Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 12

Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 Hér er umlukt sál... Rætt við Guðnýju Guðmundsdóttur uiji frumflutning á Islandi á Fiðlu- konsert eftir Edward Elgar Fimmtudaginn 9. janúar nk. verða tónleikar í guln tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói og hefjast þeir kl. 20.00. Á efnisskrá verða tvö verk, Sinfón- ía nr. 8 eftir Beethoven og Fiðlu- konsert eftir Edward Elgar. Ein- leikari á tónleikunum verður Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitarinnar og hljómsveitarstjóri verður James Loughran. Sinfóníur Beethovens sem bera oddatölur eru vinsælli og oftar leiknar_ en þær sem bera jafnar tölur. Áttundu sinfóníuna skrifaði Beethoven á 3-4 mánuðum árið 1811 og er hún heldur minni í snið- um en aðrar sinfóníur hans að undanskilinni hinni fyrstu. Verkið var frumflutt 1814. Hér er umlukt sál Flutningur fiðlukonsertsins er frumflutningur verksins á íslandi í hljómsveitarbúningi. „Hér er umlukt sál.“ var skrifað á tit- ilsíðu Fiðlukonserts enska tón- skáldsins Edwards Elgars. Menn hafa lengi reynt að ráða í fyrir hverju punktamir fimm standa, e.t.v. nafni tónskáldsins, Elgar, konu hans Alice, vinkonu hans Júlíu eða jafnvel sál fiðlunnar sjálfrar. Áheyrandinn getur reynt að ráða í hvers sál er umlukt í verkinu, þegar það verður frum- flutt á íslandi af Sinfóníuhljóm- sveit íslands og Guðnýju Guð- mundsdóttur, konsertmeistara, sem leikur einleik. Undanfama Guðný Guðmundsdóttir mánuði hefur Guðný leikið verkið á tónleikaferðum sínum um landið við píanóundirleik Kristins Arnar Kristinssonar og hefur því verið vel tekið. Guðný var spurð um þennan fiðlukonsert, sem heyrist hér í fyrsta sinni. „Fiðlukonsertinn samdi Eigar fyrir fiðlusnillinginn Fritz Kreizler árið 1910 og árið 1932 flutti Yehudi Menuhin verkið við hljóðrit- un undir stjórn Elgars, þá aðeins 16 ára gamall, og var haft eftir tónskáldinu að Menuhin hefði spil- að þetta verk betur en nokkur ann- ar,“ sagði Guðný. „Fiðlukonsertinn er krefjandi og erfítt verk fyrir fiðl- uleikarann en skrifað í hreinum rómantískum anda 19. aldarinnar. Elgar var rómantískt tónskáld, ekki eins og Stravinskíj eða Bart- ók. Verk hans þekkjast af persónu- legum stíl hans og tónagangi. Ég varð mér úti um nótur fyrir 20 árum þegar ég var að læra og lærði þetta verk að einhveiju leyti þá. Mér fannst það hins vegar full- erfitt, því það gerir miklar kröfur til einleikarans, og lagði það því á hilluna þangað til nú.“ — En hvers vegna er þetta verk ekki flutt hérlendis fyrr en nú? „Þetta er erfiður konsert og það eru til margir frægir fiðlukonsertar sem menn vilja heyra aftur og aft- ur. Elgar er e.t.v. ekki eins frægur og Tsjajkovskíj en þó er t.d. Selló- konsert Elgars mjög frægur, enda ekki margir sellókonsertar til,“ sagði Guðný Guðmundsdóttir að lokum. James Loughran Einleikarinn og stjórnandinn Guðný Guðmundsdóttir hefur verið 1. konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands frá 1974. Frá sama ári hefur hún kennt við Tón- listarskólann í Reykjavík og út- skrifað marga efnilega nemendur sem hafa farið til framhaldsnáms við erlenda tónlistarháskóla. Guðný lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1967 og eft- ir framhaldsnám við Eastman- háskólann í Rochester í New York og Juilliard-háskólann í New York réðst hún til starfa hjá SÍ. Hún hefur oft leikið einleik með hljóm- sveitinni og ferðast víða á megin- landi Evrópu og í Bandaríkjunum og leikið á tónleikum þar. Skoski hljómsveitarstjórinn James Loughran komst í sviðs- ljósið með eftirminnilegum hætti í Konunglegu óperunni í Covent Garden í Lundúnum. Hann hefur verið aðalstjómandi BBC Scottish Symphony Orchestra, Hallé-hljóm- sveitarinnar og Bamberg-sinfóníu- hljómsveitarinnar. Auk þess hefur hann stjórnað hljómsveitum á Norðurlöndum og víða á megin- landi Evrópu. Hann hefur hlotið lof gagnrýnenda og áheyrenda fyrir frábæra túlkun við stjórn verka eftir Beethoven og Brahms. Eins og áður segir hefjast tón- leikarnir kl. 20.00 á fimmtudaginn. Miðasala er á skrifstofu Sinfóníu- hljómsveitarinnar alla virka daga frá kl. 9-17 og í miðasölu Háskóla- bíós við upphaf tónleikanna. Hrafn Jónsson Endurhæfing í stað refsingar eftirBirgiÞ. Kjartansson Mikil umræða hefur verið undanf- arin ár um fangelsismál á íslandi, og hvað mætti betur fara í þeim málum. Oft hefur það brunnið við að sú umræða hefur einkennst af reiði, skilningsleysi og skorti á mann- kærleika til þeirra manna sem lenda í klóm vímuefnaneyslu ungir að árum og í kjölfarið fylgir lífsviðhorf er ein- kennist af neikvæðu hugarfari, óábyrgum gjörðum og afbrotum. Endurhæfing Með vaxandi þekkingu og endur- hæfíngarsjónarmiða í þjóðfélaginu telja allir nauðsynlegt að vinna að hvers konar virkni s.s. íþróttum og líkamsrækt sem og endurmenntun til nýrra starfa vegna skertrar starfs- getu fyrir fólk, sem orðið hefur óstarfhæft að meira eða minna leyti af völdum sjúkdóma eða slysa. En einhvern veginn ná þessi endurhæf- ingarsjónarmið ekki til þeirra manna er lenda í vítahring afbrota og af- plána dóma í fangelsum landsins. Andlegt heilbrigði Það er auðvelt að gera sér grein fyrir hversu mikilvæg störf eru fyrir andlegt heilbrigði með því að líta á hvernig þeim líður sem ekkert hafa að gera. Fólk í samfélaginu sem annaðhvort getur ekki unnið eða gerir það ekki af öðrum ástæðum kvartar mjög gjarnan um að hafa ekkert hlutverk í lífinu. Það kvartar um tilbreytingarleysi er leiðir oftast til sljóleika fyrir líðandi stund. Andleg vanlíðan Maður í fangelsi upplifir sömu vanlíðan hvað þetta snertir og hinn fijálsi borgari nema honum eru flest- ar bjargir bannaðar til að breyta ástandi sínu. Þeir hafa það á tilfinn- ingunni að þá vanti tilgang með líf- inu, þann tilgang sem er grundvallar- forsenda góðrar andlegrar líðunar, og styrkir þá í þeirri trú að þeir séu einhvers virði sem einstaklingar. Eftir því sem fangar hafa minna fyrir stafni hafa þeir meiri tíma til að hafa áhyggjur af alls konar vanda- málum eða jafnvel búa þau til. Hinn dæmdi Fyrir þann, sem dæmdur er úr leik og er óvirkur frá samfélaginu innan fangelsismúra, getur það haft margvíslegt gildi að fá starf, eiga kost á endurmenntun í samræmi við andlega getu og kunnáttu, eiga þess kost að fá meðferð vegna vímuefna- vandamáls í afplánun. 1. Það eykur þrek hans, bæði andlegt og líkamlegt. 2. Það eykur sjálfstraust. Sé starfið við hæfi sannfærist hann áþreifanlega um getu sína til að breyta til betri vegar með eigin mannrækt. Slíkt vekur hjá fanganum máttartilfinningu og gefur þá vissu að hann sé nýtur til einhvers, þurfi ekki að vera öðrum byrði og einhver þarfnist hans. 3. Það gefur möguleika á tekjum sem fyrir flesta er aðgangur að margvíslegum efnislegum og félags- legum gæðum auk þess sem tekjur eru forsenda fyrir persónulegu sjálf- stæði. Því sá, sem ekki getur brauð- fætt sjálfan sig, hefur ekki örugga stöðu í samfélaginu. Hann hlýtur að vera öðrum háður, og sjálfstraust hans og innra öryggi en venjulega í hlutfalli við það. 4. Finni fanginn að starfið eða námið sé skapandi og þroski hann frá fyrra lífsmáta eykur það hæfni hans að hafa samvinnu við annað fólk og á þann hátt eru meiri líkur á því að úr fangelsi komi hann betur í stakk búinn að mæta samfélaginu. 5. Flest störf auka möguleika á félagsskap því eðlilega félagsleg tengsl bæði við fjölskyldu, maka og vini eru sá veiki hlekkur sem fanginn þarf að endurnýja. 6. Það að hafa starf eða nám á ákveðnum tíma gefur dögunum til- gang sem aftur vinnur gegn tilbreyt- ingarleysi og tilgangsleysi fangelsis- vistar. Stuðningur Fyrir yfirvöld, fangelsisstjóra og fangaverði eða hvern þann, sem inn- Gjöf MEÐAL ANNARA ORÐA eftir Njörð P. Njarðvík í orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er sögnin að gefa m.a. talin skyld forngrísku gaibid „tekur, grípur", latínu habere „hafa“, litháísku gabenú „flytja e-ð burt“ og pólsku gabác „grípa, hrifsa“. Þarna kemur því fram „víxlan gagnstæðra tákngilda, gefa: taka“ eins og segir í bók- inni, og er kannski ekki alveg eins fráleitt og virðist við fyrsta tillit. Að minnsta kosti ekki ef höfð er í huga sú afstaða sem sumt fólk sýnist hafa til gjafa nú á tímum, þegar allsnægtir margra eru því- líkar að erfitt er að finna eitthvað til að gefa þeim sem allt eiga. Slíkt fólk er líklegt til að láta sér fátt um finnast þótt því sé fært eitthvert lítilræði. Og þar sem nú er afstaðin mesta gjafahátíð árs- ins, þá hygg ég að til séu þeir sem hafa séð örla á nokkurri græðgi, á ákveðinni tilætlunarsemi. Gjöf er til þess að gleðja aðra, en sá sem ætlast beinlínis til þess að fá gjöf, og hana hvorki ódýra né smáa, getur varla fyllst sannri gleði. Þá er hætt við að jafnvel sé stutt í vandlætingu, ef skorta þykir á örlætið. Segja má að slíkt þurfi ekki að vera undrunarefni, þar sem fólk hefur alist upp við bruðl frá blautu barnsbeini. Þótt ekki tíðkist það hér (ekki enn að minnsta kosti), þá vitum við að víða er sið- ur að jólasveinar sitji í verslunum til að setja börn á hné sér og hlusta á heimtufrekju þeirra. Enda er nú mörgum farin að blöskra taumlítil eyðslusemi í jólahald og tilheyrandi gjafir. Þetta er þeim mun dapur- legra þegar uppruni jólagjafa er hafður í huga, þá er vitringar komu til að votta nýfæddu bami lotningu sína og virðingu. Þar birtist sú afstaða til Krists sem _er svo vel orðuð í ljóði Ragnhildar Ófeigsdótt- ur, Vitringurinn tómhenti, „að þín mikla gjöf / er að mega gefa þér“. Mannleg samskipti Gjöf er notuð í margs konar skyni, og ekki ævinlega til að gleðja, og það getur líka verið vandi að taka á móti gjöf. Um gjöfina hefur margt verið sagt, sem ástæða er að hugleiða. Dæmi: Æ sér gjöf til gjalda (Gísla saga); hver er sínum gjöfum líkastur (ísl. málsháttur); blindur maður mun ekki þakka þér fvrír spegil (Thomas Fuller); gjöf sem lengi hefur verið vænst, er seld en ekki gefin (Thomas Fuller); gjafir óvinar er ástæða til að óttast (Voltaire); sá sem sigrar, getur ekki gefíð hinum gjöf (Halldór Laxness); sá gefur tvisvar sem gefur fljótt (Publilius Syrus); sá sem gefur smáu gjafirnar, hann er sá sem elskar (Halldór Laxness); Sýtir æ glöggur við gjöfum (Hávamál). Af þessum fáu dæmum má sjá að gjafir eru mikilsverður þáttur í samskiptum manna, og er þá hugtakið gjöf notað í víðum skilningi. Það er við því að búast að á tímum er fólk elskar efnisleg gæði öðru fremur, sé gjöf skilin sem gripur eingöngu. En svo er auðvitað ekki og hefur aldrei verið. „Góðar eru gjafir þínar,“ sagði Gunnar á Hlíðarenda við Njál, „en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.“ Og fyrr í Njálu segir Bergþóra: „Gjafir eru yður gefnar feðgum og verðið þér litlir drengir ef þér launið engu“ — og eru það viðbrögð hennar við illmælgi Hallgerðar. Þegar gjöf er notuð til svívirðingar, svíður enn meira undan, af því að þá er gjöfinni snúið fullkomlega til andstæðu sinnar, og því er það sem Bergþóra kallar háðsyrði Hallgerðar gjöf. Gestaboð í sjónvarpinu var nýlega sýnd snilldarkvikmynd eftir sögu Kar- enar Blixen um gestaboð Babettu, matargerðarsnillingsins sem þurfti að flýja land og leitaði ásjár hjá strangtrúarfólki á Jótlandi sem var sannfært um að sönn sæla væri fólgin í afneitun munað- ar. Þegar hún vinnur í happ- drætti mörgum árum síðar, ákveður hún að launa velgjörðar- mönnum sínum með því að halda þeim veislu. Þessu einfalda al- þýðufólki líst ekki alls kostar á veisluföngin, og telur þau jafnvel ættuð frá hinum vonda, en ákveð- ur að láta sem ekkert sé og segja ekki eitt orð um matinn, en láta allt yfir sig ganga í virðingar- skyni við veitandann. Nú vildi svo til að meðal veislugesta var sænskur hershöfðingi að nafni Löwenhielm, veraldarvanur mað- ur sem kunni skil á því hvílíkt lostæti var á borðum, þegar aðrir snæddu líkt og þeim væri borinn hreinn hversdagsmatur. Þessi hershöfðingi hafði komið þarna ungur maður og fellt hug til ann- arrar dóttur prestsins, en verið synjað ráðahagsins. Þá sór hann þess eið að klifra upp metorðastig- ann. Nú var hann aftur kominn og hafði óvart ratað í þessa veíslu. Og það er hann sem í raun flytur boðskap sögunnar, þegar hann tekur til máls við matarborðið. Hann leggur út af valinu og seg- ir, að í raun skipti hið svokallaða val okkar í lífinu litlu, því að allt sé okkur í raun gefið, og þá einn- ig val okkar og hlutskipti. Um krókaleið metorðastigans er hann aftur kominn á sama stað, skiln- ingnum ríkari: allt er okkur gefið. Og gjöf Babettu til velgjörðar- manna sinna er í raun ekki fólgin í veislunni sem slíkri, nema fyrir þá sök að hún gefur það sem hún getur best. I eitt skipti veitist henni að gefa það sem í henni sjálfri býr, þekkingu sína, kunn- áttu og snilld. Og það er ekki lít- il gjöf — í tvöföldum skilningi. Brauð út á vatnið „Varpa þú brauði þínu út á vatnið," segir Predikarinn, „því þegar margir dagar eru um liðn- ir, munt þú finna það aftur,“ — og er þar hvatt til ópersónulegrar gjafar, þeirrar gjafar að lifa öðr- um, því að það sé leiðin til að lifa sjálfum sér. Einhver mesti gjafari nútímans er móðir Teresa, sem hefur gefið llf sitt og starf hinum dauðvona, þeim sem annars dæju útskúfaðir og yfirgefnir, svo að þeir megi að lokum fínna mannlega kær- leikshönd. Þetta kann sumum að finnast lítils vert og skammvinnt, að lina í svip örvæntingu og kvöl þess sem er að deyja. En í raun er kannski fátt stórmannlegra en einmitt þetta: að Ieita uppi hinn útskúfaða sem ekkert á eftir ann- að en að hverfa úr mannheimum líkt og sá heimur sé mannlaus — og sýna honum að þrátt fyrir allt afskiptaleysi og allan yfirdreps- skap, þá er samt til líkn, hinn ópersónulegi kærleikur sem hvergi fer í manngreinarálit, held- ur linar þjáningu og kröm þegar mest á reynir. Er til sannari gjöf að veita og þiggja? Og svo fer kannski í raun um okkur öll. Að leiðarlokum eigum við aðeins eina varanlega eign og hún er fólgin í því sem við höfum gefið öðrum — af okkur sjálfum. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.