Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 ! íslenskum húsgögnum kí FÉLAG húsgagna- og innréttingaframleiðenda hefur í samvinnu við Iðntæknistofnun íslands tekið upp svonefnt vöruvottunarkerfi. Með því er ætlunin að gæðaprófa íslenska húsgagna- og innréttingafram- leiðslu og er kerfið sambærilegt sænska prófunarkerfinu Mobelf- akta sem er við lýði á Norðurlöndunum. Frá kynningarfundi um vöruvottun í Iðnaðarmannahúsinu. Frá vinstri eru Ingvar Kristinsson, deildarstjóri hjá Iðntæknistofnun, Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags húsgagna- og inn- réttingaframleiðenda, Rafn B. Rafnsson, formaður félagsins, og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. Vöruvottun hafin á Aðstöðu til húsgagnaprófana var komið upp fyrir nokkrum árum á Iðntæknistofnun og hefur stór hluti fjöldaframleiddra íslenskra hús- gagna fengið vöruvottun. Próf- anirnar nýtast framleiðendum ekki eingöngu við að prófa fullunna vöru heldur einnig vöruþróunarferlinum. Um er að ræða þijú mismunandi gæðastig sem þýðir að vöruvottunin segir til um hvort varan uppfyllir lágmarks-, miðlungs- eða hámarks- kröfur. Rafn B. Rafnsson, formaður Fé- lags húsgagna- og innréttingar- framleiðenda, segir að tilgangur vöruvottunar sé að tryggja kaup- endum góðar upplýsingar frá óháð- um aðila um mikilvæga eiginleika vörunnar. Þær eiga að tryggja það að neytendur kaupi ekki lélega vöru vegna ófullnægjandi eða beinlínis rangra upplýsinga. Þá sé það markmið húsgagnaprófana að styrkja markaðsstöðu innlendrar framleiðslu með því að upplýsa neytendur um gæði vörunnar í sam- anburði við innflutta vöru. Með aðgangi að húsgagnaprófunum gefst framleiðendum kostur á að stuðla að endurbótum á vörunni ef gæðum kann að vera áfátt. Þá séu gæðaprófanir og sá gæðastimpill, vöruvottun, sem þær veita nauðsyn- leg forsenda þess að hægt sé að flytja út íslensk húsgögn. Kjarvalsstaðir: Opnuð sýning á ljóð- um Þórarins Eldjárns SÝNING verður opnuð á ljóðum eftir Þórarinn Eldjárn á Kjarv- alsstöðum í dag, laugardaginn 23. nóvember kl. 17. Höfundur les úr verkum sínum. Opnunar- athöfnin verður send út í beinni útsendingu í þættinum Les- lampinn á Rás 1. í frétt frá Kjarvalsstöðum segir að Þórarinn yrki jöfnum höndum í hefðbundnu og óbundnu formi. Stíll hans einkennist af íroníu, óvæntri kímni, stundum með ádeilubroddi. Hann sé orðhagur og beiti sig oft frumlegum brögð- um í orðasmíð og rímleikjum. Ljóðabækur Þórarins eru orðnar sjö að tölu, auk skáldsagna og smásagna. Sýningin á Kjarvalsstöðum stendur til 8. desember nk. Þórarinn Eldjárn I Blindrabókasafnið og Bréfaskólinn: Enskunámskeið á p snældum fyrir blinda | OPNUM DAG KL.12 JÓLAMARKAÐ ALLRAR FJÖLSKYLDUNNAR YFIR 50 VERSIANIR VEITINGASALA ■ •. :;v* ' ". LEIKTÆKIFYRIR BÖRN ÆVINTYRA LEIKFANGALAND ALLT MILLIHIMINS OG JARÐAR TIL ÚT ER komið á vegum Bréfaskólans og Blindrabókasafnsins nám- skeið í ensku í tveimur hlutum á 15 hljóðsnæklum. Námskeiðið er einkum ætlað blindum, sjónskertum og öðrum sem eiga erfitt með að lesa. 'J-ATH!... ^ITT KAFFI TERTA nOOSDRYKWjZr P/MNARDAGInn' Námskeiðið er samstarfsverk- efni Blindrabókasafnsins og Bréf- askólans og gert í tilefni 50 ára afmælis skólans. Byggt er á efni frá franskri námsgagnastofnun og var það upprunalega bæði til á bók og snældum en nauðsynlegt reyndist að breyta efninu og lag- færa áður en það var fært yfir á hljóðsnældur. Fyrrihluti námskeiðsins er snið- inn fyrir þá sem lítið eða ekkert kunna í ensku og þá sem vilja rifja upp og síðarihluti er beint fram- kafla og eru þeir allir eins upp byggðir til að auðvelda námið, segir í frétt frá Bréfaskólanum. Öðru hvoru er skotið inn upprifjun- arköflum. Námskeiðið byggist á að nem- endur hlusta og endurtaka setn- inguna á ensku til að æfa fram- burð og einnig er öðru hvoru gert smá hlé svo að nemendur fái ráð- rúm til að þýða það sem þeir heyra, eða mynda setningar á ensku. Skýringar á málfræði og fram- burði eru á íslensku og fléttast inn 1 .......................................... . , .. K FAXAFENI10-HÚSIFRAMTÍÐAR. OPIÐ ALIADAGAFRA12-19 laskeifan SÖLU- OG KYNNINGARMARKAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.