Morgunblaðið - 08.01.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.01.1992, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 1992 Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSI: Höldum ekki stöðug- leika og stöðugu gengi með launahækkunum EINAR Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands ís- lands, segist telja að samningaviðræður séu í eðlilegum farvegi. „Ég Iield að þetta taki allt sinn tíma og ekki sé hægt að saka neinn sér- stakan um að þetta hefur ekki gengið hraðar fyrir sig,“ sagði Einar Oddur í samtali við Morgunblaðið í gær er liann var spurður álits á þeim ummælum Björns Grétars Sveinssonar, formanns Verka- mannasambands Islands, hér í blaðinu í gær að félögin yrðu að vera tilbúin í átök og að VMSÍ blöskraði gangur samningaviðræðna til þessa. „Ég er þess fullviss að það er ákveðin óvissa í þjóðfélaginu, sem hefur orsakað það að þetta hefur dregist, en þó, held ég, ekki óeðli- lega. Ég býst við því að um leið og búið er að loka ríkissjóðsdæminu sé möguleiki á að skoða það af al- vöru, hvort menn eru tilbúnir til þess að fara í samningaviðræður," sagði Einar Oddur. Formaður VSÍ var spurður hvort samtökum hans stæði einhver ógn af orðum Björns Grétars í þá veru að ekki væri um annað að ræða en að búa sig undir átök? „Það er nú bara eins og gengur. Menn vita hver réttindi launþega eru, og með- an menn hafa ekki samið, þá má alltaf búast við að til átaka geti komið. En ég hef þó alltaf reiknað með því að okkur takist að ná samn- ingum á vinnumarkaðinum, án þess að til þess komi,“ sagði Einar Odd- ur. Einar Oddur sagði um sérkjara- viðræðurnar að VSI hefði sýnt verkalýðshreyfingunni mikla hrein- skilni. „Við höfum ekki dregið neina fjöður yfir þá skoðun okkar, að við Fullkomið metum ástandið þannig í þjóðfélag- inu að það sé fráleitt að við getum haldið hér stöðugleika og stöðugu gengi, jafnframt því að hækka krónutölu launa. Það hefur enginn þurft að velkjast í vafa um okkar afstöðu, auk þess sem við höfum afdráttarlaust sagt að við séum reiðubúnir að skoða það, þar sem því verður við komið, hvort auka megi hagræði með því að breyta um vinnutíma, breyta um vinnutil- högun, setja upp ný launakerfi og fleira og bæta þannig kjör fólks, án þess að heildarkostnaður auk- ist,“ sagði formaður VSÍ. Fyrsta loðnan til Eyja V estman naeyj u m. Hún lyftist heldur betur brúnin á Eyjamönnum í gær þegar fyrsta loðnan á vertíðinni barst á land. Sighvatur Bjarnason VE landaði þá 700 tonnum sem hann fékk á miðunum austur af Dalatanga. Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri, sagði að Morgunblaðið/Sigurgeir þeir hafi fengið aflann í 10 köstum. Loðnan hafi verið á stóru svæði en lóðningar verið frekar léleg- ar. Mest hafi þeir fengið 200 tonn í kasti en loðnan hafi verið ágætlega stór og falleg. Grímur Norðmenn og Grænlendingar vilja ekki breyta skiptingu loðnukvóta: Of stutt reynsla er komin á loðnuveiðisamninginn segulómun- artæki fyrir Landspítala NÝTT segulómunartæki, sem er gjöf ríkissljórnarinnar til Landspítalans í tilefni 60 ára af- mæli hans, kom til landsins í gær. Tækið er eitt hið fullkomnasta á sviði myndgreiningar í heiminum. Það kostar um 100 milljónir króna. Ásmundur Brekkan, yfirlæknir á röntgendeild Landspítalans, sagði að tæknin hefði þróast síðustu 10-15 árin. „Tækið virkar þannig, að búið er til segulsvið um sjúklinginn, sem er mörg þúsund sinnum sterkara en segulsvið jarðar," sagði hann. „Allar vetniseindir í líkamanum haga sér í samræmi við þetta sterka segulsvið og leggjast í ákveðnar brautir. Við vitum sveiflutíðni þessara einda og sendum inn á þær útvarpsbylgjur á sömu tíðni, sem hafa áhrif á hvetja einstak eind og sendir sams konar bylgjur til baka. Þegar bylgjumar berast aftur til tölvu umbreytir flók- inn og háþróaður búnaður hennar þeim í mynd af líkamsvefjunum. Það byggist á því að líkaminn saman- stendur að miklu leyti af vetni, en þó með miklum mun í mismunandi vefjum. Sú mynd er mun betri og upplýsingaríkari en við höfum áður getað fengið með röntgengeislun, tölvusneiðmyndum, ómskoðunum eða öðru og jafnast í raun við það að maður sjái vefinn sundurskorinn fyrir framan sig.“ Ásmundur sagði að ekki væri vit- að til þess að segulómunartækið hefði óæskileg líffræðileg áhrif, en jónandi geislun, sem notuð væri við röntgenmyndatökur, gæti hins vegar haft það. „Rannsókr. á þennan hátt er hins vegar mjög tímafrek og svo sérhæfð, að hún kemur ekki í stað okkar hefðbundnu myndgreiningar nema í vöidum en þó margbreytileg- um tilvikum. Tækið kemur að bestu notum við myndgreiningu á heila, mænu, hrygg og ýmsum stoðvefjum líkamans.“ - segja talsmenn norskra og grænlenzkra stjórnvalda STJORNVOLD í Grænlandi og Noregi leggjast gegn því að skipt- ingu loðnukvóta á milli landanna verði breytt, eins og íslenzkir útvegsmenn vilja. Sjávarútvegsráðherra Grænlands og ráðuneytis- sljóri norska sjávarútvegsráðuneytisins segja báðir að of skömm reynsla sé komin á samninginn til þess að endurskoðun á honum gefi tilefni til breytinga. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að islenzk síjórnvöld séu enn að leggja málið niður fyrir sér. Viðræður um framlengingu samningsins hefjast í byijun febrú- ar. „Sá samningur, sem við höfum núna, varð til eftir mjög ýtarlegar tíu ára viðræður um rnálið," sagði Kaj Egede, sjávarútvegsráðherra í grænlenzku landstjórninni, í sam- tali við Morgunblaðið. „Grunnurinn að þeirri skiptingu, sem samið var um, var reynsla langs tíma. Ég tel að við eigum alls ekki að gera breytingar á samningnum að svo stöddu.“ Egede benti á að þau þijú ár, sem samningur ríkjanna hefði gilt, hefðu Grænlendingar nýtt sér mjög lítið af sínum hluta loðnukvótans, enda hefði loðnan hagað sér á óvenjulegan hátt. „Loðnukvótinn var minnkaður mjög mikið einmitt þegar samningurinn gekk í gildi og það hefur því ekki verið neinn grundvöllur til þess að Grænlend- ingar gætu fjárfest í loðnuskipum. Ef um milljón tonna kvóta hefði verið að ræða, eins og gengið var út frá þegar samningurinn var gerður, hefði Grænland að sjálf- sögðu átt möguleika á að koma sér upp loðnuflota. Viðræður um slíkt hafa verið í gangi, en ekkert orðið úr neinu vegna lítillar loðnu- veiði. Ég tel alls ekki að það eigi að breyta samningnum á grund- velli þeirra miklu breytinga, sem orðið hafa,“ sagði Egede. Gunnar Kjonnoy, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneyti Norðmanna, sagði að málið hefði lítið verið rætt í ráðuneytinu. „Samningurinn verður endurskoð- aður í vor og ég geri því ráð fyrir viðræðum milli hinna þriggja ríkja. Ég bendi á að þriggja ára reynsla er of stutt til að meta á hvaða svæði loðnan gengur,“ sagði Kjonnoy. „Það væru líka ómögu- legir stjórnarhættir ef við ættum að breyta slíkum samningum með þriggja ára millibili. Þær viðamiklu upplýsingar, sem áður hafa legið fyrir, hljóta áfram að vera grund- völlur skiptingarinnar." Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra vildi lítið tjá sig um mál- ið að svo stöddu. „Við erum að fjalla um málið og undirbúa hvern- ig við förum í þessar viðræður," sagði hann. „Það er ekki ákveðið hvernig tekið verður á málinu af okkar hálfu.“ Christian Roth forstjóri ÍSAL: Alvarleg átök myndu stofna rekstrinum í hættu Heimsmarkaðsverð á áltonninu í gær var 1.130 bandaríkja- dalir, sem er það lægsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar CHRISTIAN Roth forstjóri ÍSAL segir að álverð hafi aldrei verið lægra en nú, allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Heims- markaðsverð á áli í gær var 1.130 dalir fyrir tonnið, eða 1.750 þýsk mörk. „Áliðnaðurinn á í vök að verjast og allt sem heitir alvar- leg átök, að nú ekki sé talað um verkföll í álverinu hér í Straum- svík myndu stofna rekstri verksmiðjunnar í stórkostlega hættu. En ég hef ekki nokkra trú á að til slíks komi,“ sagði Christian í samtali við Morgunblaðið í gær. Christian Roth sagði að hann liti þannig á að umkvartanir starfs- manna vegna breytts kaffimeðlæt- is væru slíkt smáatriði, að hann hefði látið það ógert að láta stjórn- endur Alusuisse í Sviss vita um málið hingað til. „Ef til þess kæmi á hinn bóginn að til alvarlegra átaka kæmi, að nú ekki sé talað um verkföli, þá væri rekstrinum hér í Straumsvík stofnað í stórkost- lega hættu. En á meðan bara deilt er með orðum um keisarans skegg, eins og verið hefur hingað til, þá hef ég ekki áhyggjur af því að stöðvun ÍSAL blasi við,“ sagði Christian. Hann sagði að áliðnaðurinn í heiminum ætti í vök að veijast nú og benti á að heimsmarkaðsverð á áli hefði aldrei verið lægra en ein- mitt í gær, í þýskum mörkum, þegar það var skráð á 1.130 banda- ríkjadali fyrir tonnið, eða 1.750 þýsk mörk. ÍSAL fær greitt fyrir alla sína framleiðslu í þýskum mörkum. Christian sagði að fyrir réttum tveimur árum hefði fengist nákvæmlega tvöföld þessi upphæð fyrir áltonnið, eða 2.260 dalir. „Þetta verð þýðir það að álfram- leiðendur, við hér hjá ÍSAL sem aðrir, fáum það verð fyrir fram- leiðslu okkar, sem gerir ekki rneira en að standa undir hráefniskostn- aði. Ekkert er aflögu af þessu verði til þess að standa undir launa- kostnaði, viðhaldi, fjármagns- kostnaði og þess háttar. Staðan er því stórkostlega alvarleg, hjá okkur sem öðrum. Það liggur í augum uppi, við þær aðstæður sem eru á álmarkaðinum í heiminum, að öll átök á vinnumarkaði áliðnað- arins gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér,“ sagði Christian Roth forstjóri Islenska álfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.