Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 „Likami þihn. hafnar hdrigrde^öUinni!' TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los AngelesTimesSyndicate Og hér er indælisfrakki sem hann vex sennilega upp úr á hálfu ári. Stjórn og sfo'órnarandstaða Stjórnin óvinveitt þjóðinni, stjórnin óvinveitt konum? Nýtt slag- orð þeirra sem sjá ekki né heyra, né viðurkenna að ástand það sem nú ríkir er afleiðing stjórnarfarsins á liðnum áratugum eins og margoft hefur komið fram. Þeir fyrrverandi stjórnarherrar neita algjörlega sínum mistökum og fjandsamlegum vinnubrögðum gegn þjóðarheildinni. Aðeins eitt dæmi... Af völdum þessara herra er lánstraust þjóðarinnar útávið að þverra vegna skuldasöfnunar sem er svo gífurleg að sjálfstæði okkar er stór hætta búin og því tími til kominn að stoppa þar við og vinna þær niður en ekki auka, eins og stefna stjórnarandstæðinga hafa fastmótað. Núverandi stjóm sér háskann sem nú er stutt undan og vill breytta og betri stefnu í landsmálunum, en þá rísa andstæðingarnir uppá aftur- fæturna einsog öskrandi ljón og ógna stjórnarsamstarfinu. Laugavegsapótek tekur ekki greiðslu fyrir heimsendingu lylja. En lyfin eru ekki á hærra verði en annars staðar vegna heimsending- arþjónustu. Yfírlyfjafræðingurinn er sérstaklega traustur og góður í Góðverk lögreglu Að undanfömu hefur mikið verið rætt um meðferð lögreglumanns nokkurs á ungum manni sem hann var að handtaka. Ber að harma þetta sorglega atvik. Hins vegar má alls ekki gleyma góðu verkum íslenzku lögreglumannnana sem í gegnum árin hafa oftast svarað kallinu þegar almenningur hefur lent í vandræðum. Ég er alveg viss um það að það væri hægt að skrifa heila bók, ef ekki fleiri bindi, um slík góðverk. Að lokum langar mig til að óska fyrrverandi lögreglustjóra í Reykja- vík, herra Siguijóni Sigurðssyni, alls góðs á hans ævikvöldi. Virðingarfyllst Vilhjálmur Alfreðsson Þetta hefur venjulega skeð ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur komist í stjórn, þá er viðreisnarviðleitni þeirra barin niður með ofbeldi ef ekki hefur annað dugað. Sú stjórn sem nú situr ber ekki ábyrgð á núverandi ástandi heldur er það að mínum dómi sérstaklega Fram- sóknarflokkurinn sem ber ábyrgð á þeirri ógn sem nú stendur fyrir dyrum þjóðarinnar, þeir hafa talið sig standa að velferðarkerfí sem er að snúast í ógnun við sjálfstæði þjóðarinnar. Steingrímur Hermannsson telur sjálfum sér trú um að hann sé einn af spámönnunum þegar til umræðu um frestun álvers kemur og segist hafa séð allt fyrir (þeir eru góðir með sig þessir karlar) en enginn barðist meira fyrir álveri fyrir síð- ustu kosningar en Steingrímur Her- mannsson, til að geta eignað sér framtakið, síðan datt hann alveg út úr þeirri umræðu eftir að hann sá úrslit kosninganna og síðan hef- samskiptum við okkur sjúka, fatl- aða, aldraða og við alla. Allt hans starfsfólk er lipurt og gott í af- greiðslu og símtölum. Sá sem flytur lyfín heim er traustur og prúður. Ég þurfti áður að greiða 1.500- 2.000 kr. en nú 6.000 á mánuði, en þar áður 7.000 á mánuði. Ég var að fá lyfjakort sem heimilis- læknirinn minn skrifaði, þá lækkaði lyijakostnaðurinn um 1.000 á mán- uði. Ég þakka tryggingayfirlækni innilega, og þeim sem hjálpa mér. Ég er hvorki á svefn-, róandi- né vanabindandi lyfjum, er aðeins á nauðsynlegum lyijum vegna alvar- legra kvalafullra ólæknandi sjúk- dóma, ég þjáist mikið. Bý ein heima, er rúmliggjandi, get ekki hreyft mig nema í hjólastól, ég er hreyfí- hömluð og fjölfötluð, vegna slysa og alvarlegra sjúkdóma. Ég þarf að nota mörg nauðsynleg dýr lyf, en tvö lyf af þeim eru á 5 kr. tafl- an, sem ég verð að nota vegna hættulegra sjúkdóma. Ég hef enga peninga nema frá Tryggingastofn- un Ríkisins. Það er erfitt að ná endum saman. Þá er lítið eftir fyrir mat og öðrum nauðsynjum. Ég skrifa þetta svo það rétta komi fram, hvað hækkun Iyfja kem- ur sér illa fyrir marga. Guðrún Jónsdóttir ur það verið í höndum iðnaðarráð- herra, sem fær nú miklar skammir fyrir að ástæðulausu. Þetta eru heilindi fyrrverandi forsætisráð- herrans. Nei, svo ömurlegt er það að við gætum misst sjálfstæði okkar, af völdum stjórnarfarsins á liðnum áratugum sem Framsóknarflokkur- inn hefur ráðið mestu um, þetta er fjandsamlegt þjóðfélaginu sem við stöndum að. Ékki var hátt risið á fyrrverandi sjávarútvegsráðherra i sjónvarpsumræðum á Stöð 2 á dög- unum, það mátti ekki minna hann á það sem misfórst á þeirra bæ hvað varðaði samstarfsvilja og ann- að. Þessir herrar ættu að segja sem minnst, því þeim var algjörlega hafnað í síðustu kosningum svo ekki er hægt að kalla það annað en þeir hafí illa staðið að málum þjóðarinnar. Kvennasamtökin æpa nú, ríkisstjórnin íjandsamleg kon- um! og er það að þekktu fyrirbæri sem Kvennalistinn er og hefur aldr- ei þorað að taka á sig nokkra ábyrgð sem er líka af þekktum ástæðum, að það eru aðrir sem eiga að sjá þeim fyrir öllu og ber krafa þeirra um forsjá þeim til handa þar vitni um, sem af þeim sökum er að raska öllu jafnvægi þjóðarinnar í efnahagsmálunum og á sama hátt vinna þær af ábyrgðarleysi gagn- vart þjóð sinni ásamt Framsóknar- flokknum og Alþýðubandalaginu. Sko, það er ekkert vandamál hjá kvennalistakonu að taka nokkurra milljarðakróna lán utanlands ofan á það sem fyrir er til að reisa fall- inn atvinnuveg landsmanna, einmitt þann þátt í atvinnulífínu sem þær hafa staðið að, að rífa niður ásamt öðrum vinstrimönnum og með því skapað uggvænlegt ástand í þjóðar- búskapnum. Ef af yrði að þessi lán sem kvenn- alistakona kastaði fram að tekin yrðu utanlands, þá get ég sagt þess- ari konu, að þær lántökur sem hún er að reyna að drífa upp, myndu allar fara í að greiða þær 75.000 krónur sem þær ætlast til að verði lægstu laun eftir næstu kjarasamn- inga, þarna er nú á ferðinni sú mesta afglapa stjórn sem ísland hefur átt og verið hefur starfandi um áratuga skeið, þetta sýnir þjóð- hollustu vinstriaflanna og þjóðráðin sem kvennalistinn býður uppá, sama aðferðin og velti stórveldi ofbeldis í stóra Rússlandi. Valkyijurnar í Kvennalistanum eru eins og þær til forna, þær eira engu og eru andþjóðfélagslega sinnaðar og lætur hátt í tómri tunnu, hafa engar farsælar lausnir á takteinum. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Athugasemd til heilbrigðisráðherra Yíkverji skrifar Gífurleg samkeppni virðist nú vera hafín í smásöluverzlun á höfuðborgarsvæðinu. Opnaðar hafa verið verzlanir, sem opnar eru frá því á morgnana og langt fram á kvöld alla daga vikunnar. Þá hafa stórmarkaðir eins og Hagkaup t.d. haft opið á sunnudögum og síðast- liðinn sunnudag skrapp Víkveiji í Hagkaupsverzlunina í Skeifunni og var þar fullt út úr dyrum sem á Þorláksmessu væri. Þessi stefna, að auka þjónustu við borgarana og lengja afgreiðslu- tíma, er í raun mjög gleðileg fyrir almenning, sem við þessa breytingu ætti að eiga auðveldar með að gera sín innkaup. Raunar má þessi aukna þjónusta ekki leiða til þess að verð- íag hækki, en aukinn kostnaður verzlana, þegar helgarvinna eykst, gæti þó leitt til slíkra hækkana. Þá er eflaust ver af stað farið en heima A Ur því að minnst er á afgreiðslu- tíma, er ekki úr vegi að agnú- ast svolítið út í orðalag, sem víða sést á skiltum, þar sem þjónustuað- ilar auglýsa á hvaða tíma þeir hafí opið. Orðið „opnunartími” er að mati Víkverja hið hvimleiðasta orð, þegar til er jafn ágætt orð og af- greiðslutími. Það fer því afskaplega í taugar Víkveija, þegar hann t.d. sér að auglýstur er „opnunartími frá klukkan 10 til 16”. Hvað þýðir þetta í raun? Þessi staðhæfíng þýð- ir að viðkomandi þjónustustofnun eða verzlun er opnuð tvisvar á sólar- hring, fyrst klukkan 10 og síðan klukkan 16. Hins vegar er ekki sagt, hve lengi viðkomandi er opin í hvoil sinn. Til þess að koma í veg fyrir að unnt sé að hártoga slíka setningu og vilji menn hafa hana kórrétta, ættu menn að nota orðið afgreiðslutími”. Robert Cook, prófessor í ensku við heimspekideild Háskóla Islands, hefur ritað Morgunblaðinu bréf, þar sem hann skýrir frá því að hann hafí sent inn lesendabréf til bandaríska blaðsins The New Orleans Times-Picayune í Louisiana í desembermánuði 1989. í lesenda- bréfínu mótmælir hann ummælum David Duke frambjóðanda til ríkis- stjórakosninga í Louisiana, sem hrósaði íslandi sem „hreinu” landi, þ.e. landi þar sem aðeins væru hvít- ir menn. Síðan segir Robert Cook: „Ef það er satt eins og blað ykkar fullyrðir, að David Duke haldi áfram að hrósa íslandi sem „hreinu” landi, þá er bréf mitt dæmi um tilgangsleysi svona bréfa- skrifa í dagblöð.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.