem léku.” Hann sagði að Magnús Matt- híason hefði verið jafnbestur í öllum leikjunum, en hann var jafnframt stigahæstur. Guðmundur Bragason hefði komið vel út í byijun og Bárð- ur Eyþórsson hefði leikið mjög vel, en það hefði háð liðinu að Pálmar Sigurðsson meiddist snemma í ferð- inni. Torfi sagði að leikimir hefðu farið fram í íþróttahöllum, sem ..hefðu allar tekið fleiri en 10.000 áhorfendur, en 2.000 til 8.000 hefðu mætt á leikina. Leikirnir fóru fram á undirbún- ingstímabili liðanna fyrir háskóla- keppnina, en Torfi sagði að þau hefðu tekið leikina alvarlega, því mikið væri í húfí. „Breiddin er ótrú- lega mikil í þessum háskólaliðum og því eru margir að beijast um stöðurnar. Það vilja allir sanna sig og því eru æfingaleikir á þessum tíma mikilvægir.” Kjartan K. Steinbach, sem er einn 12 alþjóðlegra kennara dómaranefndar Alþjóða handknatt- leikssambandsins (IHF), var með viku dómaranámskeið á vegum IHF á Kýpur á dögunum, en ólympíska samhjálpin stóð straum af öllum kostnaði. 25 dómarar sóttu nám- skeiðið og þar á meðai var a-par Kýpurmanna og bæði b-pör þeirra. Á sama tíma var Þjóðveijinn Ulrich Weiler, þjálfari Dússeldorf, sem Héðinn Gilsson leikur með, með þjálfaranámskeið og sóttu það 12 manns. Kjartan sagði að námskeiðið hefði heppnast afar vel. „Kýpur- menn eru c-þjóð í handknattleik en uppbyggingin er hröð á öllum svið- um og þeir eru greinilega á réttri leið. Sum dómarapörin eru mjög góð. Ég sá til dæmis fyrsta b-parið dæma leik og það er par, sem myndi sóma sér vel í 1. deildinni hjá okk- ur.” Kjartan hefur kennt víða á dóm- aranámskeiðum, t.d. í Belgíu og Uganda. Handbolti var fyrst grein á Ólympíuleikum árið 1972, en nokkrum árum síðar fór óiympíska samhjálpin að styrkja fræðslumál í sambandi við íþróttina eins og hún gerir í öllum greinum, sem keppt er í á Ólympíuleikum. íttémR FOLK ■ RÚMENSKA handknattleiks- skyttan Zaliaria, sem leikur með Drott, sleit krossbönd í hné í æf- ingaleik með rúmenska landsliðinu í Búlgaríu á dögunum. Hann mun ekki leika meira með sænska meist- araliðinu í vetur. ■ DROTT saknaði Zaharia illi- lega þegar félagið tapaði stórt, 21:32, Savehof um sl. helgi. Eftir ellefu umferðir er úrvalsdeildinni er Karlskrona með 17 stig, en síð- an koma Ystad og Drott með 16 stig. Saab 15 og Skövde með 13 stig. Um helgina HANDKNATTLEIKUR I. deild karla: Laugardagur: Digranes, UBK - ÍBV.......16.80 Garðabær, Stjarnan - Fram.16.30 Kaplakriki, FH - Valur....16.30 Sunnudagur: Höll, Víkingur - Grótta.....,20 1. deild kvenna: Höll, Fram - Stjarnan.....15.30 Mánudagur: Vestm., IBV - FH.............20 KÖRFUKNATTLEIKUR Sunnudagur: Japísdeild: Seltjn., KR - Haukar.........20 Hlíðarendi, Valur - UMFN.....20 Akureyri, í>ór - Snæfell.....20 Keflavík, ÍBK - Skallagrímur.20 Grindavík, UMFG - UMFT.......20 1. deild kvenna: Hagaskólj, KR - Haukar......14 Keflavík, IBK - ÍR...........18 Grindavík, UMFG - ÍS.........18 BLAK Laugardagur: Karlar: Hagaskóli, Þróttur R. - KA...14 Konur: Hagaskóli, ÍS - Völsungur.15.15 Höfn, Sindri - HK...........14 Sunnudagur: Víkin, Víkingur - Völsungur..14 SUND Bikarkeppnin í sundi, sem hófst í gær, verður fram haldið í Sundhöll Reykjavíkur í dag og á morgun. í dag hefst keppni kl. 15, en kl. 13.30 á morgun. VEGGTENNIS Önnur umferð Bylgjumóts, Vegg- tennisfélags Reykjavíkur hefst i dag með keppni í icvennaflokki kl. 13. B-mót karla verður á morgun kl. 12. Fjórir efstu mennfara í A-flokk, en A-mótið verður 1. desember á sama tíma. BADMINTON Unglingameistaramót Reykjavfk í badminton fer fram hjá TBR um helgina. Keppni hefst kl. 14 í dag, en kl. 10 á morgun. Keppt verður í öllum greinum og flokkum unglinga. KRAFTL YFTIN G AR Opna FH-mótið í kraftlyftingum fer fram í íþróttahúsi Viðistaðaskóla i Hafnarfirði í dag kl. 12 til 16. Vikt- un verður í GYM 80 kl. 10. GLÍMA: Grunnskólamót Reykjavíkur fer fram i Laugardalshöll kl. 16 í dag. Rétt til þátttöku hafa nemendur 4.-10. bekkjar grunnskóla í Reykja- vík. Skráning á staðnum. Skeljungurhf. Etnkaumbod Q'v Shf"ÍoJ/|ri \s Víkingur - Grótta í Víkinni annað kvöld kl. 20.00 Ársmidahafar athugiö: Stofnfundur Víkingasveitarinnar verður miðvikudagskvöld kl. 21.30 eftir leikinn Víkingur - FH. Áfram Víkingur Skeljungurhf. t ÁkfnJnÖod fjtrír ‘éhffZi oh/ a 's\v; f !;! I! í1211! f-f S'!!'! !i í *! f í! i f f! HI ! Ht! í!:! giaaMÍttlÍfMMMMIHIWIillSftSSasaritláa s-ií ■ ^ ilövil } 02 míHiltjljl 'iíi'ayv

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.