Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1991 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „Til presta” svarað Greininni Jesús sjálfur varar okkur í guð- spjallinu við djöflinum: ,,Hann er lygari, lyginnar faðir. I honum fínnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu.” (Jóh., 8,44). Við vitum þá, að allt sem hann segir við Evu, er lygi. Hann segir: „Jafnskjótt sem þið etið af epli munuð þér verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills.” Lygi, því að Adam og Eva vissu þegar „skyn góðs og ills” og þau þekktu líka refsingu við óhlýðni. Eva sjálf minnir djöfulinn á boðorð Guðs: „af ávexti trésins sem stend- ur í miðju megið þið ekki eta ... ella munuð þér deyja.” Vissi hún þá hvað hún mátti og hvað hún mátti ekki? Jú. Þá var það fyrir hana skilgreint. Og var hún sköpuð með samvisku? Hún sýnir það, þeg- ar hún játar að vita hvað hún má ekki. Var það þá ekki lygi djöfuls- ins, að hún átti að eta epli til að öðlast skyn góðs og ills? Auðvitað. Og hvers vegna át hún á móti sam- visku sinni? Svarið er auðvelt. Hún gerði það, sem við sjálfir alltaf ger- um, þegar við syndgum: Hún kæfði rödd samviskunnar sinnar. Sagan segir okkur, hvernig hún var tæld og svikin: „Hún sá að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og girni- legt til fróðleiks.” Syndin óhlýðni Adams og Evu var því verri, því að þau voru sköp- uð með betri skilgreiningu en við, sem erum nú veikari í freistingum. Allar spumingar efasemdarmanns hafa svarið ef við skiljum að orð djöfulsins: „Þér munuð vita skyn góðs og ills” eru lygi. Efasemdar- maðurinn hefur það ekki séð og Ég vil taka undir orð þess sem harmaði að biskupsstofa skyldi ekki þekkjast heimboð páfans í Róm, til handa biskupi íslands, vegna sparn- aðar. Þetta hefði verið einstakt tækifæri til að endurgjalda páfa þann hlýhug er hann sýndi með heimsókn sinni hingað. Of lengi hafa kaþólskir og mótmælendur borist á banaspjót til þess að við gerir þess vegna sömu mistök og Eva. Hann trúir að það hafí verið nauðsynlegt að eta epli, til að greina „rétt frá röngu og illt frá góðu”. Adam og Eva þekktu greinilega lögmál Guðs og Páll postuii segir: „Fyrir lögmál kemur þekking synd- arinnar.” (Róm., 3,20.) Þess vegna vissu þau að óhlýðni þeirra var synd á móti góðum Guði, sem hafði ver- ið mjög gjafmildur við þau. Lesandi tækjum ekki feginsamlega fengn- um tækifærum til að eyða tor- tryggni á milli þessara trúarhópa. Við höfum í raun sömu trú og sömu lífsskoðanir, einungis umgjörðin er önnur. Látum stjórnmálamönnum eftir að berja sér á btjóst fyrir að spara eyrinn á meðan þeir kasta krónunni. Þjóðkirkjumaður HEIMBOÐ PÁFA Þessir hringdu . . Mikilvægt að kanna verð Neytandi hringdi og sagðist hafa fengið menn til þess að setja saman sjónvarpskapal. Verkið tók um 20 mínútur og reikning- urinn hljóðaði upp á liðlega sjö þúsund krónur. Honum fannst þetta dýrt og hringdi í nokkur fyrirtæki og kannaði hvað þau hefðu tekið fyrir sama verk og var það á bilinu 3.500-5.000 krónur. Þessi maður vildi því ein- dregið beina því til fólks að kynna sér verð áður erí menn væru kall- aðir á staðinn. Guliarmband Gullarmband tapaðist mið- vikudaginn 20. nóv., sennilega fyrir utan verslunina Blóm og ávexti. Tjónið er afar tilfinnan- legt fyrir eigandann. Finnandi vinsamlega hringið í síma 26362. Fundarlaun í boði. Trúmálaumræða H.S. vildi benda fólki á sem væri að kvarta yfir því að allir væru sjálfkrafa skráðir í þjóð- kirkjuna að það væri nauðaein- falt að skrá sig úr henni. Allt og sumt sem fólk þyrfti að gera væri að labba inn á Hagstofu Islands og breyta þessu. Hefur ekki sótt stólinn Kona sem keypti djúpan stól á flóamarkaði til styrktar ka- þólsku kirkjunni í Hafnarfirði er vinsamlegast beðin að vitja hans þar sem hún var búin að borga fyrir hann. Hún getur hringt í Rósu í síma 51344. Þeir sem stóðu að flómarkaðnum vilja einnig koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sóttu markað- inn og ekki síst til þeirra sem gáfu hluti á hann. Hvað er gert við áfengi? H.Kr. vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Okkur er sagt að áfengisneysla á íslandi hafi ekki vaxið síðustu ár þrátt fyrir bjór- inn. Fyrir þessu eru læknar í Vogi bornir. Þar sem fyrir liggur að ATVR hefur aukið áfengissölu um nálæga 20% frá árinu 1988 spyija menn nú: Hvað hefur orð- ið um þessa 20% viðbót? Ekki sterk- ustu menn Ég er talsvert undrandi í sam- bandi við þessa þijá náunga sem nú eru orðnir heimsmeistarar í kraftlyftingum og enn meiri undr- un vekur að Magnús Ver Magnús- son skuli vera talinn einn af sterk- ustu mönnum heims. Hvílík fjar- stæða, þessir kraftlyftinganáung- ar eftir margra ára þjálfun renna vatni undir og rétta sig upp með sirka 700 pund, 350 kg, miðað við alsterkustu menn á þessari öld, þá er þetta ekkert sérstakt átak. Það eru til óæfðir menn til dæmis hér á íslandi sem geta leikið þetta eftir. Ég ætla nú að fara aftur í tímann og nefna tvö kraftaafrek sem Þjóðveijinn Hermann Görner vann í þýsku borginni Dresden árið 1926. Annað afrekið var að hann stóð undir þyngd á hægri öxl, sem var 500 kg, hitt afrekið var að hann tók á bakið píanó sem var 740 kg að þyngd og bar það nokkra metra. Eg hef ekki heyrt að búið sé enn í dag að slá þessi afrek hans út. Eitt kraftaafrek vann hann á aflraunasýningu í London en það er hægt að finna um það í heimsmetabók Guinness. Þorgeir Kr. Magmússon Jólastjörnur - okkar verð Jólastjarna 1. fl. kr. 750,- Jólastjarna 2. fl. kr. 695,- Jólastjarna (mini) kr. 295,- Stöndumst verósamanburó! Blómahöllin, Kópavogi, sími 40380 Blómastof an, Kringlunni, sími 681222 Blómastofan, Eióistorgi, sími 611222 Blómaverkstædi Binna, Skólavörðustíg 12, sími 19090 Bændaskólinn á Hvanneyri Innritun á vorönn er hafin Athygli er vakin á því, að unnt er að hefja nám í Bændaskólanum á Hvanneyri um áramót. Fyrsta önn hefst 6. janúar. Stúdentar, sem tara styttri leiö, geta tiafið aám í janúar, apríl eöa júní. Kennsla á 5. önn hefst 6. janúar, búfræðingar halið samband. Námið skiptist í fjórar annir, þar af ein verkleg á viðurkenndu býli. Á síðustu önn er kennt á tveim- ur sviðum: Búfjárræktarsviði og rekstrarsviði. í undirbúningi er þriðja sviðið: Landnýtingarsvið. Dæmi um valgreinar, kenndar veturinn 1991- 1992: Hrossarækt, ullariðn, skógrækt, vinnuvélar, búsmíði, sláturhúsastörf, ferðaþjónusta o.fl. Við veitum upplýsingar í síma 93-70000. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1991. Bændaskólinn á Hvanneyri 311 Borgarnesi. OORÐSTOFUHUSGOGN Nýkomin dönsk, sænsk og ítölsk borðstofuhúsgögn. Mikið úrval. Borð + 4 stólar, kr. 35.700,- stgr. Visa - Euro raðgreiðslur OPIÐ í DAG TIL KL. 16 SUNNUDAG FRÁ KL. 14-16 □□□ HÚSGAGNAVERSLU N REYKJAVÍKURVUGI 66 HAFMARFIRÐI- - SIM1 5*» í-00--

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.