Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 39
MOIIGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1991 39 Þorleifur Arason slökkviliðsstjóri, Blönduósi - Minning Fæddur 9. apríl 1945 Dáinn 11. nóvember 1991 Hann Dúddi mágur minn er lagð- ur af stað í síðasta og stærsta ferða- lagið, sem bíður okkar allra, þ.e. yfir móðuna miklu. Þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti til okkar að kvöldi mánudagsins 11. nóvember sl. Hvernig má það vera að þessi káti og hressilegi maður skuli vera allur svo langt um aldur fram. Okkur verður orða vant, fyllumst söknuði og trega. Maðurinn minn var staddur úti á sjó svo ég hringdi þangað og sagði við hann með grátstafinn í kverkun- um: Svenni minn, hann Dúddi bróð- ir þinn er dáinn. í langan tíma heyrðist ekkert í honum og ég hélt að sambandið hefði slitnað, en þá sagði hann klökkur og átti erfitt með að koma orðunum frá sér: „Heyrðu elskan mín, er ekki hann Nonni minn að gráta þarna við hlið- ina á þér. Leyfðu mér að tala við hann.” Einar Jón ætlaði ekki að treysta sér til að tala við hann, en ég rétti honum tólið og ég heyrði að pabbi hans fór að tala við hann. Ég heyrði náttúrlega hvað barnið sagði, en Svenni fyllti síðar í eyð- urnar fyrir mig. Samtalið var svona: „Nonni minn, þú þarft ekki að vera hryggur því Dúdda líður ekkert illa þar sem hann er.” „Já, en pabbi af hveiju þurfti hann Dúddi að deyja, hann var svo góður.” „Ég reikna með því að Guð hafi þurft á honum að halda einmitt þess vegna, Nonni minn, og hafí kallað hann til sín til að vinna einhver áríðandi verkefni. Guð hefur alltaf þörf fyrir gott fólk.” „Pabbi, er Dúddi þá orð- inn engill á himnum núna?” „Já, Nonni minn.” Samtalið var lengra en bamið lét fljótlega huggast og tók þessari sjálfsögðu skýringu. Svenni sagði mér að það að hugga son sinn hefði haft svipuð huggandi áhrif á hann og þegar hann tók köttinn í fangið þegar pabbi hans dó og fór með hann upp á loft og talaði við hann langa stund. Kisi skildi sorg hans og hjúfraði sig upp að honum og drengurinn grét ofan í feldinn. Þessi huggunarorð föður til sonar eru í raun lýsing á Dúdda, því hann' var afskaplega bamgóður og mátti ekkert aumt sjá. Hann var sérstak- lega natinn við börn og gamal- menni. Ég kynntist Dúdda fyrir rúmu 21 ári þegar ég kom með bróður hans, mannsefninu mínu, í ferm- ingu næstyngstu systur þeirra. Það var svolítið yfírþyrmandi að koma inn í allan þennan barna- og sér- Fæddur 30. júlí 1940 Dáinn 18. nóvember 1991 Okkur ljósmæðmm útskrifuðum árið 1978 langar að kveðja kæran vin með örfáum orðum. Það var árið 1976 að 15 manna hópur hittist í Ljósmæðraskóla ís- lands. Við komum hvaðanæva af landinu og þekktumst lítið. Þetta var upphaf tveggja ára náms, en ævilangrar vináttu. Sólveig Þórðar- dóttir var í þessum hópi og með henni kom Jónatan, eða Tani eins og hann var kallaður, inn í líf okk- ar allra. Með sinni hressu og skemmtilegu framkomu heillaði hann okkur. Góð vinátta verður aldrei frá okkur tekin og viljum við þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast Tana. Hann stóð sem klettur við bak Sólveigar, hvort sem var á heimili, í námi, starfi eða stjórnmál- um og vitum við að missir hennar, staklega strákaskara. En Dúddi var afskaplega léttur og skemmtilegur og tók mér afskaplega vel eins og reyndar allir. En hann var miklu framfæmari en hinir og hafði ailtaf gaman af að láta mig roðna, en það var saklaus stríðni. Hann var alltaf boðinn og búinn þegar við komum í heimsókn norður og Svenni var eitthvað vant við látinn að bjóða mér og börnunum í bíltúr og sýna mér umhverfið og segja mér frá því. Hann unni sinni heimabyggð og þekkti og sagði skemmtilega frá. Börnin vom afskaplega hrifin af honum og ekki minnkaði aðdáun- in þegar Dúddi varð slökkviliðs- stjóri og þau vom mjög hreykin af þessum frænda sínum, sem átti slökkvibíl eins og þau sögðu og svo var hann líka einu sinni lögga. Fyrir nokkrum árum kynntist Dúddi svo unnustu sinni, Hildi Gunnarsdóttur, yndislegri konu sem var honum allt. Það var mesta furða hvað þau voru dugleg að heim- sækja okkur hér suður með sjó, því það er í mörg horn að líta í stuttum bæjarferðum. Þessar heimsóknir skilja eftir sig ánægjulegar minn- ingar. Ég man sérstaklega eftir síð- ustu heimsókn nú í haust. Þegar við höfðum nært okkur eins og venja var þá spurði hann hvort við ættum ekki safn af myndum. Hann hafði nú reyndar séð þó nokkuð af þeim, en Dúddi hafði gaman af að rifja úpp það sem liðið var og það var margt sem var rifjað upp og skemmt sér við frá gömlum árum. Annað var að bræðurnir voru að ræða saman um að gaman væri nú að systkinin öll, fjölskyldur þeirra og mamma gamla, gætu nú reynt að hittast fljótlega öll saman í ein- um hóp. Það væri ansi hart að það þyrfti sennilega að vera jarðarför einhvers hinna nánustu til að allir gætu komið saman. Þeir minntust þess ekki að ijölskyldan hafi öll verið saman komin á einum stað eftir að pabbi þeirra dó. Ekki óraði þá þó fyrir að þetta ætti eftir að rætast við jarðarför annars þeirra. Hann Dúddi hét réttu nafni Þor- leifur Arason, sonur hjónanna Ara Jónssonar, f. 10. júní 1901, d. 6. janúar 1966, og Guðlaugar Nikód- emusdóttur, f. 30. október 1914, sem býr nú í Reykjavík. Hann var fimmti í röð 13 systkina frá Skuld á Blönduósi. Nú eru systkinin 12 eftir og sakna þau bróður síns. Gulla sér nú eftir fyrsta barninu sínu, eftir að hafa verið ekkja í 25 ár. Elsku Hildur, Gulla og þið systkinin öll. Ég bið Guð að styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Ég vil trúa því sem faðir sagði við son sinn, eins bama þeirra, tengdabarna og barnabarna er mikill. Biðjum við þess að Guð styðji þau og styrki nú á þessum erfiðu stundum. Um leið og við sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur, þá kveðjum við með sökn- uði góðan vin og félaga. F.h. ljósmæðra útskrifaðra 1978 og fjölskyldna þeirra Lea og Hulda. Að morgni mánudagsins 18. nóv- ember sl. barst okkur sú harma- fregn að Jónatan Einarsson væri látinn. Hann hafði þá barist hetju- lega um allnokkra hríð við ólækn- andi sjúkdóm. Tani eins og hann var yfirleitt kallaður var fæddur á Isafirði árið 1940. Á unglingsárum sínum stundaði hann sjómennsku en starf- aði síðan í nokkur ár á þungavinnu- og að framan greinir; að Dúddi hafi verið kallaður til verkefna sem honum eru verðug. Begga í dag er kvaddur hinstu kveðju á Blönduósi Þorleifur Arason, slökkviliðsstjóri Brunavarna Aust- ur-Húnvetninga. Fráfall Þorleifs eða Dúdda, eins og við nefndum hann, bar brátt að. Hann kenndi sér meins að morgni og var allur um hádegisbil. Fráfall hans var því óvænt. Þegar þannig háttar til verð- ur höggið þyngra. Enginn fær tíma til aðlögunar eða undirbúnings. Þyngsta höggið fá nánustu að- standendur, fyrst og fremst sambýl- iskona hans, Hildur Gunnarsdóttir. Hún kom með Dúdda einn góðan veðurdag frá Reykjavík. Hún sleit sig frá föstu, góðu starfi við Þjóð- leikhúsið og flutti norður. Þau fluttu í nýtt hús sem Dúddi hafði byggt á undanförnum árum, þar áttu þau saman stuttan stans. Dúddi hefur kvatt að sinni. Úr hópi samstarfs- manna í héraðinu er farinn embætt- ismaður sem aldrei, ekki eitt ein- asta skipti, vék undan skyldum sín- um og ábyrgð, hann horfði sívökul- um augum yfir starfsvettvang sinn allan sólarhringinn í yfir 20 ár. Þorleifur gegndi mikilvægu trún- aðarstarfi sem slökkviliðsstjóri, eft- irlitsmaður með brunavörnum og sem formaður Almannavarnanefnd- ar Austur-Húnvetninga. Hann gætti verkefna sinna af óvenjulegri samviskusemi og trúnaði, hann vildi hafa allt á hreinu varðandi verksvið sitt og gætti mikiilar reglusemi. Hann var nákvæmur, jafnt í smáu sem stóru. Hann spurði aldrei fyrst um launin þann tíma sem við áttum hér á Blönduósi. H§.nn smakkaði ekki vín og hann reykti ekki, utan hér áður fyrr, að hann fékk sér vindil á Þorláksmessu. Starf við brunavarnir er að mörgu leyti van- þakklátt. Sá sem hefur verkefnið með höndum er sífellt, ef starfinu er sinnt af samviskusemi, vakandi yfir því að allt sé í samræmi við lög og reglugerðir, stundum þarf að meta aðstæður, stundum slá af vélum. Lengst af starfaði hann hjá íslenskum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli. Hann fann ungur hamingjuna þegar hann kynntist frænku okkar ýtrustu kröfum, stundum fylgja fast eftir. Þorleifur vann þannig, hann gætti þess að menn héldu vöku sinni án þess þó að vera alvar- lega upp á kant við npkkurn mann. Það var vandasamt. Á fundum þar sem fjallað var um málefni sem tengdust hans starfsvettvangi, þótti hann á stundum óþarflega ná- kvæmur og aðfinnslusamur. Ég held þegar upp er staðið hafi það verið af hinu góða. Það varð að taka tillit til sjónarmiða hans. Hann gætti þess að forvarnarstarfið væri í lagi. Oft er það þannig að slíkt er ekki metið á líðandi stundu, eft- ir á að hyggja kemur stundum í ljós hve mikilvægt starfið er. Þorleifur gerði sér þetta vel ljóst. Hann safnaði upplýsingum, fréttum dagblaðanna, ljósmyndum og opin- berum skýrslum og fleiru, þar sem fram komu m.a. helstu ástæður brunatjóna og þá slysa og dauðs- falla sem tengdust viðkomandi elds- voða. Hann varðveitti í einstaka til- fellum minningargreinar um þá sem farist höfðu við slíkar aðstæður. Sérstaklega er mér minnisstæð í þessu sambandi minningargrein um litla stúlku og mynd af henni sem Þorleifur varðveitti innrammaða á skrifstofu sinni. Ég hygg að undir hægu, stundum stífu yfirbragði, hafi reynst viðkvæm sál sem í senn var barngóð og bljúg. Við sem átt- um nánast dagleg samskipti við Dúdda þökkum samvistirnar. Við gerum okkur ljóst að maður kemur í manns stað, en líka, að skarðið sem varð til við fráfall hans er ákaf- lega vandfyllt. í nafni samstarfsfólksins, Ofeigur Gestsson. Mig langar með fáum orðum að minnast góðs vinar sem fallið hefur frá löngu fyrir aldur fram. Kynni mín og Dúdda hófust er Hildur kynnti hann fyrir mér síðla árs 1988, en það var fyrsta heimsókn þeirra saman inn á mitt heimili. Síðastliðið sumar dvaldi ég á heimili þeirra á Blönduósi eina helgi. Þar kynntist ég því hve mikl- um fróðleik Dúddi hafði yfir að búa. Hann var mjög víðlesinn og ákaflega minnugur, hann rakti fyr- ir mér sögu síns bæjarfélags og sýslunnar. Við gengum á söguslóðir bókar einnar, sem við höfðum bæði lesið og okkur báðum hugleikin. Þessi helgarferð var og verður mér mjög dýrmæt og þakka ég þér, elsku Hildur, fyrir að bjóða mér til ykkar. Með þessum orðum votta ég þér, elsku vinkona, svo og öðrum að- standendum mína innilegustu sam- úð. Far þú I friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ragnheiður Hauksdóttir Sólveigu Þórðardóttur og hófu þau búskap í Keflavík. Sólveig átti þá tvo syni fyrir, Helga Björgvin og Inga Rúnar, sem hann gekk í föður- stað. Saman áttu Jónatan og Sól- veig þijár dætur, þær Elínu, Guð- björgu og Þórlaugu. Við bræðurnir vorum hálfstálp- aðir þegar við kynntumst Tana fyrst. Hann var þá oft fjarri heim- ili sínu vegna vinnu sinnar en síðar urðu samverustundirnar miklu fleiri. Við vorum ungir að árum þegar við misstum föður okkar og var Tani okkur mikil stoð í raunum okkar. Hann tók þátt í áhugamálum okkar og var alltaf reiðubúinn til hjálpar er við áttum við vandamál að stríða. Það var sérstaklega þægi- Iegt að umgangast Jónatan og feng- um við strákarnir mikið út úr því, enda var nær daglega hópur okkar frændanna á heimili Tana og Veigu og var þá ýmislegt brallað. Tani hafði ríka frásagnargáfu og átti auðvelt með að halda athygli manna með sögum úr daglega lífinu og spaugilegum myndum úr tilver- unni eins og Vestfirðingum er eigin- legt. Þau eru ótal broslegu tilvikin þegar Tani kom með óvænt sjónar- Það verða allir að skila því sem þeir fá lánað, jafnvel þó það sé maður sem við þekkjum. En við viljum ekki skila því sem okkur þykir vænt um. En guð elskar hann Dúdda svo heitt að hann vill fá hann til sín. Við vitum að hann hefur það gott hjá guði, en samt munum við gráta því við söknum hans Dúdda okkar svo heitt. En við hittum hann aftur, því skal guð lofa að við sjáum hann Dúdda okk- ar aftur. Tinna Rós Gunnarsdóttir, 11 ára. í dag verður kvaddur hinstu kveðju Þorleifur Arason, slökkvi liðsstjóri á Blönduósi. Við hittum Dúdda - eins og hann var alltaf kallaður - fyrst fyrir tæpum þrem áium skömmu eftir að hann og systir mín, Hildur Gunnarsdóttir, kynntust, en þau fóru að búa sam- an á Blönduósi fyrir rúmu ári síð- an. Þar starfaði Dúddi og átti sínar rætur. Voru þau búin að koma sér vel fyrir og virtist framtíðin blasa við þeim. Þar sem svo langt er á milli heim- ila okkar og stutt síðan þau fóru að búa saman hafa heimsóknir ekki orðið ýkja margar, en í þau fáu skipti sem við heimsóttum þau á Blönduós, og raunar hvar sem mað- ur hitti Dúdda, fann maður alltaf þetta ljúfmannlega, notalega og traustvekjandi viðmót sem einkendi hann svo mjög. Enda kom það vel fram í starfi hans sem slökkviliðs- stjóri, þar sem starfsvettvangurinn var ekki síður fyrirbyggjandi starf að brunavarnamálum, sem og um- sjón slökkvibifreiðar Flugmála- stjórnar, og þar með sú öryggis- gæsla á flugvellinum sem því fylg- ir. Allstaðar gat hann sér orð fyrir að vera traustur og vandaður starfsmaður. Raunar var það sama sagan hvar sem hann fór, menn höfðu orð á þessu viðmóti hans er Dúddi barst í tal. - Hann gat sér traust strax við fyrstu sýn, og reyndist traustsins verður. Maður á alltaf erfittm með að sætta sig við það að fólk skuli hrif- ið brott svona fyrirvaralaust, en „eigi má sköpum renna”. Dúddi var barnabörnum Hildar hinn besti afi og hafði af þeim mikla ánægju, og var stoltur af þeim eins og þau væru hans eigin og skilur hann þar sem og annarstaðar eftir sig vandfyllt skarð, og má þá ekki gleyma móður, systkinahópnum stóra, sem og öðrum vandamönnum á Blönduósi og annarstaðar. Hildur mín, þú átt um sárt að binda og vonum við að Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum. Hugleiddu þessi orð: „Þegar þú ert sogrgmædd, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munnt sjá að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín.” Þór og Áslaug horn í umræður manna. Undir niðri hafði hann mannbætandi lífsskoðun sem hann kom á framfæri á sinn hægláta hátt án þess að hann héldi um það orðmargar ræður. Áhugi Tana beindist að því að ferðast og njóta þess að skoða nátt- úruna. Til þess að geta sinnt þessu áhugamáli sínu höfðu hann og strákarnir hans útbúið húsbíl sem var haganlega gerður til ferðalaga. Auk þess hafði hann tekið virkan þátt í með systkinum Veigu og börnum þeirra að smíða sumarhús og flytja vestur í Dali. Þannig fékk hann útrás fyrir sköpunargleði sína ásamt því að geta átt samneyti við fólkið sitt bæði í starfi og leik. Nú er komið að leiðarlokum og er vinum og ættingjum harmur í hug. Góður drengur er genginn langt um aldur fram og eftir sitja minningar um fjölmargar og ánægjulegar samverustundir. Með þessum orðum viljum við bræðurnir kveðja vin okkar með þakklæti og biðjum ástvinum hans allrar bless- unar. Þórður Magni og Guðmundur Kjartanssynir. Jónatan Bjöm Einarsson - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.