Morgunblaðið - 08.01.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.01.1992, Qupperneq 1
48 SIÐUR B 5. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Georgía: Jól í Rússlandi Jólin voru í gær haldin hátíðleg opinberlega í Rúss- landi í fyrsta skipti síðan 1917. Miklir efnahagsörðug- leikar og matvælaskortur felldu nokkum skugga á hátíðahöldin en vestræn ríki keppast nú við að senda neyðaraðstoð til Rússlands. Á myndinni má sjá prest kyssa hönd patríarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunn- ar við messu í dómkirkjunni í Moskvu. Sjánar nánar frétt á bls. 18 Skotið á stuðningsmenn forsetans í Tbilisi Tbilisi, Moskvu. Reuter. VIÐRÆÐUR fóru í gær fram milli fulltrúa uppreisnarmanna í Georg- íu og armenskra stjórnvalda um örlög forsetans, Zvíads Gamsakhúrd- ía, sem flúði land á sunnudag og hefst nú við í armensku landamæra- borginni Idzhevan. Sagði Raffi Hovannisian, utanríkisráðherra Arm- eníu að ekki hefði verið skotið skjólshúsi yfir Gamsakhúrdía en hann yrði ekki heldur neyddur til að hafa sig á brott. „Hann verður hér meðan við reynum að miðla málum. Við vonum að Georgíumenn geti ákveðið hvað þeir ætli að gera við þjóðkjörinn forseta sinn,“ sagði Hovannisian. Leiðtogar uppreisnarmanna í Ge- orgíu sóru þess dýran eið í gær að elta Gamsakhúrdía uppi og draga hann fyrir rétt. „Ef eitthvert ríki veitir Gamsakhúrdía hæli þá munum við krefjast þess að hann verði fram- seldur sem landráðamaður," sagði Jaba Joseliani, foringi skæruliða- hreyfingarinnar Mkhedrioni (riddar- aliðarnir) og einn af leiðtogum upp- reisnarmanna, í útvarpsávarpi. Georgi Tsjantúría, leiðtogi Þjóð- ernislýðræðisflokksins, tók í sama streng á mánudagskvöld. Hann sak- aði liðsmenn Gamsakhúrdía um að hafa drepið og pyntað fanga í neðan- jarðarbyrgi sínu undir þinghúsinu, þar sem hann hafðist við í tvær vik- ur. Sagðist hann ekki vita hve marg- ir hefðu verið myrtir en það mál yrði kannað. Sjónvarpið í Georgíu hefur sýnt myndir úr kjallara þing- Þota júgóslavneska sambandshersins grandar EB-þyrlu: RUásstjórnir EB kreíjast tafar- lausra skýringa frá Serbum Zagreb, Belgrad, Brussel, Róm, Sameinuðu þjóðunuin. Reuter. ÞYRLU, sem í voru fimm eftirlitsmenn á vegum Evrópubandalagsins, var í gær grandað með flugskeyti af orrustuþotu frá júgóslavneska sambandshernum yfir Króatíu. Mennirnir, fjórir ítalir og einn Frakki, létust allir. Flugmönnum annarrar þyrlu, sem einnig var ráðist á, tókst að nauðlenda. Ríkisstjórnir allra EB-ríkja hafa fordæmt árásina harð- lega og krafist ítarlegra skýringa þegar í stað frá stjórnvöldum í Belgrad. Italir gengu lengst í mótmælum, kölluðu heirn sendiherra sinn í Belgrad til skrafs og ráðagerða og kröfðust að fundi utanríkisráð- hcrra EB yrði flýtt. í yfirlýsingu frá hermálayfírvöld- um í Belgrad, sem Ta/y'ug-fréttastof- an birti, viðurkennir herinn að ein þotna þeirra hafi skotið niður þyrlu og laskað aðra. Þetta „óæskilega“ og „hörmulega" atvik er harmað og sagt að þegar í stað verði hafín rann- sókn. Yrðu þeir sem á því bæru ábyrgð sóttir til saka. Forsætisráð Júgóslavíu, sem ein- ungis Serbar og fulltrúar Svartfjalla- lands sitja nú i, leysti í gærkvöldi Zvonko Jurjevic, yfirmann júgóslav- neska flughersins, frá störfum. Franjo Greguric, forsætisráðherra Króatíu, sagði þetta atvik sýna greinilega að sambandsherinn væri reiðubúinn að láta sverfa til stáls á ný þrátt fyrir samkomulag það sem Króatar og Serbar gerðu fyrir helgi. í bréfi sem Greguric ritaði stjórnvöld- um í Portúgal, sem nú fara með for- ystu innan EB, og lesið var upp af útvarpinu í Zagreb, segir hann þetta sanna að Serbar hyggist ekki standa við skuldbindingar sínar. Utanríkisráðherra Portúgal, Joao de Deus Pinheiro, sagði að viðbrögð EB myndu ráðast af því undir hvaða kringumstæðum þyrlunni hefði verið grandað. Nokkrum sinnum áður hef- ur verið skotið á eftirlitsmenn EB, jafnt bifreiðar sem þyrlur, en fram til þessa hefur enginn særst alvar- lega af þeim sökum. Boutros Boutros Ghaii, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist vera sleginn yfir árásinni og sagði hana sýna nauðsyn þess að herða enn frekar tilraunir til að koma á friði í Júgóslavíu. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum vildu í gær ekki tjá sig um hvaða áhrif atvikið kæmi til með að hafa á þau áform að senda tíu þúsund manna friðargæslusveitir til Júgóslavíu. Óttast margir að þau áform verði nú lögð á hilluna í bili, ekki síst þar sem ýmsar blikur voru á lofti áður en þyrlan var skotin nið- ur. Hafa leiðtogar Serba í Króatíu lýst því yfir að þeir muni ekki sam- þykkja neinar friðargæslusveitir á þeim svæðum sem þeir byggja. Þá eru þeir andsnúnir því að serbneskum skæruliðum verði gert að afhenda vopn sín. Króati lieldur á hurð þyrlu EB sem skotin var niður. Reuter. hússins eftir að forsetinn flúði. Þar sjást myrkir gangar þar sem hand- járn hanga úr vatnsleiðslum og bún- aður sem sagður er hafa verið notað- ur til að gefa raflost. Fréttastofan Interfax segir að Gamsakhúrdía hafi tekið 700 milljónir rúblna með sér í útlegðina. Ekki er ljóst hver tekur nú við völdum í Georgíu. Er því spáð að valdabarátta sé í uppsiglingu. Áformað er að herráð uppreisnar- manna afsali sér völdum í hendur bráðabirgðaríkisstjórn Tengiz Sigua, fyrrverandi forsætisráðherra Georg- íu, sem sagði af sér í ágúst. Hann ávarpaði þjóð sína og hvatti til ein- ingar og varaði við blóðugum hefndaraðgerðum. Georgí Khaindrava, sem ennfrem- ur er í hópi forystumanna uppreisn- arinnar gegn forsetanum, vill hins vegar kalla heim einhvern úr kon- ungsfjölskyldu Georgíu, sem nú býr á Spáni, og breyta stjórnskipan ríkis- ins á þann veg að þar verði þingbund- in konungsstjórn. Mikil spenna ríkti áfram í Tbilisi höfuðborg Georglu í gær. Um þúsund stuðningsmenn Gamsakhúrdía höfðu komið saman til mótmæla í miðborg- inni en þau tvístruðust er átta svart- klæddir menn hófu skothríð á hóp- inn. Byssumennirnir sögðu við blaða- menn að þeir hefðu einungis skotið púðurskotum en sjónarvottar sögðust hafa séð mann sem særst hafði illa. Fjölmiðlar í Georgíu telja að tvö hundruð manns hafí látið lífið í átök- um á síðustu tveimur vikum. Yerður Gorbatsjov ákærður? Moskvu. Reuter. Rússneska dagblaðið Rabotsjaja Tribuna skýrði í gær frá því að Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum for- seti Sovétríkjanna, verður hugs- anlega sóttur til saka vegna þess að hann lét öryggislögregluna KGB njósna um pólitíska andstæð- inga sína. I frétt blaðsins kom fram að KGB hefði meðal annars njósnað um Bor- is Jeltsín, forseta Rússlands, og ýmsa þingmenn. Lagt hefði verið hald á skýrslur sem sýndu greinilega fram á þetta. Segir blaðið að á spássíum sumra skýrslna væri að finna at- hugasemdir skrifaðar með rithönd Gorbatsjovs sem sönnuðu að hann hefði fengið þær í hendur. Sagði ennfremur í fréttinni að skrifstofa rússneska ríkissaksóknarans teldi þetta vera nægilegan grundvöll til málshöfðunar. Engin opinber staðfesting hafði í gær fengist á fréttinni. Gamsakhúrdía leyft að dveljast í Armeníu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.