Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.11.1991, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1991 31 j i ( « < Ein teikninga Jón Óskars. ■ GERÐUBERG, menningar- miðstöð Reykjavíkur, er að fara af stað með röð myndlistarsýninga þar sem leitast verður við að sýna eitthvað af því markverðasta sem myndlistarmenn eru að fást við um þessar mundir. Einnig er þetta frumtak til þess að auðvelda mynd- listarfólki að koma verkum sínum á framfæri. Fyrstur í röðinni er myndlistarmaðurinn Jón Óskar. Sýningin stendur frá 25. nóvember til 7. janúar nk. Sýningin er opin frá kl. 10-22 mánudaga-fimmtu- daga og 13-16 föstudaga og laugar- daga. ■ DR. AUGUSTO Lopez-Claros | heldur fyrirlestur í boði Baháí-sam- félagsins mánudaginn 25. nóvem- ber. Fyrirlesturinn verður haldinn í Hvammi, Holiday Inn, kl. 16.30 og fjallar um samvinnu Evrópuríkja í ljósi aukinnar alþjóðlegrar sam- vinnu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku án þýðingar. Almennar umræður verða að fyrirlestrinum loknum. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Augusto Lopez-Claros er hagfræðingur við Evrópudeild Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins í Washing- ton D.C. þar sem hann hefur m.a. fengist við málefni Spánveija. Aug- usto er frá Bólivíu, tók próf í stærð- fræðilegri tölfræði við Háskólann í Cambridge 1977 og lauk doktors- prófi í hagfræði vð Duke-háskólann í Bandaríkjunum 1981. Hann kenndi stærðfræði við Háskólann í Bólivíu 1975 og 1978 eða þar til hann tók til starfa hjá gjaldeyris- sjóðnum. í Chile stundaði hann rannsóknir á efnahagslegum afleið- ingum ofneyslu áfengis. ■ BLÚSBARINN Café, Lauga- vegi 73, hefur að undanförnu boðið upp á kynningu á tónlistarmönnum frá fímmtudegi til sunnudags. Á fimmtudags- og sunnudagskvöldum er boðið uppá djass en blús á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Þessa helgi á Blúsbarnum troða upp tveir fulltrúar blúsins í Reykjavík, þ.e. hljómsveitin Crossroads á föstu- dagskvöldið og Red House á laug- ardagskvöldið. (Ur fréttatilkynningu.) ■ TÓNLEIKAR verða í Kirkju- hvoli í Garðabæ sunnudaginn 24. nóvember kl. 15. Kennarar Tónlist- arskólans í Garðabæ flytja tónlist af ýmsu tagi, sem kynnt verður jafnóðum. Á eftir verður boðið upp á kaffi og kökur. Flytjendur eru Pétur Jónasson gítarleikari, David Knowles píanóleikari og Sean Bradley fiðluleikari. Þau leika og syngja tónverk eftir Handel, Dow- Iand, Manuel de Falla, Tarrega og Eyþór Þorláksson. -------*-*-i------ Leiðrétting Vegna fréttar í Morgunblaðinu þann 21. nóvember um Hvíta víking- inn vill F.I.L.M. koma því á fram- færi að myndin var samin sem þátta- röð fyrir sjónvarp en ekki sem lang- mynd fyrir kvikmyndahús. Lang- mynd hefði verið unnin uppúr þátt- unum þegar gerð þeirra var lokið. í umtalaðri frétt segir að uppi sét hugmyndir um að gera nokkra sjón- j varpsþætti byggða á efni myndar- innar. i ■ AFMÆLISFUNDUR Sam- taka sykursjúkra verður haldinn í morgunverðarsal Hótel Sögu á mánudag 25. nóvember kl.—20, í tilefni _af 20 ára afmæli samtak- anna. Á fundinum verða flutt stutt erindi, lifandi tónlist og kaffi og meðlæti borið fram í boði samtak- anna. í tilefni dagsins verða þrír félagar gerðir að heiðurfélögum í Samtökum sykursjúkra. Þá hafa samtökin undanfarin ár safnað fé, sem nú verður fært göngudeild Landsspítala, barnadeild .og augndeild Landakotsspítala að gjöf. ■ IÐUNN hefur gefið út mynd- skreytta bamabók eftir danska rit- höfundinn Klaus Rifbjerg. Bókin heitir Þegar Óskar varð æfur og segir sagan frá því þegar Óskar litli á að fara í leikskóla í fyrsta sinn. Óskar kemst að því smátt og smátt að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Bókin er prýdd teikningum eftir Irene Hedlund. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Teiknimyndasagan um Samma og Kobba vin hans er komin út og nefnist þessi ellefta bók í flokknum Prímadonnan. í kynningu segir að verkefnaskortur hafi staðið Samma og Kobba fyrir þrifum um hríð. „En kvöld nokkurt ber að dyrum hjá þeim tötraleg stelpukind sem óskar eftir vernd þeirra. Stúlk- an reynist verða forrík og fögur óperusöngkona og fyrr en varir mega Sammi og Kobbi hafa sig alla við að verja hana fyrir ágengn- um fréttamönnum og frávita von- biðlum.” Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Iðunn hefur einnig gefið út nýja bók í flokknum um Sval og félaga og nefnist hún Svalur í Moskvu. I kynningu Iðunnar segir: „Enn á ný lenda þeir félagarnir Svalur og Valur í óvæntum ævintýr- um, og ekki öllum jafnþægilegum. Þeir eru á leiðinni til Honululu í frí þegar þeim er rænt og fyrr en var- ir eru þeir fiæktir í mál sem leysa þarf í fjarlægu landi. En þeir láta ekki deigan síga frekar en vana- lega.” Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Þá hefur Iðunn gefur út bókina Hver bjó mig til? eftir Malcolm og Meryl Doney. í kynningu útgef- anda segir m.a.: „Þetta er bók fyr- ir lítil börn sem oft spyija stórra spurninga og ein af þeim mikilvæg- ustu er einmitt spurningin: Hver bjó mig til? í bókinni er þessari erfiðu spurningu svarað á máli sem börnin skilja og sagt af nærfærni og hreinskilni frá tilurð nýs lífs og fjölgun í fjölskyldunni.” ■ ÚT ER komið hjá Máli og menningu smásagnasafnið Aust- urlenskar sögur eftir frönsku skáldkonuna Marguerite Yourc- enar, í þýðingu Thors Vilhjálms- sonar. Marguerite Yourcenar (1903-1987) var ein kunnasta skáldkona Frakka á öldinni og fyrsf kvenna til að vera kosin í frönsku akademíuna. Þessar austurlensku sögur sem Yourcenar lætur gerast fyrir löngu síðan í Kína, Japan, Indlandi eða Balkanlöndum virðast óháðar stund og stað. Þótt hver og ein sé gluggi að heillandi heimi hins íjarlæga austurs fjalla þær allar um ástríður manna sem breytast aldrei, afrek þeirra og afglöp, segir í kynningu útgefanda. Bókin er 110 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Robert Guillemette. ■ FÚNDUR um kjaramál Fós- trufélags íslands felur samninga- nefnd félagsins að fylgja fast eftir kröfugerð félagsins. I ályktun fund- arins er þess krafíst að „viðsemj- endur félagsins, ríki og sveitarfélög axli þá ábyrgð að ganga strax til ^ samninga um verulegar leiðrétting- ar á launum fóstra, enda 3 mánuð- ir liðnir frá því að samningar runnu út”. Viö eigum dúka á hvers manns gólf Línóleumgólfdúkar í meira en 20 litum. • Vinýlgólfdúkar í meira en 100 gerðum. • Dúkarnir fást 2ja, 3ja og 4ra metra breiðir. Láttu afgreiðslumenn okkar gefa þér góð ráð um val á gólfdúk, lagningu og mynsturmöguleika. • Opið iaugardaga 10-14. • • Teppaland -fagmennfram ífingurgóma Grensásvegi 13, sími 813577

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.