Morgunblaðið - 23.11.1991, Page 40

Morgunblaðið - 23.11.1991, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1991 Hrafnhildur Einars- dóttir frá Hallkels- staðahlíð - Minning Fædd 28. október 1906 Dáin 15. nóvember 1991 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðssálmur 1-2.) Það er sjónarsviptir að ömmu minni, Hrafnhildi í Hlíð, sem nú hefur gengið ævikvöld sitt til enda. Hún var ein þeirra fjölmörgu stað- föstu íslensku alþýðuhetja, sem með þrautseigju sinni og ómældri vinnu lögðu jjrunninn að þeim lífsgæðum sem Islendingar búa við í dag. Hana brast ekkert þótt hún stæði ein uppi 38 ára gömul með tólf böm, það elsta sextán ára og það yngsta þriggja mánaða, eftir að vægðarlaus krabbinn hafði lagt bónda hennar að velli. Það þurfti kjark og staðfestu til að halda bamahópnum saman við slíkar að- stæður. Þann kjark og þá staðfestu hafði amma mín. I stað þess að gefa eftir þá varð raunin sú að uppbyggingin á Hlíð varð hálfu meiri þegar frá leið, en áður hafði verið. Það var því mikil samheldni og mikið öryggi sem einkenndi Hlíð, þegar ég fyrst fór að muna eftir mér í sveitinni hjá ömmu, h'till strákhnokki á þriðja ári. Alltaf var amma á sínum stað og virtist óhagganleg og óumbreytanleg, rétt eins og fjöllin sem umlykja dalinn og vatnið. Sumar eftir sumar fékk ég áhyggjulaus að njóta þessa ör- yggis og kynnast þeim dyggðum sem prýða hinar íslensku alþýðu- hetjur, atorkusemi, heiðarleik, rétt- lætiskennd, nægjusemi og ómælda gestrisni. En nú er amma mín horfin á braut og eftir standa fjöllin, dalur- inn og vatnið. Það verður tómlegra í sveitinni nú, þegar amma er ekki lengur á sínum stað. Það er erfitt að gera sér það í hugarlund, rétt eins og það er erfítt að ímynda sér dalinn án fjallanna. En eftir sitja ómældar minningarnar um allar þær góðu stundir sem ég átti við störf og leik í sveitinni, allt frá því ég fór fyrst að muna eftir mér. Ég er ríkur að eiga góðar minningar um svo góða ömmu. Megi amma mín í sveitinni hvíla í friði. Hallur Magnússon Að lifa og deyja er lífsins gang- ur. Nú er hún amma í Hlíð dáin. Okkur systkinin langar til að minn- ast hennar með fáeinum orðum, því hún var góð kona og erum við þakk- lát fyrir þær samverustundir er við áttum með henni og fyrir þá hlýju sem hún sýndi okkur og munum við alltaf búa að því. Það var alltaf notalegt að renna í hlaðið á Hlíð og sjá ömmu, þar sem hún sat við gluggann er vísaði út á hlað og fylgdist með því hver væri að koma. Þegar við vorum lítil, vorum við dálítið feimin við hana. Yfír henni hvíldi viss virðuleiki sem við áttuð- um okkur ekki alveg á. Eftir að við fullorðnuðumst, gerðum við okkur grein fyrir því, hve miklum styrk hún hafði yfir að ráða. Að missa eiginmann sinn svo ung, aðeins 39 ára gömul frá tólf bömum og búa án þess að láta bugast, ber vott um mikinn styrk. Eitt sinn hafði amma orð á því að frekar vildi hún deyja heldur en að enda sem ósjáifbjarga gamal- menni á stofnun. En dvöl hennar síðustu mánuðina á St. Fransiskus- spítala var henni ekki þungbær, því þar var hún umvafin blíðu og virð- ingu. Viljum við þakka systrunum og öllu starfsfólki fyrir að hlúa svo vel að henni. Nú er hlutverki hennar í lifanda lífi lokið, en minningin lifir. Megi hún hvíla í friði. Ingibjörg Torfhildur, Hallur, Hrafnhildur, Sigríður Herdís og Illugi Guðmar. Þá er hún amma mín blessunin dáin. Búin að ljúka sínu langa dags- verki. En éftir sitja ótal minningar um góðar og ánægjulegar stundir, það var svo margt sem hún gerði fyrir mig og með mér, sagði sögur, las og það sem dýrmætast er, hvað hún kenndi mér margt. Amma var mjög fróð kona og það var nánast sama hvað ég, lítill krakkakjáni, spurði um, alltaf fékk ég svör og það gagnleg svör sem gefin voru af áhuga og alltaf hafði hún tíma til að sinna þeim sem til í minningu mæðginanna Hrafnhildar Einarsdóttur, fædd 28. október 1906, dáin 14. nóvember 1991, og Magnúsar Hallssonar, fædd- ur 24. september 1938, dáinn 29. september 1991 Þann 30. janúar 1927 hófu tvenn hjón að feta saman lífsins göngu og taka við búsforráðum á heimili bræðranna Gunnlaugs og Halls í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal. Til byggða Borgarfjarðar sóttu þeir sér konur, Hrafnhildi og Margréti, sem þóttu bera af kynsystrum sínum sakir glæsileika svo ekki hallaðist á við bræðurna myndarlegu. Næstu ár voru mikil athafnaár í þessum afskekkta fjallasal og nýir einstaklingar stigu sín fyrstu spor nánast á hverju ári. Þar kom að of þröngt varð fyrir stórfjölskyld- una og Gunnlaugur Magnússon og Margrét Sigurðardóttir héldu til Suðurlands í blóma íslenskra sveita, Hrunamannahreppinn, en Hallur og Hrafnhildur Einarsdóttur eignuðust Hlíð og hjá þeim dvöldu til dauða- dags foreldrar Halls, Sigríður Halls- dóttir og Magnús Magnússon. Áður en reiðarslagið dundi yfir, fráfall Halls í blóma lífsins, höfðu þau Hrafnhildur og Hallur eignast 12 börn og það yngsta var skírt við kistulagningu föður síns árið 1945. Nú eru þau öll horfin, Gunnlaug- ur 10 árum á eftir bróðum sínum, en þær jafnöldrur með skömmu millibili, Hrafnhildur hinn 14. nóv- ember sl. Hún varð þó að lifa þá hryggð að sjá á eftir syni sínum, Magnúsi, nú fyrr í haust, en hann lést snögglega 29. september sl., aðeins 53 ára. Sá sem þessar línur festir á blað átti sín æsku- og unglingsspor á næsta bæ við Hlíð, sem er hið dag- lega nafn Hallkelsstaðahlíðar. Ein af fyrstu bemskuminningum er tengd jólaferð, þegar ég var dreginn á sleða á ísilögðu Hlíðarvatni í myrkri og kulda og allt í einu var ég kominn inn í hlýja baðstofu, þar sem ailt var fullt af bömum og ég man óljóst konu, sem einhver birta hvíldi yfir, Það var Hrefna á Hlíð. Á uppvaxtarárunum í dalnum varð heimilið hjá frændfólki mínu hennar leituðu. Enginn sagði sögur um álfa, huldufólk og tröll eins og amma, og alltaf var jafn gaman að heyra þær aftur og aftur þó svo að ég vissi alveg hvernig þær end- uðu. Enda voru það ófá kvöldin sem að ég sofnaði í horninu hjá ömmu. Amma var dul og flíkaði ekki tilfinningum sínum, hvort heldur var í sorg eða gleði. Sambandið við börnin hennar tólf var mjög gott og þá sérstaklega samband hennar og elsta sonarins Einars sem var henni einstakur. Síðustu ævimánuðina dvaldi hún á St. Fransiskusspítalanum í Stykk- ishólmi, þar leið henni vel þó svo að hugurinn væri alltaf heima í Hlíð. Systurnar á St. Fransiskusspítal- anum og allt þeirra starfsfólk sýndu svo einstaka alúð og hlýju allan þann tíma sem að hún dvaldi þar að orð fá ekki líst þakklæti til þeirra. Mig langar að ljúka þessum iín- um með bæn sem við lásum svo oft saman þegar ég var lítil stelpa í Hlíð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (S. Jónsson frá Prestbakka.) Sigrún Nú er hún amma mín í sveitinni gengin á vit þeirra sem á undan henni gengu. Hún amma sem var húsfreyja í anda Dalalífs. Á hennar heimili var gestum alltaf boðið kaffi og meðlæti hvað sem var annað um að vera. Ekki dugði að hafa aðeins eina tegund á borðum, alltaf fleiri. En hún amma var ekki einungis húsfreyja, hún var líka ein af þeim konum sem hefðu gengið mennta- veginn ef hún hefði fæðst 50 árum seinna. Það fann ég þegar ég byrj- aði á mínu námi sem margir áttu á Hlíð að ígildi félagsheimilis og skóla. Þar var hlaupið og stokkið, kastað og teflt ef stundir gáfust, og svo var farið að ræða stjórnmál- in og framfaramál lands og lýðs. Ég naut þess líka að bærinn heima var eins konar endastöð umsvifa heimsins, því það kom ekki akvegur að Hlíð sem stóð undir nafni fyrr en um miðja sjöunda áratuginn. Litlu fyrr kom síminn og rafmagnið nokkru síðar. Afi minn í Hraunholt- um hafði eignast jeppa og flutti að nauðsynjar að ógleymdum póstin- um fyrir næstu bæi. Við eldhúsborð- ið heima var því margur kaffisopinn drukkinn. Við Magnús fræridi minn Halls- son yfirgáfum svo Hnappadalinn og leiðir lágu saman um stund á Kleppsveginum í Reykjavík, þar sem hann hafði stofnað heimili með sinni elskulegu konu, Gullu, en ég hafði gerst kontóristi í höfuðstaðn- um. Síðan liðu áratugir. Á einhveijum fegursta degi Iiðins sumars kom ég í hlað á Hlíð. Þama var Hlíðarmúlinn með sínum löngu, reglulegu stöllum og grænum tún- um með hlíðum. Hlíðarvatnið sem spegill og eilítið dulúðugt. Fjærst í vestri var annar útvörður Hnappa- dalsins, Hafursfellið, og á hina hönd sást Tröllakirkjan, það magnaða fjalladjásn, bera við himin. Miklu nær við bakka Hlíðarvatns grúfði hið myrka Sandfell og konungurinn sjálfur, vörður í austri, Geirhnjúk- ur, líkastur mýkt konubijóstsins, gægðist yfir grösugar brekkur og borgir. Á hlaðinu og túninu iðaði líf. Kotbýlið fyrrum innst í dalnum bar þess merki að vera orðið að stærri býlum þessa lands. Mitt erindi var að huga að landn- ámsbænum, Hnappstöðum, en það vantaði farkost yfir ár, holt og fúa- sund. Þá var kallað í Magnús frænda. Hann var þá líka mættur í dalinn sinn og vel vakandi. Þennan dag var ekki aðeins landnámsstað- urinn skoðaður, heldur ekinn allur Hafursstaðahringurinn. Myndavél- ar mundaðar í allar áttir og margt rætt. Einhver undarleg tilviljun hafði lagt leið okkar saman þennan dag. Haft var á orði að sjaldan hefði Hnappadalurinn skartað fegurri skrúða og Magnús þóttist sjá grösin og gróðurinn klæða land- ið betur en fyrr. Þessi dagur varð Eiginmaöur minn, t I GÍSLI KRISTJÁNSSON skólastjóri á Hvolsvelli, er látinn. Guðrún Ormsdóttir. t Astkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Frostafold 14, andaðist í Landspítalanum þann 21. nóvember sl. Sigurður A. ísaksson, Lamiad Wongunant, Karitas K. isaksdóttir, Halidór G. Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn. t Bróðir minn og frændi, ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Helgavatni, lést á Hrafnistu föstudaginn 22. nóvember. Jarðarförin ákveðin síðar. Rut Guðmundsdóttir og systrabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN S. DANÍELSSON, Stigahlíö 30, andaðist í Borgarspítalanum þann 22. nóvember. Ágústa Gamalielsdóttir, Ólafur G. Sveinsson, Sigurdís Sveinsdóttir, Kristfn Valgerður Á. Sveinsdóttir, tengdabörn og barnabörn. MNnst mna » a. * * « ar* ama. ms. auar* * mmm mm * w ** *** **.**a»** sr erfitt með að sjá framtíð í. Þá sagð- ist hún vera ánægð með val mitt því þetta væri það sem hún hefði viljað læra. Þjóðsögur okkar, siðir og lífsmáti forfeðra okkar var efni sem hún hafði áhuga á, en tímarn- ir voru aðrir í hennar ungdæmi en nú. Hún lærði í Kvennaskólanum sem var meira en flestar stúlkur höfðu tækifæri til, en lengra varð námið ekki. Hún gerðist farkennari sem leiddi hana vestur í Hnappadal á fund mannsins sem hún naut allt of stutt. Þau áttu saman tólf börn sem öll komust til manns, og mynd- uðu samhenta ijölskyldu sem gerðu lítið býli að stórbúi. I minningu minni situr amma í stólnum sínum við gluggann og pijónar framan við sokka og fylgist með því sem gerist úti við. Sérstak- lega þótti henni gaman að þegar verið var að eiga við hross eða sauð- fé. Þegar ég heimsótti hana á St. Fransiskusspítalann hér í Stykkis- hólmi þá lifnaði alltaf yfir henni þegar ég sagði henni hvað búskapn- um heima í Hlíð leið. Það er alltaf erfitt að kveðja, en við vitum að á móti ömmu taka feðgar sem nýlega hittust aftur, afi, Hallur Magnússon sem beðið hefur hennar síðan 1945 og pabbi, Magnús, sem mætti kærum föður sínum fyrir aðeins einum og hálfum mánuði. Saman ganga þau nú um grænu hagana hinum megin og fylgjast með okkur sem drúpum höfði í sorg okkar. Einhvern tímann eigum við öll eftir að hittast og njóta samvistanna sem við söknum, en þangað til ornum við okkur við Ijúfar minningar. Ég vil þakka systrunum á St. Fransiskusspítalanum fyrir sérstak- lega alúðlega umönnun sem amma fékk síðustu mánuðina sem hún lifði, slíkt verður aldrei nógsamlega lofað. Þóra Magnúsdóttir að síðustu kynnum okkar gömlu grannanna. Nú er hann fallinn, þessi mikli verkmaður og verk- stjóri, sem sagðist mjög sáttur við það að vera titlaður húsasmiður í símaskránni. Nú bregður ekki leng- ur fyrir glettni jafnt sem eitilhörð- um skoðunum. En þennan dag var Hrafnhildur ekki í bænum sínum. Hún háði sitt stríð á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Heimasætan úr Borgarfirðinum hafði bundist þessu umhverfi ein- stökum tryggðaböndum. Tæpast var hægt að hugsa sér heimakær- ara fólk en Hlíðarfjölskylduna. Hin heiða birta sem bernsku- minningin geymir hefur alltaf fylgt Hrefnu á Hlíð. Aldrei man ég hana leggja hnjóðsyrði til nokkurs manns og það var eins og hún sækti traust sitt til þessa umhverfis, sem mörg- um mundi fínnast einangrað og jafnvel óttablandið. Hver er réttur okkar til að velja okkur dvalarstað í þessu lífi? Hver er réttur innsta bæjarins í dalnum, þar sem lengst af á þessari öld vantaði flest nútíma þægindi? Þessara spurningum ættum við öll að spyija þegar sannur fulltrúi þessarar aldar skilar af sér dags- verkinu. Kæru frændsystkini, kæra Gulla. Innilegar samúðarkveðjur. Reynir Ingibjarlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.