Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 1992
15
sem honum beri að sækjast eftir,
ekki hvað síst til að auka lífslíkur
sjálfs sín.
Jæja, hugsaði ég. Þá er bara að
hringja í Bush og Kohl og láta þá
drífa þetta í gang. En ég átta mig
sem betur fer á því, að ég var kom-
inn út af sporinu, þetta heyrir ekki
beint undir mig.
Enda eru þeir áreiðanlega búnir
að hugsa þetta betur en ég, og ég
verð bara að treysta á það, að þeir
muni finna þær leiðir sem bestar
eru. Mér er það því nokkur léttir
að þurfa ekki að hafa áhyggjur af
þessu öllu saman. Ég get þá ein-
beitt mér að því að borga jóla-vísa-
reikninginn, sem fer að hellast yfir.
Það er víst nóg fyrir mig og mína
líka.
Já, Afríka, þar sem eyðnin er að
leggja heilu þjóðirnar undir sig. Og
svo helvítið hann Hússein, sem er
að láta kaupa fyrir sig plútóníum
hvar sem hann nær í það meðan
Kúrdarnir svelta. Þetta er bara
endalaus hönk í henni veröld. Það
er betra að það séu almennilegir
menn við stýrið í Bandaríkjunum,
maður verður að sækja traust sitt
þangað, nú sem fyrr.
Það er ef til vill óþarfi fyrir mig
og mína líka að skipta sér af hlutum
sem þeir ekki þekkja ekki nægi-
lega. Þeir eru líka uppteknir við sín
daglegu störf. En verðum við ekki
að hugga okkur við það, að klukku-
verk heimsins er samsett úr mörg-
um örsmáum hjólum þar sem við
erum hvert og eitt hlutar af.
Maður getur ekki sjálfur skilið
allan heiminn hvernig sem maður
reynir. En hversu miklu væri heim-
urinn betur í stakk búinn til að
hjálpa til dæmis Afríku ef þjóðir
Sovétríkjanna væru komnar til
þeirra lífs. Þetta fólk getur unnið
stórvirki fái það tækifæri til og frið
fyrir stjórnglæpamönnum, sem
ávallt er nóg framboð af og engu
eira. Einhvernveginn finnst mér að
það muni gefa skjótari árangur að
byija á því að bjarga heiminum þar
heldur en t.d. í Afríku eða á Ind-
landi. Og skynsamlegra fyrir okkur
með tilliti til vopnanna sem þeir
ráða yfir.
Skyldu leiðtogar vestrænna ríkja
ekki halda sérstaka ráðstefnu um
þessi mál? Hvað skyldu þeir gera?
Hvað getum við gert, ég og þú?
Skyldi vera hægt að gera eitthvað?
Höfundur er verkfræðingur.
viði vöggu sinnar, ef henni er ekki
kastað á glæ?
í augum flestra er þetta jötu-
barn . ekki frelsari heldur ímynd
þeirra eigin bai-na, sem við eru
bundnar veraldlegar vonir. Enginn
vill að sitt barn verði sem fullorð-
inn maður negldur á kross ná-
ungakærleika með Kristi. Hvað
er líka sögn um barn með stjarn-
bundinn boðskap; barnaskapur,
óraunveruleiki, ævintýri?
Þessi einstæða stjarna — Betle-
hemstjarna — eins og engar aðrar
stjörnur séu á himni, trúarhimni.
Sú stjarna sem næst kemst jörð
með himin. Ljós sem ekkert myrk-
ur getur endanlega slökkt, vonar-
stjama. Skin sem næst kemst
mönnum með guðdóm.
Allt þetta týnist í manngerðum
og minnislausum rafljósum — jóla,
er sameina skyldu einn heim og
annan, heim manns og guðs; týn-
ist í reykstemmdum og öskuvísum
eldi — áramóta, er sameina skyldu
forgengileika og eilífð, tíð manns
og guðs.
Hið nýja ár, hið nýja líf, hinn
nýi maður, hin nýja jörð fuðra upp
með flugeldum forgengileika. Hið
gamla ár, hið glataða líf, hinn
syndugi maður, hin sjúka jörð
breiða öskumyrkur yfir stjörnusk-
in eilífðar.
Svo kveikja og slökkva manns-
hendur á ljósaperum, sem minnast
ekki neins því þær muna ekki
neitt, hvorki jól né áramót, eilífð
né forgengileika.
Og lágtíð manns tekur við af
hátíð guðs.
h
Athugasemd að
tvígefnu tilefni
eftir Heimi Pálsson
Mér þykir fyrir því að neyðast
til að gera athugasemd við skrif
Sveins Einarssonar, dagskrárstjóra
og leiklistarsagnfræðings, um ís-
lensku bókmenntaverðlaunin. Það
er að sjálfsögðu hans einkamál
hvaða leiðir hann kýs til að losa sig
við gremju og við það geri ég ekki
athugasemdir. En í grein sinni í
Morgunblaðinu 3. janúar 1992 end-
urtekur hann rangfærslu úr fyrri
grein sinni um þetta efni og bætir
nýjum við. Verður ekki við það
unað.
1. Ég geri ráð fyrir að Sveinn
Einarsson eigi við Félag íslenskra
bókaútgefenda þegar hann talar um
„klúbb bókaútgefenda" og segir að
ekki komist aðrir að með bækur
sínar í framlögn bóka til verðlaun-
anna en þeir sem í þeim „klúbbi"
séu. Þetta er rangt. Tilnefningar-
frestur var auglýstur í Morgunblað-
inu í október og er öllum sem gefa
út bækur heimilt að leggja þær
fram til verðlauna. Hið íslenska
náttúruræðifélag, sem gefur úr
Sögu Mývatns, er t.d. ekki félagi í
fyrrnefndum útgefendasamtökum.
2. I fyrri grein sinni staðhæfði
Sveinn að tilnefningargjald, sem
svo er kallað, væri 30.000 krónur
en hækkaði það svo einhverju nem-
ur í síðari grein, þar sem það er
kallað vera „rúmar 30 þúsundir".
Þetta er rangt. Hugsanlega þykir
Sveini ekki nauðsynlegt að fara
nákvæmt með, en gjaldið var að
þessu sinni 25.000 krónur fyrir
bækur sem ætlaðar voru fullorðn-
um, 12.500 fyrir barna- og ungl-
ingabækur.
3. í grein sinni segir Sveinn enn:
„Bókaútgefendur hljóta sjálfir að
skipa umræddar dómnefndir ..
Þetta orðalag hentar vel þar sem
menn neyðast til að búa við ágisk-
anir en hugsanlegt hefði verið fyrir
Svein Einarsson að afla sér upplýs-
inga, t.d. á skrifstofu Félags ís-
lenskra bókaútgefenda eða annars
staðar þar sem hann þekkir til. En
tilgáta hans er röng.
Heimir Pálsson
Tvær dómnefndir velja þær bæk-
ur sem tilnefndar eru til verðlaun-
anna. Formenn beggja nefndanna
taka þau sæti fyrir beiðni stjórnar
Félags íslenskra bókaútgefnda. í
dómnefnd um fagurbókmenntir
skipar Rithöfundasamband Islands
einn mann, heimspekideild Háskóla
íslands annan. I dómnefnd um
fræðirit og bækur almenns efnis
skipar Hagþenkir, félag höfunda
fræðirita og kennslugagna, einn
mann, hugvísindadeild Vísindaráðs
annan. Þetta er ekkert leyndarmál
og hefði verið auðsótt vitneskja
fyrir Svein Einarsson.
í lokadómnefnd sitja formenn
nefndanna tveggja að viðbættum
fulltrúa forsetaembættisins, en nú-
verandi forseti hefur í öll skiptin
óskað eftir að Háskóli íslands til-
nefndi fulltrúa embættisins og hef-
ur sú stofnun gert það.
Það skal tekið fram að það er
rétt hjá Sveini Einarssyni að „heitið
„Hin íslensku bókmenntaverðlaun“
er ekki réttnefni". Verðlaunin heita
íslensku bókmenntaverðlaunin.
Höfundur er framkvæmdustjóri
Féiags íslenskra bókaútgefenda.
Ræðumennska og mannleg samskipti.
Kynningarfundur
Verður haldinn fimmtudagskvöld kl. 20:30 að^-
Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu.
Námskeiðið getur hjálpað þér að verða betri '
ræðumaður og þjálfað þig í mannlegum sam-
skiptum. Lífskrafturinn verður meiri og þú
heldur áhyggjunum í skefjum og byggir upp
meira öryggi. Allir velkomnir.
Fjárfesting í menntun
skilar þér arði ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma: 812411
0
STJÓRI\IUI\IARSKÓLII\II\I
Konráö Adolphsson. Einkaumboö fyrir Dale Carnegie namskeiöin"
Pm/HLJÓMBÚRÐSKEHHSLA:
Hef masterspróf í píanó- og tónlistarkennslu fyrir
börn og byrjendur á öllum aldri.
Góður árangur. Skemmtilegt námsefni.
Innritun daglega í síma 12034.
í tilefni afafmæli okkar bjóðum við
25%
afslátt af miðaverði á eftirtaldar sýningar.
LJÓN í
SÍÐBUXUM
eftir B jörn T h. Björnsson
Föstudaginn I0. janúar
Laugardaginn 11. janúar
Fimmtudaginn 16. janúar
Laugardaginn 18. janúar
i nmmu
Miðvikudaginn
15. janúar
Föstudaginn
17. janúar
ATH. Uppsell á frum-
sýningu og fáein sceti
laus á fyrstu sýningar.
Sala á afsláttarmiðum hefst ídagl
Miðasalan eropin frá kl. 14-20, alla daga nema mánudaga, frá kl. 13-17.
Tekið á mðti miðapöntunum tsíma frá kl. 10-12 alla virka daga.
Leikfélag
Reykjavíkur
Borgarleikhúsið
Sími680680
Meira en þú geturímyndad þér!