Morgunblaðið - 23.11.1991, Síða 43

Morgunblaðið - 23.11.1991, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 43 í lokin komu allir þeir sem þátt tóku í sýningunni fram á svið og fyrir miðju á myndinni er kynnir kvöldsins Bjarni Stefánsson. SiSSrf Ungmennafélagið Is- lendingur 80 ára Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson' - Meðal annars sem sýnt var, var heimatilbúin leikþáttur sem unnin var í framhaldi af leikritinu Síldin kemur, síldin fer sem sýnt var á sl. ári. Fjallaði hann um afdrif persónanna sem þar komu fram. Hvannatúni í Andakíi. Ungmennafélagið íslendingur bauð til veglegrar kvöld- vöku laugardagskvöldið 9. nóv- ember að Brún. Tilefnið var 80 ára afmæli félagsins hinn 12. desember og dagur Bandalags íslenskra leikfélaga. Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! y Formaður ungmennafélagsins, Jón Gíslason, setti samkomuna og gerði grein fyrir tilefninu. Skemmti- atriði voru öll heimasamin, flest frumsamin. Leikdeild félagsins sá um kvöldvökuna og komu um 30 til 40 félagar á einhvern hátt að Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu migá85 ára afmœlisdaginn þann 16. nóvember.. ÓlöfSveinhildur Helgadóttir. Magnús L. Sveinsson Gylfi Arnbjörnsson Þórólfur Matthíasson Ásmundur Stefánsson mmm FELAGSFUNDUR Þýðir hækkun lægstu launa verðbólgu? Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fræðslufund um kjaramál að Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 26. nóv. n.k. kl. 20.30. Þar verður m.a. leitað svara við eftirfarandi atriðum: * Hver hefur launaþróunin verið hér miðað við önnur lönd? * Hvert stefnir í þróun launabils milli kynjanna? * Hvernig virka umsamin laun á verðbólgu? * Eru lægstu launin það eina sem veldur verðbólgu? * Valda launahækkanir, sem vinnuveitendur ákveða einhliða, ekki verðbólgu? * Valda launagreiðslur í yfirvinnu ekki verðbólgu? * Veldurfjármagn, sem varið er í óarðbæra fjárfestingu ekki verðbólgu? Ræðumenn verða: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Kjararannsóknarnefndar Þórólfur Matthíasson, lektor Ásmundur Stefánsson, forseti A.S.Í. Fundarstjóri: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, stjórnarmaður í V.R. Sigurlaug Sveinbjörnsd. Félagsfólk er hvatt til að mæta áfundinn. Verið virkíV.R. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR sýningunni. Mikið var sungið, í kvartettum, ieikþáttum og söngleik. Bjarni Guðmundsson æfði söngv- ana og lék undir. Húsfyllir var í Brún og öllum sem fram komu klappað óspai-t lof í lófa. D.J.- / tilefni af sjötugsafmœli mínu vil ég senda öllum, sem glöddu mig á einhvern hátt, alúðar- þakkir. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Eiríksdóttir. Ég vil af heilum hug þakka öllum þeim fjöl- mörgu, sem glöddu mig á margvíslegan hátt á áttrœðis afmœli minu. Guð blessi ykkur öll. Gísla S. Kristjánsdóttir, Teigi, Hvammssveit, Dalasýslu. Auglýsing Blómleg viðskipti í Kolaportinu. Kolaportið sífellt vinsælla; „ Jákvætt mannlíf og enginn barlómur” Um hverja helgi njóta tugþúsundir gesta skemmtilegrar mark- aðsstemmningar í Kolaportinu og vinsældir þess fara stöðugt vaxandi. Mannlífið er fjölskrúðugt og seljendurnir ekki síður, og allir virðast skemmta sér konunglega. „Ástæður þessara vinsælda eru margþættar,” segir Jens Ingólfs- son, framkvæmdastjóri mark- aðstorgsins. „í Kolaportinu er lítið um marmara og pálmatré en þess meira af mannlegri hlýju og jákvæðu hugarfari. Fólk fær hér vissulega meira fyrir pening- ana sína en líka einhverjar óáþreifanlegar, góðar tilfinning- ar og þær eru svo sannarlega mikils virði. í Kolaportinu sjáum við einstakl- ingsframtakið í sinni bestu mynd. Seljendurnir eru af öllu tagi, frá öllum landshornum, úr öllum starfsstéttum og á ölíum aldri, en eiga það sameiginlegt að vera duglegt framkvæmda- fólk sem er að gera eitthvað í málunum, hvort sem það eru félagasamtök að safna fyrir lækningatækjum, skólafólk að safna fyrir útskriftarferðinni, fjölskyldur að hreinsa úr komp- unni, handverksfólk að selja framleiðslu sína eða kaupmenn að auka umsvifin. Þetta fólk er líka blessunarlega laust við þennan barlóm, sem maður verð- ur alltof mikið var við í þjóðfélag- inu.” í kolaportinu eru nú um 300 sölubásar hverja helgi og vöruúr- valið ótrúlega mikið. „Við höfum þá einföldu reglu, að hér má hver sem er selja hvað sem er, svona innan ramma laga og vel- sæmis,” segir Jens. „Við spyijum fólk þó alltaf hvort það ætli að selja einhver matvæli og gerum þá kröfu, að farið sé eftir < ströngustu reglum Heilbrigði- seftirlitsins. Fólk þarf engin önn- ur leyfi og flestir venjulegir selj- endur eru t.d. undanþegnir virð- isaukaskatti, þannig að það þarf ekkert nema smá framtakssemi til að slást í hópinn.” Kolaportið er opið laugardaga frá kl. 10-16 og sunnudaga frá kl. 11-17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.