Morgunblaðið - 08.01.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992
9
Gríptu
daginn!
Núna er
rétta tækifærið
til að hefja
reglulegan
sparnað með
áskrift að
Jeltsín og olíuviðskipti
Frjáls verðmyndun hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu
vegna þess að í byrjun ársins hefur verðlag verið gefið frjálst í
fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Tilgangurinn er að blása lífi í
dautt og steinrunnið efnahagskerfið, sem kommúnistar skilja
eftir sig, og reyna að auka vöruframboð til að forða almenningi
frá hungurvofunni. Hér heima hefur athyglin beinst að frjálsri
verðmyndum á olíu og miðstýrðri jöfnun á flutningskostnaði.
Forustugrein-
ar
í framhaldi af forustu-
greiu Morgunblaðsins sl.
sunnudag um frelsi í olíu-
viðskiptum hafa DV og
Alþýðublaðið ritað for-
ustugreinar um málið.
Bæði blöðin sjá ástæðu
til að bera saman þróun-
ina i verðlagsmálum í
Sovétrikjunum fyrrver-
andi og andstöðu við fullt
frelsi í olíuviðskiptum
hér á landi, einkum út
frá efasemdum þing-
flokks Sjálfstæðisflokks-
ins um afnám flutninga-
jöfnunar.
Traust á
fijálsræði
I forustgrein DV í
fyrradag sagði m.a.:
„Jeltsin hefur sann-
færst um, að hami getur
ekki komið markaðnum
í eðlilegt horf með
áframhaldandi ríkisaf-
skiptum. Hann trúir því
að framboð og eftirspum
muni smám saman koma
jafnvægi á verðlag. Hann
hefur gefist upp á sósíal-
ískum kenningum um
yfirstjórn ríkisins og er
að söðla um.
Borís Jeltsín hefur
reynsluna. Hann þekkir
afleiðingarnar af því að
ríkið brengli frelsi og
aðlögun markaðarins.
Hami er að hverfa frá
fomeskjunni og úreltum
stjórnvaldsaðgerðum.
Hann setur traust sitt á
fijálsræðið og lögmál
framboðs og eftirspum-
ar.
Það er kaldhæðnislcg
staðrcynd að á sama tima
og þeir í fyrrum Sovét-
ríkjunum snúa svo gjör-
samlega við blaðinu og
draga lærdóm af dýr-
keyptri reynslu sinni er
emiþá hik á okkur Islend-
ingum þegar kemur að
frelsi markaðarhis, verð-
lagi og frarnleiðslustyrkj-
um. Við þomm ekki einu
sinni að stiga litlu skrefin
meðan Jeltsín tekur stóra
stökkið.
Hér á landi standa
memi emiþá vörð um
landbúnaðarframleiðslu
sem er úr öllu samhengi
við markaðimi. Hér verð-
um við að leggja millj-
arða króna í niður-
greiðslur á matvömm,
hér stundum við sósíal-
ískar aðferðir við úthlut-
un á fiskveiðikvótum og
hér má helst engu breyta
í fijálsræðisátt öðmvisi
en heilir þingflokkar svo-
kallaðra fijálslyndis-
flokka rísi upp á aftur-
fætuma og mótmæli
frelsinu.
Kaþólskarí en
páfínn?
Viðskiptaráðherra
hefur í hyggju að gefa
verðlag fijálst í olíu- og
bensínsölu. Þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins
skrifar ráðherranum
bréf af því tilefni og var-
ar við afleiðingunum.
Nýlega hafnaði sam-
gönguráðherra þessa
sama flokks beiðni frá
flugfélagi sem vildi
lækka fargjöld á tiltek-
inni flugleið til og frá
íslandi. Ekki er langt síð-
an fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins bmgðust
ókvæða við þegar við-
skiptaráðherra vildi
rýmka útflutningsleyfí á
sjávarafurðum! Er það
virkilega að verða svo að
sósíalisminn eigi sitt síð-
asta athvarf í islenska
Sjálfstæðisflokknum? Er-
um við orðnir kaþólskari
en páfhm?“
Miðstýring
f forustugrein Alþýðu-
blaðsins í gær sagði m.a.:
„Á sama tíma og fyrr-
um kommúnistar í Rúss-
landi hafa valið leið
fijálsrar verðmyndunar
og rekið verðlagsnefndir
skriffinnanna á dyr, lifir
miðstýring í verðlags-
málum enn góðu lífí á
íslandi. Helsta lirciður
hennar virðist vera þing-
flokkur Sjálfstæðis-
flokksins. Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra hefur
látið senvja fmmvarp
sem fylgir eftir fijálsri
verðlagningu á olíu hér-
lendis. Frumvarpið felur
meðal amiars í sér, að
felld verði niður jöfnun
kostnaðar við flutning á
oliu á landi en jöfnun á
flutningum á sjó viðhald-
ið. Boðun verðlagsfrelsis
í frumvarpmu hefur far-
ið fyrir bijóstið á þing-
flokki Sjálfstæðisflokks-
ins. Þingflokkurhm hef-
ur sent ráðuneytisstjóra
viðskiptaráðuneytisins
bréf um þetta efni, þar
sem tilkynnt er, að rétt
sé að stjómarflokkamir
eigi að hefja viðræður
um „að auka fijálsræði í
verðlagningu og verð-
samkeppni milli olíufé-
laganna en þó þannig, að
hvert félag tryggi sam-
bærilegum viðskiptavhi-
um sömu kjör alls staðar
á landinu". Hvað skyldi
Jeltsín segja um þessa
síðustu klausu í bréfi
þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins?"
spariskírteinum
ríkissjóðs
Hringdu eða komdu í
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa eða
Seðlabanka íslands og pantaðu áskrift að
spariskírteinum ríkissjóðs.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040
sími 91-699600 Kringlunni, sími 91- 689797
I
$
ts
«3
SJÓÐSBRÉF 1 HJÁ VÍB
Arðbær og örugg ijárfesting
Sjóðsbréf 1 henta vel þeim sem vilja njóta góðrar
ávöxtunar á sparifé sínu án þess að taka mikla áhættu.
Stærstur hluti eigna sjóðsins er ávaxtaður í skuldabréfum
ríkis og sveitarfélaga. Sjóður 1 er því mjög öruggur.
Sjóðsbréf 1 sameinaeiginleikaskammtíma-oglang-
tímasparnaðar. Þau er hægt að innleysa, án innlausnar-
gjalds, fyrstu þrjá virka daga hvers mánaðar eftir að fern
mánaðamót eru liðin frá kaupum.
Verið velkomin í VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvarl 68 16 25.