Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1991
Að vera eða
vera ekki í BHM
Opið bréf til Heimis Pálssonar
eftir Elnu Katrínu
Jónsdóttur
Þar sem þú hefur nú efnt til
bréfaskrifta við stjórn þíns gamla
félags á síðum Morgunblaðsins vil
ég rita þér nokkrar línur. Bréf þitt
er ritað í yfirheyrslustíl og gætir
í því nokkurs yfírgangs sem mér
fellur illa. Ég kann því illa hvemig
þú í yfirskrift bréfs þíns kastar
rýrð á störf aðalfundar félagsins
og virðist ekki telja stjórn HÍK
verðuga fulltrúa þar. Ég undrast
einnig að þú skulir tala niður til
kennara þar sem þú fjallar um
kennara og háskólamenntun eins
og þú sért þess fullviss að öll fag-
leg og akademísk umræða leggist
af innan HÍK við það að félagið
hætti beinni aðild að BHM. Mér
þykir afar leitt ef þú telur að þér
vegið persónulega vegna setningar
félaga í HÍK um starf sitt á póli-
tískum vettvangi. Ekkert í þessa
„Það skyldi þó ekki
vera að einhvers staðar
í lögum BHM stæði að
bannað væri að ganga
úr samtökunum?”
veru kom til umræðu í starfshátta-
nefnd fyrir aðalfund né heldur á
fundinum sjálfum. Ég held að ég
tali því fyrir munn margra þegar
ég segi að æsifréttamennska und-
anfarinna daga hefur algjörlega
yfirskyggt staðreyndir málsins og
er það miður.
Um aðalfund HÍK
Aðalfundur HÍK hefur æðsta
vald í málefnum félagsins. Þar ber
að ráða til lykta þeim málum sem
fyrir liggja og móta stefnu og
Elna Katrín Jónsdóttir
starfsáætlun félagsins til næstu
tveggja ára. Hver fulltrúi skóla eða
svæðis hefur á bak við sig 20 fé-
Opnum í dag nýja og glæsilega
sjónvarps og hljómtækjadeild
Nú hafa staöið yfir miklar breytingar í verslun okkar í Sætúni 8
þar sem búið er að koma fyrir á neðri hæðinni sérstakri deild fyrir
sjónvarps- og hljómflutningstæki og hverjum hlut
er haganlega fyrir komið.
DAGAMUN!
og skoðaðu það sem við höf um upp á að bjóða við fullkomnustu aðstæður
SAINIYO
iftSíierwood
Kaffi á könnunni
sólberjasafa frá
ÚJSgK
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
(0 e/umsue^oHfegf/o í samuHgu/to
• Tylltu þér niður með hljómtækjasérfræðingnum
okkar og fáðu tónlistina beint í æð úr BOSE
hátölurum - það besta á markaðnum.
• Komdu og skoðaðu sjónvarpstækjalínuna hjá
okkur, allar stærðir og gerðir á sama stað.
• Sjáðu allt það nýjasta og fullkomnasta í hifi steríó
línunni. Eitt mesta úrval landsins samankomið.
• Við kynnum nýtt merki í hljómflutningsgeiranum;
Sherwood. Hágæða vara frá USA.
• Allt þetta og miklu miklu meira.
- Sannköituð veisla fyrir unnendur sjónvarps-
og hljómtækja.
Næg bílastæði
■\
lagsmenn og hefur verið falið að
hlutast til um málefni félagsins
fyrir þeirra hönd. Stjórn félagsins
er kjörin í allsheijaratkvæða-
greiðslu og hefur að minnsta kosti
hingað til verið talin fær um að
endurspegla sjónarmið félaganna í
samvinnu við fulltrúaráð og aðal-
fundarfulltrúa. Mér þykir það því
ærið annarlegur málflutningur að
láta að því liggja að aðalfundur
hafi ekki leyfi til eða jafnvel fulltrú-
arnir ekki vit til að ráða þar málum
til lykta.
Að vera eða vera ekki í BHM
„Þessum lögum má ekki breyta”
er klausa sem ku standa í lögum
ónefnds félags hér á landi og þyk-
ir fyndin. Það skyldi þó ekki vera
að einhvers staðar í lögum BHM
stæði að bannað væri að ganga
úr samtökunum?
Umræða um veru eða ekki veru
HÍK í BHM hefur staðið svo árum
skiptir eins og þér er fullkunnugt
um. Allar götur síðan háskóla-
menntaðir ríkisstarfsmenn hófu
samstarf innan BHMR hefur hlut-
verk BHM verið nokkuð óljóst. Ég
er þér algjörlega ósammála um það
að línur þar á milli séu skýrar.
Félagsmenn í HÍK hafa þráfald-
lega bent á þá staðreynd að verið
er að fást við svipaða hluti í hinum
ýmsu bandalögum sem við eigum
aðild að og tilgreina gjarna þætti
eins og fræðslustarf, ráðstefnuhald
um fagleg málefni og útgáfumál.
Rétt er það að í atkvæðagreiðslu
fyrir tveimur árum valdi röskur
helmingur þeirra sem atkvæði
greiddu að vera áfram í BHM en
síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar. Félagið hefur átt í harðn-
andi kjarabaráttu og verið rekið
með tapi. HÍK er í faglegu og kjar-
alegu samstarfí við önnur samtök
kennara innanlands og utan auk
samstarfs við aðra háskólamenn í
ríkisþjónustu. Aðalfundur féllst á
þau rök að skynsaiglegt væri að
draga svolítið saman seglin, vera
ekki í samstarfi við fleiri aðila en
við getum sinnt án þess að skerða
þjónustu við okkar eigin félags-
menn. Hafi kennarar í HÍK eitt-
hvað við þessa málsafgreiðslu að
athuga munu þeir væntanlega
koma því á framfæri við stjórn
félagsins.
Um lýðræðið
Tillaga stjórnar HÍK lá báða
aðalfundardagana frammi og allir
þingfulltrúar áttu þess kost að
bera fram breytingartillögur, t.d.
leggja til aðra málsmeðferð svo
sem allsheijaratkvæðagreiðslu.
Slíkar tillögur bárust ekki um þetta
mál. Þingfulltrúar ræddu málefna-
lega um aðild að BHM eins og
önnur málefni þingsins. Ákvörðun
aðalfundar felur ekki í sér áfellis-
dóm um BHM eða kastar rýrð á
störf bandalagsins. Þvert á móti
voru reifaðar ýmsar hugmyndir um
möguleika einstaklinga eða fagfé-
laga innan HÍK á aðild að BHM
ef þeir óskuðu þess sjálfir. Aðdrótt-
anir um ljósfælin markmið stjómar
HÍK í lok bréfs þíns dæma sig sjálf-
ar.
Að vera sjálfum sér
samkvæmur
Þú gerir í einum kafla bréfs þíns
forsendur BHM að umræðuefni og
í öðrum ræðirðu um kennara og
háskólamenntun. Þessir kaflar eru
býsna mótsagnakenndir þar sem í
þeim fyrri er ýjað að því að án
HÍK eigi BHM ekki rekstrargrund-
völl en í hinum kaflanum er HÍK
líkt við bátkænu sem vart virðist
líkleg til að ná landi af sjálfsdáð-
um. Mér finnst þú hins vegar
skulda fyrrverandi félögum þínum
í kennarastétt skýringar á því
hvers vegna þú gefur í skyn að
fagleg og akademísk umræða inn-
an HIK muni svo gott sem leggj-
ast af _ við úrsögn félagsins úr
BHM. Ég vona að lokum að þess-
ari leiksýningu í beinni útsendingu
sé nú lokið.
Ilöfundur er varaformaður IIÍK.