Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 11

Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 11 Uppgjörið eftir fall múrsins Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson FYRIR níu árum kom út skáld- sagan Kassandra eftir Christu Wolf (íslensk þýðing Jórunnar Sigurðardóttur 1987), einn helsta rithöfund þáverandi alþýðulýð- veldis í Austur-Þýskalandi. Kas- sandra var sem kunnugt er kóngsdóttir í Trójuborg og rat- aði í ýmsar raunir. Þessi skáld- saga sem sækir efni til Forn- Grikkja, einkum Oresteiu Eskí- losar, fékkst samt ekki gefin út í upprunalegri mynd í heima- landi höfundar, heldur var hún prentuð þar endurskoðuð. Umhverfi Kassöndru, höllin í Tróju, átti of margt sameiginlegt með nútíðinni. Kassandra er sjáandi og gædd spádómsgáfu, kvelst vegna sýna sinna og glöggskyggni. Hún gerir sér grein fyrir þeirri „blindu sem fylgir völdum“. Christa Wolf gat skrifað opinskátt um Þýskaland undir hrammi nasis- mans, en ok sósíalismans þurfti að dulbúa. í nýlegum Listamannaskála, þætti sem er eitt hið forvitnilegasta sem boðið er upp á hjá Stöð 2, var spjallað við rithöfunda í tilefni falis múrsins. Meðal þeirra var Christa Wolf. Þessi kunni og dáði rithöfundur, en líka umdeildi, var spurð að því hvers vegna hún hefði ekki slitið tengsl við stjórnvöld í landi sínu þegar hún átti í útistöðum við þau. Svar Christu Wolf var á þessa leið: „Ég var of flækt í allt til að það gæti gerst.“ Þetta minnir á að þegar skáldinu Wolf Biermann var meinað að snúa heim til Austur-Þýskalands 1976 var Christa Wolf meðal þeirra sem skrifuðu undir mótmæli, en dró þau síðan til baka vegna þrýstings stjórnvalda. Aðrir rithöfundar, einn þeirra skáldkonan Sarah Kirsch, voru reknir úr flokknum fyrir samúð með Biermann. Hún fluttist eftir það til Vestur-Þýskalands og býr í Slésvík- Holtsetalandi. í því uppgjöri sem átt hefur sér stað að undanförnu og er síður en svo lokið næðir óþægilega um Christu Wolf. Mikilvægi skáldverka hennar er ekki dregið í efa, en fylgi- spekt hennar við kerfið og flokkinn gleymist ekki. Þegar innrás Var- sjárbandalagsins var gerð í Tékkó- slóvakíu 1968 var Christa Wolf í framboði til miðstjórnar austur- þýska kommúnistaflokksins. Vörn hennar hefur byggst á því að hún hafí gert sér vonir um betri tíma, að það rofaði til í flokknum. Starfsemi austur-þýsku leyni- þjónustunnar, Stasi, er nú lýðum Ijós og sífellt bætast við upplýs- ingar um umfang hennar. Wolf Biermann hefur í mörgum blaða- greinum sem flestar birtust upphaf- lega í Die Zeit 1990 lýst vinnu- Christa Wolf brögðum Stasi og hinna ýmsu deilda flokksins, m. a. hvernig reynt var að fá hann til að njósna um skólafélaga sína í samfélagi sem gagnsýrt var af tortryggni og flærð. Hann hefur lýst pyntingaraðferðum leyniþjónustunnar sem gengu svo langt að beint var tortímandi geisl- Wolf Biermann um á viðkvæma staði á líkömum andstæðinga og þeir þannig gerðir að fórnarlömbum sem aldrei áttu eftir að komast til heilsu aftur. Það sem vekur hvað mestan óhug við frásögn Wolfs Biermanns er það hve auðvelt virðist að fá vissar manngerðir (reyndar fjölda fólks) til þess að beygja sig undir alræði og starfa í þágu þess. Hann bendir til dæmis á hve fljótt ýmsir alræmd- ir Stasi-menn hafa snúið við blaði og eru reiðubúnir að iáta að sér kveða á nýjum vettvangi. Umræðan um austur-þýsku leyniþjónustuna hefur náð til ís- lands, einkum eftir að Der Spiegel birti játningar skáldkonunnar Helgu Novak um að hún hafi njósn- að fyrir Stasi. „Hina miklu gleymdu skáldkonu þessa lands“, hefur Bier- mann kallað Novak. Helga Novak dvelst nú í Póllandi, en bjó á ís- landi um skeið og tengist íslandi með ýmsu móti. Hún er félagi í Rithöfundasambandi íslands. I framhaldi umfangsmikilla rann- sókna á starfsemi Stasi væri ekki úr vegi að grennslast fyrir um hugs- anlegan þátt íslendinga. Ekki er loku fyrir það skotið að einhveijir hafi freistast, enda var hollusta við kenningar Karls Marx auðveldasta leiðin til þess að menn fengju að nema við austur-þýska háskóla og aðrar menntastofnanir í austan- tjaldslöndum. Þeir íslendingar sem á sínum tíma lögðu stund á hin ýmsu fræði í Austur-Þýskalandi eru sumir hvetjir áhrifamenn og hafa látið og láta til sín taka við mótun þess þjóð- félags sem við erum hluti af. Vænt- anlega hafa þeir þó fyrir löngu „slit- ið tengsl“ sín við alþýðulýðveldið. Nýju verklagsreglurnar eru réttlátari fyrir alla aðila FASTEIGIMASALA Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 Vantar allar gerðir eigna á söluskrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Raðhús — einbýli BAKKAFLÖT Vorum að fá i $ölu vandað einb- húe á ainni hæö 185 fm m/tvöf. bílsk. 43 fm. Parket á gólfum. Arinn i stofu. Húslð stendur ein- um fallegasta stað í Gbæ. TJARNARFLÖT Glæsil. einbhús, 173 fm m. tvöf. 39 fm bílsk. SÆVIÐARSUND Til sölu glæsil. raðhús á einni hæð ásamt samb. bílsk. Samt. 160 fm. 4 svefnherb. BIRKIGRUND Raðhús á 2 hæðum um 130 fm (viðlaga- sjóðshús) Laust nú þegar. 4ra-6 herb. LAUFVANGUR Vorum aö fá í sölu mjög góöa 4ra herb. 106 fm íb. á 3. hœÓ. Sórþvhús í íb. BÓLSTAÐARHLÍÐ Til sölu 4ra-5 herb. rúmg. ib. á 3. hæö. Tvær saml. stofur. 3 góð svefnherb. Nýl. teppi, flísar á holi. Laus fljótl. LYNGHAGI Agæt 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð litillega undir súð. TRÖNUHJALLI Til sölu 4ra herb. endaíb. á 1. hæð í nýju fjölbhúsi. Suöursv. Gott útsýni. íb. selst rúml. tilb. u. trév. þ.e.a.s. fullmál. o.fl. Til afh. strax. HRÍSATEIGUR Til sölu falleg hæö í þríbhúsi. Eldhús og baö nýuppg. Parket á stofu 25 fm bilskúr. Mjög áhugaverð eign. STELKSHÓLAR Til sölu glæsil. 4ra herb. íb. á 3. hæö (efstu). Parket á gólfum. flísal. bað. Bílsk. Góð sameign. 3ja herb. BÚÐARGERÐI Góð 3ja herb. 66 fm íb. á 1. hæð. KJARRHÓLIVII Falleg 3ja herb. íb. Sérþvherb. í íb. Stór- ar suðursv. Laus nú þegar. Hlíöarhjalli Vorum að fá í sölu nýl. 3ja herb. 93 fm íb. á 2. hæð ásamt bílsk. Áhv. 4,9 millj frá húsnæðisst. 2ja herb. FRAMNESVEGUR 2ja herb. 63 fm risíb. i steinh. HLIÐARHJALLI Til sölu stórglæsil. 2ja herb. íb. á 1. hæð í nýl. húsi. Áhv. 3,0 millj. frá húsnstj. I smíðum BAUGHÚS Til sölu parhús á tveimur hæöum m/lnnb. bílsk. samt. 187 fm. Hús- in seljast fokh., fróg. eð utan. Til afh. strax. Fráb. utsýnisstaður. Skipti á minni eign mögul. GRAFARVOGUR Til sölu parhús á tveimur hæðum meö innb. bílsk. við Berjarima og Hrísrima. Húsin seljast fullfrág. að utan fokheld að innan. Skipti á minni eign mögul. Atvinnuhúsnæði Leirubakki 250 fm fiskislóð, 530 fm Bílsdhöföi, 350 fm Óðinsgata 240 fm. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson, hs. 39558. segir Olafur B. Thors framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra ÓLAFUR B. THORS, framkvænidastjóri Sjóvá-Almennra, segir nýjar verklagsreglur Sambands íslenskra tryggingarfélaga vera réttlátari fyrir alla aðila, þar sem þær séu betur til þess fallnar að bæta raun- veruleg tjón. I grein sem birtist í blaðinu á laugardag undir yfir- skriftinni „Bylting í bótarétti," eru nýju reglurnar gagnrýndar. Olaf- ur segir að í greininni gæti mikils misskilnings og vanþekkingar á þróun skaðabótaréttar á síðustu árum. I grein Vilhjálms H. Vilhjálms- sonar lögmanns, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag, eru nýju reglurnar gagnrýndar, m.a. þar sem þær feli í sér að óverulegt tillit sé tekið til mats læknis á skertu framtíðaraflahæfi hins slasaða eða áætlunar tryggingarstærðfræðings á líkiegu framtíðartekjutapi hans en nýju reglurnar taka til bóta fyr- ir örorku þar sem hún er 15% eða lægri og ekki til bóta fyrir frjálsar slysatryggingar. Ólafur B. Thors sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri rétt, sem fram kæmi í greininni, að nýju verklagsreglurnar fælu í sér bylt- ingu í íslenskum skaðabótarétti þar sem hann hefði hvergi verið til áður á prenti. „Það er reginmisskilningur eins og margir halda að við búum við samnorrænan skaðabótarétt. Islenskur réttur, sem byggist á dómvenju hefur orðið viðskila við rétt Norðurlanda. Nýju reglurnar eiga sér fyrirmynd á Norðurlöndum og frumvarp sem liggur fyrir á Alþingi að nýjum íslenskum skaða- bótalögum byggir á þeim.“ Ólafur segir að tjón undir 15% örorku séu ekki bætt sem fjárhags- leg tjón á Norðurlöndum. „í grein Vilhjálms er talað um að við bætum ekki miska vegna þeirra en það er vegna þess að miski er innifalinn í bótunum. Við teljum að þeir aðilar sem verða fyrir svona minniháttar örorku verði ekki fyrir neinu fjár- Grunnatriði Macintosh, Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan '< Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar eSf Grensásvegi 16*stofnuð 1. mars 1986 (J)V Við Hverafold 2ja herb. glæsileg íbúð á jarðhæð. Fallegar innrétting- ar. Sérþvottahús. Laus fljótlega. íbúðin selst með eða án bílskýlis. Sér garður. Áhvílandi 1,7 millj. í veðdeild. Agnar Ólafsson, framkvstjóri, Agnar Agnarsson, viðskfr., Sigurður Hrafnsson, sölum., Berglind H. Ólafsdóttir, ritari, Sigurbjörn Magnússon, hdl., Gunnar Jóh. Birgisson, hdl. IFASTEIGNA OG FIRMASALA AUSTURSTRÆTI 18 hagslegu tjóni,“ sagði Ólafur. „Reglan hjá okkur er auðvitað sú að bæta allt sannanlegt fjártjón og þegar talað er um í greininni að við séum að nýta okkur yfir- burði yfír hinn slasaða með því að neita að borga nema að viðkomandi skrifi undir fullnaðarkvittun þá er því til að svara að ef hann getur sýnt okkur fram á að hann hafi beðið fjártjón með því að hafa verið frá vinnu, þá borgum við það. Við erum sem sagt að tala um framtíð- artekjutapið," sagði Ólafur. Ingvar Sveinbjömsson, lögfræð- ingur hjá Vátryggingafélagi ís- lands, segir að það sé ekki rétt sem fram komi í grein Vilhjálms að ríkt hafi einhugur um uppgjör skaða- bóta á undanförnum áratugum. Hann segir jafnframt að það lækn- isfræðilega mat sem lagt hafi verið á örorku og væntanlegt tekjutapt sé byggt á ævagömlum töflum frá síðustu öld. „Þetta læknisfræðilega mat þarf ekki að hafa áhrif á tekjuöflun og hefur það sjaldnast. Mörg dæmi eru til um þetta hér á landi og erlendar rannsóknir sýna að örorka, lægri en 30% hefur sjaldnast áhrif á tekjuöflun manna,“ sagði Ingvar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist jafnframt vilja leið- rétta það sem fram kæmi í grein- inni að ekki sé tekið tillit til heima- vinnandi húsmæðra í nýju reglun- um. „Við tökum fullt tillit til heima- vinnandi húsmæðra ef þær hafa ekki tekjur af vinnu utan heimilis." Hann sagðist loks vilja leggja áherslu á að íslenskar reglur um ákvörðun bóta væru í hróplegu ós- amræmi við það sem tíðkaðist á Norðurlöndum. „Við höfum dregist aftur úr og bætur hér eru miklu hærri heldur en á Norðurlöndum sem skýrir m.a. hvers vegna iðgjöld fyrir ábyrgðatryggingar bíla eru hærri hér en þar,“ sagði Ingvar að lokum . ------» ♦ ♦------- Árni tekur við af Hannesi I RK tripml U S Meira en þú geturímyndad þér! UM áramótin varð sú breyting hjá Slysavarnafélagi íslands, að Hann- es Þ. Hafstein, sem tók við dag- legri framkvæmdastjórn félagsins árið 1973, lét af því starfi, en við tók Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.