Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 22

Morgunblaðið - 23.11.1991, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1-991 RAÐSTEFNA UM FJARMAL SVEITARFELAGA: Eina ráðið að stilla kjarasamn- inga þannig að verðbólgan verði minni en í nágrannalöndum - segir Davíð Oddsson forsætísráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ræddi meðal annars um kjara- samninga í ræðu á seinni degi ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga sem haldin var í Reylgavík í gær og fyrradag. Sagðist hann telja að aðilar áttuðu sig á því að þegar minnkandi tekjum vegna fyrir- sjáanlegs afturkipps í efnahagslífinu væri deilt út fengju allir held- ur minna í sinn hlut en áður. Verkefnið væri aftur á móti það að finna leiðir til að verja kaupmáttinn. Taldi forsætisráðherra að eina leiðin sem hugsanlega væri fær til þess væri að stilla kjarasamn- inga þannig að verðbólgan hér á landi verði minni en i nálægum löndum. Hafnaði hann hugmyndum sem fram komu á fundinum um gengisfellingu og „pennastriksaðferð” við niðurfellingu skulda sjáv- arútvegsfyrirtækja. I ræðu sinni rakti forsætisráð- herra stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum sveitarfélaganna og rifj- aði meðal annars upp kaflann um sveitarstjórnarmál í stefnuyfirlýs- ingu stjórnarinnar, hvítu bókinni svokölluðu/ í framhaldi af því ræddi hann um sameiningu sveitarfélaga. Sagðist vera sannfærður um að sameining sveitarfélaga væri víða forsenda þess að stefnuyfírlýsing um eflingu sveitarfélaga næði fram að ganga og að þau gætu þar með tekið á móti auknum verkefnum og verið öflugri bakjarl fyrir at- vinnulífið á viðkomandi svæðum. Lagði hann áherslu á að slík sam- eining yrði aldrei gerð svo vit væri' í nema um hana væri sæmileg sátt í viðkomandi sveitarfélögum. Taldi forsætisráðherra að umræður um þriðja stjómsýslustigið væru meira og minna úr sögunni, menn ættu ekki að tefja sig á umræðum um það. Forsætisráðherra ræddi fram- komnar hugmyndir um að fella niður aðstöðugjald sem tekjustofn sveitarfélaga, en Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra sagði m.a. í ræðu sinni fyrri dag fjár- málaráðstefnunnar að hún teldi það einungis spurningu um tíma hve- nær gjaldið yrði lagt af. í ræðu sinni lagði Davíð á það áherslu að ekki mætti hafa tekjustofna sveit- arfélaga þannig að sveitarfélög hefðu ekki beina hagsmuni af því að greiða götu atvinnulífsins og stuðla að því að öflug atvinnustarf- semi væri innan þeirra vébanda. Taldi hann að vinna ætti að endur- skoðun þessa tekjustofns með þess- um fyrirvara. Ekkert yrði gert sem ýtti undir það að sveitarfélögin yrðu ábyrgðarlaus gagnvart at- vinnulífinu. Davíð ræddi um aðgerðir vegna fyrirsjáanlegs afturkipps í efna- hagslífinu vegna samdráttar í fiskafla og frestunar á fram- kvæmdum vegna álvers. Hann hafnaði gengisfellingu og erlendri skuldasöfnun. Sagði forsætisráð- herra að í kjölfar gengisfellingar kæmi kollsteypa verðlags og kaup- gjalds auk þess sem gengisfelling kæmi fyrirtækjunum að litlu gagni vegna þess hvað þau væru skuld- ug. Ekki gengi heldur að láta sem ekkert væri, halda sömu kjörum og áður og slá erlend lán, vegna þess að þjóðin væri þegar skuldug upp fyrir haus. „Þess vegna er ekki hægt að fara þessa léttu leið- ina ljúfu,” sagði Davíð. „Hugsanlega eru kjarasamning- ar í deiglunni. Ég held að aðilar átti sig glögglega á því að þegar minnkandi tekjum er deilt út fá allir heldur minna í sinn hlut en þeir áður fengu. Þetta er harður veruleiki. Menn velta því fyrir sér hvemig koma megi í veg fyrir að þessi afturkippur bitni ekki með harkalegustum hætti á þeim laun- þegum sem svo myndarlega tóku á með þjóðarsáttinni forðum daga. Ég held að langflestir séu þeirrar skoðunar að aðeins ein leið sé hugs- anlega fær. Að stilla kjarasamning- um þannig að verðbólgan hér á landi verði lægri en í nálægum löndum. Það er eina leiðin sem fær er til þess að kaupmáttarhrapið verði ekki mikið. Eina leiðin sem fær er til að veija kaupmátt. Ég er ekki í vafa að þessi leið hefur ýmsa annmarka fyrir launþega- hreyfinguna. Það verður erfitt að koma með kjarasamning á þessum nótum til félagsmanna. Menn vilja ekki heyra þennan sannleika, menn vilja ekki heyra þessa stöðu og eiga erfítt með að kyngja henni. Þetta er þekkt og mannlegt. Þess vegna er augljóst og hefur reyndar þegar komið fram að forsvarsmenn laun- þegahreyfíngarinnar munu leita til ríkisvaldsins og opinberra aðila um að koma til móts við þessi sjónarm- ið, styrkja þessi sjónarmið, þannig að þeir sem eiga að fjalla um samn- ingana á endanum, þeir sem úrslit- um ráða, skilji að allir leggjast á eitt um að slík kjaramálastefna megi ná fram að ganga. Ef þetta gengur upp er enginn vafi á því að aðilar vinnumarkaðarins og rík- isvaldið munu leita til sveitarfélag- anna um samstarf í þessum efnum. Og ég er ekki í vafa um það að sveitarfélögin sem ekki eiga minna í húfí en allir aðrir muni taka slík- um umleitunum vel og af skyn- semi,” sagði Davíð Oddsson. Tillaga um „penna- striksaðferð” Að lokinni ræðu forsætisráð- herra voru leyfðar stuttar fyrir- spumir. Ólafur Kristjánsson, bæj- arstjóri í Bolungarvík, tók meðal annars til máls og lýsti þeim vanda sem við blasti. Sagðist hann ekki vera mjög hress með boðskap for- sætisráðherra, hann hefði búist við að hann tæki fastar á umræðunni um sveitarstjórninar og atvinnulífíð í ljósi þéirra upplýsinga sem hann hefði fengið um stöðu atvinnufyrir- tækja um allt land. Ólafur nefndi vanda Bolungar- víkur sem dæmi um þann mikla vanda sem við væri að etja: „Það tólf hundruð manna byggðarlag sem ég stýri stendur frammi fyrir því að atvinnufyrirtæki sem ára- tugum saman hefur verið máttar- stólpi þessa byggðarlags veldur ekki sínu hlutverki. Það má vera að því hafí mátt stjórna betur, gott og vel. Stjórnendur hafa gert sitt besta en ekki tekist og það þýðir ekki að hegna þeim því þá er verið að hegna öllum íbúum byggðarlagsins. Ríkisvaldið og lán- astofnanir hafa veitt fyrirtækj- unum í landinu fé til uppbyggingar en bæði bankastofnanir og ríkis- valdið hafa brugðist þeirri skyldu sinni að fylgja því eftir hvemig var farið með þessa fjármuni. ‘ Hver er sá vandi sem framundan er? Hann er sá að útgerðar- og físk- vinnslufyrirtæki á landsbyggðinni þola ekki þá skuldsetningu sem þeim er búin. Forsætisráðherra er kjarkmaður mikill og hann vill við- Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Líklegra nú að ríki og sveitar- félög þurfi að fækka starfsfólki FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði meðal annars í ræðu á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga að meira væri um vert að halda uppi atvinnu í landinu en að knýja fram óraunhæfar launa- hækkanir. „Opinberir starfsmenn hafa stundum ekki viljað meta sína stöðu með þetta í huga. Því miður er það svo að verðmæti verða ekki til í kjarasamningum. Eins og nú horfir held ég að það sé líklegra en um langt árabil að ríki og sveitarfélög þurfi að fækka starfsmönnum,” sagði ráðherra. Friðrik rakti nokkra þætti í þró- un efnahagsmála á undanförnum árum. íslendingar voru á síðasta ári í sextánda sæti yfír tekjuhæstu þjóðir innan OECD en var í öðru sæti. á árunum 1987 og 1988. „Þetta er sláandi og lýsir vel því sem hefur verið að gerast,” sagði Friðrik. Hann sagði að frá 1980 hefði heldur dregið úr fjárfestingu hér á landi og einkaneysla aukist í takt við þjóðartekjur. Samneysla, það er starfsemi á vegum hins opinbera, hafi hins vegar vaxið án tillits til efnahagsumhverfisins. Á sama tíma og aðrar þjóðir í OECD hafi lagt megináherslu á að ná tökum á opinberum útgjöldum og að hemja samneysluna hafi hún vaxið látlaust hér á landi. Þetta sagði fjármálaráðherra að gæti við- gengist til skemmri tíma en væri útilokað þegar til lengri tíma væri litið. Fjármálaráðherra sþgði að á undanförnum árum og áratugum hefðu skuldir þjóðarinhar erlendis vaxið jafnt og þétt. ;,Árið 1980 > ■ J_______________ skuldaði hver íslendingur 360 þús- und kr. í iöngum erlendum lánum á verðlagi yfirstandandi árs, en sá sem fæðist á næsta ári tekur við 730 þúsund kr. skuldabagga. Er- lendar skuldir skýrast sumpart af arðbærum fjárfestingum, en að alltof stórum hluta eru þær afleið- «ing þess að þjóðin hefur lifað ótæpi- lega um efni fram,” sagði Friðrik. Friðrik sagði að efnahagslíf þjóðarinnar hefði lokast inni í eins- konar vítahring sem nauðsynlegt væri að rjúfa. „Afleiðing mikillar umframeyðslu þjóðarinnar, einkum opinberra aðila, er gífurleg eftir- spum eftir lánsfé. Lánsfjárþörfin leiðir síðan til hárra raunvaxta, sem valda atvinnufyrirtækjum og ein- staklingum erfíðleikum, auk þess að auka útgjöld hins opinbera. Rekstrarerfiðleikar fyrirtækja koma í veg fyrir að laun geti hækk- að, fjárfestingu er frestað og leitað er á náðir hins opinbera um að- stoð. Slík aðstoð leiðir oftast til nýrrar lántöku. Þannig myndast vítahringur, sem nauðsynlegt er að ijúfa. Til þess að það sé hægt verða allir að leggjast á eitt,” sagði hann. Varðandi nýjar aðstæður í efna- hagsmálum sagðist Friðrik m.a. telja að það ætti að vera verkefni næstu vikna að leita allra leiða til að lækka opinber útgjöld og draga úr lánsíjárþörf. „Mér er það full- ljóst að frekari niðurskurður út- gjalda er mjög erfiður hvort heldur í hlut eiga sveitarfélögin, einstakl- ingar eða atvinnuvegirnir. ÖIl verð- um við samt að gera okkur grein fyrir, ekki síst sveitarstjórnarmenn, að kröfur um aukin framlög frá því sem er í fjárlagafrumvarpinu, til dæmis til samgöngumála eða annarra verkefna, eru óásættan- legar við ríkjandi aðstæður,” sagði fjármálaráðherra. Hann sagði að öllum mætti vera það ljóst að ríkis- sjóður væri engan veginn fær um að leggja nýja fjármuni fram til að bæta stöðu sjávarútvegsins. Fyrst væri að leita allra leiða innan greinarinnar til að leysa vanda hennar. í svari við fyrirspurn sagði Frið- rik mikilvægt að aðgerðir ríkis- valdsins til stuðnings sjávarútveg- inum verði ekki til þess að menn fari í biðröð og bíði eftir því að geta borðað úr lófa ríkisvaldsins. Stuðningur ríkisvaldsins eigi að vera viðbótarstuðningur til að gera mönnum kleift að ráðast í nauðsyn- lega endurskipulagningu sjávarút- vegsins. Fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði ekki tek- ið afstöðu til tillagna um afnám aðstöðugjalds. „Ljóst er að ná þarf samstöðu við félagsmálaráðuneytið og sveitarfélögin um að áhrifum þess að leggja þennan skatt af verður best mætt, ef sú verður nið- urstaðan. Áætlað er að tekjur sveit- arfélaga af aðstöðugjaldinu nemi 5,5 milljörðum króna og skiptir því verulega miklu máli fyrir fjárhag sveitarfélaganna,” sagði ráðherra. Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari á ísafirði bað fjármála- ráðherra að skýra mismunandi yfir- lýsingar félagsmálaráðherra og forsætisráðherra um aðstöðugjald- ið. Friðrik ítrekaði að ríkisstjórnin hefði ekki tekið afstöðu til málsins. Hann tók undir undir þau orð for- sætisráðherra að ef breytingar yrðu ákveðnar væri mikilvægt að sveitarfélögin tengdust áfram at- vinnurekstrinum hvert á sínum stað. „Það er mikilvægt að sveitar- félögin hafi tekjur bæði bæði af einstaklingum og atvinnufyrirtækj- um til að efla ábyrgð sveitarfélag- anna á atvinnurekstrinum. Það myndi jafna atvinnuna og færa tii :og koma í veg fyrir að sumir bæir ,verði algerlega án atvinnulífs en aðrir yfirfullir án þess að fá slíkar tekjur,” sagði Friðrik. : urkenna vandann. Hann veit um þennan vanda. Honum ber að segja hér: Við verðum að nota aðferð Alberts Guðmundssonar og vera með pennastrikið. Það var brosað að þessu fyrir nokkrum árum en það er bara ekki broslegt. Þetta er sú staðreynd sem blasir við og við verðum að horfast í augu við og leysa með þeim hætti að viðun- andi sé. Ég krefst þess að ríkisvaldið, ásamt Sambandi íslenskra sveitar- félaga, atvinnurekendum og laun- þegum, setjist niður og gangi til viðræðna um það hvernig má leysa vanda þeirra byggðarlaga sem eru álíka stödd og Bolungarvík. Mér er það ljóst eftir viðræður við fjölda sveitarstjómarmanna víðs vegar um landið að þeir bíða eftir því hvaða lausn við fáum og þeir vilja feta í sömu fótspor. Það verða menn í biðröðun sem banka á dyr ríkisstjórnarinnar og heimta lausn. Því fyrr sem við fínnum lausn því færri koma til með að banka og ríkisvaldið fær frið til þess að stjóma landinu á þann veg sem best má verða,” sagði Ólafur. Forsætisráðherra sagði í svari sínu að pennastriksaðferðin væri hvorki siðleg né boðleg. „Þegar til Atvinnutryggingarsjóðs var stofn- að var skilyrði þess að lán yrðu veitt að það ætti sér stað uppstokk- un og hagræðing hjá fyrirtækjun- um. Því var ekki fylgt eftir. Þess vegna var lækningin algjör hrossa- lækning og menn em engu betur staddir, jafnvel verr, þegar kemur að uppgjöri á þessu hjálparmeðali. Við vitum það líka að mjög margir em þeirrar skoðunar að þessi lán séu þess eðlis að þau verði aldrei borguð. Ég er þeirrar skoðunar að ef menn í upphafí gátu sagt sér það hafi þeir átt að segja það og gefa þessa peninga en ekki vera með látalæti um það að hér væri um að ræða lánafyrirgreiðslusjóð sem ætti að stuðla að hagræðingu og endurskipulagningu og gera fyrirtækin fær um að standa á eig- in fótum,” sagði Davíð. Davíð sagðist ekki geta skýrt frá þeim ráðstöfunum í efnahagsmál- um sem væra í undirbúningi: „Ég vil þó taka fram að þær aðgerðir sem gripið verður til verða ekki iausn alls. Fjarri því. Það er algjör- lega ljóst að fyrirtækin lenda í ákveðnum þrengingum sem ríkis- valdið getur ekki leyst úr í þeirri þröngu stöðu sem nú er. Þung ábyrgð verður sett á forráðamenn fyrirtækjanna um að bjarga sér sjálfír þó að reynt verði að bæta ákveðin grundvallarskilyrði,” sagði Davíð. Þrýst á um ábyrgðir sveitarsjóðs Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, sagði að bæjar- stjórnin fengi stöðugt bréf frá at- vinnufyrirtækjunum með béiðnum um að ganga í ábyrgð fyrir lánum þeirra í bönkum og sjóðum. Hann lýsti því hvemig fasteignir væm metnar til trygginga. Fyrst væri brunabótamat eignanna fært niður um 50% og veitt lán fyrir 60% af því mati, þannig að virði eignarinn- ar væri 30%. „Þetta þýðir að við emm gjörsamlega eignalaus í þessu plássi. Eigum engan veginn fyrir skuldum,” sagði Þorvaldur og bætti því við að síðan vísuðu bankar og sjóðir fyrirtækjunum á að fá trygg- ingar hjá sveitarsjóði. Davíð sagði að orð Þorvaldar lýstu vel þeirri byggðastefnu sem rekin hefði verið. Varðandi ábyrgð- irnar taldi hann að þar væri um varhugaverða þróun að ræða. „Ég lít að vísu svo á að það sé ekki í mínum verkahring að segja sveitar- stjómum hvort þær eigi að veita slíkar ábyrgðir eða ekki. Sveitar- stjómarmenn era í afskaplega þröngri stöðu, á þá er sótt, og þeir jafnvel sakaðir um koma atvinnu- fyrirtækjum í gjaldþrot með því að hafna fyrirgreiðslu af því tagi. Ábyrgð lánastofnana er mikil að setja aveitarstjórnir í slíka stöðu,” sagði Davíð. i .utL'iU vtlvhU JJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.