Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 5

Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 5
MORGUftBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 5 Morgunblaðið/Gunnar Baldursson Ragnar Reykás, einn fastra við- mælenda '92 á Stöðinni. Spaugstofan byrjar á ný á laugardaginn FRÉTTAÞÁTTUR Spaugstof- unnar, ’92 á Stöðinni, mun hefja göngu sína að nýju í Ríkissjón- varpinu á laugardaginn. Þættirn- ir verða með svipuðu sniði og þeir hafa verið að sögn Karls Ágústs Ulfssonar, eins stöðvar- manna. Þættirnir verða á dag- skrá sjónvarps fram á vor. Karl Ágúst sagði að aðeins yrði um smávægilegar breytingar að ræða. Fréttamenn Spaugstofunnar myndu halda áfram að fylgjast með fréttum og taka á því sem ástæða þætti til hvequ sinni. Aðspurður sagðist Karl Ágúst fastlega eiga von á nýjum persónum í þættina. ---------♦ ♦ ♦---- Gjaldeyris- viðskipti rýmkuð um áramótin UM síðustu áramót voru heimildir ísienskra aðila til lántöku erlendis án sérstaks tilefnis rýmkaðar úr 5.625.000 krónum í 7.500.000 krónur, og einnig voru hækkuð fjárhæðarmörk einstaklinga sem opna bankareikninga í erlendum inniánsstofnunum úr 1.500.000 krónum í 3.750.000 krónur. Þá var innlendum aðiium heimilað frá 1. janúar síðastliðnum að stofna til beinna fjárfestinga í atvinnu- rekstri í útlöndum fyrir að hámarki 7.500.000 krónur í stað 5.625.000 króna áður, og sömuleiðis hækkaði heimiid innlendra aðila til að veita erlendum aðilum lán úr 5.625.000 krónum í 7.500.000 krónur. Um er að ræða áfangabreytingar samkvæmt reglugerð um gjaldeyris- og viðskiptamál, sem gildi tók 1. jan- úar 1990, en frá 1. janúar 1993 falla þessi fjárhæðarmörk niður. -----♦ ♦ ♦---- Nýr umsjón- armaður kirkjugarða RÁÐINN hefur verið nýr um- sjónarmaður kirkjugarða, Guð- mundur Rafn Sigurðssón lands- lagsarkitekt, og tekur hann við starfinu af Aðalsteini Steindórs- syni, sem verið hefur umsjónar- maður kirkjugarða frá árinu 1964, en lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Starfið var auglýst laust til um- sóknar í október síðastliðnum, segir í frétt frá Biskupsstofu, og voru umsækjendur 13, 12 karlar og ein kona. Á fundi skipulagsnefndar kirkjugarða í desember síðastliðinn var Guðmundur Rafn ráðinn um- sjónarmaður kirkjugarða. Hann kemur til starfa 1. júní næstkom- andi og mun Aðalsteinn gegna starfinu fram að þeim tíma. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga um auknar álögur: Viljum ekki láta draga okkur inn í hvernig að álögunum verður staðið SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur ekki orðið við þeirri beiðni félagsmálaráðherra, að sambandið gerði tillögur um með hvaða hætti fjár yrði aflað frá sveitarfélögunum í stað lögregluskattsins svo- nefnda, sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til laga um ráðstafanir í rikisfjármálum 1992. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar sem aldrei hafi verið haft samráð við sveitarfélögin um um auknar álögur á þau, þá vilji þau ekki láta draga sig inn í hvernig að þeim verði staðið. í fjárlögunum er gert ráð fyrir að aði við löggæslu á árinu, samtals um sveitarfélögin taki á sig 600 millj. kr. af útgjöldum sem ríkissjóður bar áður, en í lögunum er ótiltekið með hvaða hætti það verður. í bandormin- um svokallaða, frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármáium 1992, er hins vegar gert ráð fyrir þvi að sveitarfélögin greiði hluta af kostn- 700 millj. kr., en sú upphæð verður lækkuð í 600 millj.-kr. til samræmis við íjárlögin. Afgreiðslu frumvarps- ins var frestað fram í janúar, og með bréfi dagsettu 27. des. leitaði félags- málaráðherra eftir því við Samband íslenskra sveitarfélaga, hvort sam- bandið hefði aðrar tillögur um það hvernig þessa fjár yrði aflað frá sveitarfélögunum, og var óskað eftir að tillögurnar bærust fyrir 3. janúar. Að sögn Þórðar Skúlasonar kom fram í svarbréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til félagsmálaráðherra að ekki væri séð hvaða tilgangi það þjónaði á þessu stigi málsins að óska eftir slíkum tillögum frá sambandinu, meðal annars vegna þeirrar stað- reyndar að allar grundvallarreglur um samskipti og samráð ríkis og sveitarfélaga hafi verið þverbrotnar í aðdraganda þessa máls. „Það er svolítið undarlegt að þeg- ar búið er að ákveða álögurnar, þá sé verið að óska eftir tillögum um með hvaða hætti þetta verði hrifsað af sveitarfélögunum, og menn hafa líkt því við val um það hvort menn séu hengdir eða skotnir. Miðað við það hvernig mál þetta bar að viljum við ekki láta draga okkur inn í það hvernig að þessu verður staðið, en það var ekkert samráð haft um þetta að einu eða neinu leyti! Við höfum margoft ítrekað andstöðu við þessar hugmyndir, bæði við forystumenn og fulltrúa ríkisstjórnarinnar, og það er ekkert breytt viðhorf hjá okkur. Þess vegna var það niðurstaða okkar að skora á ríkisstjórnina og Alþingi að falla frá þessum ákvörðunum," sagði hann. ASTROS SOLEY MARGRET ASTA í Dansstúdíói Sóleyjar í vetur Byrjum 13. jan. Fyrir börn 10 ára og eldri, unglinga og fullorðna. Flokkar fyrir byrjendur og framhald. ■' Takib eftir: I vetur ætlum við að hafa tíma fyrir eldri nemendur. Það verða tímar fyrir jbó sem dönsuðu á sínum"sokkabandsárum" en hættu einhverra hluta vegna. Við vitum að ykkur langar til að dansa og okkur langar til að fá ykkur í tíma. Kennarar: Ásta, Sóley, Bryndís og Hanna Stína. @ fcóli börll Skóli fyrir stelpur og stráka á aldrinum 2ja til 9 ára. Jazzdans er skemmtileg og þroskandi hreyfing fyrir hugann og líkamann; tími sem byggir á upphitun, dansi og leikrænni tjáningu. Tímar einu sinni í viku á föstudögum og laugardögum. Hafnarfjörðiir Sömu kennslu bjóðum v/'ð / Hafnarfirði fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12 ára. Kennum við jazzdans og Turtlesdansa og 13 ára og eldri jazz og funk. Kennari: Helena Jónsdóttir. Innritun hefst mónudnginn 6. jnn. í símn 687701 og 687801.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.